Þjóðviljinn - 23.09.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.09.1962, Blaðsíða 9
Eg skal verða góður meistari er að aðaláhugamál Listons séu slagsmál og þjófnaður. Og svo mikið er víst, að fyrsta meist- aratitilinn í hnefaleikum vann hann í fangelsi er hann var að taka út hegningu. Átján ára gamall var hann ákærður fyrir þjófnað og rán og fékk fyrir það 5 ára fangelsisvist í ríkis- fangeí'sinu í Missouri, „og þar fékk ég í fyrsta sinn almenni- legan mat,“ sagði hann alvar- legur í blaðaviðtali. Fangelsispresturinn reyndi að kenna honum að lesa og skrifa, en það mistókst. Liston hafði ekki gaman af neinu nema æfa hnefaleik og það fékk hann. Svo fór þó að hann fór að hugsa alvarlega um framtíð sína og lífið, og kom hann sér svo vel í fangelsinu að hann var látinn laus eftir tvö ár. Þegar hann kom út lagði hann stund 'á hnefateika og gerðist atvinnumaður í þeirri íþrótt. Hann tók saman við mann, sem hafði fengið dóma 26 sinnum, sem þjálfara og leiðsögumann. Hallaðist nú heldur á ógæfu- hliðina fyrir Liston og 1956 fékk hann 9 mánaða dóm fyrir árás á Jögreglumann. Eftir þá innisetu byrjaði hann fyrir al- vöru að laga framkomu sína og helga sig hnefaleikunum. Hann gerðist sigursæll og vann hvern leikinn af öðrum svo að menn urðu smeykir við hann og vildu ekki berjast við hann. Áður en þetta skeði lenti hann aftur í hópi glæpamanna, sem vafaiaust hafa ætlað að nota sér Liston. Þessir herrar sitja nú í fangelsi og eiga eftir að dúsa þar lengi, enda var einn þeirra nefndur „Keisari undir- heimanna”. Við yfirheyrslur í málum þessum sagði Liston, að hann hefði ekki haft hugmynd um framferði manna þessara, hann hefði ekki kunnað að lesa. Gegn því að gefa fyrirheit um það að „vera nú góður” í framtíð- inni var honum sleppt. í júní í fyrra var hann samt ákærður, en hann meðgekk ekk- ert og var sleppt. Og nú stendur hann við það takmark sem hefur verið draumur hans í mörg ár að fá að berjast um heimsmeistara- titilinn í hnefaleikum, og hann er ekki í vafa um það hver verður meistarinn. Flúði að heiman Því má bæta hér við að List- on er einn af 25 systkinum, fæddur í maí 1932. Faðir hans vann eins og þræll á bómullar- ekrum og var mjög strangur við börn sín. Þennan aga hefur Liston ekki þolað og þegar hann var 13 ára strauk hann að heiman af ótta við refsingar föður síns. Hann ílentist í mið- ur góðu hverfi í St. Louis og óx þar upp, varð mikill vexti og sterkur, og allir voru hrædd- ir við hann sem ekki voru vin- ir hans. Þetta hefur ekki verið góður undirbúningur undir framtíð hans og þess vegna hef- ur hann ekki haft gott orð á sér sem borgari. Slæ Patterson út í fjórðu lotu Fréttamaður frá sænska í- þrótlablaðinu hefur nýlega átt viðtal við Liston og er að uokkru stuðzt við þá grein og viðtal í því sem að framan greinir, en sjálft samtalið milli Listons og blaðamannsins var á þessa leið: Spumingunni um þaA hvern- ig leikurinn mundi fara svarar Sonny: — Auðvitað vinn ég! Getið þér virkilega látið yður detta annað í hug? Hann beið ekki eftir svari, en hélt áfram: Víst er Patter- son góður hnefaleikari. Yfir- leitt mjög góður hnefaleika- maður. En ég er betri! Ég er beztur í heiminum! Allt í lagi, Sonny, þú slærð Floyd út og verður heimsmeist- ari, og hvað skeður svo? Þá mæti ég hverjum sem er. Ég vinn alla! Líka Ingimar Johannsson? Jájá, og í sannleika sagt vildi ég helzt mæta Ingimar, þegar ég hef slegið Pattérson út. Og mér væri meir en sama þó það yrði í Svíþjóð, aðeins ef ég fæ það vel borgað. Þegar við förum aftur að tala um leikinn við Floyd. bað- ar