Þjóðviljinn - 08.08.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.08.1962, Blaðsíða 4
Öngþveitið í síldarsölunni Viðreisnin og markaðsmál^n ! Á nýlega höldnum aðalfundi síldarsaltenda hér suðvestanl., létu fundarmenn í ljós miklar áhyggjur yfir hinu ískyggilega útliti um sölu á suðurlandssíld nú á þessu ári. Ástæðan fyrir þessum ótta síldarsaltenda er sú, að viðskiptastefna ríkisstjórnar- innar er að loka fyrir allar sölur á suðurlandssíld til beztu markaðslandanna, sem eru Austur-Þýzkaland, Pólland, Tékkóslóvakía og Rúmenía. öll þessi lönd skulda nú íslandi, sökum þess hve lítið hefur ver- ið flutt inn þaðan. En sala til þessara landa byggist á því að við þau sé ski.pt, öðruvísi er hún ekki möguleg. Þá búast síldarsaltendur sunnanlands við því að einnig taki fyrir sölu suðurlandssíldar til Rússlands sökum hinnar góðu síldveiði á Norður- og Austurlandi, en Rússarnir hafa alltaf heldur viljað fá héðan norðurlandssíld hafi ihún verið fáanleg, upp í það magn sem þeir kaupa ef af samningum verður. Vegna þessa ískyggilega út- lits var tillaga svohljóðandi samþykkt á fundinum og send ríkisst j órninni:__________ ,,Aðalfundur F.S.S. haldinn í Reykjavík 12. júlí 1962, sam- þykkir að skora á ríkisstjóm- ina að gera allt, sem í henn- ar valdi stendur til þess að greiða fyrir sölu á suðurlands- síld nú og framvegis". Hér blasa staðreyndirnar við, röng stefna í viðskiptamálum er að loka fyrir okkur dýr- mætum síldarmörkuðum, án þess að nokkrir aðrir sambæri- legir markaðir séu útvegaðir í staðinn. Dæmi ríkisstjórnin út- gerðina hér sunnanlands til þess að veiða síld í bræðslu, sem hægt hefði verið að selja fyr- ir tvöfallt verð til manneidis, ef viðskiptamálunum hefði verið stjórnað af viti, þá þýð- ir það stórkostlega lífskjara- skerðingu, sem beinlínis er til- búinn af ríkisstjórninni og ráðu nautum hennar. Allir góðir menn og sannsýnir vona, að úr þessu slæma útliti rætist betur en til hefur verið stofnað. En þvílík stjórn sem þetta er víti til varnaðar. Sumarsíldveiðarnar Ég sagði hér í þættinum um Fiskimál í fyrrasumar, að margt benti til þess, að í upp- siglingu væri nú uppgangstíma- bil í síldveiðunum fyrir Aust- fjörðum, líkt og þegar Wathne- bræður hófu síldveiðar frá Seyðisfirði um síðustu aldamót. Eftir síldarfréttunum frá Aust- urlandi nú, þá er fullt útlit fyrir að þessi spádómur ætli strax að rætast, og er þá vel ef svo heldur áfram sem nú horfir í þeim málum. Til hins er svo sárt að vita, hve enn er lítið notað af þessu dýrmæta hráefni til manneldis, hiutfails- lega miðað við það magn sem veiðist á hverjum tíma. Þrátt fyrir margvíslegar framfarair, og tæknibyltingu á flestum sviðum þá er það staðreynd, að við nýtingu á síldinni hér hefur verið kyrrstaða í marga áratugi,, Hér ier þó hráefni sem getur verið undirstaða fyrir dýrmætum matvælaiðnað ef rétt er á málum haldið. Iðn- aði sem væri fær um að auka þjóðarframleiðsiuna, ekki bara um 5% á ári næstu árin fram- undan, eins og sérfræðingar rík- isstjómarinnar telja nauðsyn- legt heldur um margfalda þá upphæð. Ungir menn á Islandi sem settir hafa verið í ábyrgð- arstöður sem leiðbeinendur, sjá ekki svo augljósa staðreynd sem þetta er. En þess í stað stinga þeir uppá að þjóðarfram- leiðslan verði aukin með því að láta erlendum auðfélögum í té allskonar fríðindi, gegn því að þau kaupi af okkur raforku og noti íslenzkt vinnu- afl til að græða á. Svo illa er komið trúnaði á íslenzka getu. Saltsíldarsalan og ílfnahagsbandalaglð . Mönnum þykir að vonum útlitið á sölu saltsíldarinnar, harla slæmt ein-s og stendur, og er það