Þjóðviljinn - 26.08.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.08.1962, Blaðsíða 4
SÍLDARSALAN og Efnahogsbandalagið Enn er rætt um þann mögu- leika, að ís'.and gangi í Eina- Ihagsbandalag Evrópu. Og það ieynir sér ekki, að ríkisstjórn- in og helztu stuðningsmenn hennar vinna að þvi öllum árum að svo megi verða. í blöðum ríkisstjórnarinnar er því látlaust haldið fram, að ísland geti ekki staðið utan bandalagsins vegna viðskipta- iegra hagsmuna. Rök fyrir 'þessari fuliyrðingu eru að vísu harla Iítil, en helzt er þó bent á það, að Efnaihagsbandalags- löndin muni hækka innflutn- ingstolla á ýmsum útfiutnings- vörum okkar. þannig að erfitt verði fyrir okkur að keppa á þeim mörkuðum á eftir Flest 'hafa Efnahagsbanda- lagslöndin tollað vörur okkar á undanförnum árum og sum jafnvel hærra en ráðgert er með hinum sameiginlega tolli. En þessi umrædda tollabreyt- ing skiptir þó ekki mestu máli’ á þessu sambandi. Hitt verðar mestu máli, að markaðir fyrir aðalútflutningsvörur okkar hafa lengi verið mjög litlir og ótryggir í liindum Vestur-Ev- rópu. Þannig hefur þessu t. d. ver- ið varið með frosna fiskinn Markaðir fyrir hann hafa verið sára litlir í Vestur-Evrópu og mjög óstöðugir. Til Vestur- Þýzkalands höfum við t.d. ekki getað selt neitt af frystum fisk- llökum, til Frakklands aðeins Htið og brezki markaðurinn hefur revnzt okkur miög ó- tryggur fyrir frosinn fisk. Nú standa sumarsildveiðarn- ar sem hæst. Afiinn er þegar orðinn mikill svo telja má al- veg víst, að síldarvertíðin í sum- ar verði mjös góð. í vetur var einnig mjög góð síldveiði. Aug- Ijóst er. að srdveiðarnar eru að verða einn mikilvægasti þátturinn í útfiutningsfram- leiðslu okkar. Það er því ekki úr vegi að virða nokkuð fyrir sér síld- veiðarnar með sérstöku tilliti til spurningarinnar um þátt- töku eða ekki þátttöku á Efna- hagsbandalaginu. Dýrmætasti hluti síldarafl- ans er saltaður eða frystur til útflutnings. Það sem ekki tekst að verka á þennan hátt er unnið í bræðslu og flutt út sem miöl og Jýsi. Síidarmjöl og síldarlýsi hafa jafnan verið eftirsóttar vörur og auðvelt að selia þær hvert sem er. Þannig höfurn við í mör.g ár neitað ýmsum viðskiptaþjóðum okkar um að fá þessar vörur keyptar, jafnvel þó að þær byðu hærra verð en almennt gerðist fyrir þa?r. Slíkar reglur höfum við t. d. haft gagnvart vöruskipta- löndunum. Verðlag á Iþessum vörum hefur að vfsu mjög gengið uop og niður og ýmist verið hátt eða lágt. Samkvæmt fyrirhuguðum reglum Efna- bandalagsins er ekki gert ráð íyrir að toba þessar vörur nema mjög lágt svo örugglega má telja að sö’.umöguleikar okkar á mjöli og lýsi munu ekki breytast að neinu ráði hvort heldur sem við göngum í Ibandalagið eða stöndum utan þess. En um útflutning á saltsíld og frosinni síld er allt aðra sögu að segja. Yfirgnæfandi hluti saltsíld- arinnar hefur verið seldur til þeirra landa, sem fullvíst er um að munu verða utan Efna- hagsbandalagsins. Síldarframleiðslan í sumar mun vera seld í aðalatriðum sem hér segir Til Svíþjóðar 130 þús. tunn. — Sovétrikjanna 80 — — — Finnlands 55 — — — Ameríku 12 — — — V.