Þjóðviljinn - 23.08.1962, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 23.08.1962, Qupperneq 4
BJQRN BJARNASQN 1 baráttusteínusRránni er samþykkt var á 5. þingi Al- þjóðasambands verkalýðsfé- laga, W. F. T. U., segir með- al annars: „Verkalýðurinn sér æ ljósar hinar ört vaxandi mótsetningar milli framleiðni aukningar og gróða atvinnu- rekendanna annars vegar og hinna ófullnægjandi og í sum- um tilfellum lækkandi iauna hins vegar, sem er einkenn- andi fyrir þróun efnahags- lífsins í mörgum auðvalds- löndum“. Hér sem annars staðar á „framtíðarsvæði Efnahags- bandalagsins“, er því mjög haldið að verkalýðshreyfing- unni að engar kjarabætur geti átt sér stað án þess að þær séu grundvallaðar á aukinni framleiðslu. Málgögn og mál- pípur ríkisvalds og atvinnu- rekenda, dauðar og lifandi, reyna að berja þetta inn í fólkið eins og hér væri um að ræða óvéfengjanlegar stað- reyndir, eins og að tekjuskipt- ingin í þjóðféiaginu hefði náð þeirri fullkomnun að þar yrði með engu móti um bætt. Ó- trúlega margir, allt upp í for- ystumenn verkalýðshreyfing- arinnar. ganga inn á þessar falskenningar. engu að síður þó vitað sé. að fyrir áköfustu 'talsmönnum þeirra vaki að ná framleiðsluaukningunni miklu fremur með auknu Stri.ti verkamannsins en með því að bæta og auðvelda vinnuaðferðir og aðstöðu. Þegar svo framleiðsluaukn- ingin á sér stað, eins og hún gerir víðast hvar ár frá ári, þá eru fundnar upp alls konar tylliástæður fyrir að kaup- gjald megi nú alls ekki hækka að sama skapi og að kau.p- gjaldshækkun skapi engar raunverulegar kjarabætur. Niöurstaðan verður því ávalt sú að aukin framleiðsla renn- ur að mestu óskipt í vasa at- vinnurekandans, sem aukinn gróði, enda voru refirnir skornir í þeim. tilgangi. En meðan gróðinn af fram- leiðsluaukningunni rennur í pyngjur atvinnurekendanna og laun verkamannsins standa að mestu í stað, hækkar allt vöruverð og þjónusta, svo að kaupmáttur launanna rýrnar og lífskjörin versna. Það er mjög erfitt hér að afla sér gagna um gróða ein- stakra atvinnufyrirtækja til þess að sanna með tölum það sem fullyrt er hér að framan, en þar sem þróunin hér er með svipuðum hætti og ,í ná- grannalöndum okkar má nokkuð átta sig á skýrslum þaðan um þettá efni. Við skul- um því, í þetta sinn, leita til Englands. í júlí 1961 ákvað brezka í- haldsstjórnin, vegná- efnabags-^ legra erfiðleika. eins og það var kallað, að fr.ysta öll laun, banna allar kauphækkanir hjá ríkisstofnunum og fvrirtækj- um, til 31. marz 1962. Jafn- framt höfðaði hún til „þjóð- hrllustu.“ einstakra atvinnu- rekenda um að ganga heldur ekki. inn á neinar kauphækk- anir á þessu tímabili. (Með þeim kunnugleika er við höf- um af okkar atvinnurekeiíd- um þurfum við varla að efast um að þeir tóku þessum til- mælum vel). Jafnhliða fylgdu svo þessari beiðni tilmæli um að verðlag yrði ekki hækkað. Sá þáttur tilmælanna hefur víst ekki átt eins góðan hljómgrunn og sá fyrri, því niðurstaðan varð sú að kaup- máttur vikukaupsins lækkaði u.m 2.2% frá júlí til des. 1961. Þetta var hlutur verka- mannsins úr kaupbindingunni en hver var þá hlutur at- vinnurekandans? Um það seg- ir Financial Times, í jan, 1962, að gróði hlutafclaga, samkvæmt eigin skýrslum, hafi aukizt ur 2849 millj. sterlingspunda, scm hann var árið 1969 í 3038 millj. ster- lingspunda árið 1961, eða um 6.6%. Arður tii liiuthafa jókst á sama tíma um 10.4%. Þetta var sú hliðin er sneri að atVinnurekendum og hluta- fjáreigendum, á sama tíma og kaupgeta verkamannsins fer minnkandi. Þá var hlutur bankanna sízt óglæsilegri ign. hlutafélaganna. Verð á banka-i ^M^feéfy qj, .. hpfcka^i árið 1961 um nær 30% og'-Barc- lays-banki hefur tvöfaldað gróða sinn á 4 árum. „Bank- arnir skýra nú frá stórgróða, þriðja árið í röð“, segir Ec- onomist í jan. þ.