Þjóðviljinn - 15.08.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.08.1962, Blaðsíða 12
j.Hver mófmeelir' Gerðardómurinn og f / útreikningar LIU Þann 2. ágúst sl. birti Morgunb!aðið „frétt“ frá LÍÚ undir fyrirsögninni „Hverjir mótmæla“, þar sem reiknað- ur er út hásetahlutur fyrir tímabilið 25/6—28/7 á þeim 12 síldveiðiskipum, sem fyrst sendu sjávarútvegsmálaráð- . , IIÉIÚNN ÞH — Samkvæmt úrskurði gerðardómsins er rænt kr. 11.276,20 af hlut hvers háseta fyrir úthaldið frá 25 6—28/7. herra mótmæli vegna gerðar- dómsins í síldveiðideilunni og i úrskurðar • hans. Þjóðviljinn hefur margskorað á LÍÚ að ' birta útreikninga um það, hvað hásetar umræddra skipa hefðu borið úr býtum samkvæmt gömlu samningun- um og hve hárri upphæð er stolið af hásetum og stungið í vasa útgerðarmannsins sam- kvæmt úrskurði gerðardóms- ins. Engin svör hafa fengizt við þessu frá LÍÚ og hefur Þjóð- viljinn því látið gera saman- burð á þessu og cr þar far- ið eftir áðurnefndum útreikn. ingum LÍÚ og gömlu síld- veiðisamningunum frá því í maí 1959. Þessi samanburður mun birtast í Þjóðviljanum næstu daga. í dag tökum við mb. Héðinn ÞH (nr. 3 í „frétt“ LÍÚ) og lítur saman- burðurinm þannig út; Nafn sk’ps Úthald Aflaverðm. í kr. Hásetahl. m. orl. samkv. úrsk. gerðard. kr. Hásetahl. m. orl. samkv. samn. f. 1959 kr. Mismunur (rænt af hv. háseta samkv. gerðard.) Héðinn ÞH 25/6—28/7 1.816.735,00 55.365,00 66.641,20 11.276,20 Samkvæmt úrskurði gerðar- dómsins lækkar hlutur hvers þáseta á Héðni ÞH um kr. 11.276,20 fyrir úthaldið 25/6 til 28/7. Sé gert ráð fyrir að af'.ahlut háseta sé skipt í 11 staði nemur upphæðin, sem sto'.ið er af hásetum og stung. ið í vasa útgerðarmannsins, hvorki meira né minna en kr. 123.038,20 fyrir 33 daga úthald. Það er ekki undur þótt LÍÚ-menn spyrji; Hverj- ir mótmæla? ■ ★ „Visiú'. skrifar lciðara um mótmæli síldveiðisjómanna i gær , kállar þau „skort á þjóðféIágsþroska“. Þar segir blaðið m.á.: „Hlutverk ríkis- ins í lýðræðisþjóðféliigum er ' . . . . . að koma í veg fyrir að um ofsagróða einstakra stétta sé að ræða á kostnað almennings“('!!). Sýnilega tel- ur blaðið, að gerðardómurinn hafi verið til þesg að koma í veg fyrir „ofsagróða“ sjó- manna á kostnað útgerðar- inanna-„almer!ningsins“! Bátafjskur mun meiri en i fyrra, toaarafiskur minni Þjóðvil.janum hefur borizt yf- irlit yfir fiskaflann fyrstu 5 mánuði þessa árs. Samkvæmt því nam heildaraflinn 266.851 Miðdð sdfað á Sigiufirði SIGLUFIRÐI 14 8 — Mikil sölt- un var á Siglufirði í dag. Hingað komu um 15 skip, sum með full- íermi af góðri síld, sem öll var söltúð. 1 kvöld hafði skipum fiöigað á vestursvæðinu. Nokkur h°fa begar kastað og h/ rfur eru te'dar sæmiiegar á veiði. Taliö er líklegt að saltað verði upp í samninga næstu 2—3 daga, eí veiði og veöur helzt óbreytt. Tunnubirgðir Síldarútvegs- nefndar á Siglufirði eru senn á þrotum, en l'lutningaskip mun væntanlegt frá Noregi með tunn- .Ur hingað næstu daga. tonni en var á sama tíma í fyrra 228.150 tonn eða 38.701 tonni minna en nú. Þessi auknirg er öll og meira til á síldaraflan- um, sem var í ár 84.129 tonn á móti 36.847 tonnum í fyrra eða 47.282 tonnum meiri en þá. Langmestur var þorskaflinn eða 141.257 tonn (143.420 topn i fyrra), þá kemur ýsa 14.447 tonn (15.836), steinbítur 8.658 tonn (8.090). ufsi 5.560 tonn (4.238), langa 4.064 tonn (3.320), kei’.a 3.516 tonn (3.438) og karfi 2.656 tonn (9.975). Skipting aflans í báta- og tog- arafisk er sem hér segir- Báta- fiskur 251.288 torn (191.209) og togarafiskur 15.565 tonn (36.940). Er bátafiskurinn þannig 60.077 tonnum meiri en í fyrra en (og- arafiskurinn 21.375 tonnum minni en þá. Eftir verkunaraðferðum skipt- rst þorskaflinn svo, að mest fór í frystingu eða 74.852 tonn (80 461), í söltun 59.624 tonn (51. 