Þjóðviljinn - 23.09.1962, Blaðsíða 4
iinningarorð
prentari
Nýlátinn er vestur á ísafiröi
Arngrímur Fr. Bjarnason
prentari tæpra 76 ára að
aldri. — Merkur maður á
ýmsa lund, eins og nú mun
sagt verða.
Hann var fæddur að Hafra-
felli í Skutulsfirði 2. október
árið 1886 og ólst þar upp
fyrstu árin. Foreldrar hans
voru Bjarni Helgason sjómað-
ur og Mikkelína Friðriksdóttir
frá Breiðabóli í Skálavík ytri.
Ungur nam hann prentiðn á
ísafirði og var alllengi prent-
ari í Prentsmiðju Vestra. Var
hann lengi ævi kenndur við
iðn sína og nefndur Arngrím-
ur prentari.
Arngrímur var mikill áhuga-
maður um félagsmál. Hann
var einn af forgöngumönnum
ungmennafélagsskaparins, var
stofnandi Ungmennafélags ísa-
fjarðar og formaður þess
fyrstu 6 árin. Einnig starfaði
hann lengi i góðtemplararegl-
unni, Slysavarnafélagi íslands,
Búnaðarsambandi Vestfjarða
og Fiskifélagi íslands. Forseti
fjórðungsdeildar Fiskifélags
Vestfjarða var hann um 40 ára
skeið 1918—1958. Varaforseti
Fiskifélags íslands var Arn-
grímur og á árunum 1922—
1930. Um margra ára skeið var
hann formaður Iðnráðs ísa-
fjarðar. Einnig var hanri for-
maður Sjálfstæðisfélags ísa-
fjarðar á tímabili, enda lengi
virkur og áhugasamur sjálf-
stæðismaður.
Þátt tók Arngrímur, líka í
ýmsum atvinnufyrirtækjum
bæjarfélags síns, svo sem út-
gerðarfél. Huginn, Vélsmiðj-
unni Þór og Fiskimjöl h.'f. á
ísafirði, svo að nokkuð sé
nefnt.
Eins og nærri má geta um
slíkan félagshyggjumann sem
Arngrimur var, hóf hann
fljótt afskipti af sveitarstjórn-
armálum. Aðeins 26 ára gam-
all var hann- kjörinn bæjar-
fulltrúi á ísafirði, og átti hann
að því sinni setu í bæjar-
stjórninni á tímabilinu 1912—
1917. Aftur sat hann í bæjar-
stjórn ísafjarðar á árunum
1934—1942, tvö kjörtímabil, í
það sinn fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn.
Um skeið var Arngrómur bú-
settur í Bolungavík og átti þar
þá lengi sæti í sveitastjórn.
Oddviti Hólshrepps • var hann
frá 1924 til 1928.
Aðeins einu sinni bauð Arn-
grímur sig fram til Alþingis,
það var árið 1923 í Norður-
ísafjarðarSýslu. Meðframbjóð-
endur hans í sýslunni voru Jón
Auðunn Jónsson fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn og Jón Thor-
oddsen yngri fyrir Alþýöufl.,
en Arngrímur bauð sig fram
utan flokka. Ekki náði hann
Arngrímur Fr. Bjarnason
kösningu, og lagði heidur ekki
oftar út á þaer brautir. En
þjóðmálaáhuga sinn varðveitti
hann alla ævi.
Framan af ævi var Arngrím-
ur, eins og fyrr segir, iðnað-
armaður. Um skeið var hann
póstafgreiðslumaður í Bolunga-
vik. Á árunum 1930—1935 var
hann bóndi á stórbýlinu Mýr-
um í Dýrafirð. En á síðari ár-
um fékkst hann nokkuð við
útgerð, og verzlanir átti hann
bæði á ísafirði og í Reykjavík.
Var þá kaupmennskan aðal-
starf hans.
