Þjóðviljinn - 12.08.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.08.1962, Blaðsíða 9
Fyrirliði Iandsliðsins, Ríkarður Jónsson, skallar knöttinn (Ljósm. Þjóðv. A.K.) Liflar sigurlíkur íslenzka liðsins numenn skipa írska landsliðið Eins og sagt hefur verið frá í fréttum leika Islendingar og Irar landsleik í knattspyrnu í dag, og fer leikurinn fram í Dublin. Þetta er leikur í bikar- keppni þannig að leikið er bæði heima og úti, og það land sem hefur flest stig eftir báða leiki heldur áfram í keppninni, og séu stigin jöfn að tveim íeikj- um leiknum ræður markatala en sé hún jöfn verða löndin að leika aukaleik á hlutlausum velli. Næsti leikur þessara landa verður í Reykjavík 2. sept. n.k. Leikmenn írska landsliðsins, sem mætir okkar mönnum í dag, eru allir atvinnumenn og leika með enskum liðum og því þrautreyndir i hörðum leikjum, og vafalaust hafa þeir mikinn hug á að komast áfram í keppninni. Island hefur áður leikið við landslið íra en það voru áhugamenn og var leikið bæði hér og eins í Dublin og tapaði Island í bæði skiptin. Að þv'í athuguðu verður að álíta að í þessum leik séu því miklu minni möguleikar til sig- urs en áður var við áhuga- mennina. Var landsliðið rélt valið? Þetta er hin eilífa spurning sem maður spyr mann sem á- huga hefur á knattspyrnu, og venjan er að sitt sýnist hverj- um, cg er það ekki nema mann- legt. Erfitt er að slá neinu gjör-^ samlega íöstu fyrirfram um val landsliðs og hvernig það muni standa sig, ef þessi eða hinn verði með eða ekki. Þar er ekk- ert sem hægt er að mæla með málbandí eða skeiðklukku. Þar kemur svo margt til greina, og í sumum tilfellum er eins og það þurfi að nota sálfræðiþekk- ingu til þess að setja saman knattspyrnulið, þannig að það verði nokkurskonar tilfinninga- mál. Það á ekkert skylt við fé- lagsleg tilfinningamál, sem sumt gæti bent til, að væru einhvers ráðandi. Við val þessa liðs vekur það athygli, að landsliðsnefnd gerir engar breytingar á ,,veikari“ helming liðsins eða þeim hluta sem stóð sig mun ver í þeim Jeikjum sem veru.’ega á reyndi, en bað var í landsleiknum við Norðmenn og svo í leikjum A- pg B-liðanna um helgina. Þar var það vömin sem ekki náði svipað því eins góðum tökum á LANDSLEIKURINN leik sínum og framlínan náði þó. Það hefði því verið ástæða til að breyta eitthvað til og reyna nýja framtíðarmenn í sumar stöðurnar. Það er að vísu rétt að varðandi bakverði t.d. hefur ekki verið um auð- ugan garð að gresja, og um langan tíma hefur ekki verið nema einn frambærilegur bak- vörður í landsliðinu, en það er Árni Njálsson, og kemur þar fyrst og fremst til hraði Árna og kraftur, og eðlilegt er að gera ráð fyrir að í svona leik verði það hraði og kraftur sem ræður úrslitum fyrst og fremst. Það cr því hætt við að atvinnu- mennirnir írsku verði ekki lengi nð átta sig á því hvor helm- ingur varnarinnar er seinn í snúningum en það eru þeir Bjarni, Hörður og Garðar. Það er því mikil spurning hvort ekki hefði verið réttara að setja inn frískari menn og fljótari, þótt yngri séu, gegn atvinnu- mönnu.m þessum, og þá um leið gefa þeim tækifæri til þess að sýna hvað í þeim býr. Ein- hverntíma verður landsliðs- neínd að reyna nýja menn, en hún virðist treg til þess í „aukaleikjum" og þá verður hún að gera það í „aðalleikj- um“. Það er því meiri ástæða til þess að reyna menn því jafnari sem menn eru, og ef svo mætti segja keppnin harðari um stöðumar. Tilraunir lands- liðsnefndar með nýja menn eru í rauninni efni í nokkraf um- ræður, sem þó verður ekki farið út í að sinni. Að setja Kára útúr framlín- unni er mjög hæpin ráðstöfun. Hann hefur þann fn'skleika til að bera sem nauðsynlegur er, ef Kári er rétt notaður, cg lögð er rétt og eðlileg „hernaðará- ætlun“, hún virtist ekki fyrir hendi í landsleiknum við Nor- eg. Ellert Schram hefur staðið sig vel í tveim síðustu leikjum sínum, eða í lei’k' A- og B-lið- anna og svo í leiknum við Fær- eyinga. En þá vaknar spurning- in hvort hæglæti hans og stundum skortur á svolítið meiri hörku eigi við í svona leik, og hvort lagni hans gegn „rólegum“ mönnum hverfi ’pkki á móti þessum, harðskeýttu at- vinnumönnum. Skipulagið? Eftir því hvernig liðinu hef- ur verið raðað upp virðist serh Rikharður eigi að leika fyrir aftan framlínuna og mata hana. I leiknum við Norðmenn gekk þetta ekki nógu vel. Það var eins 'og Þórólfur