Þjóðviljinn - 18.07.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.07.1962, Blaðsíða 6
þlÓÐVILJINN Útgefandi Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb.) — Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. — Rit- stjóm, afgreiðsia, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kl. 55.00 á mánuði. Uppljóstrun Adenauers ■Díkisstjórn Ólafs Thórs er komin í úlfakreppu vegna uppljóstrana Adenauers. Viðbrögð stjórnarblað- anna sýna að ráðherrarnir vita ekki sitt rjúkandi ráð og blöðunum er sagt að reyna með einhverjum hætti að breiða yfir skyssuna. Fyrsta vígstaðan átti að vera að Adenauer hefði ekki minnzt á ísland í ræðu sinni. Morgunblaðið reynir að hugga sig og lesendur með þeirri fullyrðingu, og Alþýðublaðið hleypir sér enn lengra út d þá vonlausu vörn og ber það blákalt fram að Þjóðviljinn hafi logið öllu saman, en hins vegar hafi þeir félagarnir Gylfi og Adenauer ætíð sagt satt í einu og öllu! Og blaðið bætir við hugleiðingarklausu um slík óvöndugheit. þjóðviljinn hefur lagt heimildirnar á borðið. Skeytið frá NTB-Reuter hefur verið birt í upprunalegri mynd, og Morgunblaðið hefur játað að það fékk líka þetta skeyti og stakk því undir stól, enda þótt öllum mætti ljóst vera að það var stórfrétt á íslandi að valdamesti maður Efnahagsbandalagsins væri farinn að tala um þátttöku íslands í bandalaginu eins og afráð- inn, sjálfsagðan hliit. Fréttin sjálf er þannig, að mjög er ólíklegt að hún hafi brenglazt í meðförum, því fyrst telur Adenauer upp fimm lönd, þar á meðal ísland, sem væntanlega meðlimi Efnahagsbandalagsins, og segir síðan að þessi fjölgun á aðildarríkjunum úr sex í ellefu myndi gera nauðsynlegt að breyta reglum bandalagsins um tilhögun atkvæðagreiðslna. Þegar fréttin er svo endurtekin af fréttariturum ensku stór- blaðanna Times og Guardian, mun meira að segja rit- stjórum Alþýðublaðsins verða ljóst, að það er ekki ein- ungis vonlaus vörn að segja Þjóðviljann ljúga frétt- inni, heldur hafa þeir sett sjálfa sig í háðulega aðstöðu marklausraundanbragða'og grunsamlegra. ■'r-: • ■ ? ( ... > uíi’ál rftí JJverjar staðreyndir liggja svo gð baki' þessari upp* ljóstrun, Adenauers? Þeim er;haldið'leynduth fýrif íslenzku þjóðinni, vegna þess áð ríkisstjómitt óttast andspymu þjóðarinnar við afsáli íslenzks sjálfstæðis, innlimuh íslands í Efnahagsbandalagið. Yaldamenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins ætla að laum- ast með ísland inn í bandalagið, makka um þátttöku Islands við erlenda valdamenn og láta svö flokka sína standa frammi fyrir gerðum hlut, . ákvörðúnum sem búið er að gera og fastbinda víð eríenda valdamenn. Ætlun ráðherranna er að endurtaka hinn hryggilega og smánarlega leik sem leikinn1 var þegar ísland var svikið á lognum forsendum inn á Atláhzhafsbandalagið. Það á að halda bjóðinni í andvafaleysi meðari raun- véfúlegar ákvarðanir eru teknar á „æðri stöðum‘‘, í rnakki íslenzkra ráðamanna við erlenda aðila, og herja málið svo.gegnum Alþingi að óathuguðu máli og án þess að þjóðin átti sig-á því hvað gerzt