Þjóðviljinn - 14.08.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.08.1962, Blaðsíða 7
mennings, umskapað gervallt ísland. Fyrir forystustarf Ein- ars Olgeirssonar öðru fremur er hver alþýðumaður á íslandi efnaðri, upplitsdjarfari, beinni í baki, og æska íslands keik og djörf í spori. Einar varð kommúnisti strax í menntaskóla. Auðvitað mark- ar það alla stefnu hans. Hann er sósáali-sti af lærdómi og skilningi. Konungshugsjón hans 'eins og Leníns felst í forystu- hlutverki verkalýðsins. Hinir vísu. feður marxismans fluttu kenninguna um hið sögulega hlu.tverk verklýð-sstéttarinnar að afnema auðvaldsskipulagið og skapa framtíðarþjóðfélag réttlætis, velmegunar, bræðra- lags, .frelsis og friðar á jörðu: þjóðfélag kommúnismans. Með þessu var verkalýðsstéttinni falin á hendur framkvæmd æðstu hugsjóna mannfélagsins. Hún varð forystustétt heimsins, for- ystu.stéttin með hverri þjóð. Þetta var heillandi hugsjón, og kenningin var þegar orðin vald í heiminum. „Þú töfraðir hetj- urnar, ókomna öld“. Þessu mikla hlu.tverki fylgdi að frelsi verkalýðsins undan áþján auðvaldsins varð að vera hans eigið verk. „Lýður bíð ei lausn- arans, leys þig sjálfur“. Hversu oft hefur Einar Olgeirsson vitn- að í þessi vísuorð Stephans G. Hversu oft hefur hann brýnt verkamenn til að vera -sínir eigin lausnafar. Skilningurinn é þessu forystuhlutverki verka- lýðsins er lykillinn að allri stefnu Einars Olgeirssonar og Sósíalistaflokksins undir hans forystu, grunntónninn í ritgerð- um hans og ræðum. Stétt sem kölluð er til forystu í þjóðfé- laginu þarf að verða voldug og sterk. Hún verður að skapa sér skipulagða hreyfingu og sterkan forystuflokk. Verka- menn sem heyra þeirri stétt þurfa að vera hugdjarfir og finna til máttar síns. Og þenn- an mátt öðlast þeir í barátt- unni og samtökum sínum. Hversu oft hafa verkamenn fs- lands heyrt Einar brýna þessa hluti. fyrir þeim, skírskota til sjálfstrausts þeirra og hetju- lundar. En verkalýðurinn hefur jafn- framt æðra markmið en hugsa um frelsun sjálfs síns: hann er kjörinn til að hafa forystu fyrir þjóðinni allri. Sjónarmið forystuflokks verkalýðsins get- ur því aldrei verið þröngt stétt- arsjónarmið. Hann þarf að vera víðsýnn og djarfur, leita sam- starfs við aðrar stéttir með hag þjóðarinnar allrar fyrir augum. Þess vegna er síður en svo ósamræmi í því, að forystu- flokkur verkalýðs og sósíalisma sé urh leið forystuflokkur í þjóðfrelsisbaráttu landsins, heldur leiðir það af sjálfu sér. Og þó er sérílagi athyglisvert hvernig þjóðfrelsisbarátta fs- lands og hugsjón sósíalismans hafa eins og tendrazt í eitt bál í brjósti Einars Olgeirssonar. Og hér langar mig til að staldra ögn við. K.enningar marxismans eru að sjálfsögðu hið sterka leiðar- ljós og bakhjarl Einars Olgeirs- sonar, en verður þó ekki að leita dýpra og nær okkur að þeim krafti sem auðkennt hef- ur stjórnmálaferil Einars? Við verðum margsinnis vitni að því hvernig . kenningar og fræðisetningar liggja eins og hismi og hrynja utan af mönn- um, ef þær komast ekki inn að hjarta og taugum. „Sjálft hguvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking, sé hja.rta ei með, sem undir slær”. Kenningar marxismans hefðu varla orðið Einari eins inngrónar, ef þær hefðu ekki átt hljómgrunn fyrir í brjósti hans, í sjálfum þeim taugum sem lágu dýpst til þjóðarinnar og þjóðarsögu fs- lands. Verkalýðurinn er ung stétt á íslandi, en rætur hans liggja aftur í aldir til bændaal- þýðunnar sem barðist sem kúg- uð nýlendu.