og hann væru cf mikið saman og þá með þeim aíleiðingum að Kári var einn frammi og því auðvelt fyr- ir norsku vörnina að hindra hann. I Akranesliðinu gengur þetta betur og oft undravel, en þar eru tveir hraðir menn frammi sem ógna, og þannig þarf þetta að vera í leiknum í dag, ef árangur á að nást méð þessari leikaðferð, og að því til- skildu, að útherjarnir séu einn- ig vel með bæði í sókn og vörn. Hafi Rikharður úthald í þetta, sem þó má kraftaverk kallast eftir veikindi hans öll, gelur svo farið að liðið sleppi þolan- lega út úr leiknum. Og hvað getu.m við svo kall- að þolanleg úrslit? Þar sem um er- að ræöa atvinnumennj reynda v góðúm enskum at- vinnumannaliðum mætti kalla .þolanleg úrslit 4—5 marka mun. Ti.1 þess þarf • þó að halda uppi skipulegum leik all- an tímann ekki síður í vörn en sókn, en þar má búast við eins og áður er á bent að seinlætið verði of mörgum fjötur um fót. En hvað um það, allir þessir fulltrúar okkar gera sitt bezta; þótt við getum svo deilt um það hycrt liðið sé rétt valið, og hvórt það hafi verið nógu vel undirbúið af hijlfu, félagannaj eða af hálfu lan^sliðsnefndár. t ? •' ýj sv 0' 'k Aðeins einn njT.iði í liðinu Aö þessu sinni er aðeins einn nýliði í landsliði okkar en það er Skúli Ágústsson frá Akur- eyri. Bjarni Felixson leikur annan leik sinn með landslið- inu í dag. Annars má segja að lið þetta hafi nokkra reynslu miðað við það hve fáa lands- leiki við leikum á ári. Flesta landsleiki hafa þeir Rikharður, sem leikur nú sinn Vél 1 Sp 3 27. og Helgi Daníelsson 22. eða helming þeirra landsleikja sem liðið hefur á bak við sig, en samanlagt hefur það 110 lands- leiki. Árni Njálsson og Þórður Jónsson leika 13. leikihn og Þórólfur 11. Hörður Felixson leikur 10. leikinn og Sveinn Jónsson og Garðar Árnason leika 9. leik sinn, cg Ellert Schram með 4. lei'k sinn. Knattspyrnuáhugamenn árfxa þessum fulltrúum sínum allra heilla í baráttunni við irska landsliðið í Dublin í dag._ Frímánn. Baðar myndirnar á síðunni eru teknat á Laugardalsvellinum sl. fimmtudagskvöld, er landsliðið hafði síðustu æfingu fyrir landsleikinn við Ira. Það sýnist svo scm Bjarni Felixson sé að kitla Svein Jónsson undir hendurnar, en hér munu pilta/rnir vera að æfa viðbragðsflýti (Ljósm. Þjv. A.K.) ★ Ungivereka meistaramótinu, seim ha’.dið. var nýlega, náðist mjög "óður árangur. Þassir urðu ungjvenskir meistarar; 100 m hlaup Csutorais 10.4, 200 m hlaup Csutoras 21.1. 400 m hlaup Osutoras 46,7 (landsmet), 800 m hlaiup Parsoh 1.49,6, 1500 m hlaup Pansöh 3.44,5, 5000 m h-laup Kiiss 14.07.8, 10.000 m hlaup Sutö 29,52,6, 110 m grinda- hlaup Retezar 14.8, 400 m grindahlaup Török 53,3, há- stökk Medovaiszky 2.03, Stangarstöik'k Horvaith 4,40, langstökk Kalocsai 7.61. þrí- stckk Kalocisai .15,78. Kúlu- varp Nagy 18,81, Kring’ukast Szecsenyi 54,61, sleggjukast Zsivotsky 67,18 spjótkast Kulcsar 78,47. W.... Sveinaimeistaramót Reykja- víkur hélt áfram á Melavel'Iin- uim siðast liðið föstudaggkvöld. Fáir keppend.ur mættu til leiiks énda Var veður rhjög leiðin- legt. Eins og áður hefur verið sagt eru margir dren.gjanna efnilegir, en þeir þarfnast góðrar tilsagnar og þjóláiunar. Gaman væri að fylgjaist með þessum drengju.m, ef þeir nytu þjálfunar Gabor.s áfram. Hann mun innan skamms hverfa af landi brott o§' er bað mikill skaði íyrir frjálsar íiþróttir á í’slandi. ÚRSLIT. Kringlukast Erlendur Valdemarss. ÍR 40,98 Birgir Guðjónsson KR 36,13 eppendur á Svelnamófinu Sigurður Harðarson Á 5 keppendur. 35,64 80 m grindahlaup Gunnar Jóihannsson ÍR 12,6 Jiúláuis Hafstein ÍR ,13,0 Stansarstökk Gunnar Jóhannsson ÍR 2.74 Erlendur Valdemarsson ÍR 2.40 G00 m lilaup Halldór Guðbjörnas. KR 1.41.0 Gunnar Jóhannsson ÍR 1.42,4 ★ Nú hafa átta finmskir istangarstökkvarar náð því að stökikva yfir 4,50 m ó þessu ári. Sl. sunnudag stökk Auli Kairento 4.51 á móti í Finn- landi, hann er enn á'dréngja- aldri. ★ 1 landskeppni Svía og Finna nú á dögunum - vakti það einna mesta athygli, að Svíinn S. O. Lar.sön, sem Sví- ar kalla „Esso”, sigraði í báð- um langhlaupunum. Fram að því hafði hann keppt í milli- vegalengdum og nú sjá þeir í honum bezta langhlaupara( sem þeir hafa nokkru sinni eignazt* Og er hann helzet von þeirfta á Evrópumeistaramót- inu í Belgrad. ’jt; Sunnudagut 12. ágúst 1962 ÞJÓÐVILJINN (9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.