Þjóðviljinn - 03.10.1962, Page 7

Þjóðviljinn - 03.10.1962, Page 7
—TU (móðviuinn tJtgefandi Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaílokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb.) — Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson, Jón Bjamason. — Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65,00 á mánuði. MEÐ 0G MÓTI Ijað er vaxandi einkenni á stjórnmálalífinu á íslandi að ekkert mark er takandi á orðum og yfirlýsing- um borgaraflokkanna. Þeir lofa einu fyrir kosningar, en að kosningum loknum verða framkvæmdir þver- öfugar við fyrirheitin. Þannig hafa öll stórmál verið leidd til lykta síðustu áratugina. Hernámið var fram- kvæmt af sömu mönnum sem allir höfðu heitstrengt að aldrei skyldi neitt erlent ríki fá bækistöðvar á Islandi. Landhelgin var skert af mönnum sem sóru að þeir s>kyldu verða hin eina sanna landhelgisgæzla. Leið sú sem stjórnarflokkarnir boðuðu til bættra 1‘ífs- kjara fyrir síðustu kosningar hefur síðan hlykkjazt norður og niður. T^n þótt þetta sé sameiginlegt einkenni á borgaraflokk- unum þremur hefur forusta Framsóknarflokksins náð mestri fullkomnun í þessu kerfi. Hún lætur sér sem sé ekki nægja að segja eitt fyrir kosningar og fram- ícvæma annað að þeim loknum; hún segir alltaf tvennt. Hún hefur tvær skoðanir á hverju vandamáli sem upp kemur með þjóðinni. Hún hefur í senn verið á móti hernáminu og með því, bæði stutt hlutleysi lands- ins og aðild íslands að hernaðarbandalagi, og í af- stöðu flokksins til þátttöku íslands í Efnahagsbandalag- inu hefur tvískinnungurinn náð þvílíkri fullkomnun að lengra verður naumast komizt. Einnig hefur forusta Framsóknarflokksins borið kápuna á ibáðum öxlum í samskiptum sínum við núverandi ríkisstjórn á sama tíma og svo hefur verið látið heita að háð væri hörð barátta gegn henni. Framsókn ihefur aftur og aftur komið til liðs við ríkisstjórnina og stuðlaði m.a. að því á þingi 1959 að Alþýðuflokkurinn gæti hafið árás- ir sínar á lífskjör almennings. Þessi framkoma Fram- sóknarforustunnar er þeim mun ósæmilegri sem af- staða óbreyttra Framsó-knarmanna hefur verið alger- lega ótvíræð í þessum stórmálum öllum. ITm þessar mundir standa yfir kosningar til Alþýðu- ^ sambandaþings, og ekki þarf að færa rök að því hversu -afdrifaríkar þær eru. Stjórnarflokkarnir freista þess með öllum tiltækum ráðum að ná valdi á alþýðu- samtökunum, því ef það tækist hefði traustasta vörn launlþega verið brotin til grunna. Vinstrisinnað fólk í verklýðsfélögunum hefur hvarvetna tekið höndum saman til þess að hrinda þessu áhlaupi, m.a. hafa stuðningsmenn Alþýðuband-alagsins og Framsóknar unnið ágætlega saman. En forustu Framsóknarflokks- ins hefur ekki fallið þessi eindregna afstaða. Þess vegna tók hún til sinna ráða 1 bílstjórafélaginu Frama, þar sem kosið er þessa dagana, og neitaði allri vinstri samvinnu. í staðinn var boðið fram einlitur flokkslisti í þeim eina tilgangi að reyna að sundra vinstrimönn- um og tryggja stjórnarflokkunum sigur í þessu félagi sem hefur sent vinstrimenn á tvö síðustu Alþýðusam- bandsþing. Og þar með hefur Framsóknarflokkurinn náð því marki að vera bæði móti því og með að stjórn- arflokkarnir næðu tökum á