Þjóðviljinn - 26.08.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.08.1962, Blaðsíða 7
Þessi mynd er aí hátíðar- merki, sem gert hefur ver- ið í tilefni af aldarafmæli Akureyrar. Efst e_r sk.iald armerki Akureyrar en síð- an kemur áletrunin: Ak- ureyri 100 ára 29. áffúst 1962. Útihátíðahöld. Söffu- off iðnsýning:. N.k. miðvikudag, 29. ágúst, á Akureyri 100 ára aímæli, en þann dag árið 1862 fékk hún kaupstaðarréttindi. Hátíðahöld í tilefni af af- mælinu hefjast í dag og standa sleitulítið í röska viku en aðalhátíðin er að sjálfsögðu á afmælisdaginn. í tilefni afmælisms verður hér á eftir drepið á nokkur atriði úr sögu Akureyrar fyrr og síðar. Myndin er af málverki af Akureyri frá um 1860 eða um það leyti, sem bærinn fékk kaupstaöarréttindi. Þá var byggðin aðeins á samnefndri eyri sunnan Búðargils, en nær nú langt út fyrir Glerá og hátt upp á Brekku, - Venda hefur íbúafjöldinn meir en þrítugfaldazt. 1860 1950 til þess dags, það yrði of langt mál. Verður hér aðeins drepið á einstök sundurlaus atriði. Laust fyrir aldamótin hófst ullariðnaður á Akureyri, er tó- vélarnar svokölluðu voru settar þar, upp á Gleráreyrum. Sú til- raun fór að vísu .út um þúfur eftir npkkur ár en varð undan- fari þess mikla iðnaðar, sem síðar hefur risið upp á Akur- eyri og mjög margir þæjarbúar hafa atvinnu af. Þar hafa sam- Vinnufélögin haft forustuna og réist heilt verksmiðjuhverfi á Glefáreyrum, þar sem tóvélarn- ar svoru forðum settar niður. Reka þau þar stærstu ullar- verksmiðju landsins, Gefjuni, og 'skinnaverksmiðjuna og skó- gerðina Iðunni. Áf öðrum vei’k- smiðjum SÍS og KEA á Akur- eyri má nefna fataverksmiðjuna Heklu, sápuverksmiðjuna Sjöfn, kaffibætisverksmiðjuna Freyju og efnagerðina Flóru, auk þess sem KEA rekur skipasmíðastöð, smjörlíkisgerð, mjólkursamlag, og margháttaðan annan iðnað. Á síðari áratugum hafa einnig risið upp mörg önnur iðnfyrir- tæki á Akureyri og má þar nefna Amaro, klæðagerð, Lindu, súkkulaðiverksmiðju, Lorelei, kexyerksmiðju og Valbjörk, húsgagnaverksmiðju, sem allt eru' mjög stór fyrirtæki, sem ; selja framleiðslu sína um land allt; og hafa jafnvel hafið út- ílutning til annarra landa. Þá hefur Aku'reyri og lengi verið mikil verzlunarmiðstöð fyrir næfliggjandi byggðir og er verzlun snar þáttur í atvinnu- lífi bæjarins. Frá Akureyri er einnig rekin talsvert mikit útgerð, þótt bær- inn; liggi ekki eins vel við mið- ’umr og ’ýmsír aðrii- bæir. Hófs’t m.a. allmi.kil togaraútgerð frá Akureyri eftir síðari heims- ’ styi;jöldina með ,s(Úfnun Útgerð- arfélags Akureyringa 1946 og rekur það enn nokkra togara auk hraðfrystihúss. Þá rekur bæi>inn síldarvérksmiðjuna í Krossanesi. Nokkur landbúnaður hefur alltaf. verið rekinn á Akureyri og á sviði ræktunar og garð- ræktar hefur Akureyri alltaf staðið mjög framarlega. Ei'u ó- víða fallegri garðar við hús hér á landi og má vafalaust rekja það til áhrifa frá Gróðrarstöð Ræktunarfélags Norðurlands, er áður var nefnd, og Lystigarðs Akureyrar, sem nokkrar konur höfðu forgöngu um að koma upp árið 1911. Menningar- og nienntabær v Þótt Akureyri væri lengi „dönsk í sniðum", hefur hún um langan aldur verið mikill menn- ingar- og menntabær. Vafalaust er Akureyri einhver mesti skólabaer landsins og sækir fjöldi nemenda þangað skóla- vist á vetrum víösvegar að af landinu. 1927 íékk Gagníræða- skólinn á Akureyri, arftaki Möðruvallaskólans, leyfi til að útskrifa stúdenta og síðan rets þar upp annar gagnfræðaskóli,' iðnskóli, húsmæðraskóli og tón- listarskóli auk bamaskólanna. Söng- og tónlistariíf hefur einnig verið fjölbreytt á Akur- eyri og þar staríað margir kunnir söngkórar. Einnig hefur bókagerð og blaðaútgáfa verið meiri á Akureyri en nokkrum öðrum stað utan Reykjavíkur síðustu öldina og margt kunnra skálda og listamanna alið þar aldur sinn. Á síðari árum heíur íþróttalíf blómgazt mjög, eink- um liggur Akureyri sérlega vel við til iðkunar vetraríþrótta. 1953 tók til starfa á Akureyri fjórðu.ngssjúkrahús fyrir Norð- urland og er það eitt stærsta og fullkomnasta sjúkrahús lands- ins, enda sækja þangað sjúkl- ingar úr öllum nærliggjandi sýslum. Þá er Akureyri rnikil sam- göngu.miðstöð og ferðamanna- bær. Er bærinn sjálfur einkar' fallegur og skammt til fegu.rstu staða Norðuriands, sem ferða- menn, inniendir sem erlendir, girnast einkum að skoða. Ný- gerður flugvöllur og flugstöð rétt við bæinn hafa greitt mjög . fyrir samgöngum; til Akureyrar allan ársins hring, og þár-er einnig til staðar aðstaða til þess að veita ferðamönnum góðan beina cg fyri.rgreiðslu. Myndin sýnir byggðina á Oddeyri árið 1887 eða fyrir 75 árum. Næst á myndinni er Bótin (Hofsbót), þar sem núverandi miðbær Akureyrar er en þá var þar engin byggð. Hófst byggð á Torfunefi og í Bótinni ekki Þessi mynd sýnir byggöina á sama svæði og myndin er af hér fyrir ofan (Oddeyri og Bótinni), en aðeins 60—70 árum síðar eða um 1950. Síð- an hafa fáein stórhýsi risið á þéssu svæði, þótt byggðin í heild hafi tekið litlum breytingum. Sunnudagur 26. ágúst 1962 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.