-Þýzkalands 7 — — — ísraels 6 — — — Noregs 3 — — — Danmerkur 4 — — Alls um 297 þús. tunn. Til viðbótar við þetta magn af saltsjld má reikna með 100 — 120 þús. tunnum af vetrar- síld. Af því hafa Sovétríkin keypt 42 þúsund tunnur, en hitt mun fara til Austur-Þýzkalands, Rúmeniu, Póllands og Tékkó- slóvakíu samkvæmt fenginni reynslu. Það er þvf augijóst, að af ca. 400 þúsund tunna heildarfram- leiðslu munu aðeins um 14 þúsund tunnur fara til Vestur- Þýzkalands, Danmerkr og Nor- egs og annað ekki tii hugsan- legra þátttakenda að Efnahags- bandalagi Evrópu. Allt aðal- magnið fer til landa utan Efnahagshandalagsins. Svipað þessu er ástandið með frosnu s'ldina. Af 196.000 tunna útflutningi sl. tólf mánuði fóru aðeins 36.000 tunnur til Efna- ihagsbandalagslandanna. Hitt fór aðallega til landanna í Austur-Evrópu. Nú er ráðgert að stórauka hraðfrystingu á síld til útflutnings, end^ , verður , eitthvað að gera til þeþjs að, koma vetrarsrldinni í verð. Sú framleiðsluaukning verður öll að byggjast á mörkuðum í Austur-Evrópu. Ef ísland gengi í Efnahags- bandalag Evrópu er augljóst, að upp myndu koma miklir við- skiptaörðugleikar á milli þess og landanna utan bandalags- ins. Þá yrði fsland sky’dað til þess að hækka tolla á innflutt- um vörum frá löndum utan bandalagsinf. Auðvitað myndu þau lönd aftur svara með nýi- um tollum á okkar vörur, eða ■beinni verðlækkun. Hætt er því við, að allir saltsíldar- markaðir okkar og markaðir fyrir frosna síld yrðu eyðilagð.^ ir mcð þátttiiku okkar í Efna hagsbandalaginu. að slikt kosti það, að síldveið- ..gr landsmann^ „og verulegur 'lhluti hf' eldfl* átyinpúgreinum í landinu yrðú að leggjást niður eða gjalda hið mesta afhroð. Óhætt er að slá því föstu, að þátttaka íslands í Efnahags- bandalaginu myndi stórlama síldveiðarnar, og alveg sérstak. lega söltun og frystingu á síld. Auk þessara ókosta á efna- hagssviðinu við þáttöku í Efnahagsbandalaginu, eru svo aliir hinir ókostirnir sem varða sjálfstæði landsins og rétt landsmanna til þess að ráða einir yfir auðlindum þess. Þeir ókostir eru svo miklir. að auð- vitað ætti ekki að ræða ura þátttöku i bandalagnu á grund- velli slíkra ókjara. Austurland. Hvað yrði þá um síldveiðar okkar? Á iþá kannske að halda áfram síldveiðum einvörðungú í bræðslu, eða á kannske að stórminnka sfldveiðar íslend- inga? Þeir eru sannarlega skrítnir efnahagssérfræðingar ríkis. stjórnarinnar, sem halda. að Iþeir bjargi efnahag þjóðarinnar með því að fá útlendinga til þess að byggja ihér alumíníum- verksmiðju og láta landið siíðan •ganga í Efna'hagsbandalagið ] vegna þeirrar verksmiðju, þó1 Tíu milljónir eru blindir Tíu milljónir af blindu fólki Iifa meðal jarðarbúa, sem eru um þrír milljarðar, scgir í upp- lýsingum Alþjóða-heilbrigðis- stofnunarinnar (WHO). Blinda er algcngust í Ghana. Þar eru 300 af hverjum 10.000 íbúum blindir. I Þýzkalandi eru t. d. 6 af 10.000 íbúum blindir. Það er athyglis- vcrt, að í Vestur-Evrópu hefur tala blindra aukizt tiltölulega síðustu árin. Nýir útgefendur að „Skók" Tímaritið „Skák“ er nýkomið út, og haía nú nýir menn tekið að sér rekstur þess. Birgir Sig- ■ urðsson, sem hafði haldið blað- inu úti um langt áraibil og verið í senn ritstjóri og útgef- andi, gekk nýverið úr því hlut- verki og eftirlét ungum mönn- u.m útgáfu blaðsirts. Eru það einkum þrír ungir menn, sem annast nú útgáfuna. Það eru þeir Arinbjörn Guðmundsson, hinn góðkunni skákmaður, og er hann ritstjóri. Aðrir útgef- endur eru Jóhann Þórir Jóns- son, formaður Taflfél. Reykja- víkur og bróðir hans Guðmund- ur G. Þórarinsson. Ritnefnd er skipuð þeim Friðriki Ólafssyni og Guðmundi G. Þórarinssyni, en teiknari er Halldór Ólafsson. iBlaðið hefur stsékkað úr 12 síðum í 16, og er það fremur smekklegt útlits og efni allfjöl- breytt. Fremst er ávarp frá útgef- endum, koma og þeir þar á framfæri þökkurn til Birgis fyrir vel unnin störf, og ós-ka iþeir þess, ,að örlaiganornirnar megi spinna honum ,,vef ham- ingju og dáða“. Óska þeir sér jafnframt þess að verða ekki eftirbátar Birgis og hvetja að lokum skákfélög vítt um land, ■að senda sér fréttir og skákir í pósthólf 1179, Rcykjavík. Fylgir með inngangsgreininni allstór mynd