þjóð þrautseigri bar- áttu við harðrétti, skört og á- þjón. Trau.st Einars á verklýðs- stéttinni styðst einmitt við traust hans á alþýðu íslands, ibændaalþýðunni og sjálfri ís- lenzku þjóðinni. Hvað er frels- isbarátta verkalýðsins annað en framhald af frelsisbaráttu hinn- ar undirokuðu nýlenduþjóðar, hvað var hugsjón sósíalismans annað en þjóðardraumurinn í æðra veldi um frjálst og ham- ingjusamt líf? Þess vegna var hin íslenzka harpa svo næm fyrir áslætti marxismans, í brjósti skáldanna, í brjósti Ein- ars Olgeirssonar og annarra brautry ð j enda verkalýðshreyf- ingarinnar á íslandi. Strengirn- ir lágu aftur í sögu þjóðarinn- ar. Þannig varð þjóðfrelsisbar- áttan annar meginstrengurinn í stjórnmálastarfi Einars. Hann hefur verið vakinn og sofinn að hugsa fyrir þjóðinni, fram- förum hennar, efnahagslegu og pólitísku sjálfstæði íslands Hann hefur lagt fram fjölmargar till. um efnahagslega framtíð þjóð- ai’innar, hann var höfundur að nýsköpunartillögunum frægu í styrjaldarlok. Hann hefur flutt greinargerðir um áætlunarbú- skap, um hagnýtingu fossafls- ins o.s.frv. Jafnframt hefur hann leitað sér staðfastrar þekkingar á sögu íslands, orðið fyrstu.r til að bregða yfir hana Ijósi marxismans, borið fram skýringar sem eru hinar at- hyglisverðustu á þróun hins forna íslenzka þjóðfélags. Eru þær í stytztu máli á þá leið, að germanska ættarsamfélagið hafi endurnýjazt á íslandi og varð- veitzt hér lengst og skapað hér sín stærstu menningarafrek, og að fslendingasögurnar eins og Njála séu svanasöngur þessa ættasamfélags. Með þessu lyftir hann ekki aðeins íslandi í nýjar sögulegar hæðir, heldur allri hinni germönsku arfleifð, sem hann leggur áherzlu á að skipa beri til jafns við gríska fornmenningu. Þessi bók Ein- ars um ættarsamfélagið hefur erindi út fyrir ísland, ekki sízt til hinna germönsku þjóða, og hefur líka vakið athygli meðal erlendra sagnfræðinga. Einar Olgeirsson skilur gildi hinnar sögulegu arfleifðar fyrir þjóðfélagsbaráttu nútímans. Eins og nútímaskáldskapur ís- lands stendur djúpum rótum í bókmenntaarfleifð þjóðarinnar, og nýgróður hans væri óhugs- andi án hennar, þannig verður einnig þroski verklýðsstéttar fs- lands og sigurvinningar henn- ar að grundvallast á sögulegri erfð hins íslenzka þjóðfélags. Það stolt sem með þjóðinni hef- ur búið og stælzt hefur í.bar- áttu kynslóðanna, heimtar Ein- ar af verkalýðnum og íslenzku alþýðustéttunum og mennta- mönnum í dag. Af þessum djúpu söugulegu. rótum er htn síendurtekna hvatring hans til alþýðunnar, til þjóðarinnar í heild, um að sýna manndóm og stórhug. Allt hans starf mið- ar fyrst og fremst að því að kveða manndóm í íslendinga. Greinar hans eins og Einvígi íslenzks anda við amerískt doll- aravald eru þrungnar kynngi- krafti og þjóðarmetnaði. í stjórnmálaátökunum á ís- landi má auðstéttin sín enn sem komið er