Þjóðviljinn - 03.10.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.10.1962, Blaðsíða 12
heiðurs- 'gi A framhaldsaðalfundi Leik- félags Reykjavíkur, sem hald- inn var sl. mánudagskvöld var Haraldur Björnsson leik- ari, einróma kjörinn heiðurs- félagi Leikfélagsins. • • • Á fundinum skýrði fram- kvæmdastjóri félagsins, Guð- mundur Pálsson, frá fyrstu verkefnum á starfsárinu sem jt er að hefjast. Gagngerar endurbætur og breytingar á sætunum í Iðnó standa nú yfir og er þeim að verða langt komið. Sett verða í húsið ný sæti, miklu rýmri og þægilegri en gömhi bekkirnir og er smíði stól- anna nú lokið. Þá veður bætt við tveim bekkjaröðum á nýjum svölum, sem gerðar hafa verið og er því verki nú að Ijúka. Nýju sætin verða á upphækkuðum pöllum, sem eru þannig útbúnir að hægt ér að lyfta þeim upp og fella niður, þegar dansleikir eru haldnir í húsinu. Þrátt fyrir svalaviðbótina fækkar sætum í húsinu úr 304. í um 220 sökum þess, hve nýju sætin eru miklu rýmri og rúmfrek- ari en þau gömlu. Hins veg- ar ná gera ráð fyrir að sætanýting í húsinu verði betri en áður við breyting- J una. J Gert er ráð fyrir að breyt- Framh. á 2. síðu namálin rœdd inai BSRi Launamál opinberra starfsmanna verður aðal- mál þings Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, sem hefst hér í Reykjavík n.k. föstudag. Þetta þing BSRB verður hið 22. í röðinni og verður háð í Hagaskólanum. Þingsetning fer fram klukkan 5 síðdegis á föstu- dag. Sem fyrr segir mun aðalmál Iþings BSRB verða að þessu sinni launamál opinberra starfs- manna. Að undanförnu hefur verið unnið að undirbúningi til- Iagna af hálfu bandalagsins í væntanlegum heildarsamning- um um laun rík'sstarfsmanna, en eins og kunnugt er fengu ríkisstarfsmenn samningsrétt — með ákvörðun Alþingis í vor. Af öðrum málum sem rædd verða á þinginu má nefna laga- og skipulagsmál Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Þá mun Kr. Guðmundur Guð- mundsson trygg:ngafræðingur flytja erindi um lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna. Áætlað er að þinginu ljúki á mánudag. VIRBULEG AFMÆLISHÁTti MMiEM FÉLAGSSNS LAUGARDAG 10ÐVIUINN Miðvikudagur 3. október 1962 — 27. árgangur — 214. tölublað. HAUSTLAUFIN FALLA JökuII Jakobsson "1 Noræna félagið hélt hátíðlegt af- mæli sitt með hátíð í Þjóðleik- húsinu s.l. laugardagskvöld og var. við það tækifæri lýst kjöri þriggja heiðursfélaga félagsins, þeirra Sigurðar Nordals prófess- ors, Guðlaugs Rósinkranz Þjóð- leikhússstjóra og Stefáns Jó- hanns Stefánssonar ambassadors, en þeir hafa allir vcrið for- menn í félaginu. Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra, i'ormaður félagsins setti hátíðina með ávarpi en síðan söng norski óperusöngvarinn Olav Eriksen nokkur lög eftir Grieg með undirleik Árna Krist- jánssonar. Frú Anna Borg las upp kvæði H. H. Seedorf Ped- ersen Svanerne fra Norden. Sænski fiðluleikarinn Gert Cha- foorel lék einleik á fiðlu og að- stoðaði Ann Mary Fröler með undirleik á píanó. Paul Reumert flutti því næst kvæði Ibsens Vigen. Eftir hlé söng Kristinn Hall- son óperusöngvari nokkur finnsk lög en Arni Kristjánsson aðstoð- aði með píanóundirleik. Þá las frú Anna Borg smásóguna Sönn- en eftir Gunnar Gunnarsson og að lokum lásu þau frú Anna Borg og Poul Reumert loka- þátt Fjalla-Eyvindar eftir Jó- hann Sigurjónsson. Var öllum flytjendunum vel fagnað og þó sérstaklega þeim hjónunum önnu Borg og Poul Reumert, sem voru heiðursgestir félags- ins á afmælishátíðinni. Að loknum flutningi dag- skrár bauð Norræna félagið gestum veitingar í kristalsal Framhald á 4. síðu. föstiidagskvö Félagsfundur ÆFR verður haldinn í Tjarnargötu 20 föstudaginn 5. október klukk- an 8.30. Á dagskrá eru: 1. [nntaka nýrra félaga. 2. i Verkalýðsmál, f ramsögumað- , ur Guðm. J. Guðmundsson. 