verklýðshreyfingunni. |jessi óheiðarleiki í stjórnmálabaráttunni er á -góðum vegi með að gera lýðræði á íslandi að innantómu formi. Sé ekkert að marka orð og yfirlýsingar stjórn- málaflokk-a eða sé þeim látið haldast uppi að hafa tvær gagnstæðar skoðanir á öllum vandajnálum eru almennar kosningar að sjálfsögðu enginn úrskurður um neina stefnu. Þessi sannindi ættu að vera kjósendum Framsóknarflokksins þeim mun ljósari en öðrum sem þeir eru grálegar leiknir af leiðtogum sínum. — m. Hér fara á eftir kaflar úr viðtali sem fréttaritari | ítalska blaðsins l’Unitá í Alsír, Maria A. Macciocchi, | átti fyrir nokkrum dögum við Múhameð Khider, | framkvæmdastjóra Þjóðfrelsishreyfingar Serkja og | annan mesta áhrifamann 1 Alsír nú. Hann lætur í E þessu viðtali í ljós álit sitt á hlutverki his nýja 1 Þjóðfrelsisflokks og annarra stjórnmálaflokka í hinu 1 ^nýja Alsír og gerir sína grein fyrir deilunum milli . forystumanna Serkja undanfarið. að var afsögn Múhameðs Khiders úr serknesku bráða- ibirgðastjórninni 22. júní s.l. sem var fyrsta augljósa merk- ið um ágreininginn í Þjóðfrels- isfylkingunni (FLN), en hann er í dag einn af fáum stjórn- málamönnum í Alsír, sem hef- ur nær óskorað áhrifavald. Staða hans í stjórnarnefndinni, en har situr hann sem fram- kvæmdastjóri FLN, er mjög svipuð og Ben Bella, enda hef- ur hann lengi verið helzti sam. starfsmaður hans. Hann hefur haft á hendi eitt veigamesta h’utverkið í átökunum í Alsír undanfarið, og :þá líka fært .sönnur á hugprýði sín-a, þegar hermenn frá 4. herstjórn-arhér- aði handtóku hann og ætluðu -að leiða fyrir herrétt. Hann er svo vel heima f refskák stjórnmálanna, að honum he.fur verið gefið við- ■urnefnið „samningamaðurinn", en hann hefur þó sýnt að hann er traustur maður, ósveigjan- legur og algerlega sannfærður um -að setja verði vald Þjóð- frelsisfylkingarinnar og hins nýja flokks ofar öllu öðru. Þeir lesendur sem minnast viðtalsins við Ben Bella (birt í Þjóðviljanum 29. ág.), munu sjá af því sem hér fer á eftir, •að Khider skýrir ekki deil- urnar innan PLN á alveg sama hátt og hann og hefur he’.dur ekki sömu sko.ðun á bví hvaða hlutverki önnur pólitísk öfl gætu gegnt í Alsír, en meðal lþeirra er Kommúnistaflokkur Alsírs. Fyrsta spurningin sem við lögðum fyrir Khider varð- aði úrslit kosninganna. En Iþað var Ben Bella, sem rétt í því kom inn í skrifstofu Khiders, sem varð fyrir svör- um og lýsti ánægju serknesku ieiðtoganna með það hvernig .kosnipgarnar hefð\i, farið frajp. og ,þá .ykki síður. með hitt. að úrsiitin, sem í sumum héruð- um voru enn hagstæðari en í þjóðaratkvæðagreiðslunni. sýndu fullkomið -samþykki þjóðarinnar við stefnu og störf stjórnarnefndarinnar undan- farna mánuði. Khider -benti á í þessu sam- bandi, að hin mikla þátttaka í kosningunum, einnig kjós- enda af evrópskum ættum, sýndi ,að þjóðin vildi að staðið væri v.ið Eviansamningana o.g hann l.agði -þá jafnframt á- herzlu á, að þeir hefðu verið samþykktir einróma í Þjóðbylt- ing-arráðinu. Sjáifur sagðist hann álíta þessa -samninga mikinn sigur, en vandinn væri sá hvernig sá sigur yrði hagnýttur. Það væri einnig mikils virði, að þessir samningar við Frakka væru virtir, því að þá myndu aðrar þjóðir, sem Serkir kynnu að