Arngrímur var ágætlega vel
máli farinn. Einnig var hann
ritfær í bezta lagi og var ham-
hleypa við ritstörf. Hann var
ritstjóri vikublaðsins Vestur-
lands um 9 ára skeið; hygg ég
það hafi verið á árunum 1933
— 1942. Tók hann oft þátt í
setningu blaðsins, og sá ég þá
oft, að hann setti upp úr sér
viðstöðulaust, án þess að festa
hugsun sína á blað. Er slíkt
engum hent, nema góð og ör-
ugg tök hafi á máli, og hugs-
unin sé skýr í bezta lagi. Svo
var og um Arngrím Bjarna-
son, þvá að engin missmíði var
að sjá á þessum ritsmíðum hans
fremur en þeim, sem fest voru
HÖFUM OPNAÐ NÝJA VERZLUN AÐ HAFNAR-
STRÆTI 3 UNDIR NAFNINU
HERRAFÖT
Við munum hafa á boðstólum allan almennan herra- og
drengjafatnað, en leggja sérstaka áherzlu á prjónavörur
og sportfatnað.
VERKSMIÐ J AN
E Y C L Ó
Frægur óperu-
söngvari heim-
sækir Island
á blað í góðu næði og sett
síðan.
Á þessum árum skiptumst
við Arngrímur oft á óblíðum
kveðjum í Vesturlandi og
Skutli og einnig á málþingum
í bæjarstjórn ísafjarðar. — En
lengstum hélzt þó sæmilegur
kunningsskapur okkar í milli
þrátt fyrir það. Og á síðari ár-
um var allt slíkt gleymt og
grafið.
Af sjájfstæðum ritum, . sem
sem til eru eftir Árngrím
Bjarnason minnist ég að hafa
séð „Prentsmiðjusögu Vest-
fjarða“, er hann samdi, „Gull-
kistuna“, litld bók um auðæfi
Isafjarðardjúps, er hann reit
eftir fyrirsögn Árna Gislason-
ar yfirfiskimatsmanns og svo
„Vestfirzkar þjóðsögur og
sagnir,“ er hann safnaði og
gaf út í framhaldi af safni
He.ga heitins Guðmundssonar
þjóðsagnasafnara. Einnig er til
fjöldi greina eftir Arngrím í
blöðum og tímaritum víðs veg-
ar.
Arngr. Bjarnason var tví
kvæntur og átti 19 börn. Eru
16 þeirra á lífi, öll vel greind
og hin mannvænlegustu.
Fyiri kona Arngríms var
Guðríður Jónsdóttir frá Stóra-
Laugardal á Skógarströnd, og
varð þeim 8 barna auðið.
Síðari kona hans, sem nú Lif-
ir mann sinn, er Ásta Eggerts-
dóttir Fjeldsted frá Skálavík,
fjölhæf dugnaðar- og greindar-
kona. Varð þeim hjónum 11
barna auðið, og eru þau öll
uppkomin og á lífi.
Um það er engum blöðum
að fletta, að oft hefur verið
þröngt í búi hjá Arngr. Bjarna-
syni með þennan óvenjul. stóra
barnahóp, og víst hefði mátt
ætla, að heimilisfaðir, sem svo
hafði þungum hala að veifa,
hefði ekki tíma afgangs til
þátttöku í margvíslegum fé-
lagsmálum og opinberum störf-
um eða næði til ritstarfa. En
það, sem sagt hefur verið hér
að framan um Arngrím
Bjarnason sýnir þó, að hann
lét ekki baslið smækka sig og
kom öllu fram, enda naut hann
líka hörkudugnaðar konunnar,
sem aldrei lét bugast, hvað
sem á dundi. í þessu sambandi
er vert að hafa í huga, að þeg-
ar þau Arngrímur og Ásta
voru að ala upp hópinn sinn,
voru engar almannatryggingar
á íslandi.
Arngrímur Bjarnason var
meðalmaður á hæð, þrekinn á
vöxt, fremur hæglátur í fasi,
en þó mun hann hafa verið
skapmaður. Hann var greindur
vel, og minnið var óbilandi.
Mannblendinn var hann og
ræðinn við samborgara sína.
Leiddi hann þá oft við hönd
þann, sem hann ræddí við, og
gekk með hann um götur bæj-
arins fram og aftur. — Hann
var einn af þeim sem settu
svip á bæinn. Og eftir því
verður áreiðanlega tekið af
mörgum, að nú er hann horf-
inn af sviðinu.