hefur, fyiT en allt er um garð gengið. fjað er þetta ráðabrugg ríkisstjórnarinnar sem vérður að stöðva tafarlaust. Það verður að gera henni ljóst, að .meðal flokksmanna og fylgismarina allra Stj'órn- málaflökka á Islandi eru menn, sem ekki vilja una því að rfkisstiórn og bingmeiri'hluti fremji sjíkan glæp 'gegn sjálfstæði íslands og framtíð íslenzkú^þióðarinnar, sem innlimun i Efnahagsbandalagið væri. Nú þegar mesti valdamaður Efnahagsbandalagsins virðist telja afráðið mál að ísland sæki um aðild að Efnahagsbandalaginu, og ræðir um það sem sjálfsagðan hlut einmitt þegar íslenzkir ráðherrar og fylgimenn þeírra hafá átt í við- ræðum við Hallstein, hægri hönd Adenauers, og aðra mektarmenn bandalagsins, ætti íslendingum að verða ljóst hversu langt afturhaldsstjómin íslenzka hefur þegar gengið í undirbúningi innlimunaráforrria sinna. —S. Forsætisnefndio á heimsþinginu í Moskvu situr fyrir framan tjald sem á er lctrað nafn þingsins á ensku, frönsku, kínversku, arabisku, spönsku rússnesku og þýzku. 1 miðju er svo friðardúfa Picasso. RAÐSTEFNA síðustu ára, en samt væri eng- in sérstök ástæða til bjartsýni: bæði Sovétríkin og Bandaríkin hafa á ný hafið tilraunir með kjarnorkuvopn, á Genfarráð- steínunni er kyrrstaða. Bernal áleit að vandamál eftirlits hefðu verið ýkt af báðum að- ilum. Það væri nú sannað, að eftirliti með banni við kjarn- orkutilraunum mætti fram- fylgja án þeirra eftirlitsstöva sem gætu gefið tilefni til tor- tryggni. Eftirlit með afvopnun hefði hinsvegnar alltaf nokkra áhættu í för með sér fyrir að- ila — en sú áhætta væri að verulegu leyti háð hraða af- vopnunar: ef afvopnun færi fram á stuttum tíma undir eftirliti með stórfelldri eyði- leggingu vopna á hverju stigi þá væri áhætta samningsaðila sýnu minni. Bernal talaði einn- ig u.m vandamál öryggis ríkja eftir afvopnun: það er rætt um að sterkur alþjóðlegur her- afli sjái þá um varðveizlu frið- ar; þetta kvað Bernal erfitt vandamál, því fáir tryðu — eða hefðu ástæðu til að trúa á það, að slíkur alþjóðlegur her yrði óhlutdrægur í athöfnum sínum. Prófessorinn talaði einnig um hagfræðileg vandamál afvopn- unar. Það væri ekki hægt að ganga fram hjá því, að í auð- ugum kapítalistískum löndum er vopnaframleiðsla það form fjárfestingar sem gefur mestan og — á síðustu árum — örugg- astan grð. Þessi staðreynd, og svo i sterkur áróður, hafa orðið til þess að það er mjög erfitt að fá jafnvel félagsbuiidna verkamehn til að krefjast áf- upplýsingum og rökum til að fá miklu fleira fólk en nú til þátttöku í friðarbaráttunni. Þessi salur er vissulega glæsi- legur, en ef við hugsum um allan heiminn og um það hve margir eru fjarverandi, þá sjá- um við að starf okkar er rétt að byrja“. Bandarisk rödd Síðan hafa margir tekið til máls og ræður þeirra hafa ver- ið næsta ólíkar. Fulltrúar ým- issa Suður-Ameríkulanda, Ar- abalanda, Austur-Asíulanda — hafa einkum rætt um tengsl sjálfstæðisbaráttunnar cg vanda mála friðarins. Margir hafa verið harðorðir um heimsvalda- sinna — hvort sem um er að ræða amerískar