Þjóðviljinn - 26.08.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.08.1962, Blaðsíða 6
plÓÐVILIINN Otgeíandi Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. —« Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ölafsson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb.) — Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson, Jón Bjamason. — Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. — Rit- stjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skóiavörðustig 18. Simi 17-500 (5 h'nur). Áskriftarverð kr. 55.00 á mánuði. Málstaður Islands • 'C'ins og kunnugt er vakti heimsókn norska hagfræð- I ingsins próf. Ragnars Frisch hingað til lands mikla athygli á sínum tíma. Stjórnarblöðin, sem jafnan láta ■ í veðri vaka, að þau séu hlynnt því að menn fái að kynnast mikilvægum málum frá sem flestum hliðum, urðu vægast sagt ókvæða við, er þau fréttu. um komu prófessorsins. Ástæðan leyndi sér ekki: Þaú vildu forð- ast í lengstu lög umræður um hugsanlega aðild íslands I að Efnathagsbandalagi Evrópu. En þegar ekki varð leng- ur undan ekizt gátu stjórnanblöðin ekki farið dult rn;eð _ þær skoðanir ríkisstj órnarinnar, að ísland yrði að ■ geraSt áfSili að bandalagipu.,, .... ... ,.*«• lón Árnason, fyrrverandi bankastjórí, ritar mérka I ” grein í Tímann í gær um þetta mái. Hann bendir . þar á hina undarlegu „feimíni" íslenzkra stjórnarvalda B við að ræða málið opinberlega og segir m. a. 1 því sam- | bandi: „Þessi feimni við að ræða málið ihér opinber- _ lega, var því undarlegri, þar sem bæði á Norðurlönd- ■ um og í Stóra-Bretlandi var rætt og deilt um hugsan- lega þátttöku í Efnahagsbandalaginu fullum fetum, ■ á löggjafarþingum, opinberum fundurn, og í dagblöð- um þessara landa, en íslenzkir stjórnmálamenn virðast ■ oft leita sér fyrirmynda að háttalagi sdnu hjá nágranna- | þjóðum þessum“. Og jafnframt bendir Jón Árnason ■ á, að allar yfirlýsingar íslenzkra ráðherra um viðræð- 1 ur þeirra við forráðamenn Efnahagsbandalagsins, þar { sem þeir segjast hafa verið að „túlka málstað íslands,“ ■ séu næsta hæpnar. Þeir hafi nefnilega jafnan skotið sér B undan að skýra frá því hvað þeir telja að felist í „mál- I stað íslands“. I jViðurlag greinar Jóns Árnasonar er á þessa leið: „Aðrar þjóðir Kta svo á, að þátttaka í Efnahags- bandalaginu sé svo alvarlegt mál, að ekki sé 'hægt að ■ afgreiða það með einföldu samþykki á löggjafarþing- _ um, .án sérstaks undirbúnings. Norðmenn hafa þegar B ábveðið að láta fara fram þjóðarátlkvæðgreiðslu um aðild Noregs, og frá Bretlandi berast þær fregnir að I efnt verði til nýrrá þingkosninga, áður en endanleg - ákvörðun verður tekin. Frá því er skýrt að Kámpmann, ■ forsætisráðherra Dana, hafi lýst þvf yfir, að annað- ( hvort skuli fram fara þjóðaratkvæðagreiðsla, eða nýjar a þingkosningar, áður en endanleg ákvörðun verður tekin um aði'ld Dana að Efnahagsbandalaginu. — Þar sem ■ þátttaka íslands í Ejnahagsbandlaginu, er vafalaust ■ mikilvægasta mál, sem íslendingar hafa þurft að taka afstöðu til í margar aldir, þá er þess að vænta, að ■ stjórnmálaleiðtogar þjóðarinnar í ríkisstjórn og á Al- | þingi, láti fara fram þjóðaratkvœðagreiðslu um málið, . áður en það verður til lykta leitt. — Ef til vill mætti " við það una að Alþingi verði leyst upp, þegar að úr- I slitum dregur, og efnt til nýrra kosninga um þetta mál B eitt, og afgreiddi Alþingi Ttiálið, enda hefði það ekki önnur mál til meðferðar, og færu svo fram almennar þingkosningar, þegar lokið væri afgreiðslu um aðild Islands að Efnahagsbandalaginu.