Þjóðviljinn - 03.10.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.10.1962, Blaðsíða 7
vísu kunna að hafa verið skipt- ar skoðanir um hana. en það hefur enn ekki komið á dag- inn. Svo kann þó að fara. — Hvar ætti iþað að verða? — Á næsta fundi Þjóðbylting- arráðsins? . — Hugsaniegur ágreiningur um stefnumið byltingarinnar mun koma í ljós á ráðstefnu FLN sem haldin mun verða í desember. Það kunna að verða deilur í Þjóðbyltingarráðinu fyrir þann tíma. en þær munu ekki stafa af ágreiningi um stefnuskrána, he'dur af hinum g.ama'kunnu ásökunum um valdníðslu, um að vissum mönnum hafi verið bolað úr framboði, um að úrslit kosn- inganna hafi verið „ákveðin fyrirfram", eins og Boudiaf hefur sagt. En kemur yður til hugar að hægt sé að segja að kqsningaúrs-it sem foyggðust á svo einróma samþykkt þjóð- arinnar hafi verið ..ákveðin fyrirfram"? — Hvernig má það vera að stefnuskráin sem samþykkt var fyrir mörgum mánuðum sku'.i enn ekki hafa verið birt al- menningi? — Það var verkefni bráða- birgðastjórnarinnar að gera það. Þjóðbyltingarráðið hafði enn ekki lokið störfum sínum, þegar andstæðingar okkar gengu af fundi þess og lýstu vantrausti sínu á stjórnar- nefndina, sem síðan í júní hefur barizt fyrir tilveru sinni. Bráðabirgðastjórninni var einnig ætlað að semja kosningalögin og það verk leysti hún af hendi. Þau eru því á hennar ábyrgð, einnig þeir gallar sem á þeim kunna að hafa verið. — Þér hafið sagt v<S næstu kosningar gætu orðið lýðræð- islegri en þær sem nú eru hjá gengnar. Teljið þér að önnur pólitísk öfl, eins og t.d. Komm- únistaflokkur Alsírs, eigi að fá að keppa um hylli kjósenda? — Ég tel að kommúnista- flokkurinn eigi að fá að starfa iaf íuílU frelsi. En málið er al- mennara eðlis: Annaðhvort ber að toanna ,alla flokka nema iÞjóðfre'.sisflokkinn, eða þá að leyfa öllum flokkum að starfa. Ég hallast að síðari skqðun- inni. Þjóðfrelsisf.okkurinn á að vera hið ráðandi meginafl, og iþá skiptir ekki verulegu máli hvort leyfð verður stjórnarand- staða í samræmi við stjórnlög landsins. Það væri á hinn bóg- inn illa farið að neita þessum pólitís'ku öflum um leyfi til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og neyða þau þann- ig til leynibaráttu. Við verð- um um fram al't að hafa trú á því að við höfum valið hina réttu leið og hefjast handa um að koma á þeim þióðfé'ags- breytingum sem ' þjóðarhagur krefst. Taki Kommúnistaflokkur. Alsírs þann kost. að ,starfa í andstöSu við Þjóðfrelsisf'okk- inn gæti hann haft örfandi á- hrif á þjóðfélagsþróunina. En það verður ráðstefnunnar í des- emfoer að taka afstöðutil al-ra þessara mála. Þjóðfrelsisf'.okkurinn á að verða meginafl lýðræðis- ins í.landinu og við rounum leggja okkur alla fram ti' þéss að svo verði. Nú eru öll völdin í landinu í höndum u.þ.b. sex- tíu manna. en á flóVksrérS- stefnunni munu mæta tvö-þrjú þúsund fulltrúar Qg þar munu nýir leiðtogar koma fram. í Bandaríkjunum hefur að undanförnu hver stjórnmála- maðurinn á fætur öðrum kraf- izt hefndarráðstafana gegn Kúbu. „Við e'gum í vandræð- um með Kúbu, sökum þess að Ike þorði ekki að framfylgja Monroe-kenningunni," er haft eftir Harry Truman, fyrrum forseta Bandaríkjanna. Spru- il'e Braden, fyrrum aðstoðar- utanríkisráðherra með ums.iá mála Suður-Ameríku, hefur krafizt, að Bandaríkin ráð st inn á Kúbu í skjóli Monroe- kenningarinnar. Einn fulltrúa- de'ldarmanna