Þjóðviljinn - 14.08.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.08.1962, Blaðsíða 10
Einar Framhald al 7. síðu. «g mikla sigra. 1 Alþingiskosningunum 1937 ■vann Einar einn al sínum fyrstu stórsigrum og stórbætti þar með stöðu síns flokks til áhrifa í iandsmálunum. Mér eru þessar kosningar að mörgu leyti minnisstæðar. I lyrsta lagi er það, að þetta voru fyrstu Alþingiskosningarnar sem ég tók þátt í með atkvæðisrétti. £g var þá í framboði í Suður- Múlasýslu. I öðru lagi er það, að þessar kosningar áttu eftir að marka tímamót í stjórnmála- baráttu hinna róttæku verka- Jýðssinna í landinu. 1 þessum kosningum breyttist gamla flokkaskipúnin á Alþingi. Einar Oigeirsson og tveir félagar hans ióku sæti nýs flokks á Alþingi og sköpuðu honum þar með að- stöðu til þess að láta rödd sfna íheyrast þar um öll mikilvæg- astu málefni þjóðarinnar. Sigur Einars í þessum kosn- ingum var mikiil persónulegur sigur fyrir hann. Aðstaða Kcmmúnistaflokksins til þess að ná þingsæti- í kösriingunum 1937 var vissulega mjög erfið. Fiokku.ri.nn var þá lítill flokkur og bjó við mjög óhæg skilyrði til útbreiðslu og áróðurs borið saman við hina flokkana. Kosn- ingaicgum landsins hafði þá verið breytt þannig, að telja •mátti. ólíklegt, að nýir flokkar gætu komið mönnum á þing. iÞessum breytingum á kosninga- lögunum bafði beinlínis verið stefnt gegn Kommúnistaflokki Isiands. 1 kosningabaráttunni sumarið 1937 voru frambjóðendur gömlu flokkanna innilega sammála um það atriði, að óhugsandi væri að Kommúnistafkkkurinn gæti fengið mann kosinn. — Á fram- boðsfundum í Suður-Múlasýslu dundi þessi fullyrðíng andistæð- inganna á kjósendum á hverj- um fundi. AlUaf voru menn torýndir á því, að þýðingarlaust væri að kjósa kommúnistana þar sem vitað væri að öll at- kvæði greidd þeim kæmu að engu. gagni. En í Reykjavík, þar sem á- róðurskraftur andstæðinganna var þó mestur, tókst Einari Ol- geirssyni að þrjótast. í gegn og stórauka við fylgi flokksins og ná glæsilegum kosningasigri. Það er efalaust að kosninga- ’úrslitin í Reykjavík í þessum kosningum urðu stjórnmála- íoringjum gömlu flokkanna mikið og alvarlegt umhugsun- arefni. Einar Olgeirsson var kominn á Alþing og hafði þar með fengið nýja stöðu í stjórn- 'jnálabaráttunni. Enginn vafi lei.kur á því, að persónulegt fylgi Einans Olgeirs- sonar réð allmiklu um þennan kosningasigur. Þeir voru margir iþá eins og nú, sem viðu.rkenndu stjórnmálahæfileika Einars og xnannkosti hans, og vildu að hann ætti sæti á Alþingi fs- lendinga. Síðan 1937 hefur Einar setið óslitið á Alþi.ngi, sem þingmað- ur Reykjavíkur. Hann hefur því verið a’þingisimaður í 25 ár. Árið 1938 var Sameiningar- flokkur alþýðu — Sósíalista- flokku.rinn — stofnaður. Einar Olgeirsson átti manna mestan þátt í stofnun hans og . hefur verið mesti áhrifamaður þess flokks frá upphafi. Einar tók við formennsku flokksins 1939 og hefur verið formaður hans síðan. Enginn einn maður hefur átt eirsson jafn ríkan þátt'í mótun stefnu Sósíalistall kksins og Einar Ol- geirsson. Hann hefur ráðið því meir en nokkur annar einstak- lingur, að flokkurinn er breið- ur ílokkur íslenzkra sósíalista og róttækra verklýðssinna. Undir stjórn Einars Olgeirsson- ar helúr Sósíalistaflokkurinn orði.