semj.a við síðar, vita að þeir stæðu við gerða samninga. Og hér fara á eftir í spurn- ingum og svörum helztu at- riði viðtals okkar. -Hver voru upptök hinna al- varlegu deilna og um hvað var í rauninni deilt. — Að mínu á’.iti stöfuðu deilurnar fyrst og fremst af baráttu um völd. Það kann að hafa verið einhver ágreining- ur á fundinum í Tripoli um 'Stefnuskrána, en sá ágreining- ur kom ekki í ljós og þ-að er ekki hægt að deila um það sem menn geyma í hugskoti -Sínu.. Átökin hófust eftir að Þjóðbyltingarráðið hafði rætt stefnuskrána, kafia fyrir k-afla, og samþykkt hana einróma. Á- -greiningurinn kom þá fyrst upp, þe.gar ákveðið hafði verið að stofna stjórnarnefnd, sem tæki við af bráðabirgðastjórn- inni, þ.e. þegar um var að ræða að leggja niður v-alda- kerfi sem átti rætur sínar í stríðinu, en átti ekki við það ástand sem skapaðist eftir -að sjálfstæði var fengið. Það var þá sem sá vandi kom upp, hvort takast myndi að varðveita einingu í flokkn- um. Hverjir áttu -að fylgja fram byltingunni? Það var ekki um það að ræða hvort það -skyldi he’.dur ver-a X eða Y, heldur um hitt að varðveita völdin ósko.ruð i höndum þeirra sem þau væru falin. \Ti5 gerðum bá og siðar ýms- ar tils’.akanir, en vikum aldrei hætishót frá þeirri meg- inregiu. f síðustu átökunum var þannig upp á því stungið, að nýjum mönnum yrði bætt í stjórnarnefndina gegn því að uppreisninni yrði hætt. Þeirri uppástungu höfnuðum við al- .gerlega. Ef við hefðum geng- ið ,að henni, hefði það haft í för með sér stöðug og síend- urtekin átök á öllum sviðum, í ríkisstjórninni, í hér-aðsstjórn- unum, í herstjórnunum. Hvar- vetna hefðu menn getað sagt: Annaðhvort takið þið mig í stjórnina, eða ég kem illu af st.að. Við kusum heldur að hætta á 'borgarastríð með því að ka’.la á aðstoð hersins en að eiga á hættu stjórnleysi og öngþveiti. — V-ar þ-að af þessum sök- um sem þér höfnuðuð tilboði Ben Khedda meðan á síðustu átökunum stóð? *— Já, einmitt. Þegar Ben Khedda bag mig að far.a þess á leit við -stjórnarnefndina að hún útbyggi nýja fram-boðslista í samráði við herforingja 3. og 4. herstjórnarhéraðs svar- -aði ég honum, ,að ég hefði þeg- ar 3agt fram mínar tillögur sem fUmkVsamd-adtjóri FLN og að þær væru, að herfor- ingj.arnir viðurkenndu þegar í stað og ski’.yrðislaust stjórn- arnefndina og flyttu burt alla hermenn sína úr höfuðborg- inni. Ben Khedda bar -að koma þessum kröfum mínum á fram- fæ.ri við hina aðilana og sjá um að þeir yrðu við þeim. Öeilurnar stöfuðu því. -að mínu áliti. af heimskulegri þrætu um persónur. Ég tel þó ekki að því verði haldið fram með réttu., að Ben K-hedda sé í dag for.sprakki -andstöðuhóps sem vill breyta stefnumiðum byltingarinnar. Slíkri staðhæf- ingu mætti svara með því, að stefnuskráin h.afi verið sam- þykkt einróma í Tripoli. Að g) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 3. okfóber 1962 vísu kunna að hafa verið skipt- ar skoðanir um hana. en það hefur enn ekki komið á dag- inn. Svo kann þó að fara. — Hvar ætti það að verða? — Á næsta fundi Þjóðbylting- arráðsins? :— Hugsanlegur ágreiningur um stefnumið byltingarinnar mun koma í ljós á ráðstefnu FL-N sem haldin mun verða í desember. Það kunna að verða deilur í