Þjóðviljinn - 22.07.1962, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 22.07.1962, Qupperneq 9
Um skipulag í knattspyrnukoppleik Hér cru það Brctar og Rússar scm keppa. Myndin sýnir ?r Handknattleiksmót kvenna: Hisjafnlr leikir og llð á fösfudagskvöld Það er langt síðan þjálfarar og forustumenn í knattspyrnu fóru að rœða um skipulag í knattspyrnuleik, og skapa til- tekin kerfi til að leika eftir. Má í því sambandi nefna 3ja bakvarðakerfið, sem mun hafa orðið langlífast af öllum þeim kerfum sem leikið hefur verið eftir. Það var Arsenal eða fram- kvæmdastjóri þess á árunum 1929 til 1930 sem fyrstur kom með kerfi þetta fram í dags- Ijósið. Hingað til lands kom það með Valsmonnum sem fóru i keppnisför til Norðurlanda 1935, en þeir kynntust þv^ í þeirri för, og hefur það að mestu verið notað hér síð^n. Þó verður ekki sagt að það hafi verið framkvæmt af skilningi á kerfinu sjálfu, og því ekki með þeim árangri sem hægt hefði verið ef leikmenn hefðu skilið það rétt, og notfært sér það með réttum skilnngi. Ymis önnur kerfi hafa verið notuð og má þar nefna svokall- að M-kerfi sem þó gerir ráð íyrir breytingum á stöðu fram- herja. Um þessar mundir er mikið rætt um nýtt kerfi, sem þó hefur verið í gangi í nokkur ár; t.d. notaði Brasilía það í Svíþjóð 1958 í HM-keppninni þar. Kerfi þetta er nefnt eftir stöðu leikmanna: 4-2-4. í sambandi við Heims'meist- arakeppnina í Chile um daginn var haldið þjálfaraþing þar sem kunnustu þjálfarar greindu írá reynslu sinni í sambandi viö þjálfaramál og skipulag knattspyrnuleiks. Á þingi þessu kom fram að það er varnarleikurinn og skipulagið í sambandi við hann sem mest áherzla er lögð á allsstaðar í heiminum. Meðal þeirra sem þar tóku til máls á þinginu í Chile var hinn kunni þjálfari Englands Walter Wint- erbottom, og munu margir hafa gaman að heyra álit hans á þessu nýja kerfi 4-2-4. Danska blaðið „B.T.“ hefur nýlega rætt þetta mál og sagt frá þinginu og þar segir frá skoðunum Winterbottom á þessa leið: Vörnin er undirstaðan Vörnin er undirstaða- sér- hvers liðs. Jókvæð vorn verður að þafa minnst fjóra menn — án tíliits til náfna eða númers. — Séu þeir fimm er það ennþá betra. Reynið þetta þegar þið komið heim. Látið heilt lið sækja að þessum fimm, sem halda sig á vítateignum, og tak- dð tímann, hve langt um líður þangað til það skorar. Fyrir stríðið lékum við með Alex James afturliggjandi til þess að steypa kúlurnar, og það var 4-2-4. En við vöndumst við „maður á mann“ gæzluna, og þegar Ungverjaland kom eftir stríðið með sinn afturliggjandi mið- iherja, nötruðum við. En kjarninn í 4-2-4 hjá Brasi- líumönnum er að bakverðrnir sækja að útherjanum langt fram á völlinn, því hinir sjá um að valda á miðju vallarins. Á heimsmestaramólinu í Chile var oft ráðist á mig og þá ekki gízt blöðin, fyrir það að láta Heynes vera afturliggjandi, brezkur mjöðfrainherji en það er einn þátturinn í 4-2-4-kerfinu. Mér er alveg sama hvort það er miðherji eða inn- herji, sem heldur sig aftarlega. Það er mín skoðun að 4-2-4 sé grundvöllur fyrir allt gott. Enginn mun þó eins líklegur til að framkværra þetta svo meistaralega eg Brasilía. Hér sáum við hvernig Didi, sem nú er tekirm að eldast, lá aftur sem reyndur leikmaður við hlið hins unga írábærlega sterka framvarðar Zido, og voru alls ráðandi. Við og við, og þá sérstaklega eftir að skorað hafði verið fengu þeir til hjáipar Zagallo, og þá breyttist um stund kerfið í 4-3-3, með hina þrjá frábæru snillinga Garincha, Vava og Amaristo liggjandi alveg framnii. En það verða að vera mögu- lei.kar fyrir skyndihreyfingum leikmanna. Ef