Þjóðviljinn - 23.09.1962, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.09.1962, Blaðsíða 11
Skáldsaga eftir RICHARD CONDON: í dag (sunmidag) kl, 4 keppa: UWiUUten H. {|IIÍ97Ci '-i.extev ó» Öeim iecj 6k aði senor Elek. „Hve mikið borg- ar Walter náunganum á þriðju vakt? Við verðum að setja hann inn í málið“. iSenor Elek gat sagt honum Iþað upp á peseta. Bourne neri ,á sér hökuna. ,,Hm. . . . dálítið meira en ég hélt. Jæja. Bjóðum honum annað sæti á næturvákt- inni hérna fyrir sama kaup. Hann á von á miklu þjórfé“, „Hvað um Isidor?“ „Konan hans er frönsk og móðir íhennar veik og þessvegna skal ég útvega ho,num vinnu hjá vini minum á Elysée í Par- ís“. Hann gekk út úr skrifstof- unni, yfir anddyrið og inn í marrandi lyftuna. lElek fór á eftir honum út. Hann sagði afgreiðslumannin- um, að Isidor ætti að fá vinnu á Elysée í París. ,,Maður lif- andi! Hann fær rosakaup!“ Mað- urinn bak við afgreiðsluborðið brosti ánægjulega. Báðir tveir sýndust jafn notalega undrandi og þeir hefðu sjálfir orðið fyr- ir þessu notalega happi. Spánn er tvö' ’h’undruð árum á eftir vesturlöndum í öllu. Eva var á nr. 627, einni af dýrustu íbúðunum. Bourne opn- aði með stofnlykli. Hann hafði meðferðis pappahyl'kið. Eva sat f stól og sneri að dyrunum. „Heppnaðist það?“ hrópaði hún og hljóp í fang ho.num. Hann greip ihana léttilega, lyfti hen.ni upp og kyssti hana. með töluverðum hita. Hann setti hana aftur í stól- inn og hélt á pappahylkinu, rétt eins og liðsforingi að sýna nýliða riffil. „Þetta er -nýja hylk- ið“, sagði hann. „Það er alveg eins og gamla hylkið, en í því eru öll þrjú málverkin. . . . Vel- azquez sem ég va-r að ná í, Zurbarán frá því síðast og E1 Greeo frá því í fyrsta skipti. Öll þrjú fara út úr landinu sam- tímis og áhættan minnkar um tvo þriðju“. „Og ef ég 'verð itekin, missum við öll þrjú um' leið“. „Ég hef ekki hugsað mér að þú verðir tekin. Ég hef áform- að að þú komir öllum þremur málverkunum í gegn“. „Ekkert hef ég á móti því“. „Þakka þér fyrir. Jæja, þetta verður ósköp einfalt á morgun. Þú ferð beint til yfirtoirvhVð- arins og heldur á hylkinu fyrir f.raman 'þig eins og þú gerir ráð fyrir að hann ætli að taka það af þér. Brqstu meðan þú geng- ur til hans og láttu sjalið -renna niður af öxlunum eins og þú ert búin að æfa. Hann tekur hylk- ið áreiðanlega ekki. Það er þýð- ingarmikið að hann taki það ekki, vegna þess að það er fjór- um sinnum iþyngra en það var, og margt fól'k man ýmislegt án þess að hugsa“. „En ef hann nú tekur það?“ „Ef hann gerir sig líklegan til að taka það, áttu við? Þá s’lepp- irðu ekki takinu. Hugsaðu um prikið í boðhlaupi. Ef hann rétt- ir fram höndina, þá skipti.rðu um hönd og byrjar að taka lok- ið af. Þú dregur fram Velazquez, rétt eins og iþað væri eftirlík- ingin sem hann sá þegar þú komst frá París. Gerðu það hægt, meðan þú heldur áfram að tala um Spán og þetta dásamlega ferðalag þitt. Ef hann sýnir enn- iþá tiiburði til að athuga mynd- ina nánar, þá skaltu segja hon- um að þú hafir hitt mann í Sevilla. Spánverja. Þú hafir aldrei upplifað neitt þvílí’kt. Þetta bjargast allt ,saman“. ,,Og ef það gerir iþað ekki — á ég þá að grípa í buxurnar hans og stynja?