Þjóðviljinn - 03.10.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.10.1962, Blaðsíða 5
Brighton BRIGHTON 110. Á þingi brezka Verkaniannaflokksins, sem sett var í Brlghton í dag, gagnrýndi formaður fiokksins, Harold Wil- son, stjórn Macmillans harðlega fyrir afstööu hennar til Efna- hagsbandalags Evrónu. W.lson sagði að það væri stjórn Macmillans og undir- lægjuhætti hennar að kenna, að Bretar skyldu hafa náð svo lé- legum árangri í viðræðum sín- um við Efnahagsbandalagið. Stjórnin væri greinilega þeirrar skoðunar, sagði ’hann, að Bret- land væri algerlega úr sögunni, ef það fengi ekki aðild að bandalaginu. Bretar ættu þvert á móti að vera í fylkingar- brjósti Evrópuríkja, en ekki láta önnur segja sér fyrir verkum. Þó að menn greini á um af- 28. atémsprengja WASHINGTON 2/10 — Banda- ríkjamenn sprengdu í dag enn eina kjarnorkusprengju í and- rúmsloftinu yfir Johnsto.ri-eyju á Kyrrahafi. Sprengjan mun hafa verið sem svarar nær milljón lestum af TNT sprengi- efní að styrkleika. Þetta er 28. kjarnorkusprengj- an, sem Bandaríkjamenn sprengja síðan 11. júlí í sumar. nni d f o stöðuna til brezkrar aðildar að bandalaginu, sagði Wilson, ættu allir að geta verið á einu máli um, að Bretar m-ogi alls ekki ganga í það, ef það hefði í för með sér, að þeir yrðu að snúa baki við öðrum löndum heims. Hann tók fram að ef Verka- mannaflokkurinn teldi skilyrði þau sem bandalagið setti Bret- um vera óaðgengileg, myndi hann krefjast þess að málinu yrði skotið fyrir æðsta dómstól þjóðarinnar, þ.e. kjósendur. Milli Hiélsingborg og Helsingör Hálsingborg. — Nefnd sænskra J anir verði í heild lagðar fram í júlímánuði næsta ár, iþannig að yfirvöld landanna geti skömmu síðar fellt sinn úrskurð. og danskra sérfræðinga hefur ^ nú fullgert áætlun um smíði Geóslaverkunin hún vex a NEW YORK — Þar sem menn þekkja engin ráð til að hindra skaðleg áhrif geislunar r andrúnis- loftinu vegna kjarnorkusprenginga, þá er það brýnt, bæði fyrir núverandi og komandi kynslóð- ir, að hætt verði öllum kjarnavopnatilraunum. Á þessa leið segir í skýrslu Vísindanefndar Sameinuðu þjóð- anna, sem nýlega hefur verið birt. Þetta er önnur skýrsla nefndarinnar um áhrif geislun- ar. í niðurstöðu nefndarinnar segir að fullsannað sé nú, að geislun hafi margvísleg skaðleg áhrif, jafnvel þótt ekki sé um að ræða nema lítið magn, og í því sambandi nefna visinda- mennirnir m. a. krabbamein, hvítblæði og arfgenga eiginleika, en stundum sé erfitt að greina áfleiðingar geislunar frá öðrum Framhald á 10. síðu. brúar yfir Eyrarsund. Nefndar- menn eru sammála um að heppilegast sé að smíða brú milli Hálsingborg í Svíþjóð og Helsingör í Danmörku. Sérfræðingar hafna sem sagt hugmyndinni um brú milli Kaupmannahafnar og Malmö. Aðalástæðan fyrir því er sú, að þá hefði orðið að flytja Kastrup- flugvöll til Saltholm. Ef slíkt hefði verið ákveðið, hefði Salt- holm orðið flughöfn bæði fyrir Danmörku og Svíþjóð. Bæði dönsku og sænsku jám- brautirnar hafa stutt hugmynd- ina um brú milli Hálsingborg og Helsingör. Slík brú yrði bæði með bílabrautum og járnbraut- arlínum. Hún myndi kosta um 500 milljónir sænskra kr. (um 5 milljarðar ísl. kr). ; pert er ráð fyrír að brúin verði fullgerð árið 1975. Sám- kværnt útreikningum sérfræð- inga er ekki hægt að smíða brúna á skemmri tíma en sjö árum. Líklegt er þó, að það taki 9—10 ár að fullgera brúna. Þá er búizt við að framkvæmd- ir geti ekki hafizt fyrr en vorið 1965. Lokaáætlunin um brúna verður lögð fyrir sænska ríkis- daginn og danska þjóðþingið, og framkvæmdir :eru auðvitað háð- ar samþykki þinganna. Búizt er við að allar teikningar og áætl- Um síðustu helgi hófst lands- mót brezkra striplinga. Þeir hafa átt nokkuð erfitt uppdrátt- ar í sumar sökum kúlda. — Eg man vai-la eftir sumri sem rcynzt hefur okkur stripl- ingum verra en þetta, sagði Frank Mitschell varaformaður Ritishoo-sólklúbhasambandsins. — Það hefur sannarlega vcrið erfitt að hafa það af. Varðandi þetta gerði hann eftirfarandi alhugasemd: — Af einhverj.um ástæðum virðast kvenkyns sóldýrkendur þola kuldann betur en karlar. Við vitum ekki hvernig á