407), til herzlu 29.918 tonn (40.384), ísfiskur 12.521 tonn (13.523). Innlend neyzla var 4.360 tonn á móti 3.394 tonnum í fyrra. Srdaraflinn fór mest í bræðslu eða 57.924 tonn (19. 275) og ií frystingu 13.585 tonn (7.415). Trésmiðir ræla kjzradeiluna á iundi í kvöld Umræðuefráð á fundi Tré- smiðafé'ags Reykjavíkur í kvöld, miðvikudag, verður kjaradeilan og launamálin. Fundurinn er haldinn í Breið- firðin.gabúð og hefst kl. 8.30. Eru trésmiðir hvattir til að í'jöl- menna á fundinn. þJómnuiNN Miðvikudagur 15. ágúst 1962 — 27. árgangur — 181. tölublað. Efnahagsbandalagið Fiskimálastefnan afráðin á árinu Þær fréttir hafa nú borizt að Efnahagsbanda- lag Evrópu hafi ákveðið að halda fyrir áramót ráð- stefnu sexveldanna sem nú eru aðilar þeSs og verði stefna bandalagsins í sjávarútvegs- og fiski- málum í framtíðinni ákveðin í öllum aðalatrið- um á þeirri ráðstefnu. Þetta hefur orðið til þess að Norðurlöndin þrjú sem sótt hafa formlega um aðild að bandalag- inu, Danmörk, Noregur og Sví- þjóð, hafa farið þess á leit við stjórn þess að leitað verði um- sagnar þeirra áður en framtíð- arstefna bandalagsins í þessum málum verður fastákveðin. Enda þótt ekkert hafi verið látið u.ppi um það hvað vaki fyr- ir bandalaginu að hraða svo mjög að kcma sér niður á sameigin- lega stefnu í þessum málum, má geta þess til að aðildarríki þess vilji hafa lokið því, áður en til viðræðna kemur um hugsanlega Örlög Soblens eru enn óráðin LONDON 14/8 — Örlög banda- ríska læknisins Roberts Soblens eru enn óráðin. Brezka stjórnin hefur ákveðið að flytja hann nauðugan úr landi til Bandaríkj- anna þar sem hans bíður ævilöng fangelsisvist, en lögfræðingar hans reyna öll brögð til að koma í veg fyrir það. Mál hans kemur fyrir rétt í London á morgun. Falli úrskurður þar stjórninni í vil, mun nráli hans áfrýjað. aðild þeirra ríkja sem hafa hvað mestra hagsmuna að gæta á þessu sviði, en það d við um. Norðurlönd. Bandalagið hafði þannig geng- ið frá sameiginlegri stefnu í landbúnaðarmálum áður en við- ræðurnar hófust við Breta, en þar er verzlun með landbúnaðar— afurðir einmitt erfiðasta ágrein- ingsatriðið og bandalagið hefur- reynzt með öllu ófúst að víkja. frá ákveðinni stefnu í þeim mál- um. Indverjsr skjóta á kínverska landa- mæraverði PEKING 14/8 — Kínverska. íréttastofan Nýja Kína segir , a&' indiverskir hermenn ihafi á mánu- dag skotið á kínverska landa- mæraverði og hæft fjóra þeirra- Þetta átti sót' stað 1 Galwan-dal. á landamærum Indlands.og Kína„ en þar hafa Indverjar að sögn fréttastofunnar ruðzt inn á kín- verskt land og hafið skothríð á. kínversku landamæraverðina í þrjú skipti utan þess sem áður var nefnt. «sss síssSs/ SSíSsSSSv v S/SSíííSSW Myndin cr tekin í Moskvu á sunnudaginn. Vegfarend- ur hlusta á útvarp bílsins eftir síðustu tíðindum af sovézku geimförunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.