Sonny út höndunum og seg- ir: Það eina sem þarf er dómari sem getur talið upp að 10. Þú vilt nota sérstaka hanzka, sem þeir Floyd-menn ekki vilja samþykkja, hvað segir þú um það? Mig varðar ekkert um það Framhaid á 10. síðu. Sonny Liston er 212 pund að þyngd en Patterson „aðeins” 190, svo Liston ætti að hafa þar nokkurt „forskot”. Aðalkostir Pattersons þegar til orustunnar kemur eru taldir, að hann hafi betri fótahreyfingar, og að hann hefur keppt í lægri flokkum og keppt lengur en Liston. Liston er talinn hafa hægari hreyf- ingar en högg hans eru snögg og þung. íþróttaritstjóri New .York Times dáðist að höggkrafti List- ons. Annars er stíll hans hinn venjulegi nokkuð uppreistur með vinstri hönd og fót fram. Stíll Pattersons er nokkuð annar, og hann hefur sinn eig- in stíl þar sem hann er með báða fætur jafnframarlega, með skrokkinn beygðan fram og hef- ur andlit sitt bak beggja hanzk- anna. Þannig er hann talinn betur undir sókn búinn með hvorri hendinni sem er. Drengjameistaramót íslands 1962 fór fram á Akureyri dag- ana 1.—2. september. Þátttaka varð góð á mörgum greinum og árangur sömuleiðis. Mesti afreksmaður mótsins var Kjart- an Guðjónsson, KR, sem sigr- aði í fimm greinum og varð annar í þeirri sjöttu. 100 metra hlaup: Þátttakendur voru 16. ís- landsmeistari varð Skafti Þor- grímsson, ÍR. Skafti Þorgrímsson, ÍR 11,6 Höskusdur Þrásnss., HSÞ 11,7 Skúli Sigfússon, ÍR, 11,8 200 metra grindahlaup: Þátttakendur voru 5. íslands- meistari varð Kjartan Guð- jónsson, KR. Kjartan Guðjónsson, KR 27,1 Skúli Sigfússon, ÍR 29,5 Rcynir Hjartarson, ÍBA, 29,7 800 metra lilaup: Þátttakendur voru 4. íslands- meistari varð Ingimundur Ingi- mundarson, HSS. Ingim. Ingimimdarson, 2.20.6 Einar Haraldsson, ÍBA 2.21.7 Baldvin Kristjánsson 2.21.9 Hástökk: Þátttakendur voru 14. ís- landsmeistari varð Sigurður Ingólfsson, Á. Sig. Ingólfsson, Á. 1.70 Sólb. Jóliannesson, UMSE 1,65 Jón Iijartansson, Á. 1.65 Kúluvarp: Á þriðjudaginn kemur fer fram hnefaleikakeppni í Banda- ríkjunum sem vekur mikla at- hygli, en það er viðureign þeirra Floyd Pattersons og Sonny List- ons, en sem kunnugt er þá er það Patterson sem á að verja titilinn í þungavigt. Um keppni þessa er mikið rætt og ritað í blöðurn, og víst er það að keppni í þungavigt í hnefaleikum atvinnumanna vekur athvgli um allan heim þar sem íþróttir eru stundaðar, og þá sérstaklega hnefaleikar. Þeir hafa nú báðir hætt hin- um hörðu æfingum sínum fyrir nokkrum dögum og hafa þeir tilkynnt að þeir séu í góðri þjálfun, og ýmsir halda því fram að þetta verði „allra tíma” bezti Jeikur. Aðrir eru ekki þeirrar skoðunar og telja að það sé auglýsingaforellan gamla sem fylgir öllum slíkum leikj- um. Þátttakendur voru 10. ís- landsme'stari varð Kjartan Guðjónsson, KR Kjartan Guðjónsson, KR, 16.18 Guðm. Guðmundsson, 13,75 Þorv. Benediktsson, 13,37 Framhald á 10. síðu. Verðlaunaafliending í spjótkasti: Ingi Árnason, iBA, er varð annar, sigurvegarinn Kjartan Guðjónsson, KR og Gestur Þor- steinsson, UMSS. — (Ljósm. Þjóðv.). vonda og góða í sumum blöðum hefur mátt sjá leik þennan nefndan leik- inn milli þess „vonda og þess góða”. Þetta ber að skilja á þann hátt að Patterson er tal- inn sérlega drengilegur maður í allri framkomu sinni og vin- sæll sem góður borgari. Það verður ekki sagt um List- on sem hefur 19 sinnum lent i höndum lögreglunnar, en sagt Leikur milli hins Drengjameist - aramót íslands j« Sunnudagur 23. september 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (Q

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.