Þjóðviljinn - 23.09.1962, Blaðsíða 12
Handíða- og myndlistaskólinn:
Miklar breytingar
a
Um næstu mánaðamót hcfst
kennsla í Handíða- og myndlista-
skólanum og átti skólastj. Kurt
Zier, tal við fréttamenn í fyrra-
dag af því tilefni og ræddi við
J»á um skólann og ýmsar breyt-
ingar á námi og námstilhögun,
sem hann hefur gengizt fyrir.
Sá háttur hefur nú verið tek-
inn upp, að þeir sem hefja nám
í skólanum verða fyrstu tvo vet-
urna í svonefndum forskóla, þar
sem þeir fá allan almennan und-
irbúning að námi í sérgreinum
myndlista. Verður þar kennd
teiknun hluta, modelteiknun og
bygging mannslíkamans, skraut-
teiknun, litafræði, formfræði,
málun og listasaga. Á öðru ári
forskólans geta nemendur
kjörið sér valgrein úr frjálsri
graflist, þar sem kennd er teikn-
un, myndprentun, linolrista, tré-
rista, steinprent, málmrista, aqua-
tinta og Jistasaga.
Inntökuskilyrði til forskólanáms
eru að nemendur séu 16 ára eða
eldri og hafi góða almenna und-
irbúningsmenntun, gagnfræða-
eða landspróf. 3 fyrstu mánuðir
námsins eru reynslutími.
Framhaldsnámið
Að loknu forskólanámi geta
nemendur valið sér sérgrein
Sjálfkjörið hjá
matreiðslumönnum
Frestur til að skila listum í
kosningu fulltrúa Félags mat-
re ðslu og framreiðslumanna til
Alþýðusambandsþings, rann út
á hádegi í gær. Aðeins einn lis.ti
'kom fram og var hann sjálf-
kjörinn.
Fulltrúar félagsins verða þess-
ir: Aðalfulltrúar, Haraldur Tóm
asson og Janus Halldórsson. Til
vara, Jóhanna Árnadóttir og Ib
Wessmann.
Gerðardómurinn og
Alþýðublaðið
Framhald af 1. síðu.
kröfu frá LÍÚ, ekki til þess að
hindra að síldveiðin stöðvaðist,
því að síldarbátarnir voru hvar-
vetna að halda til veiða, —
heldur til þess að hindra að
síldve'ðkjör sjómanna héldust ó-
breytt og forða LÍÚ frá óumflýj-
anlegum ósigri að öðrum kosti.
Og síðan er Jón Sigurðsson
látinn skríða inn í gei'ðardóm-
inn, vitandi það, að ef sjó-
mannasamtökin væru einhuga
gegn gerðardómnum, myndi
aldrei þorað að lækka sjó-
mannakjörin eftir kröfu ÚÍÚ.
Alþýðublaðið segir að lokum,
að það telji allt þetta mál ,,fyrst
og fremst klúður vegna fádæma
málsmeðferðar af hálfu útvegs-
manna “ Þetta „klúður“ taldi
sjávárútvégsmálaráðherra þó
nægilega ástæðu til þessaðsetja
gm-ðardómslög í þeim tilgangi að
lækka kjör sjómanna. Að sjálf-
scgðu var hðnum lófa lagið að
framlengja gomlu samningana,
meðan ekki næðist samkomulag,
enda hefur sá háttur jafnan ver-
ið hafður á í deilum sem þess-
um þar til nú.
En það væri kannski ástæða
til að tala um „klúður“ Alþýðu-
fiokksins í þessu máli.
frjálsa myndlist, (en í þeirri
deild er kennd teiknun, málun,
módelteiknun, myndskipan,
litafræði, efnisfræði og lista-
saga) frjálsa graflist eða hag-
nýta graflist. I hagnýtri graf-
list er kennd modelteiknun, let-
urgerð, auglýsingateiknun, linol-
og trérista, steinprent, sáldþrykk,
typografía, prentaðferðir, ljós-
myndun, teiknun fyrir vefnað og
listasaga. Að loknu tveggja vetra
námi í kennsludeild hagnýtrar
graflistar geta nemendur gengið
undir lokapróf auglýsingateikn-
ara. Inngöngu í þessa deild geta
þeir einnig fengið, sem hafa hlið-
stæða menntun við forskólanám-
ið.
Úr forskólanum er einnig hægt
að fara í teiknikennaradeild þar
sem kennd er teiknun, málun,
leturgerð, föndur, kennslufræði,
kennsluæfingar, graflist og lista-
saga. Þeir sem hafa almennt
kennarpróf eða sérkennarapróf
geta einnig komizt í þessa deild.
Að námi loknu ganga nemendur
undir teiknikennarapróf. Námið
er alls 3 vetur með forskólan-
u.m.
Vefnaðar- og tízkuteikn-
unardeildir
Auk þessara deilda verða þrjár
aðrar dagdeildir við skólann i
vetur. I vefnaðarkennaradeild er
kenndur vefnaður, vefnaðarfræði,
vinnsla ullar, litun, mynztur-
teiknun, efnisfræði, hjbýlafræði,
kennsluæfingar og listasaga.
Inntökuskilyrði eru landspróf
eða hliðstæð menntun, og próf
frá húsmæðraskóla. Nemendur
mega vera á aldrinum 19—30
ára.
Þá er listvefnaðardeild þar sem
kenndur er krossvefnaður, flos-
vefnaður, Rya-vefnaður ogmynd-
vefnaður. Þurfa nemendur að
hafa aflað sér áður undirstöðu-
þekkingar í almennum vefnaði.
