Þjóðviljinn - 23.09.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.09.1962, Blaðsíða 6
þlðÐVlUINN Utgefandi Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb.) — Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 55.00 á mýnuðc.> . J ' Stefnuyfirlýsing s Sambandsstjórnar /Álíklegt er að margir taki mark á þeim áróðursgus- ^ um sem ganga reglulega aftur í blöðum íhaldsins og Alþýðuflokksins Iþegar kjósa skal stjórnir verkalýðs- félaganna eða fulltrúa á Alþýðusambandsþing. Þá er í nokkrar vikur bornar á borð sömu áróðurstuggurnar ár eftir ár, fullyrðingar um „óstjórn" á Alþýðusam- bandinu eða einstökum verkalýðsfélögum. Þegar sömu ásakanirnar eru búnar að birtast þannig ár eftir ár, alltaf af þessum sömu tilefnum, og það þó efni þeirra hafi verið marghrakið, er ekki að furða þó áróðurinn verði bragðdaufur og missi marks. Það sýnir líka bezt alvöruna að baki og hve ritarar fhaldsblaðanna trúa lítið á áróðurinn sjálfir, að jafnskjótt og kosninga- baráttu er lokið eða búið að semja 1 kjaradeilu, gleym- ast ásakanirnar um „óstjórnina" venjulega þar til er- indrekar auðbraskaranna í landinu fá á ný sérstakan áhuga á verkalýðsmálum. ¥jað mundi æra óstöðugan að eltast við að svara þess- r um áróðri sem venjulega er sambland úr persónu- níði, hreinum tilbúningi og rangfærslum, enda lætur enginn sér það til hugar koma. En það mun vekja at- ihygli að óhróðursgusum afturhaldsblaðanna nú undan- farið um stjórn Allþýðusambandsins og störf hennar svarar stjórn Alþýðusambandsins með stefnuyfirlýs- ingu um þau mlál, sem helzt hafa verið til tekin í áróðrinum, þar sem lögð er áherzla á kjarabaráttuna, baráttu gegn ofþrælkuninni með styttingu vinnutím- ans án skerðingar íheildarteknanna, um takmörkun ibarnavinnunnar, um afstöðuna til vinnurannsókna og hagræðingar í atvinnulífinu, um orlofsíheimilismálið og fleira varðandi störf á næsta kjörtímabili. ¥ stefnuyfirlýsingunni tekur stjórn Alþýðusambands íslands eindregna afstöðu gegn innlimun íslands í Efnahagsbandalag Evrópu. Um það segir m.a. í yfirlýs- ingunni: „Ekkert mál sem nú er á dagskrá, er að dómi miðstjórnar eins örlagaríkt íslenzkum veúkalýð á sjó og landi eins og afstaðan til Efnahagsbandalagsins. Þarf ekiki á annað að minna í því sambandi en þau ákvæði ítómarsáttmálans að tilfærsla fjármagns og vinnuafls skuli vera frjáls milli allra bandalagsríkj- anna og innan Efnahagsbandalagsins s'kuli ríkja alls- herjarjafnrétti í fiskveiða- og landlhelgismálum. Eða mundi ekki fljótlega að íslenzku sjálfstæði þrengt ef útlendir gætu keypt hér og stofnað fyrirtæki, og þá auðvitað vinsað úr það arðvænlegasta, útlendur verka- lýður ií hundraða og þúsunda tali gæti boðið hér fram vinnuafl sitt, og útlend auðfélög gætu stefnt stórút- gerð sinni á íslandsmið með sama rétti og Islending- ar sjálfir“. . . . „Miðstjórnin mun af þessum og mörg- um öðrum rökum taka ákveðna afstöðu gegn hvers konar aðild íslands að Efnahagsbandalagi Evrópu'*. T lok stefnuyfirlýsingar sinnar leggur miðstjórn Al- þýðusambandsins áherzlu á, að um hinar stærstu á- kvarðanir innan verkalýðshreyfingarinnar skuli hér eftir sem hingað til höfð sú lýðræðislega og félagslega aðferð að „kveðja til forystumenn verkalýðsfélaga og kalla saman ráðstefnur, er marka skuli stefnu í þýð- ingarmiklum málum, eins og verið hefur háttur henn- ar og svo sem gert var á þessu kjörtímabili sem nú er að Ijúka“. En þannig hefur einmitt verið farið að, og' fátt sýnir betur haldleysið í áróðrinum um pólitíska misnotkun en sú staðreynd að á slákum ráðstefnum hafa hinar mikilvægustu ákvarðanir oftast verið tekn- ar einróma, enda þótt meðal -forystumanna verkalýðs- félaganna séu menn úr öllum flokkum. 