því stendur en staðreynd er það. Sums staðar í Bretlandi hefur þetta sumar verið hið kaldasta í 50 ár. í fyrsta sinn eftir 1931 néði hitinn í London ekki 27 stigum í ágústmánuði. Um það bil 100.000 Bretar eru félagsbundnir striplingar. Lands- fundarfulltrúarnir í London eru allir fullklæddir. Róm. — ítalskir smyglarar höfðu grætt sem svarar urh 200 mil'ljónum ísl. króna þegar upp komst um smyglfélagsskap þeirra fyrir skemmstu. Þetta er eitt af stærstu smyglmálum sem um getur. Smyglarar þessi höfðu einkum smyglað litlum útvarpstækjum og ljósmyndavélum til Ítalíu. Varning þennan fengu ítölsku smyglararnir hjá sérstöku jap- önsku fyrirtæki, en þeir greiddu aðeins toll af örlitlum hluta þess varnings, en langmestum bluta var smyglað til landsins. Margir hafa verið haridteknir í sambandi við þetta mál Smygl- hringurinn hafði umboösmenn um allt landið. Moskvu. •—* Átta mcrm frá Lit- hauen eru nú fyrir réiti í Kaun- as, ákærðir fvrir að hafa myrt þúsundir manna, er þeir voru meðlimir þýzkrar aftökusveitar ó heimstyrjaldarárunum. Menn þessir tólcu þátt í morð- um samborgara sinna í Kaunas- fangelsinu, segir í frétt frá Tass. Ennfremur eru þeir ákærðir fyrir að hafa tekið af lífi 2000 franska, lékkneska og austur- niska borgara og 10.000 gyðinga í „aftökuverksmiðju" í fangels- inu. Hinir ákærðu neita sakargift- um, og segjast aðeins hafa hlýtt fyrirskipunum yfirmanna. SKEPNUFOÐUROGANNAÐVERRÁ FINNSTI MATVÆLUM Á ÍTALSU RÓM — Undanfarið hefur kom- izt upp um óhugnanlcgt fram- ferði framleiðenda matvæla á italíu, og á þctta þó cinkum við um ostagerðir. Það hefur nefnilega komið í ljós að þeir blanda allskyns óþverra í osta sína og hcfur í ítölskum ost- um fundizt skcpnufóður, ban- anahýði og efni sem að jafn- aði cru notuð við framleiðslu á hárgrciðum. Því verður þó ekki haldið fram að mönnum hafi komið þetta á óvart, því að ítölsk blöð hafa árum saman hamrað á því að ostaframleiðendum héldist uppi hroðalegur sóða- skapur vegna þess hve slælegt matvælaeftirlitið væri í landinu. Stjórnarvöldin hafa hingað til ekkert aðhafzt, en hafa nú neyðzt til að taka í taumana og skipa sérstaka rannsóknar- nefnd eftir að skepnufóðrið og bananahýðin fundust í parmesanosti, sem annars hefur á sér mikið orð fyrir greði. Lögreglan i Mílanó haíði í þrjá mánuði latið rannsaka osta sem þar voru á markaðnum, og birti hinar óhugnanlegu nið- urstöður þeirrar rannsóknar 18. september s.l., en síðan hefur margt annað komið á daginn, sem sannar frekar þá staðhæf- ingu blaðanna, að lélegt eftir- lit sé með matvælaframleiðslu í landinu. Auk hárgreiðuefnisins sem notað var í suma ostana var blandað í þá óhreinindum til að herða þá. Sagt er að menn geti neytt þessara o-sta og þó haldið lífi, en hjá magaveiki og meltingartruflunum mundu þeir ekki komast. iLögreglan í Mílanó hefur einn- ig lagt hald á 25.000 flöskur af víni, sem brennsluspíritus hafði verið blandað í til að gera það áfengara. í Torino komst upp að osta- gerðir nota formalín til að verja ostinn skemmdum og er á það minnt, að formalín sé annars venjulega notað í líkhúsum til að forða frá rotnun. Bæjaryfirvöldin í Padua og Verona hafa höfðað mál gegn 270 mönnum sem vinna við mjólkurbú og eru sagðir hafa spillt afurðum búanna með ýms- um hætti. í smjörlíki héfur verið notuð feiti úr hófum hesta og asna og smjörlíkið síðan jafn- vel selt sem smjör. í Mílanó hafa 32 framleið- endur óáfengra drykkja verið kærðir fyrir að selja litað kjarnavatn sem ómengaðan á- vaxtasafa. Þar í borg hefur lögreglan . einnig lagt hald á sex lestir af osti, en þó mun það vera að- eins lítill hluti þess mengaða osts sem þar hefur verið sendur á markað. Ástæða er taUn til að ætla að vínframleiðendur á ítalíu hafi árum saman selt mengaða og spillta vöru. Af tíu vínflösk- um sem teknar voru til athug- unar, reyndust tvær ekki hafa í sér dropa af þrúgusafa, sex hafa allt annað að geyma en á þeim stóð, og aðeins tvær stóðust prófiö, segir sérfræðing- ur í viðtali við eitt Rómarblað- anna. SAMVININUTRYGGINGAR Miðvikudagur 3. október 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.