herstöðvar, háskalega starfsemi auðhringa eða aðra þá íhlutun í mál þess- arra landa, sem skapar spennu eða jafnvel ófriðarhættu. Það er að mörgu leyti eðlilegt að slíkir hlutir komi fram: sá er eldúrinn heitastur er á sjálfum brennur, og þar að auki eru erlendar herstöðvar veigamikill þáttur í vandamálum afvopnun- ar. En það hefði verið æski- legt að þessir fulltrúar tengdu á raunhæfari hátt sín vanda- mál og vandamál alls heimsins. Sérstæð var ræða Chileskálds-' ins Pablo Neruda, skáldleg og þróttmikil lýsing á örlögum heillar heimsálfu. Það var líka fróðlegt að fylgjast með ræðum þeirra MOSKVU. — Frá fréttaritara. (10. júlí). í tvo daga heíur hér staðið alþjóðleg ráðstefna um afvopnun og frið. I sölum þinghallarinnar í Kreml kennir margra grasa: þar eru síð- skeggjaðir rétttrúnaðarbiskupar, tígulegir svertingjar, búdda- múnkar á rauðum og gulum skikkjum, gráhærðar amerjskar ömmur, sléttír, piótmælénda- i presfar. x það er heillandi að horfa á þépnan ^nai-glita rriann- vef. Ög það ér gótt til þess að vita, að. hér er ekki einungis ólikt fólk að útliti og búningi, heldur hefur til þessa ekki verið haldið friðarþing þar sem saman koma svo margir full- trúar svo ólíkra skoðana á vandamálum friðar. Hér eru meir en hundrað Bandáríkja- menn og 130 Indverjar, fulltrú- ar margra samtaka cg trúfé- laga. Hinn aldraði sovézki rit- höfundur Erenbúrg ræðir við franskan blaðamann, borgara- legan. Collins kannski einhver helzti frömuður ensku hreyf- ingarinnar gegn kjárnorkuvopn- um, tálar við tvo alVÖrúgefna u.hglirigá' frá Japan, þeir eru ' frá Hirósímá-friðarpnagríms- ' ' görígunni. Þingið hlustaði með spenntri 1 athygli á skoðanir Krústjoffs og Rússell'S lávarðar. Ólíkar sköðanir maríría sem geta sameinast urn éitt: það er skilyrðislaust brýnasta1 Verk- efni marinkynsins að bi-nda endi á vígbúnaðárkapphlaupið. Mislif hjörS Vantrúaðir menn spyrja að veríju: er þetta ekki eins og hvert annað kommúnistaþing? Þeirri spurningu hefur þeg- ar verið svarað að nokkru hér að ofan, og það má leggja fram lengan lista yfir sósíal- demókrata, kaþólska menri, frjálslynda, þjóðernissinna og annað fólk sem ér langt frá kcmmúnisma en styður þetta þing eða tekur þátt-í þvá. J|Enfýi þar með er því ekki svarað, hvort andi þessa þings verði -'ekki einhliða áherzla og gagn- rýni á ávirðingum annars að- ilans í kalda stríðinu gagnvart friðinum, m.ö.o. á ávirðingum Bandaríkjastjórnar og 'annarra vesturveída. Svo einhliða gagn- " rýni, að ekki takist áð sám- edna alla þátttailendur -ráðsteín- unnar í árangursríku staríi. Þessu vandamáli hefur verið gefinn mikill gaumur. Frumkvæði að þessari ráð- stefnu í Moskvú átti Heimfrið- arráðið, sú hreyfing sem lengi naut forystu þess- ágæta franska vísindamanns Joliot-Curie, sú hreyfing sem hefur notið stuðn- ings friðarnefnda sósíalistísku ríkjanna og átt víða ítök, eink- um í hlutlausum löndum eins og ■ t.d. Indlandi. En eins og kunnugt er hafa á síðustu árum sþrottið upp margar hreyfing- ar sem hafa ekki gerzt aðilar að Heimsfriðafhreýfingunni; — mörg þessara samtaka hafa íyrst og íremst’.beitt sér gegn , tiiraúríum með á,tómvopn og 'fýrir' "útrýmTngú" slíkrá vtpna. Heimsfriðarráðið het'ur að sjálfsögðu beitt sér fyrir sömú málum, en í sfarfi þess hefur vissulega borið miklð.ri gagn- rýni. á . Bandaríkjurium og j. .