Þjóðbyltingarráðinu fyrir þann tíma. en þær munu ekki stafa af ágreiningi um stefnuskrána, heldur af hinum g-ama’kunnu ásökunum um valdníðslu, um að vissum mönnum hafi verið bo’.að úr framboði, um að úrslit kosn- inganna hafi verið „ákveðin fyrirfram“, eins og Boudiaf hefur sagt. En kemur yður til hugar að hægt sé að segja að ko.sningaúrs’it sem bvggðust á svo einróma samþykkt þjóð- arinnar hafi verið „ákveðin fyrirfram“? — Hvernig má það vera að stefnuskráin sem samþykkt var fyrir mörgum mánuðum sku’.i enn ekki hafa verið birt al- menningi? — Það var verkefni bráða- birgðastjórnarinnar að gera það. Þjóðfoyltingarráðið hafði enn ekki lokið störfum -sínum, þegar andstæðingar okkar gen-gu af fundi þess og lýstu vantrausti sínu á stjórnar- nefndina, sem síðan í júní hefur barizt fyrir tilveru sinni. Bráðabirgðastjórninni var einnig ætlað að semja kosninga’ögin og' það verk leysti hún af hendi. Þau eru því á hennar ábyrgð, einnig þeir gall-ar sem á þeim kunna að hafa verið. — Þér hafið sagt að næstu kosningar gætu orðið lýðræð- islegri en þær -sem nú eru hjá gengnar. Teljið þér að önnur pólitísk öfl, eins og t.d. Ko-mm- únistaflokkur Aisírs, eigi að fá -að keppa um hylli kjósenda? — Ég tel að kommúnista- flokkurinn eigi að fá að starfa -af fullu frelsi. En máiið er al- mennara eðlis: Annaðhvort ber að foanna -alla flokka nema Þjóðfre’.sisflokkinn, eða þá að leyfa öllum flokkum að -starfa. Ég hallast að síðari sko.ðun- inni. Þjóðfrelsisf’.okkurinn á að vera hið ráðandi meginafl, og þá skiptir ekki verulegu máli hvort leyfð verður stjórnarand- staða í samræmi við stjór-nlög landsins. Það væri á hinn bóg- inn illa farið að neita þessum pólitísku öf’.um um leyfi til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og neyða þau -þann- ig til leynibaráttu, Við verð- um um fram al’t að hafa trú á því að við höfum valið hina réttu leið og hefjast handa um að koma á -þeim þióðfé’ags- breytingum sem þjóðarhagur krefst. Taki Kommúnistaflokkur Alsirs þann kost að starfa í andstöðu við Þjóðfrelsisf'okk- inn gæti hann haft örfandi á- hrif á þjóðfélagsþróunina. En það verður ráðstefnunnar í des- emfoer að taka afstöðu til al’.ra þessara mála. Þjóðfrelsisf’.okkurinn á að verða meginafl lýðr-æðis- -ins í - landinu og við munum leggja okkur alla fram til þess að svo verði. Nú eru öll völdin i landinu í höndum u.þ.b. sex- tíu manna. en á flnVVsrpíi- stefnunni munu mæta tvö-þrjú þúsund fulltrúar Qg þar munu nýir leiðtogar koma fram. í Bandaríkjunum hefur að undanförnu hver stjórnmála- maðurinn á fætur öðrum kraf- izt hefndarráðstafana gegn Kúbu. ,,Við e'-gum í vandræð- um með Kúbu, sökum þess að Ike þorði ekki að framfylgja Monroe-kenningunni,“ er haft eftir Harry Truman, fyrrum forseta Bandaríkjanna. Spru- il’e Braden, fyrrum aðstoðar- utanríkisráðherra með urnsjá mála Suður-Ameríku, hefur krafizt, að Bandaríkin ráð st inn á Kúbu í skjóli Monroe- kenningarinnar. Einn fulltrúa- de’ldarmanna Demokrata- flokksins, O. C. Fisher, hefur skrifað forseta Bandaríkjanna bréf og lagt ti-1, að sett verði hafnbann á Kúbu. Thomas J. Dodd, öldungadeildarmaður frá Connecticut, hefur heimt- að stöðvun vopnasendinga til Kúbu. Hinn ölungadeildar- maðurinn frá