betur. Hún hefur gerzt rík og spillt á öldinni. Síðasta afrek hennar er að hafa kastað fyrir borð nýfengnu sjálfstæði íslendinga. Hin síð- ustu ár hefur hún í skjóli er- lends valds skapað sér öflugt ríkisvald sem hún beitir óspart til að kúga með alþýðu lands- ins og skara eld að fjárgróða sínum og grafa undan siáifs- metnaði þjóðarinnar. Þetta rík- isvald auðstéttarinnar þarf að afnema. Einar Olgeirsson hefur öllum öðrum betur skilgreint eðli þess. Einar Olgeirsson verður sex- tugur í dag. Hann er að kom- ast á góðan ráðherraaldur. Ég vildi lifa það að Sósíalista- flokkurinn tæki að sér stjórn- arforystu og Einar væri for- sætisráðherra. Þá yrði tekið til hendinni i stjórnarráðinu. Þá yrðu ekki atvinnuvegirnir stöðv- aðir, né bankarnir lokaðir eins og nú. Þá yrði ekkert hik við að reka herinn úr landi. Þá yrði gerð heildaráætlun um þjóðarbúskapinn. Þá rynnu upp nýir dagar fyrir alþýðu íslands. Og hví ekki að gera það heit á afmælisdegi Einars að undir- búa framkvæmd þessa verks? Hví ekki að tvöfalda fylgi Sósíalistaflokksins í næstu kosningum? Þáð hefur verið gert áður. Það var árið 1942. Þá var þjóðstjórninni illræmdu sópað burt. Þá úppskar verka- lýðurinn mikinn ávöxt. Upp úr því kom nýsköpunin. Sú stjórn sem nú situr þarf að víkja. Og hví þá ekki að fella hana líka? Til hvers hefur Ein- ar Olgeirsson kveðið kjark í verkalýðinn, irannd.óm í aí- þýðuna, ef hún hrlndir ekki af sér auðvaldinu og tekur for- ystuna sjálf? Vil ég svo að lokum send.a Einari og fjölskyldu hans þakk- arkveðju.r og árnaðaróskir og bið hann lengi' að lifa. Kr. E. A. ★ ET" í dag, 14. ágúst, veidur Ein- ar Olgeirsson, formaður Sósíal- istaflokksins, 60 ára. Það er ekki vandalaust verk að skrifa um Einar á þessum timamótum í ævi hans. Ekki vegna þess að erfitt sé um efni í slíka afmælisgrein, heldur vegna hins, að af svo miklu er að taka um jafn stórbrotinn og stai'fsmikinn mann og Einar, að vandasamt er að ákveða hvað helzt skuli velja í iitla blaða- grein. Ég mun í þessari grein fyrsjt og fremst ræða um stjórnmálaí- manninn E:nar Olgeirsson og það af verku.m hans, sem ég er kunnugaslur frá starfinu á síð}- ustu tveim áratugum. Einar hefur verið einn af kunnustu stjórnmálamönnum landsins síðan Kcmmúnista- flokkur íslands var stofnaðui’ árið 1930. Hann varð strax annf ar aðalforingi flokksins og s4 sem mest var veitt athygli og mest umtalaður. Einar var mikill mælskumaðt ur og frábær í sókn og vörri fyrir þann málstað, sem hanri barðist fyrir. Eftir Einari Oli • i geirssyni var tekið, þar sem hann mætti á fundum, eða þaf sem hann kom fram í deilum við andstæðinga. Það var þvl engin leið að þegja í hel, eða drepa á dreif því sem hanri sagði. Eftir því var tekið og um það var rætt hvort serrj andstæðingum hans líkaði þaf| betur eða verr. Þannig varð Einar brátt mjögj u.mræddur og umdeildur stjórn-j málamaður. Persónuleiki Einarsj og sá málstaður sem hann barð- ist fyrir, áttu svo eftir að færá honum og flokki hans marga! Framhald á 10. siðu. 4ERKURBREF bréfasneplana, vindlingsstúfana og flcskubrotin sem hin yndis- lega alþýðuæska Islands stráir ihér stundum út um læk og runn. Þá hefðirðu ef til vill