þéfffa stefnu. í utanríkismálum. Ab dómi sósialistísk-ra afla í ffíðarhreyfingunni — já og ekki aðeins þeirra — er slík gagnrýni eðlileg og réttlát. En aðrir friðarSinnar telja rangt að reyría að gera upp á milli stórveldanna í þessum málum, þeir telja óhjákvæmilegt að deda sök á kalda stríðinu og vígbúnaðarkapphlaupinu. jafnt á milli austi'.rs og vesturs. ■■m Fréttabréf fró Moskvu En nú skiptir það öllu .málii að finna grundvöll- til sámstarfs allra friðarsinna. Þetta sjónar- mið kemur, vel fram 'í grein sem éinn þekktasti atkvæða- maður Heirrísffiðarhréyfingar- 'inríár, Erenbúrg, skrifaði' rétt fyrir opnun ráðstefnunnar í Moskvu., Hann segir „það væri hlægilegt og óviðeigandi að haldá því fram, að eitt -land, einn flok-kur, ein . ríkjasam- steypa hafi einokunarrétt í bar- áttu fyrir afvopnun. Nei,.' ráð- stefnan í Moskvu getur því að- eins' komið einhverju til leiðar að húrí starfi á breiðum grund- velli og -málefnalega Við álítum í allri einlægni, að i Móskvuráðstefnan sé hin íyrsta 'mikla tilraun til að. sameina íriðaröflin og við viljum sannai að. trú c-kkar sé ykki igndstæðf umburðarlyndi okkar, , að ’ stolt. okkar útijoki ekki. hógyærð, — látum koma fram ólíkar t’illög- '.. úr, látum oss heyra ólíkari raddir. Ekki að þvinga eða mæla fyrir, heldur að sanna og kappræða, ekki að ákveða' með meirihlutg atkvæða, heldur að komast að sön.nu; áimenhu sam- komulagi — sljktjíer verkefni 'ráðstéfhúrínaf!' • Vandamálin Prófessor John Bernal, for- maður undirbúningsnefndár ráð stefnunnar, tók mjög í sama streng í íramSöguræðu sinni á mánudag. Bernal lét skoðanir sínar í ljós án stóryrða og víg- orða. Hann ræddi um ríorfur á samkomulagi milli stórveld- anna: sem belur fer hefði hringur deilumála þrengzt nokk uð eftir samningaumleitanir vopríunar . þar-'eð- þeim hefur fulltrúa sem telja það skaðlegt verið sagt að áfvopnun hafi í i íriðarþaráttu að telja; annan- lör með sér atvinnumissi. Eng- hvorn aðilann í kaída■■ stríðinu in slík mötmæli gegn afvopnun geta hinsvegar koiríið' f rá sósi- alistískum löndúm1 þar sem af- • sekari .pn hinn. . A mánudag talaði . j Band.arikjamaðurinn Pontius.' .Hann kvað bandarisku vopnúri myndi 'aðeins létta sveitina samsetta af íulltrúum þungum bagga af , efnahagslífi landsins. Berríal ræddi um ábyrgð ráð- stefnúnnar og þýðingu þeirra umræðna sem þar í'ara fram: að allir aðilar skiptist á upp- lýsingum og að sá skilríingur skapist sem getur orðið grund- völluf að sameiginlegum að- gerðúm. Aðeins vel upplýstar friðarhreyfingar í öllum heims- hlutum geta tilfært nógar rök- mjög ólíkra hreyfinga og ekki væri um algjört samkomulag innan hennar að ræða um á- kveðin vandamál. Samt kvað hann meirihluta bandarísku fulltrúanna styðja eftirgreindar skoðanir: Að bandaríska stjórn- in