Demokrata- flokksins, O. C. Fisher, hefur skrifað forseta Bandaríkjanna bréf og lagt til, að sett verði hafnbann á Kúbu. Thomas J. York T:mes (á forsíðu) 8. september: „Forsetinn hefst að andspænís vaxandi gagnrýni Republikana-flokksins á ríkis- stjórn hans, sakir þess að hún hefur ekki gripið til aðgerða gegn þeirri ógnun, sem repu- bl'kanar telja stafa af vopna- uppb eðslu . Ráðstjórnarríkj- anna á Kúbu". Báðir þingflokk- arnir lýstu yfir stuðningi við málaleitan forsetans. En „Mörgum republikana var taldi, að allur þessi ögrun- arkenndi hávaði yrði rakinn til undirbúnings þingkosn- inga. En við getum nú ekki lengur virt hann að vett- ugi, því að forseti Banda- ríkjanna hefur beðið leyfis þingsins til að kveða til vopna 150.000 varaliðsmenn í herjum Bandaríkjanna .... Siíkt skref af hálfu ríkis- stjórnar Bandarikjanna verður ekki metið sem ann- Her Kúbumanna er skipaður jafnt hvítum mönnum og blökkum, og hann er búirm beztu nú- tímavopnuin öSrum en atóm- og eldflaugavopnum. — Myndin sýnir kúbanska hermenn á veröi. Dodd, öldungadeildarmaður frá Connecticut, hefur heimt- að stöðvun vopnasendinga til Kúbu. Hinn ölungadeildar- rnaðurinn frá Connecticut vill einskis eftirbátur vera og hef- ur lýst yfir í öldungadeildinni, að Bandaríkjunum „bæri réttur og skylda" til að kolivarpa stjórn kommúnista á Kúbu. (Heim'ld fyrir ummælum þass- um er bandaríska vikublaðið Time, 21. september). í upphafi virð^sí bandaríska ríkisstjórnin ekki hafa kippt sér upp við þennan áróður gegn Kúbu. En áróður'nn fann. hljómgrunn ií bandariskum blöðum. Og kosningarnar til þingsins færðust í nánd. Snemma í 'september tók bandaríska r.'k'sstiórnin við- bragð. Hún bað ríkin í Atlanz- hafsbandalaginu að hlutast til um, að skip undir fánum þeirra hættu flutningum frá Ráð- stjórnarríkjunum t;:_ Kúbu, eins og vik'ð hefur verið að í dálkum þessum. Þá æskti forseti Bandar'kjanna, J. F. Kennedy heimildar bandaríska þingsins 7. ssptember tií að kalla til vopha 150.000 vara- l'ðsmenn.*) í athugasemd við frétt um herútboðið sagði Ne'w *) Fyrir hendi var þá heimild til útboðs 1.000.000 manna. miklu hugleiknari tillaga til þingsályktunar, sem forystu- menn þeirra báru fram (í gær). í henni var forsetanum gefin heimild til beitingar bandarískurn her, ef nauðsyn þætti á, til að ileggja að velli kommúnistana á Kúbu", eins og sagði í New York Times 10. september. Wilson L. Prouty, öldungadeildarmaður frá Ver- mont, gekk þó feti lengra og bar fram viðbótartillögu við frumvarp'ð um herútboðið sama efnis og' þingsályktunar- tillögu republlkana. Þegar hér var komið sögu, skárust Ráðstjórnarríkin í léik- inn. Á hádegi þriðjudag'nn 11. september voru'kallaðir saman hinir ná.ega 100 erlendu frétta- ritarar í Moskvu til að hlýða á yf;rlýsingu frá ráðstjórninni. í yfirlýsingunni sagði: „Ráðstjórnin telur nauð- synlegt að beina athygli r.'kisstjórna allra landa og almenningsálits í heiminum að ögrunum þeim, sem bandaríska rikisstjórnin hef- ur í frammi, ögrunum, sem átt geta veröldinni út í • skelfingar - allsherjar-he:ms- styrjaldar, sétnJ''háð yrði með varma-kjarnorkuvopn- um. í fyrstu gaf ráðstjórnin ekki miklar gætur að þess- um áróðri gegn friðnum og að en yfirskin árásaráætl- ana og áforma Bandaríkj- anna sjálfra og mun óhjá- kvæmilega auka á alþjóð- legar viðsjár ----- En í þeirri andrá, sem Banda- ríkin