Þjóðviljinn - 03.10.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.10.1962, Blaðsíða 6
• XJCB Þióðviliinn Otgefandi Sameiningarflokkur alþýðu — Sósfalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurð- ur Suömundsson (áb.) — Fréttaritstjórar: lvar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Bitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 b'nur). Áskriftarverð kr. 65,00 á mánuði. MEÐ 0G MÓTI fjað er vaxandi einkenni á stjórnmálalífinu á íslandi að ekkert mark er takandi á orðum og yfirlýsing- um borgaraflokkanna. Þeir lofa einu fyrir kosningar, en að kosningum loknum verða framkvæmdir þver- öfugar við fyrirheitin. Þannig hafa öll stórmál verið leidd til lykta síðustu áratugina. Hernámið var fram- kvæmt af sömu mönnum sem allir höfðu heitstrengt að aldrei skyldi neitt erlent ríki fá bækistöðvar á Islandi. Landhelgin var skert af mönnum sem sóru að þeir skyldu verða hin eina sanna landhelgisgæzla. Leið sú sem stjórnarflokkarnir boðuðu til bættra lífs- kjara fyrir síðustu kosningar hefur síðan hlykkjazt norður og niður. Im þótt þetta sé sameiginlegt einkenni á borgaraflokk- unum þremur hefur forusta Framsóknarflokksins náð mestri fullkomnun í þessu kerfi. Hún lætur sér sem sé ekki nægja að segja eitt fyrir kosningar og fram- kvæma annað að þeim loknum; hún segir alltaf tvennt. Hún hefur tvær skoðanir á hverju vandamáli sem upp kemur með þjóðinni. Hún hefur í senn verið á móti hernáminu og með því, bæði stutt hlutleysi lands- ins og aðild íslands að hernaðarbandalagi, og í af- stöðu f lokksins til þátttöku íslands í Efnahagsbandalag- inu hefur tvískinnungurinn náð þvílíkri fullkomnun að lengra verður naumast komizt. Einnig hefur forusta Framsóknarflokksins borið kápuna á báðum öxlum í samskiptum sínum við núverandi ríkisstjórn á sama tíma og svo hefur verið látið heita að háð væri hörð barátta gegn henni. Framsókn hefur aftur og aftur komið til liðs við ríkisstjórnina og stuðlaði m.a. að því á þingi 1959 að Alþýðuflokkurinn gæti hafið árás- ir sínar á lífskjör almennings. Þessi framkoma Fram- sóknarforustunnar er þeim mun ósæmilegri sem af- staða óbreyttra Framsóknarmanna hefur verið alger- lega ótvíræð í þessum stórmálum öllum. |"["m þessar mundir standa yfir kosningar til Alþýðu- sambandsiþings, og ekki þarf að færa rök að því hversu afdrifaríkar þær eru. Stjórnarflokkarnir freista þess með öllum tiltækum ráðum að ná valdi á alþýðu- samtökunum, því ef það tækist hefði traustasta vörn launþega verið brotin til grunna. Vinstrisinnað fólk í verklýðsfélögunum hefur hvarvetna tekið höndum saman til þess að hrinda þessu áhlaupi, m.a. hafa stuðningsmenn Alþýðubandalagsins og Framsóknar unnið ágætlega saman. En forustu Framsóknarflokks- ins hefur ekki fallið þessi eindregna afstaða. Þess vegna tók hún til sinna ráða í bílstjórafélaginu Frama, þar sem kosið er þessa dagana, og neitaði allri vinstri samvinnu. í staðinn var boðið fram einlitur flokkslisti í þeim eina tilgangi að reyna að sundra vinstrimönn- um og tryggja stjórnarflokkunum sigur í þessu félagi sem hefur sent vinstrimenn á tvö síðustu Alþýðusam- bandsþing. Og þar með