á. En þrátt fyrir þessa ömur- legu reynslu hafa suumir með- lima miðstjórnar brezka verkalýðssambandsins, þeir sem lengst eru til hægri, gerzt formælendur stefnu ríkisstjórnarinnar, svo sem Harry Douglass, formaður ,,Framleiðslustofnunarinnar“, er hann segir „Ég hefi þá trú, að hlutafjárarður og laun muni haldast í hendur“ og hvetur í því sambandi til auk- innar framleiðni sem örugg- ustu leiðarinnar til aukinna kjarabóta, þrátt fyrir þá reynslu, sem þegar er fengin og frá hefur verið skýrt hér að framan. En brezku verkamennirnir almennt töldu sig hafa lært annað af fenginni reynslu, eins og bezt sést á þeim víð- tæku launadeilum er hófust þegar í byrjun þessa árs, þrátt fyrir kauphækkunarbann rík- isstjórnarinnar og afstöðu margra af leiðtogum þeirra. Nægir í því sambandi að nefna átök póstmannanna er knúðu ríkisstjórnina til und- anhalds með aðferðinni „farðu þér hægt“, eins dags alls- herjarverkfalli verkamanna í skipabyggjngariðnaði 5. febr. og 5. marz, sem var það fjöl- mennasta verkfall er háð hef- ur verið í Bretlandi síðan alls- 'herjarverkfallið 1926, verkfall starfsmanna í neðanjarðar- brautunum í London, verk- föll kennara, hjúkrunai’- kvenna o.fl. Þessi átök sýna svo ekki verður um villzt að verka- lýðurinn er þegar búinn að fá sig fullsaddan a£ makkinu og bræðingnum við stéttarand- stæðinginn, farinn að skilja að leiðin til kjarabóta er ekki leið hægrimannanna í verka- lýðshreyfingunni heldur leið FJÖLHÆFASTA FARARTÆKIÐ Á LANDI „Fjölhæfasta farartækið á landi“ — þetta er f ullyrðing, sem þér getið fengið staðfesta hvar sém er á landimi, því Land-Rover eru nú komnir um land allt, og reynslan er öruggasti mæli- kvarðinn. — Þér ættuð að spyrja næsta Land-Rover eiganda og kynnast reynslu hans. fil afgreiðslu fl|éflega vFi- K' EILDVERZ 'jfV SÍK L A h.f. Hverfisgötu 103. — Sími 11275. hiklausrar og markvissrar bar-: áttu. Islenzkur verkalýður heí'ur fengið sína reynslu engu síð- ur en sábrezki, og mér finnstí ólíklegt að ályktanir hans a£ þeirra reynslu verði ekki, þeg- ar til kemur, á svipaða lund. Framtíð verkalýðshreyfingar- innar hér getur oltið á því, að við sýnum það á réttu augna- bliki að við höfum ekki verið tornæmari í skóla reynslunn- ar en stéttarsystkini okkar í Bretlandi. Bjöcn Bjarnason. Náðar kóngur frú Vandeput? LIEGE 20/8 — Hundruðum sain- an skrifa íbúarnir í Liege í Belg- íu undir áskorun til Baudoins konungs um að hann náði Suz- anne Vandeput. Frú Vandeput var sett í fang- elsi fyrir tveim mánuðum, sökuð um að hafa svipt nýfætt barn sitt lífi vegna þess að það var van- skapað. Hin unga móðir hafði neytt róunarlyfsins „thalidomids“ á meðgöngutímanum, og frum- burður hennar fæddist án hand- leggja. Móðirin hélt að lífið yrði 'alltaf kvalræði fyrir barnið, og í örvæntmgu gaf hún því stóran skammt svenflyfja þannig að það sofnaði og vaknaði ekki aftur. (Þjóðviljinn 12. ágúst). Samskonar undirskriftir streyma nú til konungs frá öðr- um hlutum Belgíu. Móðir Suz- anne og læknirinn sem útveg- uðu svefnlyfið eru einnig í fang- elsi. Búizt er við að málið verði tekið fyrir af dómstólunum í október. MarilyH reyndi oft sjálfsmorð LOS ANGELES 18/8 — Allt bendir til þess að Marilyn Mon- roe hafi framið sjálfsmorð með því að taka inn stóran skammt svefnlyfja, segir formaður lík- skoðunardómstólsins í Los Ange- les. Sálfræðingar og sjálfsmorðsér- fræðingar sagja að Marilyn hafi oftar en einu sinhi áður reynt að svipta sig lífi, fer hún átti við erfiðleika að stríða, en alltaf hafi hún beðið um hjálp áður en það var of seint, þangað til nú. DAGFARI komiiui úf : ’ DAGFARI, málgagn .Samtaka hernámsandstæðinga, er kominn út, tvöfrl.t hefti hclgað Hvalfjarð- argöngunni um Jónsmessuna. Blaöið hefur verið sent ýms- u.m stuðningsmönnum samtak- anna í sambandi við söfnun styrktarmanna, en að þessu sinni er Bagfari aðeins til sölu á 6 stöðum í Reykjavík: Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, Adlon Bankastræti 12, Bóka- búð KRON Bankastræti, Sölu- turninum í Austurstræti (Ey- rriundsson), Bókaverzlun Ispfpld- ar . Austurstj-föti og .• skrifstofu .i; . S'arrifaka hernámsandstæðinga, Mjóstræti 3. Blaðið . kcstar 25 krónur. _ ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 23. lágúst 1062

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.