Áhugi Arngríms Bjarnasonar
á félagsmálum kom víða við,
og flesta þætti islenzkra at-
vinnumála lét hann(sig nokkru
skipta. — Lengi háði hann
fangbrögð *við fátæktina, en
um það lauk var hann orðinn
allvel efnum búinn. — Arn-
grímur var á mörgum sviðum
hæfileikamaður, og 'í ríkum
mæli var hann gæddur seiglu
og dugnaði Vestfirðingsins.
Dugðu þeir eignleikar honum
allvel, meðan fastast blés á
móti og fleyttu honuin yfir
marga ófæruna, sem öðrum
minniháttar hefði hæglega get-
að orðið að farartálma og fóta-
kefli.
Hannibal Valdimarsson.
TIJT KUUSIK prófessor við
Ríkisháskólaóperu Eistlands
heldur hér hljómleika í Rvík.
Tijt Kuusik er í hópi fremstu
og þekktustu söngvara Sovétrikj
anna. í æsku stundaði hanri.
nám í fiðlu og cellóleik og söng
'í kór áhugamanna. Árið 1938
lauk Kuusik prófi frá Ríkistón-
listarháskólanum í Tallin, en
þar hafði hann numið söng hjá
prófessor Arder. Síðan tók hann
þátt í alþjóðlegri samkeppni
söngvara og tónlistarmanna L
Vínarborg. Þar var hann sæmd-
ur heiðursverðlaunum úr gulli.
Að lokinni keppni var honum
boðið að syngja við Vínaróper-
una. Þar söng hann við mikið
lof hlutverk Escamillo í Carm-
en, Renato í Grímudansleiknum
og Tonio og Silvíó i Pagliacci,
Síðan 1944 hefur Tijt Kuusik
starfað við Ríkisháskólaóperu
og ballettleikhúsið „Estonia“.
Rödd Kuusiks er fögur og
hann beitir henni af mikilll
kunnáttu. Hann hefur skapað
heilan hóp fjölþættustu per-
sónuleika í rússneskum og vest-
rænum óperum með framúr-
skarandi hæfileikum sínum.
Ólíkustu viðfangsefni bera sömu
snilldareinkenni. Meðal hlut-
verkanna eru Mefistófeles í
Faust, Figaró í Brúðkaupi Fig-
arós, Igor í Prins Igor, Bori3
Godunov í samnefndri óperu,
Ruslan í Ruslan og Liudmila,
Rigólettó í Rigóletto o.fl. Tijt
Kuusik hefur tvívegis verið
sæmdur ríkisverðlaunum fyrir
flutning sinn á hlutverkum í
„Eugene Onegin" og Frelsis-
söngvarinn eftir Kapp.
Tijt Kuusik nýtur miklla vin-
sælda sem ljóðasöngvari. Á efn-
isskrá hans er fjöldi ljóða og
óperuaría eftir rússneska og
vestræna höfunda auk sovéttón-
skálda. Auk starfa sinna í leik-
húsinu hefur Tijt Kuusik stund-
að kennslu. Síðan 1944 hefur
hann starfað sem prófessor við
Ríkistónlistarskólann í Tallin.
Fyrir frábæra listtúlkun og störf
að þróun sovéttónlistar hefur
stjórn Sovétríkjanna sæmt Tijt
Kuusik nafnbótinni Þjóðlista-
maður Sovétríkjanna.
Listtúlkún Tijt Kuusiks hefur
hlotið miikla og verðskuldaða
viðurkenningu ekki aðeins í
Sovétríkjunum heldur hvarvetna
erlendis sem hann hefur sungið
í óperum eða á hljómleikaferð-
um.
. M ö i’ i> r u
utan um ÉÍdinisliokina- vr.u
nú fáánlegar lijá ffés Í ÚU!
b.oksölum og' niörguni k ríU I >-
félögum úti uni land. ■ - i
Reyk.javík og Ilat'na,'. firði
fúst þær í bókabúðum.
Eldhúsbókin
— ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 23. september 1962