ð stærri og öflugri flokku.r cn Alþýðuflokku.rinn og miklu áhrifameiri og sterkari en hann í verklýðshreyfingu landsins. Sósíalistaflokkurinn er nú langsterkasti flokkurinn rneðal verkalýðsins í landinu.. enda er hcnn sá flokku.rinn sem verka- lýðssamtökin eiga alltaf vísan til stuðnings við sín málefni. Einar Olgeirssrn er mikill hugsjónamaður en þó raunsæis- maður. Hann er hu.gmyndaríkur með afbrigðum og því lifandi baráttunfaður. Einar er kappsfullur og ósér- hlífinn og mikill afkastamaður. Það var Einar Olgeirsson sem fyrst setti fram hugmyndina um nýsköpun atvinnulífsins í istríðs- . lokin og gerði rækilega grein fyrir því hvernig , hægt væri áð koma þeim hugmyndum í fram- kvæmd. Á grundvelli þeirra hu.gmynda var nýsköpunar- stjórnin mynduð 1944. Og þrátt fyrir óblíðar móttökur sem hu.g- myndir Einars fengu þá, frá ýmsum þekktum stjórnmála- mönnum í landinu og ýmsum valdamestu bankastjórum lands- ins, urðu hugmyndir hans að veruleika í ýmsum mikilvægum atriðum. Það var í krafti þessara til- lagna Einars Olgeirssonar, sem það tókst að endurnýja gjör- samlega allan togaraflota lands- ins og hefja um leið öflu.ga at- vinnuuppbyggi.ngu út um allt land. Þá var bátafloti landsins einnig endurnýjaður og stór- au.kinn. Frystihús voru byggð í tugatali og fiskiðnaður lands- manna var stóraukinn. Einar hafði sýnt fram á með ljósum rökum að hægt væri að ráðast í þessar framkvæmdir cg að auðvelt væri fyrir okkur að selja á örugga markaði stór- au.kna sjávarframleiðslu. Mótbárum gömlu. , peninga- mannanna, bankastjóranna við Landsbankann og ýmsra heild- sala, u.rðu að lúta. í lægra haldi: „skýjaborgir“ Einars reyndust framkvæmanlegar. Jafnhliða bjartýni Einars og stórhug á atvinnulega uppbygg- ingu og efnalegar framfarir þjóðarinnar, hefur annar þáttlir verið mjög sterkur í öllum mál- flutningi hans og í allri baráttu hans á undanförnum órum. Það ■er sá þáttu.rinn sem snýr að sjálfctæði þjóðarinnai'. Einar hefur jafnan varað við þeirri hættu sem sjálfstæði þjóðarinnar stafaði af áhrifa- valdi erlendra auðfyrii'tækja. Hann hefur því verið eindreg- inn andstæðingur þess, að er- lendum aðilum yrðu veitt hér nokkur ítök í auðlindum lands- ins. Á sama hátt hefur hann sterk- lega varað við þeirri hættu, sem stafaði frá einhliða lán- tökum þjóðai'innar í Bretlandi og Bandai'íkjunum. Einar Olgeirsson hefur aldrei verið neinn tæpitungumaður. Hann heíur hiklaust og um- búðalaust sagt skoðanir sínar á þeim málefnum, sem hann hefur talið þjóðina varða. Það var fyrir slíka baráttu, sem brezku hernaðaryfix-völdin þoldu hann ekki í landinu á stríðsár- unu.m. Bi'ezk'. hei'inn á íslandi þurfti ekki að hræðast hernaðai'rriátt Einai's Olgeirssonar og félaga hans. En hann b.ræddist tungu hans og penrxa. Það gat verið hættu.legt brezka hernúm að Einar Olgeirsson fengi óhindi’að að segja þjóðinni skoðanir sín- ar á eðli stríðsins ' g á fram- komu brezka hersii'>s hér á landi. Af því voi’u íslenzk lög þverbrotin og Einar og félagar hans við Þjóðviljann flúttir til geymslu x' enskt fangelsi. Einar Olgeirsson hefui' á und- cxnförnum árum alltaf verið fremstur í flokki þeiri'a sem barizt hafa gegn ei’lendum stjórnmálaáhrifum í landinu. Hann barðlst gegn Keflavík- ursamningnum 1946, gegn þótt- töku ísiand? í Atlanzhafsbanda- laginu 1949, gegn koinu amei'- íska hersins 1951 og gegn und- ansláttarpólitxkinni í landhelg- ismálmu 1958 og 1960. Exnai’ Olgei.rsson hefur allan sinn pólitíska feril verið í nár,- um terigslúm við verkaiýðs- hreyfinguna. Hann var um skeið formaður Verkamannafé- lags Aku.reyrar og áhrifamaður í Verkalýðssambandi Norður- lands. Hann hefur skilið stétta- baráttuna á íslandi flestum öðr- um betuv og bvx alltaf átt mik- ið fvlsi. meðal verkafói.ks og vei'klýðssinna. Áhrifa Ei.nars hefur líka vi.ssulega gætt í vei'klýðsbar- áttunni á íslrndi síðu.stu ára- tugina. Hann hefur staði.