“ f^essar tillögur Jóns Árnasonar eru hinar merkustu, | og gera verður þær kröfur til íslenzku ríkisstjórn- g arinnar, að hún leiti álits þjóðarinnar í þessu máli á . jafn ótvíræðan hátt cg rikisstjórnir nágrannalanda okk- 1 ar hafa lýst yfir þær muni gera. Hér er um að ræða I mál, sem varðar alla framtiíð íslands, og það verður að vera tryggt, að þjóðin fái aðstöðu til þess að taka af- B stöð-u til þess án tillits til hver afstaða manna til dæg- ■ urmála kann að vera. Þori ríkisstjómin ekki að leggja { málið á þann hátt undir dóm þjóðarinnar, sýnir hún x með því íslenzkum málstað fyrirlitningu sína. — b. AKUREYRI Forsaga Akureyrar Nafn sitt dregur Akureyri af lítilli eyri fyrir neðan Eyrar- lands- og Naustabrekkur fram- an Búðargils og hefur hún myndazt af frambúrði Búðar- læksins. Kemur nafnið fyrst fyrir í Vöðu-Brandsþætti í Ljös- vetningasögu en næst er Akur- eyrar getið í dómi frá árinu 1580. Árið 1602, er einokunar- verzlunin hófst, veitti konungur kaupmönnum á Hélsingjaeyri einkaleyfi til verzlunar á Ak- ureyri. Eru danskir kaupmenn frumbyggjar Akureyrar, reistu þar verzlunarhús sín og höfðu þar dvöl meðan kauptíð stóð yfii’. Óvíst er hins vegar, hve- nær verzlun hefur fyrst hafizt á Akureyri, því að hinn forni verzlunarstaður við Eyjaf jörð var að Gásum sunnan við Hörg- árós og er hans oft getið í fornum heimildum. Þó má ætla, að Akureyri sé a.m.k. um fjög- urra alda gamall verzlunarstað- ur.____ Fyrstu tvær aldirnar sem Ak- ureyri var verzlunarstaður, höfðu kaupmenn ekki fasta bú- setu þar, en írá árinu 1751 er talið, að kaupmenn eða umboðs- menn þeirra hafi haft þar vet- ursetu. Fyrsti kaupmaðurinn, sem settist ,að á Akui'eyri til langframa, hét Fi'iderich Lynge. Var það árið 1770. Reisti hann íbúöarhús og búð og stóð hús- ið til 1901, er það brann. Einn- ig lét hann gera fyrstu bx-yggju, sem vitað er um á Akureyri. Árið 1786, er einokunarvei'zl- uninni var að ljúka, var sú skipun gerð á vex'zlunai'háttum hér á landi að stofnaðir wru 6 kaupstaðir og var Akureyi’i einn þeirra. Náði kaupsvið Ak- ureyrar yfir Húnavátns-, Skaga- fjarðar-, Eyjafjarðar- og Þing- eyjarsýslur. Höfðu íbúar stað- arins áríð áður verið 12 að tölu, danskir kaupmenn og þeii’ra fólk. Keypti konungur nokkui't land undir kaupstaðinn árið 1793 af eigendum jarðanna Nausta og Eyrarlands. Viðgang- ur Akureyrar varð þó ekki mik- ill og fjölgaði ■ fólkinu hægt næstu áratugina. Var Akureyri enn um hríð „danskur bær“ og danska daglegt mál meirihluta íbúanna. Þegar fram kom á 19. öldina fór útgerð og fiskverkun að aukast á Akureyri og í sam- bandi við útveginn settust þar smátt og smátt að tómthús- menn. Fór íbúunum fyrst veru- lega f jölgandi, er leið fram um miðja öldina. Ýmsar breytingar urðu hins vegar á kaupstaða- og verzlunarskipuninni á íyrra hluta aldarinnar og lauk svo, að skipunin frá 1786 var með öllu