hafi gert rangt í því að hefja á ný tilraunir með kjarnorkú- voþn, að styðjá inrírásina ' á Kúbu, að styðja fasistískt stjórn árfar í Viet-Nam. Að sovézka Sémdír til að skapa ábyrgt al- stjörnin hafi gert rangt í því 1 ménrilrigsálit meðal iþéirra 'áð 'hiéfjá kjamerkusprengingar milljóna manna sem ’óska í'rið- í fýrra, og sú kínverska j, því ar en álíta énrí 'að hárin' geti að stófna til átaka á íarida- 'byggzt á gagnkværríúfn' ötta við’ iriærum Indlands. Enþfremur úndirbúning kjamórkústyrjald- áð riauðsyrílegt væri að Kína • áfj „Við vérðum' áð vopnast híýti aðild að Sameinuðu þjóð- iilö 'Vr■'.;•■.■■ • .tíii ’-.>••. • í*1:: w utuiín'vi.u : r- Brezki vísindamaðurinn prófessor Bernal, formaður undirbúnings- nefndar, setur þingið í Moskvu. unum. Pontius hvatti þingfull- trúa til að varpa ekki allri sök á annan aðila í kalda stríðinu en tilskrifa hinum göfugar hvatir. Ef hér verður talað um okkar land sem villidýr imperí- alismans, þá geta þeir i’æðu- menn vissulega fengið útrás persónulegum hvötum sínum, en þeir munu ekki leggja mál- efni friðarins lið. Við verðum að okkar leyti að hætta að tala um sósíalistísku löndin sem „þrælaríki" og „járntjaldslönd“, sagði Pontius ennfremur, því það er jafnfráleitt að halda rík- isstjórnir saman settar af illu einu og góðu. Þennan sama dag bar banda- ríska sendinefndin upp tillögu um fordæmingu á þeirri kjarn- orkusprengingu í háloftum sem gerð var þá um morguninn. Af hálfu brezkra baráttu- manna gegn kjarnorkuvopnum talaði Collins kanúki. Hann mótmælti öllum sprengingum, sovézkum sem amerískum. Hann lagði mikla áherzlu á hlutverk hlutlausra ríkja í vopnuðúm heimi • — þáu yrðu að ganga á undan með góðu fordæmi í afvopnunarmálum og reyna í hvívetna að þjarma á virkan hátt að kjarnorkuveld- unum. Eins og aðrir brezkir friðarsinnar lagði Collins mikla áherzlu á einhliða skref til af- vopnunar sem fyrsta stig til þess að jafnvægi traustsins leysi af hólmi jafnvægi óttans. Flutt var af segulbandi orð- sending Bertrand Russells til ráðstefnunnar, en skoöanir hans eru um margt svipaðar skoðun- um Collins. Ennfremur talaði fulltrúi bandarísku kvennasam- takanna „Women strike for peace“ — samtaka sem hófu starf sitt fyrir ári þegar sov- ézkir höfðu sprengt risasprengj- una og Kennedy hafði hvatt til að allir reistu sér kjarn- orkubyrgi,! — samtaka kvenna undir kjörorðiriu: að börn okk- ar megi lif a. Rœ<$a Krústioéfs Undirbúrtingsnefnd ráðstefn- unnar sneri sér til forystu- manna þeirrá 18 ríkja sem að- ild eiga áð Genfarráðs'tefnunni og bað að þeir létu í Ijós af- stöðu sína til afvopnunar. Bréf- leg svör bárust frá forsætis- ráðherium Indlands, Búlgaríu og Póllands, og óformleg svör úr öðrum stöðum. Síðdegis á þriðjudag gerði Krústjoff svo grein fyrir afstöðu sinni til þessara málá. Hann rakti ýms- ar tilíögur Sovétstjórnarinnar uiri, takmarkaða eða algera af- .voþriun sem bornar hafa verið írarn siöan 1955 og ri.eikvæða a.fstöðu Bandaríkjastjörnar til Eeirra. Hann gagnrýndi þá ugrriynd hermálaráðherra ÚSA aö hægt , væfj að