ð í fylkingarbrjósti í verkföllum rg iorðxð að þola margskonar árás-. ir og bolabi’ögð stjórnarvalda og atvinnurekenda fyrir baráttu sína í þágu verkafólks. E'.nar hefur allan tímann deilt kjör- um við alþýðu manna. Hann hefur líka mátt búa við knöpp kjör fjáxhagslega, enda hafa þau samtök alþýðunnar, 'sem hann hefu.r veitt foi'ystu sjald- an haft miki.1 peningai'áð. Þegar Alþýðusamband fs- lands gekkot fyrir því árið 1956 að stofna Alþýðubandalagið, sem sérstök pólitísk samtök verklýðshreyf.'.ngarinnar í land- inu. og þe'.rra vinstri manna seiri með henni vildu vinna, var Ei.nar Olgeirsson strax einn að- al hvatamaður þess. Hann beitti sér fyrir bví, aö Sósíalistaflokkurinn gerðist aö- ili að Alþýðu.bandalaginu og að blöð flokksins styddu það ‘ eins cg þau frekast mættu. Með stofnun Alþýðubanda- lagsins breikkaði enn sam- starfssvið ídenzkra sósíalista. Nýir aðilar, sem staðið höfðu u.tan Sósíali.staflokksins bættust nú í kosningaflokk hinna rót- tæku verkalýðssinna og styrkur verkalýðshreyfLngarinnar fór vaxandi. Einar Olgeii'sson var einn að- alhvatamaður þess, að vinstri stjórnin var mynduð eftir kosn- ingarnar 1956. Hann var mjög ákveðinn stuðningsmaður stjórn- arinnar og gerði sér frá upp- hafi miklar vonir um samstarf vinstri manna í landinu. Einai’ Olgeirsson hefur verið mikilvirkur stjórnmálaforingi. Hann hefur verið ritstjóri aðal- blaða fyrst Kommúnistaflokks- ins og síðan Sósíálistaflokksins, í mörg ár. Hann hefur verið ritstjóri Réttar síðan 1926. Einar hefur ferðazt u.m landið meira en flestxr aðrir, stjórn- málaforingjar cg haldið hundr- uð funda, jafnt í stæi’stu bæj- um landsinS sem í fámennum þorpum og sveitum. Einar er bjai'tsýnn hugsjóna- maður, en er þó fyrst og fi’emsfc í’aunsær baráttumaður fyrir stefnu sósíaliomans. Grundvallaratriðið í þólitískri baráttu Einai’s Olgeirssonar er að vinna að sigri sósíalismans á íslandi. E'nar efast ekki um, að tímar sósíalismans eru framundan. Sigi'.i' hins vinnandi. fóik? yfir sérhfgsmunastefnu auðmanna og atvinnui’ekenda er ótvíræð- ur. Það er bví eng:n tilviljun, að sterkustu þættirnir í stjórn- málabaráttu Einars Olgeii'sson- ar hafa verið og eru enn, náin tengsl við verklýðshreyfxng- una og ákveðin barátta fyrir efnahagslegu og andlegu sjálf- stæði. þjóðarinnar. Á þessum tímamótum í ævi Einai’s Olgeirs-onar óska ég hon- u.m og fjölskyldu hans ailra heilla og vi.l vænta þess að vi.ð íslenzkir sósíalistar ínegu.rri, njóta starfskrafta hans lengi enn t.il sigursællar baráttu fyr- ir framgangi sameiginlegrar hugsjónar. E'.rar Oigeirs'on hefur oft átt erfiðan vinnudag. en eins og gef- ur að skilia hefur k'na hans, Sigríðu.r Þörvarðardóttir, ekki heldu.r farið varhh’.ta af beim erli sem störfum hans hefur f y1 gt. Um leið og ég flvt Einari mín.ar bezt", afmælisóski.r og okkar samh.eria hans, flvt ég hms á.Kæti’. krnxx elnni.g beztu óskb' u.m góða framtíð. Það er vnn nún. að þau. hión- in mpni á næstu árn.m n.ióta að verðlétkum bess mi.klá og óe'.g- ingiama strrfs ’era bau hafa i -l'"eamál ok^- ar íslenzkra sósíalista. Lúðvík Jósepsson. Vorið 1930. Lítil telpa rog- ast með þurga byrði upp brattan „menn,taveginn“ á Akureyri. Gx’annvaxið glæsi- menni greikkar sporið, tekur við byrði telpunnar og hjálp- ar henni á leiðarenda. Þetta eru ein mín fyrstu kvnni af Einari Olgeirssj’ni, afmælisbarni dagsins. Og af ótal myndum síðan, er þessi þó einna efst í huga mér nú, því að hún er táknræn fyrir ríkasta eðlisþátt hans — mannúðina. Einar Olgeirsson h.efur vax’- ið ævi sinni, afburða