Þjóðviljinn - 14.08.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.08.1962, Blaðsíða 4
Fyrir nokkrum árum bar mig að kvöldi heim til Ein- ars Olgeirssonar. Þar var gestui' fyrir, íslenzkur prestur, sem ég hafði ekki kynnzt áð- ur. Hann sat allábúðarmikill, en smáglettinn á stól og gagn- rýndi stíft ljóðagerð Matthías- ar Jochumssonar, en Einar gekk um gólf og varði sálma- skáldið. Klerkur var harð- skeyttur, svo að Einari varð vörnin erfið um það er lauk; hann nam staðar, laut dálítið áfram og sagði: „En hann er svo mannlegur hann Matthí- as“, Þá hló klerkur. Ást Ein- ars á ljóðum Matthíasar Jochumssonar var ekki sprott- in af því, að þau væru lýta- iaus listaverk, heldur hafði hann dregizt að persónunni, sem að baki þeim bjó með kostum sínum og göllum. Nú var skammt til sátta í deil- unni um sálmaskáidið, því að klerkur mat það mikils, þegai' til kastanna kom, þótt hann teldi, að slíkur hæfileikamað- ut hefði oft átt að vanda sig betur fyrir hönd kristninnar í landinu. Nú er Einar Olgeirsson oröinn sextugur, og menn deila og eiga eftir að velta vöngum og þrætast um störf hans og persónu. Haraldur harðráði Noregskonungur sagði um Gissur Isleifsson, að hann værí vel til þess fallinn að verða konungur, hershöfðingi og biskup. Ein- ari Olgeirssyni er líkt farið, en slíkar tignarstöður mun hann umskapa í þjónustu lýðsins engu síður en for- stjórastarfið við Síldareinka- sölu ríkisins sæilar minning- ar. Gissur ísleifsson biskup var einn af mestu örlaga- völdum íslenzkrar sögu. Hann lagði grunna að yfirstéttar- valdi á íslandi. Hiutverk Einars hefur verið annars eðl- is. Hann hefur fórnað kröftum sínum í nær 40 ár til þess að leggja undirstöðuna að al- þýðuvöldum á þessum út- kjálka heimsbyggðarinnar. Báðir eru þeir þjóðfélagsleg- ir byggingameistarar, þótt annar fæddist árið 1042, en hinn 1902. Eftir 800 ár er hægt að fara í frekari mann- jöfnuð. Einar Olgeirsson hefur sjaldgn skipað tignarstöður til iengdar. Hann hefur kjör- ið sér það hlutverk að vera þjónn og leiðtogi Islendinga, en ekki herra. Hann var eitt sinn kennari norður á Akur- eyri. Ég hef heyrt fyrrver- andi nemendur hans fullyrða, að hann hafi nálgazt það að vera ímynd hins fullkomna læriföður. Fyrir rúmum 10 árum flutti hann fyrirlestra um elzta skeið íslenzkrar sögu í skóla Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Þar talaði hann jafnan fyrir troðfullum sal, og meðal áheyrenda voru nær allir nemendur háskól- ans í fslenzkum fræðum án tiliits til stjórnmálaskoðana. Fyrirlestrarnir birtust síðar undir heitinu: Ættasamfélag og ríkisvald i þjóðveldi Is- lendinga. Einar er einn af fá- um vísindamönnum, sem við Islendingar höfum átt í þjóð- félagsfræði og sögu, og hann hefur lagt drjúgan skerf til hinnar vísindalegu félags- hyggju og söguskoðunar sósí- alista. Við vitum öll, að Einar er ekki einungi.s vísinda- og kennimaður. Okkur hættir jafnvel við að gleyma þess- um þáttum i fari hans, af því að hann er aðallega flokksforingi. „Sagan gjarnast eignar ein- um, afrekin þín dreifði múgur" — eru ljóðlínur, sem Einar vitnar oft til. Þótt þær hafi sannleik að flytja, þá raskast ekki aðrar staðreyndir. Ein- ar