t.d. vinstri bakvöröur hef- ur náð knettinum af útherjan- um við miðlínu verður hann að halda áfram, og ekki aðeins að senda hann frá sér strax, og hverfa í varnarstöðu. Auðvitað verður að taka stöðu hans og valda fyrir aftan hann. þannig að hinir fyrir aftan fara eina stöðu til vinstri, og við fáum það sem ég nefndi hina hreif- anlegu stöðuskiptingar. Þetta gerðu bakverðir Brasi- líu, þeir ruku fram þegar þannig stóð á. Djalma Santcs gerði þetta oft, og þá í áttina að marki mótherjanna, en fé- lagi hans Nilton Santos hélt sig meira út við línuna. í enska HM-liðinu var unnið eftir 4-3-3, ekki vegna þess að ég vildi endilega nota það kerfi, en vegna þess að það hentaði bezt liði okkar, og þeim leikmönnum sem það var skipað. Á sínum tíma þegar við höfð- um Dunchan Edwards, sem skorar mark mcð skalla. fórst í flugslysinu mikla í Þýzkalandi, sem vinstri fram- vörð og Billy Wright sem mið- framvörð, var Dunchan bezti varnarmaður okkar. Aleinn gat hann við og við, vegna hinna frábæru skota sinna þotið fram og skotið og skorað, en hélt sig þó við kerfið 4-2-4. Vinstri innherji Johnny Haynes skipti í flestum tilfellum yfir til hægri, og kom aftur sem fram- vörður. Á ný sjáum við sem sagt hinar hreifanlegu stöðuskipt- ingar, sem sjálfsagða kröfu, svo framarlega sem við viljum fá fullt útúr kerfinu 4-2-4. f umræðunum var eðlilega veitt athygli því sem þjálfari Tékkanna hafði að segja. Hann sagði m.a. Við álítum að hinn afturliggjandi miðherji hafi mikla þýðingu, og það er at- hyglisvert að einmitt hann var sá sem skoraði einna ílest mörkin í keppninni. Hann er eins og auka framvörður, og tryggir hinum stærri athafna- hring og meiri samleiksmögu- leika. Þeir hafa meiri mögu- leika til að gera leikinn breyti- legan. Hinn jákvæði leikur byggist fyrst og fremst á staðsetning- um. Á því að leikmenn stöð- ugt skipti um stöður. Við eig- u.m rnarga leikmenn sem skilja þetta kerfi. sem geta næstum fu.ndið samherja með „bundið fyrir augun". Ég vil mjög undirstrika að knaltspyrnan er í stöðugri þróu.n, og að kerfi okkar er ekki það endanlega, en það verður bætt. Landsþjálfarinn danski Poul Petersen sem þátt hók í um- ræðum þessum undirstrikar þetta varðandi Tékkana í rabbi við „BT“. Hann segir: Tékkarn- ir vcni gott dæmi um aftur- liggjandi miðheria á HM. Framhald á 10. síðu. Á föstudagskvöldið fóru fram þrír leikir í meistaraflokki kvenna og kepptu því sex af þeim sjö liðum sem keppa í ís- landsmótinu. Það voru aðeins Vestmannaeyjastúlkurnar sem ekki léku. Mátti því fá nokkurt yfirlit yfir getu liðanna þó að einn leikur sé ekki fullur mæli- kvarði á kunnáttu og getu. FH hafði yfirburði í 15 mín- útur cn síðari hálfleikur jafn FH-stúlkurnar byrj-uðu- leik- inn mjög vel með góðum sam- leik og hröðum, og stundum mjög snjöllum gegnumbrotum sem enduðu með óverjandi , sköti. KR-liðið vþ'tist ekki ráða við þennan hraða og svo fór að fýrfi hálfleikur endaði með 7:1. Lið KR virtist í upphafi ó- samstillt og í það vantaði marg ar stúlkur sem undanfarið léku í því, og má þar fyrst og fremst geta Gerðu sem ekki er á land- inu og hefur verið stoð og stytta liðsins um langa tíð. Þessir yfirburðir FH voru skrifaðir á kostnað hins veika KR-liðs. En það undarlega skeði að síðari hálfleikur varð jafntefli 2:2. Var hvorttveggja að vörn KR þéttist og sérstaklega varnar- leikur þeirra varð ákveðnari, og eins hitt að FH-stúlkurnar misstu einhvernveginn tökin á leiknum, og tókst ekki aö brjóta skörð í vörn stúlknanna öllum á óvart. Þótt KR-stúlkunum tækist að styrkja vörnina með góðum ár- angri vantaði liðið illa