Þjóðviljinn - 15.08.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.08.1962, Blaðsíða 9
BIKARKEPPNIN Myndin er tekin á Reykjavíkurfiugvelli á mánudag og sést m.a. á henni Rikarður Jónsson, fyrirliði Fengu 66 pús. krónur fyrir að sigra landslið íslands Fréttamaður frá Þjóðviljan- um var staddur á Reykjavíkur- flugvelli, þegar íslenzka lands- liðið kom heim úr írlandsför- inni. Piltarnir voru mjög á- nægðir með ferðina, enda eru víst flestir á einu máli um að þeir hafi staðið sig miklu betur en búast mátti við gegn svo sterku liði sem írarnir eru. Þeir sögðu, að írarnir hefðu spilað af meiri hörku en við erum vanir hér, enda sumir okkar manna sárir eftir leikinn. Þórð- Breiðablik vann í 2. Á laugardag fór fram úr- slitaleikur í 2. flokki í fslands- mótinu í handknattleik kvenna utanhús’. Breiðablik í Kópavogi sigraði Ármann með 4 mörk- um gegn 3 eftir tvísýnan og skemmtilegan leik. Var leikur- inn tvívegis framlengdur áður en úrslit fengjust. Breiðablik varð því íslandsmeistari í 2. fl. kvenna árið 1962. ur Jónsson haltraði út úr vél- inni, hann fékk högg í hné cg varð að fá meðferð á sjúkrahúsi úti. Sýna fimleika í Fœreyjum Tveir fimleikaflokkar frá Ár- manni eru að leggja upp í sýn- ingaferð til Færeyja og munu sýna þar fjórum sinnum, og verða 9 daga í ferðinni. Alls verða um 20 þátttakendur í þessari sýningarferð. Vigfús Guðbrandsson stjórnar karla- flokknum og Þórey Guðmunds- dóttir kvennaflokknum. Báðir flokkarnir hafa æft vel undir þessa för að undanförnu, og á fimmtudagskvöld, daginn áður en þeir halda utan, ætla þeir að halda sýningu hér í íþrótta- húsinu við Hálogaland. Karla- flokkurinn sýnir æfingar í hringjum, á svifrá og tvíslá og á dýnu, en kvennaflokkurinn sýnir twistfimleika og akrobat- ik. Evrópumeistaramótið í sundi hefst í Leipzig 18. ágúst og stendur til 25. ág. Allir sterk- ustu sundmenn Evrópu verða með í mótinu, og þátttaka er mjög mikil, flestir eru frá Sovétríkjunum 72, frá Bretlandi 60 og um 50 frá Póllandi, Ung- verjalandi og Svíþjóð. Tveir keppendur verða frá íslandi, Guðmúndur Gíslason og Hörður Finnsson. Guðmu.ndur kepþir í 200 m baksundi rg 400 m einstaklings fjórsundi (109 m flu.gsundi, 1C0 m baksundi, 100 m flúgsúnd og 100 m 'krlðsu.nd). Nú er í fyrsta skipti keppt í þessari grein á Evrópumeistaramóti, og þykir þátttaka í þessu sundi mikil þrekraun. Hörður keppir í 200 m bringusundi og hefur tals- verða möguleika - að komast í úrslit, eftir þeim tímum, sem hann hefur náð í sumar. Þetta er í þriðja sinn sem Is- lendingar taka þátt í Evrópu- meistaramótinu í sundi, fyrst í London árið 1938 og síðan í Monte Carlo 1947. en þar vann Sigurður Jónsson KR—ingur það afrek að komast í úrslit í 200 m bringusundi, hann varð 6. í röðinni og sýnti á 2.55.0 mín. íslenz-ku. keppendurnir héldu utan í morgun flugleiðis. Með þeim fer þjólfnri þeirra, Jónas Halldórsson. Hann verður einn- ig fulltrúi Sundsambands Is- lands á þingi Evrópusundsam- bandsins, sem haldið verður í Leipzig daginn áður en mótið hefst. Ríkarður sagði, að nýliðinn í landsliðinu, Skúli Ágústsson, hefði staðið sig mjög vel í stöðu útherja. Helgi Daníelsson taldi að þetta hefði verið annar bezti leikur íslenzka landsliðsins sem hann myndi eftir, næst leikn- um við Dani árið 1959, sem endaði með jafntefli 1:1. Það var álit manna að Herði Felix- syni hefði tekizt mjög vel að halda niðri írska miðherj- anum, Cantwell, en hann lék nokkúð gróft og er hörku skot- maður. ★ Þess má að lokum geta að hver leikmaður í írska landslið- inu fékk greidd 50 £ fyrir leik- inn, svo að þeir hafa fengið greiddar um 66.000 ísl. krónur fyrir að sigra íslenzka landslið- ið. írar óánœgðir með úrslitin I Evening Herald, sem gefið er út í Dublin, er skrifað um landsleik íslendinga og íra undir stórri fyrirsögn á bak- síðu á mánudag. Þar segir að áhorfendur hafi ekk i verið á- nægðir með úrslitin, og ekki sé það nægilegt til afsökunar, að Irarnir áttu í höggi við frábær- an markvörð og