hefur skipulagt og verið höfuðleiðtogi róttækustu al- þýðuhreyfingar íslenzks þjóð— félags um nær fjögurra ára- tuga skeið. Á þessum árum höfum við Islendingar rétt svo rösklega úr kútnum, að menn koma hingað utan úr heimi, jafnvel alla leið sunn- an af Indlandi, til þess að spyrjast fyrir um forsendur íslenzka ævintýrsins. — Þjóð- arauður og velmegun alþýðu hefur því miður sjaldan farið saman á síðustu öldum. Al- múginn hefur verið og er víða bláfátækur í margfalt auðugri löndum en Islandi. Mitt í gósenlandinu við Svartahaf voru Rúmenar ein hin volað- asta þjóð til skamms tíma, og íslenzkur almúgi þarf ekki að öfunda fólkið suður í Portúgal þrátt fyrir auð þess lands og ríkis. Hagur almenn- ings er að miklu leyti háður hlutaskiptum þjóðarteknanna milli þegnanna, og meiri jöfnuður hefui' stundum ríkt við þau skipti á Islandi en víða annars staðar. I ís- lenzku samfélagi hefur um nokkurt skeið ríkt óvenjulegt jafnvægi milli stétta. Borgara- stéttin og fyigismenn hennar meðal bænda hafa löngum haldið einir um stjórnvöl ríkisvaldsins, en varnarsam- tök alþýðunnar gegn gerræði þessa valds hafa hins vegar verið svo sterk, að það hefur ekki verið hægt að leysa svonefnd vandamál þjóðarbús- ins með einhliða aðgerðum á kostnað launþega. Slíkt stétta- jafnvægi helzt sjaldan til lengdar, því mönnunum mun- ar — — . íslenzk borgara- stétt hefur lagt til atlögu til þess að rétta hlut sinn, ná óskoruðum völdum í samfé- laginu og nýtur til þess ó- rnælds styrktar erlendra stétt- arbræðra, sem fá herkostnað- inn marggreiddan að styrj- aldarlokum. Mikill hluti al- þýðustéttanna á ís.landi hefur hins vegar aldrei barizt fyrir öðru en hlutgengi .í þjóðfé- laginu, jafnrétti við samn- ingaborð. Það er einungis rót- tækasti hluti Islendinga, sósí- alistarnir, sem berjast fyrir völdum alþýðusamtakanna, tryggum tökum þeirra á rík- isvaldinu. Það hefur að miklu leyti verið hlutverk Einars Olgeirssonar að finna hinu róttæka liði bandamenn og leið til þess að þoka íslenzku samfélagi til vinstri, finna Islendingum leið til sósíalisma, ef svo mætti að orði kom- ast. jafnframt því sem hann hefur orðið að stappa stáli í hugsjónafátæka og lítilsiglda borgarastétt, svo að hún gæfi ekki að öilu upp sjálfstæða tilveru og hlypi í óðagoti með íslenzkt fullveidi í hendur erlendra, auðhringa.. Sumir af .flokksfélögunum hafa ekki skilið bessa tvívitulu baráttu flokksins, Einar hefur auðvit- að aldrei setið einn við tafliborð- ið af sósíalista hálfu. Hlutur Brynjólfs Bjarnasonar, Sig- fúsar Sigurhjartarsonar, Lúð- víks Jósefssonar o.m.fl. er hér geymdur en ekki gleymd- ur. Hlutverk sósíalista á íslandi hefu.r verið að efla íslenzkt fullveldi, efnahagslegt og pólitískt, og berjast fyrir sam- félagsháttum sósíalismans. Þegar Einar Olgeirsson hóf baráttu sína, var Island hjá- lenda erlendra auðhringa, bankarnir okkar innheimtu skattinn fyrir þá og kaupsýslu- mennirnir voru umboðsmenn þeirra og faktorar. Nýsköpun- arstjórninni tókst að efla ís- lenzka atvinnuvegi og hag al- mennings, losa Island úr hjálendufjötrum og gera það efnalega og pólitískt fuilvalda um skeið, en hún breytti auð- vitað ekki íslenzkri