hefur Framsóknarflokkurinn náð því marki að vera bæði móti því og með að stjórn- arflokkarnir næðu tökum á verklýðshreyfingunni. Ijessi óheiðarleiki í stjórnmálabaráttunni er á góðum vegi með að gera lýðræði á íslandi að innantðmu formi. Sé ekkert að marka orð og yfirlýsingar stjórn- málaflokka eða sé þeim látið haldast uppi að hafa tvær gagnstæðar skoðanir á öllum vandamálum eru almennar kosningar að sjálfsögðu enginn -úrskurður um neina stefnu. Þessi sannindi ættu að Véra 'kjósendum Framsóknarflokksins þeim mun ljósari en öðrum sem þeir eru grálegar leiknir af leiðtogum sínum. — m. I 1 I I I I i ¦ I I I I I I I B I I I I I I I I I I I I Hér fara á eftir kaflar úr viðtali sem fréttaritari ítalska blaðsins l'Unitá í Alsír, Maria A. Macciocchi, átti fyrir nokkrum dögum við Múhameð Khider, framkvæmdastjóra Þjóðfrelsishreyfingar Serkja og annan mesta áhrifamann í Alsír nú. Hann lætur í þessu viðtali í ljós álit sitt á hlutverki his nýja Þjóðfrelsisflokks og annarra stjórnmálaflokka í hinu nýja Alsír og gerir sína grein fyrir deilunum milli forystumanna Serkja undanfarið. I i l I I I I Það var afsögn Múhameðs Khiders úr serknesku bráða- ibirgðastjórninni 22. júní s.l. sem var fyrsta augljósa merk- ið um ágreininginn í Þjóðfrels. isfylkingunni (FLN), en hann er í dag einn af fáum stjórn- málamönnum í Alsír, sem hef- ur nær óskorað áhrifavald. Staða hans í stjórnarnefndinni, en toar situr hann sem fram- kvæmdastjóri FLN, er mjög svipuð og Ben Bella, enda hef- ur hann lengi verið helzti sam. starfsmaður hans. Hann hefur haft á hendi eitt veigamesta hlutverkið í átökunum í Alsír undanfarið, og :þá líka fært sönnur á hugprýði sína, begar hermenn frá 4. herstjórnarhér- aði handtóku hann og ætluðu ¦að leiða fyrir herrétt. Hann er svo vel heima í refskák stjórnmálanna^ að honum hefur verið gefið við- ¦urnefnið „samningamaðurinn", en hann hefur þó sýnt að hann er traustur maður, ósveigjan- legur og algerlega sannfærður um að setja verði vald Þjóð- frelsisfylkingarinnar og hins nýja f'okks ofar öllu öðru. Þeir lesendur sem minnast viðtalsins við Ben Bella (birt í Þjóðviljanum 29. ág.), munu sjá af 'því sem hér fer á eftir, ¦að Khider skýrir ekki deil- urnar innan FLN á alveg sama hátt og hann og hefur he'.dur ekki sömu skqðun á bví hvaða hlutverki önnur pólitísk öfl gætu gegnt í Alsír, e.n meðal fþeirra er Kommúnistaflokkur Alsírs. Fyrsta spurningin sem við lögðum fyrir Khider varð- aði úrslit kosninganna. En Iþað var Ben Bella, sem rétt í því kom inn í skrifstofu Khiders. sem varð fyrir svör- um og lýsti ánægju .serknesku leiðtoganna með það hvernig .kosningar.nar. hefðu, farið fram.-. og .þá fekki síður^með hitt, .að úrslitin, sem í sumum héruð- ' um voru enn hagstæðari en í þjóðaratkvæðagreiðslunni. sýndu fullkomið samiþykki þjóðarinnar við stefnu og störf stjórnarnefndarinnar undan- farna mánuði. Khider benti á í þessu sam- bandi, að hin mikla þátttaka í kosningunum, einnig kjós- enda af evrópskum ættum, sýndi ,að þjóðin vildi að staðið væri við Eviansamningana Qg hann lagði 'þá jafnframt á- herzlu á; að þeir hefðu verið samþykktir einróma í Þjóðbylt- ingarráðinu. Sjálfur