koiriast að samkomulagi um að þeita kjafríorkuvrpnum aðeins gegn herjum en ekki gegn borgu.m. yíð áÚturri, sagði Krústjoff, að ekki beri að semja um það hvernig skul'i heyja kjarnorku- styrjöld, heldur hverni.g megi útilóka möguleika á því að slík styrjöld brjótist út. Þá taldi hann tii lítiis gagns til- lögur Bandaríkjanna um að minnka birgðir atómvopna um 30% — einkurn þar eð gert væri ráð fyrir því að kerfi herstcðva erlendis varðveittist. Ennfremu.r mælti Krústjoff á rrióti tillögum um sterkt al- þjóðlegt herlið, búið kjarnorku- vopnum, — og allavega yrði alþjóðlegt herlið S.Þ. að lúta óhlútdrægri stjórn en ekki Framhald á 10. síðu. Jarlmaður regnhvítunnar — eða grindverk með rauðum lækjum Hendur borgarinnar cru kald- ar heitir ný ljóðabók el'tir Jón frá Pálmholti. Við lestur þessara ljóða verð- ur manni ofarlega í huga hin írjálslega en þó víðasthvar trausta meðferð á málinu, orð- in hafa hljóm og snerpu, og vinna oftastnær saman að fyr- irmyndar sósíalisma, í listræn- um skilningi, m.ö.o. ljá hvert öðru þá aðstoð sem nægir til þess að þau oígeri sér ekki. Jón er enginn kjaftaskur með Um nýútkomna ■ ljóðabók eítir Jón írá Pálmholti ■ B B B ■ BMBBI BBBBBIIBIBBIM ■■■■■■■■■ ljóðrænu, enda yrkir hann ekki til að lofsyngja dásemdir mann- lifsins, honum er lítt geíið um þann andlega munað að láta berast á sálargondólnum undan straumnum, gutlandi á gítar fagmannlega til að örva matar- lyst eða kynhvöt samborgarans, eða syngja um hetjuskap hans til þess að gera hann glaðan, svo að hann megi berast sæll og ánægður að feigðarósi. Jón er m.ö.o. ekki „jákvætt" skáld. Það eitt útaffyrir sig sýnir ljós- lega héiðarleika hans og á- byrgðarti'lfinningu. iBókinni er skipt í fjóra kaíla, eftir aldri ljóðanna, að ég hygg. ’Fyrst kemur Sólbruni um nótt, þar er að finna smáljóð mis- jöfn að gæðum, þau beztu gerð af talsverðri íþrótt, t.d. Tveir heimar, (tileinkað sveinbjörn- um beinteinssonum) Gepmetr- isk ljóðræna og Sólbruni um ' nótt, eitt snjallasta og heil- .steyptasta Ijóð bókarinnar. uMörg ljóðin eru - spillt 'af ó- . reglulegri hrynjandi — eða ó- nógri (t.d. Næturljóð, Maður kemur ekki hf aupandi útúr ný- þvegnu húsi og Minníng). Þrá : er vel gérð stemnirígsmyrid.; en í Eirðarleysi hefur Jpni tekizt að setja saman gptt ljóð me,ð látlausum meðulum. Næst kóma Hirðíngjaljöð. Þár » er eftilvill að finna frumleg- u.stu og ferskustu ljóðin í bók- inni, t.d. Saungur vélanna í togaranum Mána. Stúlka með ljóst hár og Kristur dansar í Cannes, sem er anriarléga hljómfallegt kvæði, þráttfýrir veilur í seinni hlutarium,. Um farveg daganna og Svo kvað Þórður í Túngli eru ljóð sem •leyna á sér, en það 'er samt einsog Yanti — eirisog viðast íknnarsstáðar’ í þessari bók — fierzlumuninrí, ljóðlínurnar eru hnisgóðar og hrynjandi þeirra |/íða ófullnæg.iandi. Grtt dæmi um þetta er Svo kvað Þórður ’í Túngli: Við leikfaung náttskipanna með jarðfastan himin á augum réttum úthöfunum hendur einsog litlar veiðisteíngur Nóttinni fyrir utan er vindurinn streingdur til saungs þá er ekki leingur rúm fyrir lítil hjörtu Hríngíng á undan útfararsálmi dans á brotinni sorg klýfur vilja okkar í saungva Við höi'um búið okkur sæng með jarðneskt l'íf fyrir svæfil og ókunnur maður kastar yfir stirðnuð andlitin lífsgleði okkar Jón „insúúmenterar“ ljóð sín oi't fallega, svo stuðzt sé við tónlistarmálið, fellir m.