borgara- stétt, hjó hana hvorki úr alþjóðlegum hagsmuna- né hugsjónatengslum sínum. Ein- ar gerði sér fyllilega grein fyrir að djarft var teflt í valdabaráttunni, en áfanga var náð. Nýsköpunin var á- rangur hinnar miklu sóknar róttæku verkalýðshreyfingar- innar, sem hófst 1930 með stofnun Kommúnistaflokksins. Nýsköpunin færði Sósíalista- • flokknum ■ þó ekki næga kosningasigra, til þess að tryggja framhald sóknarinnar, en borgarastéttinni tókst að styrkja aðstöðu sína, sem hafði veikzt í kosningunum 1942. Sóknin frá sigurárinu 1942 snerist því brátt upp í vörn eftir 1947, þegar auð- valdsríkin tóku að skríða saman í efnahags- og hernaðar- bandalög og knýja foringja* íslenzkra borgara í félags- skapinn. Auðvaldið er ó- þjóðlegt aliþjóðafyrirbæri, og mikill hluti borgarastéttar- innar á sér ekkert föðurland nema banka og lánarstofn- anir. Það þarf því engan að undra, þótt ýmsir íslenzkir kapitalistar séu ekki fast- heldnir á þjóðleg verðmæti og fullveldi. Hjá þeim hljóta íslenzk framtíðarsjónarmið að þoka fyrir alþjóðlegum stund- arsjónarmiðum stéttarinnar. I varnarstríði hafa skipzt á sóknarlotur og undanhald, og fsland hefur til þessa verið hinn óþægi og sérstæði aðili innan höfuðsamtaka auðvalds- ríkjanna. Mörgum þykja nú þungir kólgubakkar grúfa yf- ir framtíðarhimni íslenzkrar þjóðar, en hvað forlögin bera í skauti sér, er okkur hulið. Steinn Steinarr sagði eitt sinn um auðvaldið hin spaklegu orð: „Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð". Hin andstæðu skaut ís- lenzkra stjórnmála síðustu áratuga birtast einkum í mönnunum Einari Olgeirs- syni og Gunnari Thoroddsen, fjármálaráðherranum okkai'.. Annars vegar er maðurinn, sem mótar rás atburðanna, hins vegar sá, sem lætur ber- ast undan og reka á reiðanum. Gunnar lýsir því yfir, að við íslendingar hljótum ávallt að fylgja þeim straumum og stefnum i stjórnmálum, sem mestu ráða í nágrannalönd- unum, jafnvel þótt um fas- isma sé að ræða. Frá því sjónarmiði eigum við okkur enga sjálfstæða stjórnmálatil- veru. Hvað verður þá um allt lýðræðishjalið og Sjálfstæðis- flokkinn? Einar hefur hins vegar leitazt við að finna íslendingum leið sjálfstæðis og félagslegs öryggis í sam- ræmi við sögu okkar og menn- ingu. Hann hefur jafnvel reynt að gera íslenzka borg- arastétt ofboðlítið þjóðlega, fá hana a.m.k. til þess að gefa ekki upp á bátinn sjálf- stæða tilveru, meðan sú upp- gjöf getur varðað framtíð þjóðarinnar. Hann afneitaði fornri byltingarkenningu kommúnista með sögulegum forsendum í Rétti 1946. Sósí- alisminn 'hefur aldrei verið honum hlutur, sem verður fluttur milli landa, heldur lif- andi þjóðfélagsvísindi, sem menn geta bc'.tt t'l þess að skapa sér samvirkt velferðar- ríki á grundvelli sögulegra og efnahagslegra forsendna hjá hverri þjóð. Með sögu- og þjóðfélagsrannsóknum sín- um hefur hann reynt að kenna okkur Islendingum að þekkja sjálfa okkur og benda okkur á leiðirnar, sem við eig- um að fara. Glæstustu ár íslenzkrar nú- tímasögu eru þeir tímar, þeg- ar Einar Olgeirsson gat mót- að stjórnarstefnuna að nokkru. Því miður voru árin fá, því „krepptur þankinn þolir ekki þetta háa ris“. Vonandi verða þau bráðlega fleiri. Ég