'íl’ Eiríks -Þann 30. ágúst 1961 bar bað til tíðinda á þjóðminjasafn- inu danska, að þangað kom kontorchef N. O. Christensen frá Græniandsráðuneytinu með böggul undir hendinni. Hann afhenti verndurum þjóðminja böggulinn og bað þá að gæta innihaldsins vel og vandlega, þvi það v-æri höfuðkúpa Eiriks rauða. I bögglinum var vissulega höfuðkúpa, en á henni var ekk- ert beviís um nafngiftir. Það kom í ljós, að Ohristen- sen sikrifstofustjóri var alls ekki að hæðast að safnvörðun- um og ætlaði því síður. hins vegar vissi hann ekki betur, en höfuðkúpan sú arna gseti alveg eins verið af Eiríki rauða eins og einhverjum öðrum. Hún hafði þá nokkru áður -komið upp úr túninu í Qagssiarssuk eða Brattahlíð á Grænlandi. f fyrra sumar var grafið fyrir skóla á túninu í Bratta- h’jíð. Verkinu var skammt kom- ið, (þegar gröftur tók að ko-ma upp m-eð moldinni. Djákninn é staðnum, Lars Motzfeldt, sá af hyggjuviti sinu, að hér var um grafreit að ræða, Það voru bein fornra Bratthliðinga, -sem voru að koma á yfirborðið. Hann stöðvaði verkið og fór yfir á flugvöllinn við Narssars- suaq, en þar var Christensen skrifstof-ustjóri á leið til Kaup- mannahafnar. Þannig komst höfuðkúpan í hendur hans. Fyrirhuguðu skólahúsi var valinn annar staður, því að ekki þótti við eiga að reisa það á höfði Eiriks rauða. Jarð- |Það var fleira en kirkjugarður prafiö úr jörð í Brattalilíð síðastliðið sumar. Aíkomendur Eiríks rauða urðu ekki mjög langlífir í landinu. Við túnfótinn í iBrattaiilíð fur.dust allmiklar rústir eftir byggð Kalatd’.ita, liins grænlenzka eskimóakynstofns, sem kom að norðan og' lagði strandlengjuna undir sig norðan frá Pearylandi og suður að Hvarfi. Hér er einri Þeirra á nistum for- feðra sinna. Þær teljast frá 16. eða 17. ö!d. Ef til vill munu for nminjarannsóknirnar, sem hafnar voru í Brattahlíð í sumar, varpa ljósi á það hver urðu örlög Grær.iendinga hinna fornu að lokum. — (Ljósm. B. Þorsteinsson). Kaþólskur trúboði, Michael Wulf, stendur hér á altarishellunni í rústum Þjóðhildarkirkju, þar sem skemaðurinn stóð forðum og boðaði Grænlendingum fagnaðarerindið, |en hinir fornu áheyr- endur og trúskiptingar reka sumir hauskúpurnar upp úr mold- inni í kring. Því miður er séra Michael Wulf (eigi svo máttugur, að hann geti fengið hina fornu Bratthlíðinga til þess að mæla, en hann er fomfræðingur og segir forvitnum ferðamanini margt um heilsu þeirra og útlit. (Ljósm. B. Þorsteinsson). Skólastjórar gagnfrædestigs- ins stofna með sór félag Dagana 18.