“ „Ekki nema þú sért alveg tilneydd", sagði Bourne og lét sem hún hefði talað í alvöru. „Ég er ekkert 'hræddur við það, að hann sjái myndina. Eftirlík- ing Jeans Marie var furðulega lík. Hann sá han.a og vissi að það var mjög góð stæling. Enda veit hann sjálfsagt ósköp iítið um list. En ég vil ekki að hann ' haldi á hylkinu. Hann þek'kir öll smyglarabrögð nema iþau sem ég hef fundið upp og ef hann tekur af þér hylkið er úti um þig“. . „Er úti um okkur“. „Nei, nei, það veiztu vel. Ef annaðhvort okkar lendir innan rimlana, veitir ok’kur ekki af allri hjálp að utan sem hægt er að útveg'a“, ' „Ég var bara að gera að gamni minu“. „Ég veit það. Hvers vegna í fjandanum ertu í þessum hel- vítis kjól?“ Hún leit undrandi á hann. „Mér datt bara í hug að þú vild- ir halda þetta hátíðlegt. Mér datt í hug að við gætum kannski farið út í Villa Rosa og skemmt okkur dá?ítið“. Hún var í hvitum kvöldkjól liturinn var ekki sérlega heppilegur fyrir stórvaxna konu. Auk þess var efnið satín. Augun í Bourne voru orðin köld og ó- vinsamleg. Hann svitnaði. Enn- ið á honum var fljótandi. „Jæja, hélztu það?“ „Jim, við höfum. verið gift næstum tiu mánuði og ég sé þig aldrei nema tvo daga í einu“. Þesgi; asöMunarorð leysty iúr læðingi alla spennu Bournes. Ilann fór, að tala með .hárri, &Vi««fei8i-i ríkidú. Ef'tir :álla' þessa nauðungarþögn var eins og orð- in streymdu fram gegn vilja hans. ,.Ef við tvö sjáumst saman, er alveg víst að annaðhvqrt okkar eða bæði verða dæmd i ævilangt fangelsi hér á Spáni. Yfirtóll- vörðurinn þekkir þig. Við sáum um það. Starfsfólkið hér á hótel- inu man eftir þér og að minnsta kosti þekkir það mig. Ef fólkið sem stolið hefur verið frá, kemst nokkurn tíma að Því, að það eru eftirlíkingar á veggjum þess í stað frummynda, þá er fjandinn Tekst Akurnesmgum að komast í úrslifc? t» laus. Lögreglan getur verið býsna þrautseig. Fyrr eða síð- ar nær hún tali af yfirtollverð- inum. Fyrr eða síðar verða spor þín rakin hingað á hótelið. Ef ég er svo eini maðurinn sem þú hefur sézt með í Madríd eða á öllum Spáni, þá er málið aug- ljóst. Spánverjarnir gefast aldrei upp þegar Velazquez eða Greco eru annars vegar. Það er lið- ur í þjóðerniskennd þeirra“. Hann þarði hnefanum í kommóðuna. Hreyfingar hans úrðu örari, því meira sem 'hon- um hitnaði í hamsi. „Og hvem fjandann ættum við svo sem að halda hátíðlegan? Við erum með þrjú spænsk meistaraverk á hótelherbergi. Þau eru enn, , á Spáni;. Vinnan byrjar fyrst fyrir .a}vöruH-þeggg, við erurn.-þúim að Mpma.þeim. ún landi. Hvar er haegt að selja þjóðardýrgripi? Hvar er hægt að fá peninga fyrir Erelsisstyttuna eða brezku krúnudemantana eða lík Lenins? Þú veizt það ekki. Enginn veit. það nema' ég. Þú veizt það ekki og Jean Marie veit það ekki. Hann er i fram- leiðslunni. Þú ert vikastelpan. Ég igeri alla áætlunina, ég stal málverkunum, ég lagði fram peningana, ég tek áhættuna og enginn nema ég getur komið myndunum í verð. Þú ert vika- stelpa, hreint ekkert annað. Þú ert þýðingarminnsta manneskj- an, sú sem hægast er að kom- ast af án, i öllu þessu brjálæð- islega fyrirtæki“. 