af Birgi, þar sem ‘hann vinnur að getningu skák- blaðsins. Innlendi vettvangurinn er helgaður gkákmóti sporvagna- stjóra, sem haldið var í Reykjavík í sumar, og mynd er af sigunvegaranum, Þórði Þórðarsyni, útvarpsskák þeirra Inga R. og Sveins hins norska er birt með ýtarlegium skýr- ingum, sem eru að mestu byggðar á rannsó'knum Rúss- ans Kortsnojs. Teiknimyndir fyl&ía 'henni af Kortsnoj, Fisc- her, Sveini og Inga. Jón. Emils lögfræðingur skrifar um norðanför skák- IMSÍTm Ritstjóri Sveinn Kristinsson manna og mynd er af Jóni Hálfdánarsyni. Þá koma nokkr- ar skákir. Friðrik Ólafsson skrifar alllanga grein um á- skorendamótið í Curacao og birtir með hluta af skák það- an. Birt er tafla yfir Alþjóða- •skákmótið í Marianzke Lazne 1962 og birtar skákir eftir Freystein Þorbergsson þaðan. Þá er grein um Jóhannes Zuk- ertort, birt nokkiur skákdæmi og sitthvað fleira er í blað- inu. MeðaJ annars eru þar kvæði og vísur eftir Ólaf Magnússon, Jónas Hallgrims- son og fleiri. Tímaritið „Skák'" er víst orð- ið langlífast þeirra skáktíma- rita, sem gefin ihafa verið út á Islandi. Það hefur liíka - átt Curacao Enn bregðum við okkur til Curacao og lítum á skák, þar sem Rússinn Geller leggur Tékkann Filip að velli með .allhranalegum hætti. Hvítt; Gellcr Svart; Filip Sikileyjarvörn 1. e4, c5; 2. Rf3, d6; 3. d4, cxd4; 4. Rxd4, Rf6; 5. Rc3, aG; 6. Be2, e6. (Áður var oftast leikið 6. — — e5. En eftir skák Fisehers gegn Geller á Stokk- ihó’.msþinginu í vetur, hafa menn hallazt æ meir að því að leika kóngspeðinu einungis um einn reit.) 7. 0—0, Dc7; 8. f4, Be7; 9. Be3, Rb-d7; 10. Bf3, Rb6; 11. De2, 0—0; 12. g4. (Geller er ekki lengi að blása til sóknar á kóngsarmi, eftir að svartur hef- ur hrókað. (Sennilega hefði nú verið bezt fyrir Filip að leika 12. — e5 og reyna þannig að ná mót- vægi á miðborðinu sem fyrst.) 12.-------Rc4; V>. S5, Rd7? (Þetta er aíleikur, sem Geller góða menn að, því einvalalið hefur oftast setið í ritnefnd, en Birgir verið hagsýnn og duglegur framkvæmdastjóri. Það er ánægjulegt, að þrír ungir mannvænlegir menn skuli hafa fundið hvöt hjá sér til að láta merkið standa „þótt maður falli“ og jafn- framt fært út kviarnar með stækkun blaðsins. Vill þáttur- inn eindregið hvetja menn til þess að meta þessa viðleitni með því að gerast áskrifendur að blaðinu, en verð til íastra á- skrifenda hefur ekki hækkað þrátt fyrir stækkunina. Það er ómetanlegt fyrir islenzkt skáklíf, að gefið sé út sem stærst og vandaðast skák- blað. 16. Khl!, Rd-b6. (Enn var riddarinn eitraður af svipuðum orsökum iog fyrr). 17. gxf6, Bxf6; 18. Bxf6, IIxf6; 19. Rxd6! Hxf4. (Eftir 19.------Rxd6; 20. e5, Hf8; 21. exd6, Dxd6; 22. Ha-dl, Dc7, vinnur hvítur sjálfsagt, en ekki með eins auðveldum hættl og í skákinni). 20. Rxc4, Rxc4. Svart; Filip Dr. Filip notfærir sér meistaralega. 13. — — Re8 var nauðsynlegur leikur). 14. Rf5! (Þar kom hann á skjóttum! Nú sjáum við van- kantana við leikinn 13. — Rd7. Eftir 14. — >— exf5; 15. Rd5, Dd8; 16. Dxc4 væri svartur nú í heljargreipum). 14. _ _ Bd8; 15. Bd4!, Í6. (Svartur á varla annars úr- kosta, því 15. — — exfö; 16. Rdð, Dc6; 17. exf5. með hótun- inni að skáka af drottninguna, væri ihreint ékki glæsilegt fyr- ir svartan.) Hvítt; Geller 21. e5! (Við þessum leik er ekkert nothæft ,svar til. Leiki svartur 21. — — Ðxe5 kemur 22. Be4, Hxflf; 23. Hxfl, Dc5; (Ef 23. — — Dc7 kæmi 24. Dh5). 24. b4! Dxib4; 25. Dh5, og ■búið tafl.) 21.------Bd7; 22. Rd5! — og Filip gafst upp því hann tapar minnst skiptamun í von- lausri stöðu. — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 26. ágúst 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.