—19. þ. m. var lialdinn í háskólanum stofn- fundur Félags skólastjóra gagnfræ'ðastigsins. Hafði nefnd frá Skólastjórafélaginu í Reykjavík og Félagi héraðs- skólastjóra undirbúið félags- stofnunina. Fundarstjóri var Árni Þórðarson skólastjóri Ilagaskóla en fundarritari Ól- afur Þ. Kristjánsson skó'.a- stjóri Flensborgarskóla. Félagsmenn í hinu nýja fé- lagi geta verið skólastjórar héraðs- og gagnfræðastigs- skóla, sem hafa setta eða skip- aða kennara við gagnfræða- stigið. Er tilgangur félagsins að efla viðgang þessara skóla og standa vörð um hagsmuni þeirra. Hyggst féíagið vinna að auknu samstarfi skólanna og -að bættum kjörum og starfs- skilyrðum skólastjóra og ann- arra starfsmanna skólanna. Fræðslumálstjóri mætti á fundinum og ræddi við skóla- stjórana ýmis vandamál skól- a-nna, svo sem húsnæðismál og samræmingu námsefnis og prófa. Ýmis mál voru rædd á f'undinum og var lögð áherzla á nauðsyn þess, að starf kenn- arastéttarinnar yrði meira met- ið en nú er og stéttinni skip- aður hærri sess í þjóðfélaginu en hingad til hefur verið 26 skólastjórar héraðsskóla, gagnfræðaskóla og miðskóla sóttu funcþnn víðsve-gar að af landinu og þrír aðrir skóla- stjórar sendu skriflegar óskir um að gerast félagsmenn. For- maður fétagsns var kjörinn Arni Þórðarson, skólas-tjóri Hagaskóla, en aðrir ú stjórn eru: Jón Á. Gissurarson, skóla- stjóri Gagnfræðaskólans við Lindargötu, Jón R. Hjálmars- son, skóiastjóri Skógaskóla, Magnús Jónsson, skólastjóri Gagnfræðaskóla verknámsins og Þórarinn Þórarinsson, skóla- stjóri á Eiðum. fræðingum, sem voru að leita að úraníum utar með firðinum, var stefnt til Brattahláðar, en fom’.eifafræðingum var ekki til að tjalda á Grænlandi í fyrra haust. Þeir gengu úr skugga um, að þarna í Brattahliðar- túninu var forn kirkjugarður, margar grafir frá kristnum sið. 1 sumar komu fornleifafræð- ingar og manpfræðingar af ýmsum þjóðlöndum til Bratta- hlíðar, meðal annars Kristján Eldjiárn af. íslandi, og þar var unnið ósleitilega að fornminja- rannsóknum undir forustu Dana. metrar að flatarmáli. Á gólfi var langeldur. Áður hafði allmikið verið unnið að fomrninjarannsóknum í Brattah’.íð. Þar hafði m.a. fundizt skálatóft. sem talin var frá iþví um árið 1000 eða frá dögum Eiríks. Skammt þaðan eru rústir steinkirkju og töldust frá 13. öld, en undir grunnfleti hennar fundust rústir annarr- ar steinkirkju minni, og var hún talin frá 12. öld. Elkki er ta’.ið, að Grænlendingar hafi reist neina steinkirkju fyrir aldamótin 1100. Hverju ber að trúa? Nú fóru menn að rýna að nýju í fornar sögur. Sumir telja fræðimönnum það til ósvífni að bera brigður á það, sem stendur í fornum sögum. Nú er- svo mál með vexti, að flest það, sem við vitum eða teljum okkur vita um forna tíma, landnám á Grænlandi og söguöldina á ísiandi t.d., á rætur að rekja til íslenzkra fornbókmennta og fornminjarannsókna, en þess- um ágætu heimildum ber ekki saman; þar fer tvennum og jafnvel þrennum sögum af fjöl- mörgum einstökum atburðum. Menn eru yfirleitt alls ekki að bera brigður á fnásagnirnar, iheldur metast þeir um það, hverju þeir eigi að trúa. Þetta vandamál ákýtur strax upp kolli, þegar ákvarða skal lík- índi þess, að fornfræðingar 'hafi handleikið höfuðkúpu Ei- ríks rauða. Þjóðhildarkirkja í sögu hans segir frá því, að sonur hans Leifur dvaldist með Ólafi ko.nungi Tryggva- syni í Noregi; ,,Eitt si.nn kom konungur að máli við Leif og sagði: „Ætlar þú til Grænjands í sumar?