9. RÁÐSTEFNU Menningartengsla Islands og Ráðst j órnar ríkj anna verður slitið að Hótel Borg, m'ánudaginn 24. september kl. 9 síðdegis ÞAR KEMUR FRAM ÓPERUSÖNGVARINN TIJT KUUSIK frá Akademiska óperu- og ballettskólanum í Eistlandi. Allir MÍR-félagar eru velkomnir AÐGANGUR ÓKEYPIS. MEÐUim KMMElMÚSlIKLÚBBSmS eru beðnir að vitja ársskírteina sinna í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Fyrstu tónleikar klúbbsins verða í samkomusal Melaskól- ans fimmtudaginn 27. þ.m. og leikur þá .hinn ameríski La Salle etrokkvartett. í Sunnudagur 23. september 8.30 Létt morgunlög. 9.10 Morguntónleikar. a) Frá tónlistarhátíðinni í Björgvin í sumar: Hljóm- sveitin Harmonia leikur sinfóníu fyrir strengja- sveit eftir Knut Nystedt; Arvid Fladmoe stj. — og Aase Nordmo Lövberg syngur lög eftir norræn tónskáld. b) Frá tónlistarhátíðinni i Prag i vor: Píanókonsert nr. 1 í C-dúr op. 15 eftir Beethoven. 11.00 Messa í Neskirkju. Séra Jón Thorarensen, Organ- leikari: Jón ísleifsson. 14.00 Miðdegistónleikar. . a) Píanókvintett í A-dúrop. 114 (Silungakvintettinn) eftir Schubert. , b) Aksel Schiötz syngur ar- íur úr óperum eftir Mozart. c) Sinfónía nr. 98 í B-dur eftir Haydn. 16.20 Færeysk messa (Hljóðrituð í Þórshöfn). 16.50 Útvarp frá íþróttaleikvang- inum í Reykjavík: Sigurð- ur Sigurðsson lýsir síðari hálfleik í knattspymu- keppni Akurnesinga og K.R.-inga. 17.40 Barnatími (Skeggi Ásbjarn- ' arson): a) „Snepill og Von“, frá- sögn Lilju Kristjánsd. b) Úr póstkassanum. c) Nemendur í Barnamúsík- skólanum leikaog syngja. d) „Sendibréf úr sumar- dvöl“, smásaga eftir Halldóru B. Björnsson (Elfa Björk Gunnarsdótt- ir les). e. „Göng'ur“, frásögn Karls Finnhogasonar skóla- stjóra. 18.40 „Háni, krummi, tíhundur, svín“: Gömlu lögin sungin og leikin. 20.00 Eyjar við ísland; VII. er- indi: Málmey (Grímur Sig- urðsSön'útvár'psVirki). 20.25 'Sinfóníufíljórrisveit ‘ Islands leikur. Stjórnandi: Dr. Ró- bert A. Ottóson. a) „Töfraskyttan", forleik- ur eftir Weber. b) Sinfónía í C-dúr (K338) eftir Mozart. ,20.55 Meinleg örlög.: íslenzk saga frá horfinni öld. — Aðal- geir Kristjánss. cand. mag. og séra Kristján Róberts- son taka saman. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 24. september 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp. 18.30 Lög úr kvikmyndum. 20.00 Um daginn og veginn (Har- aldur Hamar blaðamaður). 20.20 Einsöngur: Paul Robeson syngur. 20.40 Erindi: Gengið upp að Görðum; fyrri hluti (Ölafur Haukur Árnason skólastjóri á Akranesi). 21.05 Tónleikar: Hljómsveitin Philharmonia. í Lundúnum ileikur tvö verk eftir Bala- ,kirev. Stjórnandi: Lovro von Matacic. á) „Rússland", sinfóniskt Ijóð. jb) „Islamey", austurlenzk fantasía. 21.30 Útvarpssagan: „Frá' ‘vöggu til grafar“ eftir Guðm.und ‘G. Hagaíín...... 22.10 Um fiskinn (Stefán Jóns- son fréttamaður). 22.30 Frá tónlei'kum í Austurbæj- arbíói 5. þ.m.: Karel Sne- bergr prófessor frá Prag og Árni Kristjánsson leika saman á fiðlu og píanó. a) Sónata í A-dúr eftir Franz Benda. b) Sónata í G-dúr eftir Mozart. c) Fjögur rómantísk lög op. 75 eftir Dvorák. 23.10 Dagskrárlok. Sunnudagur 23. september 1962 — ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.