Þjóðviljinn - 18.07.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.07.1962, Blaðsíða 4
íslenskra sjómanna Engar kröfur gerðar um stöðeigSelkaútreikninga fiskiskipa Fiskiskipst;órum ekki veittur nægiSegur tími tii náms Ég þakka Hjálmari R. Bárð- arsyni skipaskoðunarstjóra íyrir skjót og greið svör við nokkrum íyrirspurnum mínum í dagblöð- um fyrir s. 1. helgi. Grein hans er mjög fróðleg, og ég efa ekki, að allt sé satt og rétt, sem hann upplýsir. Hitt er svo annað mál, að það ástand í öryggismálum íslenzkra fiskimanna, sem skipa- skoðunarstjóri lýsir — og liggur ljósar fyrir almenningi nú en áður — er engan veginn þess- legt, að við það verði unað. Og nokkur atriði er ég skipaskoð- unarstjóra ósammála um eða lít öðruví-si á en hann. ★ Áður en lengra er haldið, vil ég strax segja það, að varla fer milli mála — a. m. k. ekki í vit- und almennings — hvað sem líðúr' orðanna hljóðan í öllurrí lögum og reglugerðum, að Skipaskoðun ríkisins er sett á stofn til þess að tryggja alhliða sjóhæfni íslenzltra SKIPA og láta einskis ófreistað í þeim efnum. Á sama hátt má með miklum sanni segja, að hlut- verk Sjómannaskólans sé það, að tryggja „sjóhæfni” íslenzkra skipstjórnarMANNA. Veit ég, að báðar þessar merku stofn- anir lúta ákveðnum reglum og fyrirmælum „að ofan” — en hvort tveggja er, að aldrei verð- ur allt sagt í eitt skipti fyrir öll með neinni „forskrift”, enda væri líka skörin tekin að fær- ast óþægilega langt upp á bekk- inn, ef skortur á lagabókstaf einn saman stæði eðlilegri gagnsemi þeirra lengi fjyrir þrifum. En því segi ég þetta, að mér finnst skipaskoðunar- stjóri bera óþarflega mikla „respekt” fyrir sumu því, sem er á kostnað þess, sem óum- deilanlega þarf að verða. Ég endurtek með öðrum orð- um, að það, sem okkur vantar, er EKKI ANNAÐ HVORT traust skip eða góðir sjómenn, HELDUR HVORT TVEGGJA. Hér er ekki um að ræða EITT fyrirbæri, heldur TVÖ. Við get- um ekki sett dæmið þannig upp: að Iélegt sjóskip plús af- burða sjómaður sé sama sem: GOTT SKIP! -Ekki. frekar en afburða sjóskip plús lélegur sjómaður er GÓÐUR SJÓMAÐ- UR! Þetta veit ég, að skipa- skoðunarstjóri veit og skilur manna bezt. En hvers vegna mælir hann þá þessi furðulegu orð: „Skipstjórnarmaður ræður raunverulega miklu meira um SJÓHÆFNI SIÍIPSINS Iieldur en sá, er teiknaði og byggði skipið.”*) Hvað á þá að segja, þegar afburða skipstjórnarmað- ur kveður „manndrápsbolla” og miðiungsmaður eða þar fyrir neðan tekur við? Hvert er þá öryggi skipshafnar? Eða ef skip vegna margháttaðra bilana ihrekst stjórnlaust fyrir stórsjó og stormi? Svona skjól finnst *) Allar leturbreytingar gerðar af mér. Svo var og í fyrri grein minni. B. Þ. Kr. mér skipaskoðunarstjóri megi sízt allra manna búa til fyrir hæpna skipateiknara og skipa- smiði að skriða í! Nóg er nú samt. Víkjum svo að öryggismálum fiskiskipasjómanna í sambandi við þá „sjóhæfni” skips og stjórnanda, sem ég hefi fyrr minnzt á, og gerum það í ljósi nýgefinna upplýsinga skipa- skoðunarstjóra. „íslenzk lög og reglur krefj- ast EKKI NEINNA stöðugleika- útreikninga á öðrum skipum en farþegaskipum.” Þetta upplýsir skipaskoðunarstjóri. En ég spyr: Hvers vegna ekki að krefjast þess arna varðandi fiskiskipin líka? Þrátt fyrir alla annmarka, æi’inn vanda og mikla vinnu, sem skipaskoðunarstjóri gerir sjálfsagt réttilega mikið úr, FRAMKVÆMA margar skipa- smíðastöðvar þetta nauðsynja- verk. T. d. fylgja „mjög góðir útreikningar með öllum skipun- um, sem byggð voru í Austur- Þýzkalandi, sömuleiðis