Loks er tízkuteiknunardeild þar
sem kennd er mynzturteiknun,
modelteiknun, litafræði og bún-
ingafræði. Þurfa nemendur að
hafa áður stúndað sníðanám,
kunnað kjólasaum eða hlotið
1 góða almenna undirstöðumennt-
un í myndlistum.
Námskeið
Við Handíða og myndlistaskól-
ann verða einnig í vetur nokk-
ur námskeið. Verða þau í teikn-
un, málun og föndri barna, í
bókbandi, í batik, tauþrykki og
sáldþrykki og í almennum vefn-
aði. Þá verða og annað hvert
miðvikudagskvöld umræðukvöld,
þar sem flutt verða stutt fræðslu-
Framhald á 7. síðu.
þlÚÐVILIINN
Sunnudagur 23. september 1962 — 27. árgangur — 206. tölublað.
ff
Gerrœðissögur"
Morgunblaðsins
Morgunblaðið ræðst í gær að
formanni Sjómannafélagsins
Jötuns í Vestmannaeyjum með
sínum venjulegu dylgjum um
„gerræði“ og annað þess háttar.
Segir blaðið, að hann hafi neit
að ,,lýðræiss:nnum“ um afrit af
kjörskrá.
• Vestmannaeyjar
Þjóðviljinn sneri sér í gær til
Sigurðar í tilefni af rógskrifum
Morgunblaðsins. Sagði hann, að
þegar framboðsfrestur var að
renna út í félaginu, hefði pjltur.
sem er meðlimur í Jötni komið
með framboðslista til' sín með
þeim orðum, að „þeir“ hefðu
beðið sig að fara með þetta. List-
inn var í lokuðu umslagi og
kvaðst pilturinn ekki vita,
hverjr stæðu að honum. Ekki
bað hann um kjörskrá, en Sig-
urður benti honum á, að ekki
væri lokið við að vélrita kjör-
9. ráðstefna MÍR
var sett í gær
f gær hófst 9. ráðstefna Menn-
ingartengsla Íslands og Ráð-
stjórnarríkjanna og var hún
sett í MÍR-salnum kl. 4 síðdeg-
ís. Ráðstefnunni verður slitið
með hófi að Hótel Borg annað
kvöld og hefst það kl. 9. Þar
mun m. a. koma fram óperu-
söngvarinn Tijt Kuusik fr
Akademiska óperu- og ballett-
leikhúsinu í Eistlandi, en hann
er í, freinstu röð söngvara í Sov-
étríkjunum. Aðgangur að sam-
komurini er ókeypis og eru all-
ir MÍR-félagar velkomnir með-
an húsrúm leyfir.
Meira en fimm milljónir knsu
ALGEIRSBORG 22/9. Sam-
kvæmt tölum sem kjörstjórnin
í Alsír birti í gærkvöldi greiddu
5.256.377 Alsírbúar frambjóðend-
um þjóðfrelsihrcyfingarinnar
atkvæði í þingkosningunum.
18.637 greiddu atkvæði gegn
þeim. Nánari úrslit verða ekki
birt fyrr en eftir nokkra daga
Hersveitir úr þjóðfrelsishern-
um fengu í dag fyrirskipun um
að hefjast handa gegn skæru-
liðssveitum í Algeirsborgarsvæð-
inu sem engri stjórn lúta en
munu einkum tilheyra fjórða
I héraðshernum. Ætlunin er að
friða 100 metra breitt belti um-
hverfis höfuðborgina.
skrána, en hún yrði tilbúin eftir
tvo daga.
Síðan hefur kjörskráin legið
hjá mér tilbúin frá því s.l.
fimmtudag, en enginn hefur enri
beðið mig um eintak af henni
og eng'n umboðsmaður B-listaris
hefur látið frá sér heyra. Það
er því ekki einu sinni hægt' að*
senda þeim kjörskrána, því að
þeir virðast allir vera í felum.
En auk þess liggur kjörskráin
frammi ií verzlun hér í bænum,,
sagði Sigurður.
Þess má geta, að Pétur S.ig-
urðsson og Unnar Stefánsson.
voru nýlega á ferð í Eyjum og.
munu hafa sett á laggirnar sam-
eignlegt „verkamlálaráð“ íhalds
og krata. Kannski eru þeir líka
umboðsmenn B-listans, þótt
ekki megi það koma fram opin-
berlega.
• Borgarnes
Mogginn ræðst einnig með
ýmsum aðdróttunum gegir
Verkalýðsfélagi Borgarness um.
brottvikningu „fullgildra og
skuldlausra meðlima". Þjóðvilj-
inn átti í gær tal við ritára fé-
lagsins.
Fyrir þremur árum, þegai*
íhald og kratar töpuðu félaginu,
tóku þeir að reyna að smala inn.
í það mönnum sem stunda ýmsa
aðra vinnu, svo sem kennurum,
verzlunarmönnum, og iðnaðar-
mönnum. í vetur tók stjórn fé-
lagsins þessi mál til athugunar
og gerði stjórnin þessum mönn-
um bréflega grein fyrir afstöðu
félagsins til þeirra, en þeir hafa
flestir verið á aukaskrá. Ýmsir
þeirra sendu þá úrsögn úr fé-
laginu.
Nokkrir eru þó sem sækja
fast að þeir eigi full félagsrétt-
indi og má þar nefna póstmann,
sem er leigubílstjóri að auka-
starfi, verzlunarmann, sem
aldrei hefur stundað önnurstörf,
bankamann og sjálfseignarbil-
stjóra. Og síðast en ekki sízt
sækir sláturhússtjórinn í Borgar-
nesi það mjög fast að vera full-
gildur meðlimur!
Framhald á 3. síðu
' *