Connecticut vill einskis eftirbátur vera og hef- ur lýst yfir í öldungad-eildinni, að Bandaríkjunum „bæri réttur og skylda“ til að koKvarpa stjórn kommúnista á Kúbu. (Heim'ld fyrir ummælum þess- um er bandariska vikublaðið Time, 21. septem-ber). í upphafi virðist bandaríska ríkisstjórnin ekki hafa kippt sér upp við þennan áróður gegn Kúbu. En áróðurlnn fann. hljó-mgrunn -ó bandarískum blöðum. Og kosningarnar til þingsins færðust í nánd. Snemma í septemfoer tók bandaríska r'k'sstjórnin við- bragð. Hún bað ríkin í Atlanz- 'hafsbandalaginu að hlutast til um, að skip undir í'ánum þeirra hættu flutningum frá Ráð- stjórnarríkjunum tii Kúbu, eins cg vik'ð hefur verið að í dálkum þessum. Þá æskti forseti Bandar'kjanna, J. F. Kennedy heimildar bandaríska þingsins 7. septemþer tií að kalla til vopna 150.000 vara- l'ðsmenn.*) í athugasemd við frétt um herútboðið sagði New *) Fyrir hendi var þá heimi’d til útboðs 1.000.000 manna. York T’mes (á forsíðu) 8. september: „Forsetinn hefst að andspænis vaxandi gagnrýni Republikana-flokksins á ríkis- stjórn hans, sakir þess að hún hefur ekki gripið til aðgerða gegn þeirri ógnun, sem repu- bl'kanar telja stafa af vopna- upph; eðslu . Ráðstjórnarríkj- anna á Kúbu“. Báðir þingflokk- arnir lýstu yfir stuðningi við málaleitan forsetans. En „Mörgum republikana var miklu hugleiknari tillaga til þingsályktunar, sem forystu- menn þeirra báru fram (í gær). í henni var forsetanum gefin heimild til beitingar bandariskum her, ef nauðsyn þætti á, til að tleggja að velli kommúnistana á Kúbu“, eins og sagði í New York Times 10. september. Wilson L. Prouty, öldungadeildarmaður frá Ver- mont, gekk þó feti lengra og bar fram viðbótartillögu við frumvarpð um herútboðið sama efnis og þingsá’yktunar- tillögu republlkana. Þegar hér var komið sögu, skárust Ráðstjórnarríkin í leik- inn. Á hádegi þriðjudag'nn 11. septem-ber voru kallaðir saman hinir náiega 100 erlendu frétta- ritarar í Moskvu til að hlýða á yf rlýsingu frá ráðstjórninni. í yfirlýsingunni sagði: „Ráðstjórnin telur nauð- synlegt að foeina athygli r.'kisstjórna allra landa og almenningsálits í heiminum að ögrunum þeim, sem bandaríska rlkisstjórnin hef- ur í frammi, ögrunum, sem att geta veröldinni út í ■ skelfingar allsherjar-he:ms- styrjaldar, sein háð yrði með varrna-kjarnorkuvopn- um. í fyrstu gaf ráðstjórnin ekki miklar gætur að þess- um áróðri gegn friðnum og taldi, að allur þessi ögrun- arkenndi hávaði yrði rakinn til undirbúnings þingkosn- inga. En við getum nú ekki lengur virt hann að vett- ugi, því að forseti Banda- ríkjanna hefur beðið leyfis þingsins til að kveða til vopna 150.000 varaliðsmenn í herjum Bandaríkjanna .... Siikt skref af hálfu ríkis- stjórnar Bandaríkjanna verður -ekki metið sem ann- að en yfirskin árásaráætl- ana og áforma Bandaríkj- anna sjálfra og mun óhjá- kvæmilega auka á alþjóð- legar viðsjár .... En í þeirri andrá, sem Banda- ríkin eru að vígbúa heri sína og undlrbúa ásókn gegn Kúbu og öðrum fr!ð- sömum ríkjum vill ráð- stjórnin vekja athygli á þeirri staðreynd, að ekki verður ráðizt á Kúbu án þess að refsing hlotnist fyr- ir. Ef upp í þá árás væri lagt, yrði það upphaf þess að leysa úr læðlngi styrj- öld.