ö.o. vel saman liti og hljóma og þeir kollegar hans sumirhverjir sem eru hvað skotnastir í töfra- mætti andstæðunnar mættu að ósekju virða svolítið fyrir sér beztu ljóðlínurnar í þessari bók. Talað við ncrðanvindinn heitir þriðji kaf'linn. Þar kveður við nýjan tón, dökkan cg þuríg- lyndislegan. Þessi ljóð eru jafn- ari að gæðum en í köflunum á undan. Hcimþrá er tiltölulega heiðarlégt ættjarðarkvæði. En það er i gjailandi súrrealisma, einsog i t.d. Saungljóði morg- unhanans (í síðasta kaflanum), þarsem skáldskapur Jóns fær skyndilega vængi, þar er sjónin svo skörp, heyrnin svo næm að Yarla skiptir neinu máli hvort lesandinn „ski'lji“ ljóðið, hér er leikið s.ér að hreinum lýrískum „elefnentum“. Prósaljóðin eru áleitin, en 'Skortír sumsstaðar þá hnitmið- un í í'ramsetningu sem forrir , þetta heimtar. Síðasta ljóðið heitir Maðurinn og erí anatónisk krui'ning á' böl- sýni skáldsins. • Jón. frá Pálmholti hefur að rninnstakosti til að bera þrjá höi'uðkosti sem eiga að djjga til að gera úr honum gott skríld (þau eru reyndar rríiklu sjald- gæfari en flestir hyggja); kjarri- sækna hugsun, tilfinningu fyrir gildi orðanna og áferð (og hljómi) setninganna og siðast en ekki sízt heiðarleika, serrí af- neitar öllu skrumi, sem er ann- ars hérumbil eins einkennandi fyrir íslenzka lýrík cg íslenzk- ar tækifærisræður. En því minna sem honum verður tið- •rætt um göfgi og tign manns- ins og fegurð ættjarðarihnár; því betur trúir lesandinn’ á eiri- læeni hans og sannleiksgndi tilfinninganna. Hann beinir sjónum sínurrí' að umhverfinu en lyftir þeim ekkí til hæða. Þessl bók inniheldur bæði vónd og góð ljóð, og al'lt jiar á milli, en þótt ljóðin séu mi,sjöfn er samfeldúr tónn í þeim sem vek- ur trau.st, og beztu kvæðin lofa miög góðu um þau. sem bíðá óþreyjufull skapara síns. Oddur Björnsson. Skákþing NSU Framhald af 12. síðu. verðlauna fú sigurvegara í mót- inu. Auk þess . verður reyn^, að kynna út’.endingunum landið, svo seim kostur er a í svo skammri heimsókn. með því að skipuleggja kynningarferðir um borgina og nágrpnni hennar og ennfremur ferð á Þingvöll pg' að Gullfossi og Geysi. iMeð því að taka að sér að halda þetta skákmót, hefur Tafl. félag Hreyfils tekið á herðar sér mi'kið ov kostnaðarsamt starf. Félagið hefur því orðið að leita íil ýmissa aðila um fjárihagslega aðstoð og hefur jafnan fengið ágætair undirtektir, gvo að telja má að fjánhagslegri framkvæimd mótsins sé þegar borgið. Vill félagið nota þett'a tæki- færi til þess að færa öllum þeim Sem slíka aðstoð hafa veitt. al- úðarþakkir. (jFrá Taflfélagi Hreyfils). £) — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 18. júlí 1962 Miðvikudagur 18. júlí 1962 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.