flestum togaranna.” Þetta er þvi HÆGT. Þess vegna á að GERA það. Og þótt fátt eða ekkert sé einhlítt, viðurkennir skipaskoð- unarstjóri, að ákveðin dæmi byggð á stöðugleikaútreikning- um nægi til þess „að skipstjóri geti umrciknað ástand skipsins í hverju einstöku hleðsiuá- standi”. Er ekki ómaksins vert að skapa slík skilyrði? (miðað við, að skipstjórum sem öðrum gefist tími og tæki.færi til náms í fagi sínu, hvað ekki virðisi ennþá vera.) En meðal annarra orða: Hvernig sncrtir nú þessi mjög svo umtalaði skortur á stöðug- ieikaútreikningum fiskiskipa sjálfan STARFSGRUNDVÖLL skipaskoðunar ríkisins? Em- bættið fær, segir skipaskoðunar- stjóri, EKKI þau gögn í hend- ur, að IIÆGT sé að reikna iíí stöðugleika skipanna hér”. Hversu geigvænleg hætta og alvara er hér á ferð, sést bezí á öðrum orðum hans sjálfs, en þau eru þessi: „Breytingar á sjóhæfni vcgna umsmíða á skipi er ÞVl ADEINS HÆGT að prófa, að FYRIR IIENDI SÉU STÖÐUGLEIKAUTREIKN- INGAR á skipinu fyrir breyt- inguna. Svo mörg eru þau orð, En nú spyr ég bara einfaldlega í fávísi minni: IIVERNIG fer skipaskoðun ríkisins AÐ í við- ureigninni við allan þann fjölda breytinga, sem hún leggur blessun sína yfir á þorra fiski- skipanna, sem engir stöðug- leikaútreikningar fylgja? Það er mér ráðgáta. Á HVERJU byggir embættið afneitun sína eða samþykki og blessunarlega strangt eftirlit, þar sem „ekki er hikað við að láta rífa niður aftur eða stöðva hafið v.erk; ef það getur ekki talizt nothæft án breytinga”? Hver er FOR- SENDA alls þessa? Er ekki fót- festan hér ískyggilega tæp? — að ekki sé dýpra teki.ð í ár- inni. Það er að sjálfsögðu ckki nóg að líta eftir því, að allt sé byggt og endurbyggt sterkt og áferðarfallegt, ef allt fer á bóla- kaf, þegar á ílot er komið — jafnvel áður cn virkilega á reynir! Og hvaða ráð er við öllu þessu annað en það, að krefjast undantekningarlausi stöðugleikaútreikninga fyrir öll skip; skapa, þó að seinna sé en skyldi, „jörð til að standa á”? Að öðrum kosti fæ ég ekki bet- ur séð, heldur en að flest i kring um allt þetta sé feigt fætt.. I : ★ Svo snúum við okkur þá að lokum frá skipunum til skip- stjórnarmannanna. „Hvað stoðar að eiga sér styrk og þor, ef stigið er öfugt í blindni hvert spor?” Þannig spyr skáldið almennt. En ég vildi að gefnu nokkru til- efni draga þennan snjalla vís- dóm fram sem ábendingu til fiskiskipstjórnarmanna og Sjó- mannaskólans okkar. „öfug spor” geta verið dýr — einkum á sjó — og stundum nægir til falls meira að segja aðeins eitt, sem getur í senn verið það f.yrsta og síðasta, ef illa tekst til . . . Þó að ég vilji ekki ætla hæfi- leikum skipstjórnarmanna að koma í staöinn fyrir sjóhæfni skipa, er öðru nær en ég hafi tilhneigingu til þes's að draga úr eða vanmeta þýðingu skip- stjórnarinnar. Tek ég undir öll verðskulduð og réttmæt orð skipaskoðunarstjóra þar um, Það er fyrst, þegar hann er búinn að segja frá, að „nám- skeið fyrir fiskiskipstjóra séu í dag MJÖG STUTT og TÍMI muni því NAUMUR nema til að kenna ÞAÐ ALLRA NAUÐ- SYNLEGASTA til daglegrar notkunar”, að mér líkar ekki viðhorf hans í næstu málsgrein. Hún er svona: „Það MUN því AFSAKAN- LEGT eins og nú er ástatt, að EKKI SÉ KENNT NEITT UM STÖÐUGLEIKA SKIPA.” Þessu er ég algjörlega ósam- mála og vil fullyrða það gagn- stæða: Þetta er EKKI AFSAK* ANLEGT, einkum „eins og nú ER ástatt”, hverju eða hverjum sem um er að kenna! Ég sé ekki nokkra ástæðu til þess að „hespa af” skipstjórnarnám fiskimanna.. öðru nær! Hvað liggur