að vonum, þar sem alröng viðskiptastefna lokar góðum mörkuðum eins og bent heíur verið á hér að framan. En hvernig yrði ástandið í þessum þýðingarmiklu málum fyrir okkur Islendinga, eftir að ísland hefði ánetjazt Efnahags- bandalaginu eins og sumir vilja nú óðfúsir? Þá stæðu að lík- indum fyrir utan bandalagið allar þær þjóðir sem síld kaupa héðan tii manneldis nú, að undanskildum Vestur-Þjóð- verjum, en það magn sem þeir kaupa héðan, er svo hverfandi lítið að það bjargar okkur ekki eitt saman. Myndaðist svo tollastrið á mi.lli bandalagsins og þeirra landa sem fyrir utan stæðu, sem vel gæti orðið, þá gæti svo farið að okkur þætti hagsmunum okkar illa kom- ið innan Efnahagsbandalagsins, jafnvel þó í okkur væri kastað giafafé til að láta okkur tóra. Eitt er víst, með slíkri inn- göngu eða ánetjun við Efna- hagsbandalagið, værum við ekki að tryggja þá sildarmark- aði til manneldis, sem við höfum haft og gætum þó tryggt okkur í ríkara mæli, ef vel og skynsamlega væri á okkar markaðsmálum haldið af opinberri hálfu. Og vilja ekki okkar góðu hag- fræðingar reikna út þá lífskjara skerðingu sem hér mundi verða, bara á sviði síldveið- anna einna, ef svo færi sem gæti skeð, að, síld yrði i vax- andi mæli veidd í bræðslur, þar sem svo auðhringar Vest- ur-Evrópu skömmtuðu verðið úr hnefa fyrir lýsi og mjöl, án nokkurrar samkeppni frá öðrum þjóðum. Þetta er bara ein af þeim mörgu myndum sem Islending- ar ættu að draga upp í huga 6ér, á meðan enn er tími til að snúast til varnar, gegn þeim óíslenzku öflum sem hér hafa byrjað að kyrja sinn Grótta- söng eins og Fenja og Menja forðum daga. ★ Síldársalan í ólestri Þegar ég skrifaði þáttinn hér að framan, sem hefur orðið að bíða nokkuð sökum pappírs- skorts blaðsins, þá datt mér ekki í hug að síldarsölumálin í heild væru í slíkum ólestri sem raun ber vitni. Síðan hefur það skeð, að síld- arútvegsnefnd hefur bannað-s> söltun á allri sumarsíld bæði norðanlands og austan, vegna þess eins og’ segir, að búið sé að salta í alla fyrirfram gerða samninga. Þegar síldarútvegsnefnd var stofnuð lágu þau tildrög til þeirrar stofnunar, að öngþveiti hafði ríkt í síldarsölunni með hinni frjálsu samkeppni, mörg undanfarin ár, sem olli milljória íjóni. Úr þessu átti síldarút- vegsnefnd að bæta. Þegar nú síldarútvegsnefnd stöðvar a-lla söltun síðustu daga júlímánaðaf iþá er von að margur spyrji hvort síldarútvegsnefnd hafi ekki hér algjörlega brugðizt hlutverki sínu. Eitt er víst: að þetta atferli síldarútvegsnefnd- ar veldur milljóna tjóni í síld- arframleiðslunni, þó á annan hátt sé, en þegar saltsíldin iláj óseld í tunnunum á dögum' hinnar algjörlega frjálsu sam- keppni. Allt í lagi? Þegar síldarsölumálin eru igrandskoðuð niður í kjölinn, þá er varla hægt að skella alilri skuldinni á síldarútvegsnefnd í iþessu máli, því að sjálfsögðu markar markaðsmálastefna nú- verandi ríkisstjórnar þarna leið- ina, og veldur mestu um hvernig kornið er. Ég geri t.d. ráð fyrir að síldarútvegsnefnd beri eklki ein þá sök hve seint samningar um síldarsölu voru teknir upp við Rússana, eða ekki fyrr en undir mánaðamót- in júní-júií eins og fram hef- ur komið í fréttum af þessu máli. Þá má benda á þá stað- reynd að markaðsmálastefna ríkisstjórnarinnar og efnahags- sérfræðinga hennar hefur eins og stendur lokað sölumöguleik- um til allra Mið-Evrópulanda bæði hvað viðkemur norður- og suðurlandssíld. En einmitt í Póllandi, Tékkóslóvakíu og austurhéruðum Þýzkalands var mikiil markaður fyrir déttverk- aða síld á árunum milli heims- styrjaldanna eftir að Magnús Andrésson stórkaupmaður opn- aði