skyttur. María Guðmundsdóttir sem komin er aftur með og senni- lega til að fylla hópinn, sem var aðeins sjö, engin til skipt- anna, skoraði þó tvö mörkin. Þessi slappi síðari hálfleikur hjá FH er nokkur róðgáta, og kom það fram nú eins og í leiknum við Víking um daginn. Hinsvegar var fyrri hálfleikur- inn mjög skemmtilegur af þeirra hálfu. Leiknum iauk sem sagt 9:3 fyrir FH. — Dómari var Óskar Einarsson. Ármanri lék sér að Vestra — og vann 9:2 Nokkur eftirvænting var að sjá lið Vestra, en frá Isafirði hafa oft komið góð lið. Því er ekki að neila að það olli nckkr- um vonbrigðum. Of margar stúlknanna voru ekki í æfingu, og gripin því ekki góð,.þær vo.ru seinar að loka í vörninni, og kunnu ekki nógu vel á því lag- ið. Hinar kviku Ármannsstúlk- ur gátu því smogið í gegn án þess að Vestra tækist að hindra þær og við það bættist að marg- ar Ármannsstúlknanna eru mjög skotharðar og því ekki að sökum að spyrja ef þær komust í færi, og þó varði ísfirziki markmaðurinn oft mjög vel. Þær ísfirzku virtust heldur ekki hafa neina verulega skyttu og hafi það verið, voru þær þá alltof seinar til að nota tæki- færin, sem voru fá óður en Ármann kom vörn við. Um styrkleik Ármanns verður ekkl sagt eítir þennan leik til þess var mótstaðan of veik, en þær leika oft hressilegan handknatt- leik og hafa góð grip, og í þess- um leik voru þær lagnar á að finna hver aðra. 1 hálíleik stóðu leikar 4:1 fyrir Ármann. Verður dálítið gaman að fylgjast með þessu Ármannsliði í mótinu, sem er að mestu skipað ungurn stúlk- um. Dómari var Daníel Benja- mínsson og dæmdi vel. Haröur og jafn lcikur Víkings og Breiðabliks Leikur þessi var jafnasti leikurinn og harðasti í þessórðs verstu merkingu, og á köfluni Ijótur og höfðu Víkingsstúlk- urnar þar forustu, og þurfti dómarinn að reka tvær þeirra af leikvelli nærri samtímis. Breiðabliksstúlkunum tókst þó ekki að notfæra sér þennan liðsmun, enda voru þær teknar með „penum“ brotum ef þær komu nærri vítateig Víkings. Breiðabliik byrjaði með að skora, en Víkingur jafnar og er leikstaðan 3:1 í hálfleik. Vík- ingsstúlkurnar voru allan hálf- leikinn mun ákveðnari og væri nærri hægt að segja að þær hafi að nokkru leyti „brotið niðu.r“ leik Breiðabliks, seni aldrei náði sér upp. I byrjun síðari hálfleiks skor- ar Breiðablik úr vítakasti, þær ..þrenna af“ úr öðru vítakasti litlu síðar. Næst skorar Vik- ingur úr vítakasti 4:2 og Breiðablik skorar þriðja markj sitt og enn úr vítakasti. Víkingur kemst í 5:3, Breiða- blik bætir stöðu sína í 4:5, og enn auka Víkingar við sig 6:4,- •og nokkru fyrir leikslok skorar Breiðablik 5. markið og þar við sat. Ef sleppt er hörkunni í leikn- um sem skemmdi hann mjögj þá mátti sjá að í báðum liðum eru efnilegar stúlkur í sam- leik, en alltof fáar sem geta skotið svo vel sé, eða varla meira en ein í hvoru liði, sem verulega kveður að á því sviði. Dómari var Óskar Einarsson og dæmdi vel þennan harða leik. Enn er of. fljótt að spá nokkru u.m það hvaða flokkur fær flest sti.g í móti þessu, en. eftir leikjunum þetta kvöld gæti maður spáð því ;}ð FH og Ármann kæmust langt í mót- inu. Svo er ekki að vita nema Vestmannaeyjastúlkurnar breyti þessari spó, en úr því fæst e£ til vi.ll skorið í dag. Mótstjórnin hefur komið fyr- ir hátalara við leikvöllinn þar sem tilkynnt er um markstöðu og þar sem liðin eru kynnt þegar þau koma til leiks og auðvitað boðin velkomin. en þau koma fyrsta sinn til leiks. Töluvei't er áhorfenda á leikj- unum þótt aðstaða sé ekki góð fyrir áhorfendur. Frímann. 1 Surtnudagnr 22. júlí 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.