harðskeytta vörn. Helgi Dnníelsson sýndi, að hann er í fremstu röð mark- varða. en honum var gert of auövelt fyrir með ónákvæmni þegar skotið var, ýmist fór boltinn framhjá eða beint á mánninn. Þá segir í blaðinu, að fyrra mark Islendinga hafi ver- ið að kenna grófum mistökum miðvarðarins, Hurley, og síðara markið hafi verið skcrað úr rangstöðu. Þá segir að sigur ír:’ka liðsins hafi aldrei verið í hættu. það hafi greinilega leik- ið betri knattspyrnu, en þegar það mæti íslenzka liðinu aftur í Reykjavík 2. sept, n,k. verði scknarlinan að vera ágongari og vörnin' verði. að virða meira íslenzku framherjana, sérstak- lega Ríkharð Jónsson, sem nýtti bæði marktækifærin, sem hann fékk í leiknum. Bikarkeppnin, síðasta stór- mótið í knattspyrnu, er nú haf- ið en það er að því leyti frá- brugðið öðrum mótum að það liðið sem tapar er úr keppninni. Gerir það keppnina mjög skemmtilega því hver leikur er eiginlega úrslitaleikur. Á sunnudag fór fram fyrsti leikur keppninnar og var leikið á Melavellinum. Týr frá Vest- mannaeyjum „sló út“ A lið Þróttar, settu þeir 3 mörk án þess að fá nokkurt á sig. Held- ur því Týr áfram í keppninni og mæta þeir næst B liði KR. Sigur Týs kom mjög á óvart en hann var ekki ósanngjarn, því að þeir réðu mestu um gang leiksins, allan tímann. Þróttar- arnir voru frískir fyrstu mínút- urnar og áttu þá oft mjög góð tækifæri, en þeir höfðu ekki árangur sem erfiði óg boltinn lenti ýmist í þverslánni (2) eða markverði, og varnarmenn fengu bjargað oft mjög naum- lega. En Týr tók brátt að vinna á, og um miðjan hálfleikinn settu þeir fyrsta markið. Það var Bjarni Baldursson sem skoraði með föstu skoti, en hann fékk knöttinn út úr þvögu. Annað markið setti Týr í upphafi síðari hálfleiks og var aftur að verki Bjarni Baldurs- son. Kristleifur Magnússon setti þriðja markið á síðustu mín. leiksins. Lið Týs leikur grófa knatt- spyrnu, mikið er .um kílingar og vanhugsaðar spyrnur, en skot þeirra á mark eru til mikillar fyrirmyndar. Þeir eru aldeilis óhræddir að spyrna ó markið og svo eru spyrnurnar það fastar að markv. kemst í vand- ræði með að handsama knött- inn. Þjálfari Týs heitir Þorsteinn Eyjólfsson, en Ellert Sölvason er hættur þjálfun hjá Tý, og kom Þorsteinn í hans stað. Dómari var Einar Hjartarsol og er saga að segja frá því. Enginn dómari mætti til aá dæma leikinn og enginn línu- vörður. I 35 mínútur urðu leik- menn og áhoríendur að bíða dómarans, sem aldrei kom. Ein- ar Hjartarscn kom aðeins sem áhorfandi á völlinn, og eins og svo oft áður hljóp hann í skarð- ið og tók að sér leikstjórn Þarna hafa orðið á einhver mis< tök sem nú orðið koma mjög sjaldan fyrir, en stefna verðui að því að láta slíkt sem þetta aldrei koma fyrir. H. Golfmeistari Akureyrar Meistaramót Akureyrar í golfí fór fram um helgina 27.—29. júlí s.l. Þátttakendur voru 13- 11 í meistaraflokki og 8 í 1. fl Leiknar voru 72 holur. Eftir 36 holur var Gunnat Konráðsson beztur í 157 högg- um cg Gunnar Sólnes í 15? höggum. Eftir 45 holur var G. Sólnes í 194 höggum og G Konráðsson í 199 höggum. Eft- ir 63 holur var G. Sólnes i höggi betri en G. Konr., en G Konr. náði því strax á 1. holö í síðasta hring. 6. fer G. Söl- nes í 5 ,(pari) en G. Konr. í $ og nægði það hinum fyrrnefnda til sigurs, og varð því Gunnai Sólnes Ak.meistari í goifi 196J- Úrslit: Meistaraflokkur. 1. Gunnar Sólnes 309 högg, 3. Gunnar Konráðsson 310, 3. Her- rnann Ingi.marsscn 320, 4. Sig- tryggur Júlíusson 327, 5. HafliðJ Guðmundsson 335. 1. flokkur: 1. Jóhann Gauti Gestsson 379 högg 2. Jóhann Guðmundssou 382, 3. Bjarni Jónasson 396. Þessi niynd er tckin á handknattleiksmótinu í Kópavogi sul. sunnudag, er Breiðablik sigraði FH, Sigrún Ingólfsdóttir skorar fyrir Brciðablik. Þctta er sú sama Sigrún og lék Rauðhettu vi® miklar vinsældir í Kópavogi í vetur. (Ljósm. Þjóðv. G. O). I Miðvikudagur 15. ágúst 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (g

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.