árna Einari allra heilla á komandi árum og óska og vona, að hann lifi lengi heill heilsu. Fátækleg orð eru lít- ilfjörlegur þakklætisvottur fyrir öll hans störf. Bezta afmælisgjöfin honum til handa er ötult starf fyrir frelsi og hagsæld lands og lýðs. Ég skora á íslendinga að færa honum þá afmælis- gjöf. Bjiirn Þorsteinsson. Hver vill verka síldar. hrogn fyrir 120—180 þús. kr. smálestina? Síldveiðar Japana hafa gengið mjög illa þetta árið, og í Japan er stórkostlegur skortur á síldarhrognum, sllra mesta lostæti sem Jap- anir leggja sér til munns. Verðið í Japan á söltuðum sólþurrkuðum síldarhrognum hefui' því nú í sumar verið írá 120—189 þúsund íslenzkar krónur fyrir smálestina. Vegna þessarar miklu vöntunar á síldarhrognum hafa Japanii' gert út stóreflis síldveiðileið- angur til stranda Alaska. Leiðangrinum fylgir stórt móðurskip sem tekur við afl- anum. Það er eftirtektarvert að þessi mikli síldveiðileiðangur er ekki gerður út vegna sjálfrar síldarinnar, heldur fyrst cg fremst hrognanna. Ýmsar síldveiðiþjóðir hafa byrjað að hirða síldarhrogn til manneldis síðustu árin, en hér á Islandi er þeim dembt í síldarbræðslurnar til mjöl- vinnslu. Hér er það fyrst og fremst magnið, en ekki verð- mæti aflans sem er í háveg- u.m haft, og nýti.ngin því sam- kvæmt þeirri reglu. Saltfiskverð í Noregi Það má segja að úthafs- þ'írskveiðar Norðmanna hafi gen?/4 vel í sumar. Mikil tog- veiði hefur verið á svæðinu austur af Bjarnareyju í allt sumar. Línuveiðarnar við V- Grænland hafa yfirleitt verið mjög góðar. Línuveiðarar sem stundað hafa Islandsmið hafa líka fengið all sæmilegan afla. Verð á saltfiski upp úr skipi hefur í. Noregi verið sem hér segir. Fyrir þorsk veiddan á Grænlandsmiðum kr. 1.70 n., í ísl. krónum 10 24 kr.., án stærðarflokkunar. Fyrir þorsk veiddan á Islandsmiðum kr. 2.15—2.35 norskar fyrir kílóið upp úr skipi án stærðarflokk- u.nar. I íslepzkum krónum samkværht gengi 12.94—14.14 fyrir hvert kíló. Þetta verð er miðað við verð í heilum skips- förmum af saltfiski á Norður- og Suður-Mæri nú í sumar. Gróðurauðæfi hafsins Á síðustu árum hafa rnenn farið að hugleiða hvaða verð- mæti mætti vinna úr hinum margvíslega gróðri hafsins. Vísindalegar rannsóknir sem gerðar hafa verið á margs- konar þara og þangi hafa leitt í ijós að þessi gróður hafsins inniheldur margvísleg dýrmæt efni, sem erfitt er að afla á þurrlendi jarðarinn- ar. Þara- og þangvinnsla er því mjög vaxandi iðnaður þeirra landa sem liggja að hafi. Hér er um hvoru tveggja í senn að ræða, mjöl til blönd- unar í margskonar fóður fyr- ir búpening, og alis konar dýrmæt efni til iðnaðar. Sem dæmi um hve hraðfara þróun- in er á þessu sviði má nefna að útflutningur N-orðmanna á þangmjöli var enginn árið 1959, en í árslok 1961 er þang- mjölsútflutningur þeirra sam- kvæmt tollskrám 11.404 smá- lestir og á sama tín.a er inn- anlandsnotkun á þangmjöli í Noregi ekki undir 6000 smá- lestum. Á þessum tíma er verð á þangmjöli í Noregi frá verksmiðjunum 37—38 au.rar Framhald á 2. síðu. FISKIMAL - Effir Jóhonn J. E. 4) — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. ágúst 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.