eru að vígbúa heri sína og undirbúa ásókn gegn Kúbu og öðrum fr:ð- sömum ríkjum vill ráð- stjórnin vekja athygli á þeirri staðreynd, að ekki verður ráðizt á Kúbu án þess að refsing hlotnist fyr- ir. Ef upp í þá árás væri lagt, yrði það upphaf þess að leysa úr læðlngi styrj- öld." Þegar yfirlýsing þessi barst til Washington, varð ekki uppi fótur og fit Talsmenn utan- ríkisráðuneytisins kölluðu yf- irlýsinguna „auðsæjan áróður". Engu að síður las J. F. Kenne- dy, forseti Bandaríkjanna, upp yf'riiýsingu um sambúð Banda- ríkjanna og Kúbu I upphafi blaðamannafundar síns 13. september. í henni sagði: „Allt frá þyö að kommún- isminn festi rætur á Kúbu 1958, hefur verið stöðugt að- :¦; stréymi- sovézkra tækni- fræðinga og herfræðinga til eyjarinnar í boði kúbönsku ríkisstjórnarinnar .... E. ég vil endurtáka þær nið AF ERLENDUM VETTVANGI urstöður, sem ég skýrði frá í síðustu viku, að þessir nýju farmar eru ekki alvar- leg ógnun við neinn h.uta þessarar heimsálíu .... En ekki er nauðsynleg né rett- lætanleg hernaðarleg íhlut- un Bandaríkjanna, og harma ber, að lausmælgi hérlend's um þess háttar að- gerðir geti orðið að átyllu fyrir þeirri staðhæfingu, að slík ógnun sé til staðar." Isvestia, máigagn ráðstjórn- arinnar, ræddi þessa yfirlýs- ingu forsetans í ritstjórnar- grein á forsiðu 14. september, og sagði, að yfirlýsingin væri skilorðsbund'n, en þó yrði fall- izt á hana, eins langt og hún næði. Sama dag og forseti Banda- ríkjanna birti yfirlýsingu sína samþykkti öldungade'ldin án mótatkvæða frumvsrpið um herúbboðið. Nokkrum töfum olli þingsályktunartiilaga repu- b'ikana, sem þ°:r layndu að hnýla viS frumvarpið New York T mes, 14. september, sagði svo frá: , Eftir fund (leiðtoga) demókrata í Hvíta húsinu og (leiðtoga) republik- ana í þinghö'lmni, var í dag, (þ. e. 18. septsmber), sneitt framhjá t'llögunni til þingsá- lyktunar um Kúbu með þessu móti: Mansfield, öldungadeild- armaður, (þ. e. formaður demokrata í de'ldinni), til- kynnti, að hann mundi bera fram tillögu til þings- ályktunar um stuðning við Kennedy forseta í hvers konar aðgerðum, sem hann kynni að krefja, m. a. beitingu herafla til að hindra, að ríkisstjórn Fidels Castros útbreiði kommúnismann utan Kúbu." Þessi tillaga Mansfields til þingsályktunar var að lok- um samþykkt. í þingsályktun- inni segir: „.... Öldungadeild og fulltrúadeild Bandarikjanna, saman komnar á þingi, á- lykta, að Bandaríkin séu staðráðin (a) að hindra með öllum t'ltækum ráðum. meðal þeirra beitingu vopnava'ds, að Kúba geti breitt út marxistisk-lenin- iniskt stjórnarfar, með va'di eða hótun um vald- beitingu fært út árasar- eða undirróðursstarfsemi sína til nokkurs hluta heimsálfu þessarar; (b) að hindra á Kúbu myndun eða notkun j hernaðarmátts, sem út- ] lenzks stuðnings nýtur, semi stofnað geti í hættu öryggi| Bandaríkjanna; og (c) að • v'nna ásamt , Samíökum ; Ameríkuríkja og frelsisunn-:| andi Kúbumönnum að því j að falúa að vonum kúbönsku ; þjóðarinnar um sjá'.fs- ; ákvörðun " Kreppan í sambúð Banda- ríkjanna og Kúbu virðist þannig liðin hjá, þótt enn logi í glæðunum. Lengi er þó von ' á einum. Richard Nixon, fyrr- . um vara-forseti Bandaríkjanna, j hóf upp raust sína 18 sept- \ emfaer óg krafðist, áð Kúfaa S yrði sett í „sóttkví". H. J. Miðvikudagur 3. október 1962 — ÞJÓÐVH-,JINN — (7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.