þann markað fyrir Islend- inga. Þegar þessar staðreyndir eru skoðaðar hleypidómalaust þá verður það að segjast, að markaðsmálastefna ríkisstjóm- arinnar ber stærstu sökina á því hvernig komið er þessum málum. Allt gert sem gera þurfti? En hefur þá síldarúivegs- nefnd gcrt allt sem gera þurfti? Um það má svo sjálfsagt deila hvort síildarútvegsnefnd hefur gert allt sem í hennar valdi stóð tii markaðsöflunar undangengin ár. Ég fyrir mitt leyti held, að á meðan sildar- leysið ríkti hér á miðunum, hafi einnig verið of mikil kyrrstaða í því að afla nýrra markaða. Markaðir koma sjaldnast af sjálfu sér. Það verður að vinna þá upp, kynna vöruna og aug- lýsa hana í viðkomandi landi. Vig geturn ekki ætlazt tii þess, að aðrar þjóðir gerí þetta fyrir okkur, og við getum svo lötrað þeirra slóð, án þess að ryðjá nokkursstaðar vegarspotta á þessu sviði. Það er hér sem ég á'lít fyrst og fremst, að síld- arútvegsnefnd hafi ekki gert allt sem hægt hefði verið að gera á undangengnum árum. Mér finnst t.d. varla vera hægt að hugsa um það kinn- roðalaust, að Islendingar skulí ekiki ennþá hafa lært að éta síld svo neinu nemi. Hér ætti þó að vera innanlandsmarkaður fyrir 30—40 þús. tunnur af norðurlandssíld á ári ef alilt væri í lagi í íþessum málum. Hér hefur síldarútvegsnefnd og aðrir opinbérir aðilar sem um þetta mál hafa fjailað bókstaf- iega ekkert gert, til að kynna' þessa hollu og tiltölulega ódýru fæðu miðað við næringargildi. Oc á mcðan ástandið er jafn hörmulegt sem raun ber vitni hér innanlands í þessu málij þá þari varla að búast við stóru landnámi í síildarsölu. Enda er staðreyndin sú, að við höfum aðeins selt síld til landa að undanförnu, þar sem harðsnún- ar síldarætur hafa krafizt að fá hana ikeypta af okkur. En eins og ég hef bent á hér að framan, þá er markaðsmála- stefna núverandi ríikisstjórnar ýmist að minnka þessa markaði í ýmsum löndum, eða þegar verst lætur algjörlega loka þeim . Er þetta máski forboði þess sem koma skal? Sjálfsagt ef núverandi markaðsmálastefna heldur velli, öðruvísi gæti það varla orðið. Það er orðið meirá en tímabært að allir íslending- ar sem eru andstæðir þessari markaðsmálastefnu sameinist gegn henni. FISKIMÁL - Eftir Jóhann J. E. Kúld pr i frönsku ahersveitinni Útlendingahersveitin, sem mála hjá Frökkum. Síðastliðin ár Frakkar stofnuðu fyrir .131 ári hafa flestir meðlimir sveitarinnar til þess að leggja Alsír undir verið Þjóðverjar eða Slavar. sig, neyðist nú til að yfirgefa Alsír. Höfuðstöðvar þessa iíil- ræmda hers hafa tii þessa ver- ið í Sídi-bel-Abbes. 1500 manna lið ihefur nú verið sen-t til Kor- síku og inú mun annar álíka hópur vera á leiðinni til hinna nýju höfuðstöðva í Aubagne, sem er ein útborg Marseiile. Er þetta í fyrsta sinn sem lið úr útlendingahersveitinini er staðsett í Frakkilandi á friðar- tímum. mikið samsafn af æfintýrarriþnn um og landshornalýð sem af ýmsum ástæðum hafa gengið á Nú þegar nýlenduveldi Frakka 'ér ikomið fram á grafar.bakkann virðist útlendingahersveitin vera orðin úrelt, enda hafa Frakkar einkum beitt henni ,til að berja niður frelsishreyfingar i ný- lendunuim. Flutningarnir frá Sidi-bel-A'bbes hafa leitt til þess að mun færri sækja nú uim. inngöngu í hersveitina en verið hefur. Það er ekki að undra, því að eins og einn fyrr- verandi liðsmaður í hersveitinni sagði, „gengu menn í útlendinga- i 1 æfintýraþtó',' f;t$l rriönn- að sjá úlfalda, gíraffa og fram- gkki úthverfiri í andi stúlkur — Marseille". 4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 8. ágúst 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.