loksins öðlast þessa ofu.rmann- legu , hlutlausu hjar.tans auð- mýkt sem Kilja.n okkar hefur verið að leita uppi hjá kamar- imokurum og mormónum á hin- um síðustu og verstu tímum. En þú ert nú allur í alþjóða- hyggjunni eins og vant er, nátt- úrlega víðsfjarri frumslóðum ís- lenzka ættasamfélagsins. Því það get ég sagt þér að hér ganga þeir Reyrketilssynir, Ásbjörn og Steinfinnur, ljósum logum um hábjartan dag, hamingjusöm- ustu andar jarðarinnar með all- an ættbogann spenntan milli jöklanna, þar sem „eldur geysar undir”, og biðja um Sovét-ls- land sem fyrst. Hvar er Einar nú? hvísla þeir að grjótfigúr- unni af meistara Þórbergi sem gónir upp í loftið fyrir utan musterið mikla í hlíðinni upp af Búðarhamri. En fígúran hristir ekki einu sinni höfuðið — hún er úr steini og hefur ekki hugmynd um sína eigin fyrirmynd.. Líða þá Reyrketils- synir sem hver önnur austan- gola yfir mörkina, blása á ösk- una úr Kötlu, rjála við vikur- inn úr Heklu, sjá blágresið falla og umfeðminginn taka við og þannig er sérhver dagur friður, og fögnuður í heilögum anda. Það er dálítið skrýtið í allri þessari gullnu ró Móður Nátt- úru að hrökkva upp við það ó- næði að til skuli vera hei.1 ver- öld utan Krossár, Markarfljóts og Þröngár, fu.ll af heiftarlegri baráttu og öllum andskotanum sem hvergi sér fyrir endann á. Og að handan þessarar veraldar skulir þú, Einar Olgeirsson, hinn óþreytandi lúðurþeytari sósíalismans, dansa sextugur með bikar austræns þrúguvíns í hendi og þeyta til miín hingað norður í Þórsmörk nýrri eggjan, nýrri áskorun um að standa á verði, hvessa tungubroddinn, gefast aldrei aldrei aldrei upp nei nei. Á maðu.r þá aldrei að fá að véra í friði? Eða veiztu það ekki, Einar minn, að enginn maður hefur oftar raskað ró minni en ein- mitt þú? Ætli ég muni ekki þegar ég heyrði þig þruma í Bröttugötunni í fyrsta sinn. Gólfið undir fótum mér, landið allt, jörðin öll, tók allt í einu að skjálfa, sálin titraði eins og lauf i vindi, hjartað spriklaði eins og afvelta fluga. Síðan hef- ur þú verið ein höfuðskepnan í lífi mínu, þó ég sé nú reyndar farinn að vara mig á svæsn- ustu sviptibyljunum. Ef þú hefðir ekki alltaf látið svona, væri ég vafalaust löngu sofn- aður svefni hinna réttlátu með dalakút fyrir kodda og guð al- máttugan fyrir ábreiðu. Að vísu skal því ekki neitað að ég er farinn að dotta ískyggilega oft í seinni tíð, enda orðinn virðu- legur íbúðareigandi á Klepps- vegi með útsýn yfir blá sund eilífðarinnar. En jafnvel sveita- manni á sjötugsaldri er hvergi vært með þig og öll þe-ssi atóm súrrandi í kringum sig. ★ En svo ég snúi mér að öðru, þá langar mig til að sæma þig sérstökum heiðurstitli á sex- tugsafmælinu. Titillinn er: sann- asti borgari Islands. Það leynir sér nefnilega aldrei að allt hið glæsilegasta og lífseigasta úr borgaralegri menningu glitrar og titrar í persónuleika bínum eins og tíbráin yfir Markar- fljótsaurum, þar vakir draum- urinn um frelsið, jafnréttið og bræðralagið, hugsjónir húman- til Einars Olgeirssonar ---.......--....-...'.....• • •■■ ■' - • - ■-...... - ........ ’■ Þriðjudagur 14. ágúst 1962 — ÞJÖÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.