“ „Það ætla ég“, sagði Leifur, ,,ef það er yðar vilji“. Konungur svarar: „Ég get, að það muni vel vera, og skaltu þangað fara með erindum mín- um að boða þar kristni". Leifur kvað hann ráða skyldu, en kveðst hyggja, að það erindi myndi torflutt á Græn’.andi. Konungur kvaðst eigi þann mann sjá, er betur væri til fallinn en hann, —■ „og muntu giftu til bera“. „Það mun þvi aðeins", segir Leifur, „ef ég nýt yðar við“. Lætur Leifur lí haf og er lengi úti og hittir á lönd þau, er íhann vissi áður enga von til. Voru þar hveitiakrar sjá’.f- sánir og v'ínviður vaxinn. Þar voru þau tré, er mösurr iheita, o.g höfðu þeir af þessu öllu merki, sum Iré svo mik- il, að í hús voru lögð. Leifur fann menn á skips- flaki og flutti heim með sér. Sýndi hann í því hina mestu stórmennsku og drengskap sem mörgu öðru, er hann kom kristni á landið, og var jafn- an síðan kaJlaður Leifur heppni. Leifur tók land í Eiríksfirði og fór heim kíðan í Bratta- hliíð. Tóku þar allir menn vel við honum. Hann boðaði brátt kristni úm landið og almenni- lega trú og sýndi mönnum orð- sending Ólafs konungs Tryggvasonar og sagði, hversu mörg ágæti og mikil dýrð fylgdi þessum sið. Eiríkur tók því máli seint, að láta sið sinn, en Þjóðhild- ur gekk skjótt undir og lét gera kirkju eigi allraærri hús- unum. Það hús var kallað Þjóðhildarkirkja. Hafði hún þar frammi bænir sínar og þeir menn. sem við kristni tóku. Þjóðhildur vildi ekki sam- ræði við Eirík. siðan hún tók trú, en honum var það mjög móti skapi. (Eiríks saga rauða, 5. kap). Tók Eiríkur rauði kristni? í Ólafs sögu Tryggvasonar í Flateyjarbók eru enn frásagn- ir af þessum atburðum. Það sama sumar sendi hann (þ.e. ÓJafur konungur Tryggva- ■son) Gissur og Hjalta til ís- lands, sem áður er ritað. Þá .sendi Ólafur konungur Leif til Grænlands að boða þar kristni. Fékk konungur honum prest og- nokkra aðra vígða menn að skíra þar fólk og kenna því trú rétta. Fór Leif- ur það sumar til Grænlands og tók í hafi skipshöfn þeirra manna, er þá voru ófærir og íágu á skipsflaki. Ko.m hann að áliðnu því sumri til Græn- lands og fór til vistar í Bratta- hlíð til Eiríks, föður síns. Köll- uðu menn hann síðan Leif hinn Kirkjur í Brattahlíð Á margnefndu túni í Bratta- h’ið fannst dá'íti'1' kirkjugarð- ur, og er áætlað. að þar séu grafnir um 100 Bratthliðingar. í kirkjugarði þesssum hefur ; staðið dálítið bænhús, ekki ó- svipað bænhúsinu á Núpstað, sem margir hafa séð hér á landi. Innanmál kirkju þessar- ar hefur verið um 3x6. m tæp- Jega iþó eða milli 12 o,g 15 fer- MLJ'.'ÍJSJJi Þcrsteinsson sagnfræSlisg heppna, en Eiríkur, faðir hans, sagði, að það væri samskulda, að Leifur liafði borgið skips- höfn og gefið mönnum lif, og það, að hann hefði flutl ske- mann til Grænlands. Svd kall- aði hann prestinn. En þó af ráðum og áeggjan Leifs var Eiríkur skírður og allt fólk á Grænlandi. (Flateyjarbók, 352 kap. Ólafs sögu Tryggvasonar.). Ekki er þar með al’.t upp tal- ið, því að Grænlendinga saga minnist hvergi á kristniboð Leifs heppna, og í fornu riti um sögu Noregs segir, að ís- lendi.ngar hafi styrkt Grænland kristinni trú, 'þ.e.a.s. að þeir hafi kristnað Grænlendinga. „Grænland var þá kristnað, en þó andaðist Eiríkur rauði fyrir kristni“. (Grænlendinga saga 5. kap.). „Þar í frá er Græn’.and skil- ið af gaddfreðnum tindum, en það þjóðland fundu og byggðu íslendingar 0g styrktu það kristinni trú. Það er hinn vest- asti jaðar Evrópu óg teygir sig nærri til Afráku eyjanna, þar sem hafsmegin ryðst inn, þegar flæður sjávar er“. (Histo.ria Norwegiae). Nú telja menn, að