sagðist hann álíta þessa ,samninga mikinn sigur, en vandinn væri sá hvernig sá sigur yrði hagnýttur. Það væri einnig mikils virði, að þessir samningar við Frakka væru virtir, því að þá myndu aðrar þjóðir, sem 'Serkir kynnu að semja við síðar, vita að þeir stæðu við gerða samninga. Og hér fara á eftir í spurn- ingum og svörum helztu at- riði viðtals okkar. Hver voru upptök hinna al- varlegu deilna og um hvað var í rauninni deilt. — Að mínu áliti stöfuðu deilurnar fyrst og fremst af baráttu um völd. Það kann að hafa verið einhver ágreining- Ur á fundinum í Trípoli um stefnuskrána, en sá ágreining- ur kom ekki í ljós og það er ekki hægt að deila um það sem menn geyma í hugskoti 'S'ínu.. Átökin hófust eftir að Þjóðbyltingarráðið' hafði rætt stefnuskrána, kafla fyrir kafla, og samþykkt hana einróma. Á- 'greiningurinn kom þá fyrst upp, þe.gar ákveðið hafði verið að stofna stjórnarnefnd, sem tæki við af bráðabirgðastjórn- inni, þ.e. þegar, um var að ræða að leggja niður valda- kerfi sem átti rætur sínar í stríðinu, en átti ekki við það ástand sem skapaðist eftir að sjálfstæði var fengið. Það var þá sem sá vandi kom upp, hvort takast myndi að varðveita einingu í flokkn- um. Hverjir áttu að fylgja fram byltingunni? Það var ekki um /það að ræða hvort það skyldi heldur vera X eða Y, heldur um hitt að varðveita völdin ósko.ruð í höndum þeirra sem þau væru falin. \Ti5 gerðum bá og siðar ýms- ar tilslakanir^ en vikum a^ldrei hætishót frá þeirri meg- inreglu. f síðustu átökunum var þannig upp á því stungið, að nýjum mönnum yrði bætt í stjórnarnefndina gegn því að uppreisninni yrði hætt. Þeirri uppástungu höfnuðum við al- .gerlega. Ef við hefðum geng- ið .að henni, hefði það haft í för með sér stöðug og síend- urtekin átök á öllum sviðum, í ríkisstjórninni, í héraðsstjórn- unum, í herstjórnunum. Hvar- vetna hefðu menn getað sagt: Annaðhvort takið þið mig í stjórnina, eða ég kem illu af stað. Við kusum heldur að hætta á borgarastríð með því að kalla á aðstoð hersins en að eiga á hættu stjórnleysi og öngþveiti. — Var það af þessum sök- um sem þér höfnuðuð tilboði Ben Khedda meðan á síðustu . átökunum stóð? •— Já, einmitt. Þegar Ben ¦Khedda bað mig að far.a þess ,á leit við stjórnarnefndina að hún útbyggi nýja framboðslista í samráði við herforingja 3. og 4. herstjórnarhéraðs svar- aði ég honum, ,að ég hefði þeg. ar lagt fram mínar tillögur sem f^mkvtsamdaátjóri FLN og að þær væru, að herfor- ingj.arnir viðurkenndu þegar í stað og skilyrðislaust stjórn- arnefndina og flyttu burt alla hermenn sína úr höfuðborg- inni. Ben Khedda bar að koma þessum kröfum mínum á frani- fæ.ri við hina aðilana og sjá um að þeir yrðu við þeim. j ||eilurnar stöfuðu því. að mínu áliti. af heimskulegri þrætu um persónur. Ég tel þó ekki að því verði haldið fram með réttu, að Ben Khedda sé , í dag for.sprakki andstöðuhóps sem vill breyta stefnumiðum byltingarinnar. Slíkri staðhæf- ingu mætti svara með því, að stefnuskráin hafi verið sam- þykkt einróma í Tripoli. Að 6) ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 3. október 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.