gáfum, orku og hetju.lund til þess að lótta lítillega byrðar lífsins, til að „máttkva hann og stækka”. Ungur rétti Einar íslenzkri alþýðu hlýja og skilningsríka hönd sína, bar með henni byrðarnar, skipulagði hana til sóknar og varð óumdeild- ur fori.ngi hennar x' barátt- unni fyrir hugsjón mannúð- arinnar — sósíalismanum. Þeir voru ekki alltof marg- ir þegar Einar, Brynjólfur og félagar þeirra ákváðu að stofna sósíalistískan flokk á Islandi, sem skildi, að auð- valdsskipulag og mannúð geta ekki farið saman. En síðan þá hefur heims- xnyndin orðið öll önnur. Hu.gsjón mannúðarinnar hefur ekki aðeins sigrað með- al þriðjúxtgs jarðarbúa, held- ur hefur hún einnig sigx’azt á mistökum við framkvæmd '" .'henriar i.' ' 'rHxð' 'stÓi’bi’dtn'ái!iíí-SÍái’f Ein- ars Olgeirssonar hefur ein- mitt fallið saman við sigur- göngu sósíalisma og sjálf- stæðisbaráttu tuttu.gustu ald- arinnar. Það er hið mikla sögulega hlutverk Einars, að han.n tólc öflugt og langvai'andi frum- kvæði að því að skapa ís- lenzki’i albýðu og íslenzkri þjóð forvstu.flokk með stefnu á sósíalisma og fullkomið sjáifstæði íslands. Afi'ek E'.n.ai's á sviði vei’k- lýðsbarátiunnar, baráttunnar fvrir s.iálfstæði. ættiarðarinn-, ar, fyri.r almennum framför- u.m, eru ei.nstæð. Afrek hans í baráttu.nni fvrir vexti og viðgangi KC'mmi''.n'.staflokksins. Sósíal- j.staflokksins og Þjóðviljans eru ótrúleg. R’.Sc Vax'.ð starf hans og bar- átta hefur mótazt af hinni ríkustu ábyrgðartilfinningu sagnvai't haasmunum og ör- lögum ís.lenzkrar albýðu, ís- lenzkrar þjóðar. Hann hefur tvinr.að saman næman skiln- irxg hi.ns vísindaieaa. víðsS'na marxista á vandamálu.m og l''fshagsmunuiTi íslendinga sem oa á allri söffu þeirra frá u.nnh'afi ís'andsb.ióðar. Finar Olgeirsson hefur unn- ið margra manna verk. Samt hefur hann ætíð haft t’ma t;l að láta sér svo annt um félaga sína. r.ð éa bekki þess enain önn.ur dæmi. Það er umhvegia manns, V sem er búinn hinum æðsta kosti — mannúðinni. Le;ð íslenzkrar albýðu ligg- ur u.m brattan veg. iMegi h.ún, kæri Einnr. njóta sem leugst binnar hlýju og sterku handar. iMegirðu verða enn lengi ern og ungur og upplifa vor- j.ri. begar mannúðin s.igrar á íslandi. poro-Prt Þirh.iarnarson. Framhald af 1. síðu milijón kílómetra cg leið þeirra verður lengri áður en hún er öll. Lenda þeir á liriðjudag? Ekkert hafði verið látið uppi u.m það á mánudagskvöld hve lengi geimförin myndu. verða á lofti. Það var þó talið að þau gætu haldið áfram á braut í nokkra daga enn, þar eð þau hefðu með sér bæði nægar birgð- ir matvæla og súrefnis handa geimförunum og „eldsneytis“ handa hreyfium geimfaranna. Surriir töldu að ekki hefði ver- ið ákveðið ■ fyrirfram hvenær geimförin skyldu lenda, heldur yrði það ákveðið með hliðsjón af líðan geimfaranna og þeim á- rangi’i sem fengizt hefði af at- hugunum geimfaranna sjálfra og vísindamannanna á jöröu niðri. Þó þótti það benda til að ætl- unin væri að geimförin lentu á þriðjudag að sagt var að Krúst- joff f. rsætisráðherra hefði hringt til sovézku geimferðamiðstöðv- arinnar og spurzt fyrir um hvernig undirbúni.ngur að lend- ingu geimfaranna gengi. Margvíslegar athuganir 1 hinni opinberu tiikynningu um geimferðirnar var sagt að til- gangurinn með að senda tvö geimför á loft samtímis væri sá að gera athuganir á viðbrögðum tveggja geimfara sem væru á loíti samtímis við sömu skiiyrði og einnig að kanna möguleika á fjarskiptasambandi milli tveggja geimfara. ]Q) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 14. ágúst 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.