Grænlend- inga saga sé elzt að stofni þeirra heimilda, sem fjalla um þetta efni, og runnin beint frá Þorfinni karlsefni. Það verður því að teljast sennilegt, að Ei- ríkur hafi dáið heiðinn. Allt um það getur verið, að niðjar hans hafi holað honum niður ií kirkjugarð að lokum. en a’.lt er það m.iög óvíst. Sennilega hefur því enginn litið bein Eiríks rauða enn sem komið Rústirnar Kirkjurústirnar. sem fundust í Brattahlíð síðastliðið sumar eru tvímælalaust þær e’.ztu sinnar tegundar, sem menn þekkja á Grænlandi. Þær hafa verið kenndar við Þjóðhi’.di, konu Eiríks, og nefnast Þjóð- hildarkirkja. Rústir þessar eru „eigi aJlnærri“ hirum fornu Brattc h Jðarhúsum. þótt kirkj- an hafi sézt frá bæium. Svo mikið var ekki va’d hins forna víking-3 í e’V.nni, að hann gæti bægt hinum nýja sið með öllu úr augsýn sinni. Ingólfur land- námsmaður og Eiríkur rauði höfðu báðir ’.eitað styrks fornra goða í fannraunum os leiðöngr- um um ókunn lönd o.g siglt skipum sínum heilir til hafna. Þeir gerast tryggir að trúa goð- unum, og Eiríkur er ekki fá- anlegur til trúarskiptanna. Síðar þegar kirkjan var ekki framar þyrnir í augum hús- ráðandans í BrattahUð, þá var hún flutt og reist nieð virðu- legra sniði heima við bæinn. Þjóðhildarkirkja telst frá fyrstu áratugum 11. aldar. Græn’and er numið á 9, tUg 10. aldar, svo að ýmsir af landnámskyns’.óðinni hafa feng. ið leg í kirkiugarði hennar. Það er því ærið forvitnilegt að kynnast því, hvernig fólk þetta var á vel’.i. Enn er þeim rann- sóknum ekki lokið. Þó hefur komið í Ijós. að sumir hinna fornu Grænlendinga voru ekki nein smámenni. Á meðfylgj- andi mynd gægist einn þeirra úr gröf sinni. Hann reyndist 190 sm á lengd, og var heina- grindin skírð Magnús eða hinn mikli. Við h’ið hins mikla manns liggur annar. sem ekki hefur verið burstaður í fram- an, þegar myndin var tek- in. Björn Þorsteinsson. Handsða- og myndlistarskélinn I sumar lögðu allmargir ferðamenn leið sina a ð Brattahlíð við Eiríksf jörð til þess að hylla Eirík rauða og skyggnast í kirkjugarðinn henaar Þjóðhildar, en þar flettu fornleifafræðingar ofan af beinagrindum fornra Græniendinga. (Ljósm. B. Þorsteinsson). Framhald af 12. síðu. erindi um ýmis viðfangsefni á sviði lista, sem á dagskrá eru hverju sinni Einnig verða sýnd- ar skýringamyndir og að lokum verða frjálsar umræður. Aðgang að umræðukvöldunum hafa nem- endur og kennarar skólans svo og . áhugamenn um listir utan skólans. Nýjar deildir við skólann í vet- ur eru hagnýt grafík og tízku- teiknun, og ennfremur eru um- ræðukvöldin nýjung. Breytingarnar Skólastjórinn kvað breytingarn- ar við skólann miða að því að samræma það námsskrám við hliðstæða skóla erlendis ' svo að nemendur héðan geti haldið á- fram námi ytra, ef þeir kjósa, í beinu framhaldi af náminu hér. Þá sagði skólastjórinn, að enn vantaði ýmsar deildir við skólann, svo sem í plastik, skúlp- túr, en vegna húsnæðis'eysis og fleiri orsaka væri ekki hægt að starfrækja kennslu í þeirri grein í vetur. Yfirkennari við skólann er Sigurður Sigurðsson listmálari en auk þess eru við skólann í vetur nær 20 kennarar, flestir stundakennarar. Sunnudagur 23. september 1962 — ÞJÓÐVILJINN — C7i g) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 23. september 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.