“ Þegar yfirlýsing þessi barst tiil Washington, varð ekki uppi fótur og flt Talsmenn utan- ríkisráðuneytisins kölluðu yf- irlýsinguna „auðsæjan áróður“. Engu að síður las J. F. Kenne- dy, forseti Bandaríkjanna, upp yf rlýsingu um sambúð Banda- ríkjanna og Kúbu i upphafi blaðamannafundar síns 13. september. í henni sagði: „Allt frá þv-j að kommún- isminn festi rætur á Kúbu 1958, hefur Verið stöðugt að- ; stréymi sovézkra tækni- fræðinga og herfræðinga til eyjarinnar í boði kúbönsku! ríkisstjórnarinnar .... Enj ég vil endurtaka þær nið-l urstöður, sem ég skýrði frá í síðustu viku, að þessir nýju farmar eru ekki alvar- leg ógnun við neinn h.uta þessarar heimsálfu .... En ekki er nauðsynleg né rett- lætanleg hernaðarleg íhlut- un Bandaríkjanna, og harma ber, að lausmælgi hérlend s um þess háttar að- -gerðir geti orðlð að átyllu fyrir þeirri staðhæfingu, að slíik ógnun sé til staðar.“ Isvestia, málgagn ráðstjórn- arinnar, ræddi þessa yfirlýs- ingu forsetans í ritstjórnar- grein á forsl-ðu 14. september, og sagði, að yfirlýsingin væri skilorðsbund’n, en þó yrði fall- izt á hana, eins langt og hún næði. Sama dag og forseti Banda- ríkjanna birti yfirlýsingu sína sam-þykkti öldungadeldin án mótatkvæða frumvarpið um herúí-boðið. Nokkrum töfum olli þingsályktunartillaga repu- b'ikana, sem þe:r isyndu að hnýta við frumvarplð New York T mes, 14. september, sagði svo frá: , Eftir fund (leiðtoga) demókrata í Hvíta húsinu og (leiðtoga) republik- ana í þinghö linni, var í dag, (þ. e. 13-. sepfember), sneitt framhjá t ílögunni til þingsá- lyktunar um Kúbu með þessu móti: Mansfield, öldungadeild- armaður, (þ. e. formaður demokrata í de'ldinni), til- kynnti, að hann mundi bera fram tillögu til þings- ályktunar um stuðning við Kennedy forseta íl hvers konar aðgerðum, sem hann kynni að krefja, m. a. beitingu heraflá til að hindra, að ríkisstjórn Fidels Castros útbreiði kommúnismann utan Kúbu.“ Þessi tillaga Mansfields til þingsályktunar var að lok- um samþykkt. í þingsályktun- inni segir: „.... Öldungadeild og fulltrúadeild Bandarikjanna, saman komnar á þingi, á- lykta, að Bandaríkin séu staðráðin (a) að hindra með öllum t'ltækum ráðum. meðal þeirra beitingu vopnava'ds, að Kúba geti ■breitt út marxistisk-lenin- iniskt stjórnarfar, með valdi eða hófun um vald- beitingu fært út árásar- eða* undirróðursstarfsemi sína til nokkurs hluta heimsálfu þessarar; (b) að hindra á Kúbu myndun eða notkun ! hernaðarmátts. sem út- lenzks stuðnings nýtur, seml stofnað geti í hættu öryggil Bandaríkjanna; og (c) að v'nna ásamt Samíökum , Ameríkuríkja og frelsisunn-:' andi Kúbumönnum að þvi ‘ að hlúa að v-onum kúbönsku þjóðarinnar um sjálfs- ákvörðun “ Kreppan í sambúð Banda- ríkjanna og Kúbu virðist þannig liðin hjá, þótt enn logi í glæðunum. Lengi er þó von á einum. Richard Nlxon, fyrr- um vara-forseti Bandaríkjanna, ; hóf upp raust s:lna 18 sept- j ember og krafðist, áð Kúba : - yrði sett í „sóttkví“. H. J. Her Kúbumanua er skipaður jafnt hvítum mönnum og bliikkum, og hann er búinn beztu nú- tímavopnum öðrum en atóm- og eldflaugavopnum. — Myndin sýnir kúbanska hermenn á verði. Miðvikudagur 3. október 1962 — ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.