af- nu.min 1836, og hélt þá Reykja- vík ein kaupstaðarréttindum sínum áfram. Árið 1821 varð Akureyri lækn- issetur og 1836 sýslumannssetur og 1840 var sett þar á stofn lyfjabúð. Um miðja öldina urðu ýmsar þær breytingar, sem urðu þess valdandi, að Akureyri varð smátt og smátt menningarmið- stöð fyrir Norðurland. Þannig var stofnsett prentsmiðja á Ak- ureyri 1852 og árið eftir hóf Noi'ðri, fyrsta blað á Norðui'- landi, göngu sína á Akureyri. Akureyri verður Kaupstaður 29. ágúst 1862 var Akureyri gerð að kaupstað og fóru þá íram skipti á löndum milli Hx-afnagilshrepps hins forna, er náði norður að Glei'á, og Akur- eyrai', og var landi Akureyrar þó mjög þröngur stakkur skor- inn í fyrstu. Ifcúar Akureyrar voru. orðnir 236 að tölu og hafði fjölgað allverulega síðustu árin. Má geta þess hér til gamans og fróðleiks um leið, að samkvæmt Noröanfara var húsakostur bæj- arins þá sem hér segir: 45 timburhús smá og sór. til íbúðar og geymslu, 20 hús með torf- þaki, 6 með ei.num vegg og þaki af torfi og 40 með veggjum og þaki af torfi en framgafli af timbri. Eru þá útihús ótalin. Þá voru og tvö íbúðarhús á Odd- eyri, en hún sameinaðist ekki bæjarlandinu fyrr en 1886 og verulegu.r skriðu.r komst ekki á byggingu hennar fyrr en upp úr 1870, er Gránufélagið hóf verzl- un þar. Árið 1874 var amtmannssetrið flutt frá Möðruvöllum í Hörgár- dal til Akureyrar og sama ár var. stöfnáður bamaskóli í kaup- staðnum og fyrsta sjúkrahús bæj.arins reist. Á árunum 1880- 1890 urðu alimik.il nýmæli í at- virinu- og vérzlunarhátturii bæj- árins: Þá höfst þilskipaút- gerð ■ f rá' Akureyri og 1886 var Kaúpfélág Eyfirðinga stofnað. ÁJti’ sú nýbreytni, sém kaupfé- lögin voru, eftir að hafa mikil áhrif á vöxt og viðgang- Akur- eýrar. . Um aldamqtin ,urðu veruleg . þáttaskil í sögu. Akureyrar. Þá .varbæjarlandið stækkað að rhiklurri.,mun með því að-leggja Eýrariand og • Naust og fleiri .nasrliggjandi. jarðir' undir. kaúp- staðinn og um líkt l.eyti hófst 1 -byggð i. 'BQtinni - (Hofisþót), þar sém' miðbær Akureyrar steridur nú. Á fyrstu árum aldarinnar var Torfunefsbryggja einnig byggð. 1902 var Gagnfræðaskól- inn á Möðruvöllum fluttur til Akureyrar. Árið eftir var Rækt- unarfélag Norðurlands stofnað og hafið að reisa Gróðrarstöð- ina og loks 1904 var Akureyri gerð. að sérstöku. kjördæmi. Höfuðstaður Norðuiiancls *•.. ' < '. ;/■, ' Eftir að biskupsstóll óg skóli vö.ru niður.lagðir að Hólum um ; 1.6,00 y ru Norðlendingar um skei’ð sviptir þeirri menriingar- miðstcð.' sem þár hafði' verið u.m a.ldaraðir. Um hríð gegndu Möðr.u.vellir í HÖrgárdal, þessu • hlu.tvéi'ki, a. m. k. að nokkru leytL eri Akureyri tÖk smátt og smátt við því. ,er líða tók á öld- ina. Cg úm aldamót var hún ó- tvírætt .crðin hcfuðstaður Norð- u.rlands. . l»-_ ,.. • : p'-.'y- Árlð ,1900 vqru íbúar Akur- eyrar orönir 1038 að tölu og á næsta árctn.g tvöfaldaðist íbúa- fjöldinn riærfellt. Hefur báerinn síðan vaxið jafnt og þétt og telu.r nú; rösklega 9000 íbúa á liu.ndrað .ára, áfmælinu. Iðnaðar- og verzlunarbær Hér er ekki unnt að rekja sögu Akureýrar frá ‘aldamótum 0) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 26. ágúst 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.