fiskiskipstjórum á í námi öðrum fremur? Mér er tjáð, að það kosti fjögurra ára iðnnám að ná í réttindi til þess að raka og klippa mannshaus — <í> ekki hættulegra eða viðurhluta- meira fyrirtækis — að ógleymd- um möguleika rakhnífsins! Fkipstjórum er falið á við- kvæmum stundum hættu og hamfara að gæta lífs margra manna á sjó og þýðingarmikila þáttar lífshamingju ástvina þeirra í landi, þegar „bilið er mjótt” milli lífs og dauða. Það segir sig þess vegna sjálft, hver óumdeilanleg lífsnauðsyn það er, að þessir menn, sem svö þung ábyrgð ér lögð á herðar, fái þá beztu fræðslu og þjálfun, sem nokkur kostur er að veita á hverjum tíma. Þar má einskis láta ófreistað. Getum við þá flokkað TÍMASKORT til náms við Stýrimannaskólann undir ó- yfirstíganlega örðugleika, sem maður í auðmýkt og uppgjöf á að „bugta” sig fyrir? Eða telja einn þýðingarmesta þáttinn í námi til þcss að halda skipi sínu á réttum kili *— fræðsluna um stöðugleika skipa — EKKI til „hins allra nauðsynlegasta”. Svo tekið sé dæmi um aðra menn, sem einnig — þótt mjög á aðra lund sé — eins og skip- stjórum er ætlað það hlutverk að gæta lífs og lima annarra rpnn'-n — — er þeim nú ætlað að fórna hvorki meira né minna en V:: ti.1 */a stárfsæfi sinnar til náms. Þeir þægju sjálfsagt sumir að hafa þennan aðdraganda til læknisréttinda eitthvað styttri. Þeir eru bara eðlilega .ekkert spurði.r að því. þetta er talið nauðsynlegt og því er það gcrt. Hvers vegna ekki að hafa samskonar við- horf í lærdómsmálum fiskiskip- stjórnarmanna? Hvað liggur þeim á umfram aðra menn? Þeirra bíða þó yfirleitt góð lífs- kjör í fjárhagslegu tilliti' — sumra betri en nokkurra ann- arra manna, og alltaf helmingi og stundum margfalt meiri en undirmanna þeirra. Þeir mega því vel kosta talsverðu til náms síns, og ég er ekkert í vafa um vilja og getu þeirra sjálfra. Á hverju þarf þá að standa? Ekki vantar kennara við Sjó- mannaskólann. Þeir eru fyrir hendi og kenna öðrum nemend- um umrætt nauðsynjafag vetur hvern. Ekki stendur viðkoma stéttarinnar tæpt, þannig. að sérstaklega liggi á þess vegna. Á nálega hverju fiskiskipi bíða lærðir skipstjórnarmenn þess að „komast í stöðu”. Það er því sennilega nær „offramleiðslu” heldur en hitt. Hví þá ekki að fara sér hægar og læra betur? Þótt gott sé að hafa sem flcsta sæmilega búna undir sjó- mennsku, er bctra að hafa færri með 1. flokks skipstjórn- armenntun. Að síðustu ívitnuðum orðum skipaskoðunarstjóra sögðum, er eins og hann fái strax eftir- þanka. Það væri ekki rétt að láta þess ógetið. Hann segir þá: „Þó finnst mér þetta atriði vera MJÖG SVO AÐKALLANDI VANDAMÁL . . .” Það lái ég honum sannarlega ekki — og ættu þau ummæli hans a:m.k. að verða forráðamönnum Sjó- Framhald á 10. síðu. Ecns og kunnugt er ákváðu þrír bandarískir friðarsinnar að sigia seglbáti sínum inn á kjarnorku- tilraunasvæði , .Bandaríkjamanna á Kyrrahafi. Yfirvöldin lögðu blátt bann við þessu, en eigi að síður létu bátsverjar úr höfn. Þcir héldu þó ekki inn á sjálft bannsvæðið hcldur sigldu á mörkunum um- hverfis- það.. « I síðustu viku voru þeir svo dregnir fyrir rétt í San Francisco og dæmdir í sex mánaða fangclsi. fyrir að virða fararbannið að vettugi. Sama dóm hlutu og tveir aðrir friðarsinnar er aðstoðað höfðu leið.angursmenn. Á myndinni sést farkostur friðarsinnanna. Hið alþjóðlega merki kjarnasprcngju- andstæðinga er málað á seglið. 4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 18. júlí 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.