Þjóðviljinn - 14.08.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.08.1962, Blaðsíða 12
Straumfjðrður Eiríks- Þióowiuimm sögu rauða fundinn? Þriðjudagur 14. ágúst 1962 — 27. árgangur — 180. tölublað. A laugardaginn var komu þeir Kristján Eld- járn þjóðminjavörður og I»órhallur Vilmundarson heim vestan um haf, en þeir hafa undanfarið unnið með rannsóknar- leiðangri Helga Ingstadt á Nýfundnalandi. Sam- kvæmt rannsóknum þessum eru verulegar líkur á að hér séu fundn- ar menjar norrænna manna. Fullnaðarniður- staða fæst þegar gerðar hafa verið kolefnisrann- sóknir til viðbótar þeim staðreyndum, sem þegar eru fram kcmnar. Fyrir nokkrum árum setti finnski landfrœðingurinn Tanner fram þá kenningu, að hinar íornu Furðustrandir og Kjalar- nes væru sunnan við Hamilton- flóa á austanverðu Labrador og er sú kenning einn helzti lykill- inn að fundi rústanna á norð- urodda Nýfundnalands. Sam- kvæmt frásögn Eiríks sögu rauða átti þá áð vera rústa að leita við norðurodda Nýfundnalands og sé svo, að takast megi að sanna, að hér hafi norrænir menn verið á ferð, er mjög freistandi að á- lykta, að nú sé fundinn hinn forni Straumfjörður, sem nefnd- ur er í sögunni. Rannsóknarsvæðið er rétt hjá litlu fiskiþorpi, sem heitir Lance- aux Medows nyrzt á Nýfundna- landi. 1 fyrra grófu þau Ingstad- hjón u.pp allstóra húsasamstæðu og þótti lögun húsanna cg stærð benda til norrænria manna. Auk þess fundust járnnaglar og minj- Reytfngsafli um helgina SIGLUFIRÐI í gærlsvöld — Reyt- ingsafli var á norðurmiðunum fyrir og um helgina. Veður var þó ekki gott og dró það úr afla. Öll sildin, sem ihingað hefur borizt, hcfur verið söltuð, enda er hún stór og góð og ágætlega tallin til söltunar. í dag komu hingað fjögur eikip með rösklega 3000 tunnur, cg var það allt saitað. Veður á imiðunum fer nú batnandi og (trétzt hefur af síld út af Sléttu- l Síld út af Hvalbak SEYÐISFIRÐI i gærkvöld — Nú er komið hér gott veður og bátarnir farnir að kasta, flestir hér úti af Hvaibak. Afli er mis- jafn en frétzt hefur af þessum bátum á ieið til lands; Ófeigur II. 800 mál, Bergur VE 700, Ár- isæll Sigurðsson GK 500, Gulliver NS 800, ennfremur eru þessir* bátar á leið til lands með ein- ihvern afla: Jón Öddisson, Reýkjaröst, Guðbjörg ÍS. No.nni ©g ólafur Magnússon EA. Helga íékk 400 tunnur um 10 mílur út af Glettingi. grunni. ar um járngerð, sem óhugsandi þótti að innfæddir steinaldar- menn, eskimóar eða indíánar gætu átt nokkurn hlut að. Rann- sóknir á geislavirku kolefni í sýnishcrnum írá staðnum bentu í stórum dráttum til þess, að minjarnar væru frá víkingaöld eða fyrri hluta miðalda. í sumar var rannsóknarsvæðið stækkað og kom margt athyglis- vert fram við þær rannsóknir. Á svæði því, er- einkum kom í hlut lelendinganna að rannsaka, fund- ust viðarkol og gjail, molar af ryðguðu járni og enn fremur mikið af örþunnum flísum, sem virðast merki um að heitt járn hafi verið hamrað þarna. Þeir Þórhallur og Krlstján segja, að enn sé of snemmt að fella heild- ardóm um þessar rannsóknir, en augljóst sé, að þarna hafi verið menn. sem höfðu brons og járn í höndunum og kunnu að gera viðarkol og stunduðu einhvers- konar rauðablástur. Þá er og sýnilegt, að steinaldarmenn hafa haft þarna vistir einhvern tíma. Fullyrða má, að margt stór- ; merkilegt hefur kcmið fram í þessum rannsóknum, en sem fyrr || segir geta ýtarlegri ko.lefnarann- Notekur síld hefur borizt til se Síldarverksmiðja ríkisins með sóknir væntanlega skorið úr því flutningaiskipum að austan síð- ustu daga. með vissu, hvenær á öldum járn- aldarmenn hafa haft búsetu á þessum slóðum. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður staddur á Nýfundnalandi. Krist- ján heldur á eskimóalampa í hendi. Gerðardómurinn: Enn senda 33 skipshafnir Emil rdðherra mótmœli • Eins og skýrt var frá i Þjóðviljanum sl. sunnu- dag höfðu áhafnir 50 síldveiðiskipa þá sent sjávar- útvegsmálaráðherra, Emil Jónssyni, harðorð mót- mæli vegna gerðardómsins í deilunni um kaup og kjör á síldveiðum. I gær barst Þjóðviljanum áfrit af mótmælum 33 skipshafna í viðbót. Hafa þá 88 skipshafnir, —eða 1.050—1.100 sjómenn, — sent sjávarútvegsmálaráðherra mótmæli sín vegna bráðabirgðalaganna og gerðardómsins. Síldvciðiflotinn cr nú mestall- ur fyrir Austurlandi og eru mót- mæli þcirra 33 skipshafna, sem nú síðast hafa sent formanni AI- þýðufiokksins orðscndingu í til- efni af bráðabirgðalögunum, dag- sett á Nflrðfirði 7. ágúst sl. Hér fer á eftir bréf síldveiðisjómanna til ráðherrans: „Hr. Sjávarútvcgsmálaráðherra, Emil Jónsson. Skipshafnir cftirtalinna síld- Trésmiðafélagið boðar verkfall Síðastliðinn laugardag samþykkti stjórn og trúnaðarmannaráð Trésmiðafélags Reykjavíkur að boða verkfall hjá félaginu frá og með 20. ágúst n.k. hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. Eins og kunnugt er hafa trésmiðir alllengi átt í deilu um kaup og kjör við Meist- arafélag húsasmiða. Þann 19. júlí s.I. auglýsti Trésmiðafé- lagið taxta, sem ganga skyldi í gildi 27. júlí, eí ekki hefðu náðst samningar þá. Trésmiðir lögðu síðan niður vinnu hjá þeim aðilum, sem neituðu að greiöa hinn nýja taxta. Meist- arafélagið taldi aö hér væri um verkíal! aö ræða og skauí málinu til Félagsdóms. Var hér um að ræða atriði, sem ekki hafa komið til dóms áð- ur, og var niöurstaða dóms- ins meisturunum í vil. Hinn auglýsti taxti Tré- smiðafélagsins var miðaður við aö félagsmenn fengju sambærilcg kjör og aðrir iðn- aðarmcnn, en samkvæmt gömlu samningunum var kaup þeirra nokkru lægra en hjá öðrum iönaöarmannafélögum. Þessum sanngjörnu kröfum höfnuðu mcistarar. Furðuleg tilkynning I liádeigsútvarpi í gær kom auglýsing lrá Meistarafélag- inu, þar sem félagsntenn þess voru hvattir til þess að láta skrifstoíu félagsins vita, ef trésmiðir „mættu ekki tifl vinnu“! Má af því ráöa, aö brambolt og málsókn mcistara hafi ckki orðið til annars en þess, að þeir misstu trésmiði úr vinnu hjá sér. Að sjálf- sögðu er hver einstaklingur sjálfráður um það, hvort hann mælir til vinnu sinnar cða ckki, og er þessí tilkynning mcisíara því hin furðulegasta. Sáííafundur Sáttafundur hafði vcrið boð- aður með deiluaðilum kl. 9 í gærkvöld. veiðiskipa bera fram harðorð mótmæli vegna scitningar bráða- birgðalaga og gerðardóms uni kaup og kjör á síldvciðum. Skipsh. Fák GK. 24. — Ilaraldi AK. 10. — Snæfelli EA. 740. — Ólafi Magnússyni EA. 250 — Gísla Ióðs GK. 130 — Reykjaröst KE. 14 — Signrfara SF. 58 — Hafrúnu NK. 80 — Þráni NK. 70 — Guðmundi Péturs IS. 1 — Pétri Sigurðss. RE. 331 — Hriinn IS. 46 — Þorbirni GK. 540 — Jóni Oddssyni GK. 14 — Iíj. Jóhannessyni AK. 130 — Guðbjörgu GK. 220 — Sæfaxa NK. 102 — Sveini Guömundss. AK 70 — Björgu NK. 103 — Gunnólfi ÓF. 35 — Pétri Jónssyni ÞH. 50 — Hafþári NK. 76 — Guðbjörgu ÓF. 3 — Glófaxa NIÍ. 54 — Manna KE. 99 — Hcimaskaga AK. 85 — Þorgrimi IS. 175 — Stíganda VE. 77 — Jóni á Stapa SH. 215 — Helga Ilelgasyni VE. 343 — Arnkeli SH. 138 — Keili AK. 92 — Sigrún AK. 71.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.