3. Skýrt frá 20. þingi ÆF. 4. Önnur mál. Félagar mæti stundvíslega og i sýni félagsskírteini við inn- , ganginn. Það cr orðið haustlegt í borginni enda komið fram í október. Síð- ustu tvær helgar hafa geisað hauststormar og regn og blöðin hafa hrunið af trjánum eins og skæðadrífa og safnazt í rastir á götur, gangstéttir og í garða. Myndin var tekin í Hljómskálagarðinum í gær og sýnir gamlan mann vera að raka saman fölnuðu laufi í hrúgur. Þá var sólskin og stilla. Stormahlé á hausti. — (Lj. Þj. A.K.) rykkja kvenna vandamól STOKKHÓLMI 2/10 — Ofdrykkja kvenna cr orðin alvarlegt vanda- mál í Stokkhólmj. Ofdrykkja eykst tiltölulega mun hraðar með- al kvenna en karla. Vandamálið getur orðið illleys- anlegt eftir nokkur ár, ef ekki verða þegar í stað bætt skilyrðin til að veita drykkjusjúkum kon- um hjálp. Þetta kemur fram í skýrslu áfengisvarnanefndar Stokkhólms- borgar, sem beðið hefur borgar- stjórnina um fjárveitingu til byggingar heilsuhælis fyrir of- drykkjukonur. Neíndin vPPlýsir> að í fyrra hafi samtals 482 konur verið skráðar sem drykkjusjúklingar, og var það 22 prósent aukning frá árinu áður. Aukning á of- drykkju karla var nær þriðjungi minni. Kosnsngin í Frama Vinstri menn! um Kosningin í Frama heldur á- fram í dag' og er kosið á skrif stofu félagsins að Freyjugötu 2G frá klukkan 1—9 í dag. Listi vinstri manna er C-listi og er hann skipaður þessum mönnum: AðalfulUrúar: Jónas Sigurðsson, R—2558 Hailiði G^slason, R—8637 Vilh.iálmur Guðmundsson, R—2345 Grímur Friðbjörnsson, Steindóri Guðbjartur Guðinundsson, ¦ R—1021 Hákon Sumarliðason, R—7148 Páll Eyjólfsson, R—4917. Varafulltrúar: Tómas Kristjánsson, R-4320 Kristinn Magnússon, R-902 Haraldur Jónsson, R-2660 Magnús Eyjólfsson, BSÍ Georg Árnasön, R-9095 Haukur Jónsson, R-11060 Guðmundur Óskar Jónsson, R—12393. Vinstri msnn. Fylkið ykkur um C-listann og svarið þann- ig sundrungar- og afturhalds- öflum félagsins. Kosningaskrifstofa C—listans er í Tjarnargötu 20 (salnum niðri), símar 20252 og 20253- • í Tímanum í gær er því haldið iram, að Aiþýðubanda- lagsmenn j Frama haíi „átt v'ðræður við SjálfstæS- ismenn og tilkynnt þe'.m að þsir myndu ekki fara í i'ram- boð á móti þeim í íelaginu'1. Hér er um hrein og vísvit- andi ósannindi að ræða, gerð v þe'.m e'na tilgangi að draga athygli frá þeirri staðreynd að framsóknarmenn stóðu í samningum við íhaldið, — eins og viðurkennt er í sömu grein, — en gátu ekki feng- ið óbreytta félaga sína tilþess að fallast á þau „kjör", sem íhaldið bauð upp á. Þégar Tíminn ta!ar um að kjósa B-listann til þess að „vernda hagsmuni" stéttar- innar, er rétt að minna fram- sóknarmenn á það, að með því að koma í veg fyrir sam- stöðu vinstri manna gegn i- haldinu, er framsókn að reyna að afhenda íhaldinu ^íulltrúa félagsins á þing ASÍ og vinnur þannig vísvitandi * gegn hagsmunum stéttarinnar og verkalýðsins í heild. Tíminn talar réttilega um dugleysi Frama-stjórnarinnar á undanförnum árum, en minna má á að framsókn hal- ur ve.'ið samábyrg meo íhald- inu um stjórn og reks'.ur Frama. S(arfs!e.^-s: íhr.'dsin-! er staðrsynd. þar é'r sofið á öl- um málum. — Hvað líður at- hugun á tryggingarmálum. Úthlutun atvinnuleyfa er orð- ið svo opinbert hneyksli, að ekki verður dregið öllu lerig-, ur að ræða þau mál opinberr lega. Þegar aðrar stéttir fá stórfelldar launahækkanir, er ökugjaM leigubíla aðeins hækkað um 6" „, þrátt fyrir gífurlegar hækkanir á Öllum útgerðarkostnaði bíla. (En Vísir taldi 40"» farmgjalda- hækkun hjá Eimskip aðeins „spor í rétt 'átt"). B.'freiðastjórar. íhaldið í Frama með sitt dugleysi lifir á sundrungu vinsíri manna og þegar yfirráð þess eru í hættu téflii það fram hægri íramsóknarmönnum á þann hátt sem bezt hentar þeim hverju sinni. Biíreiðarstjórar. Það eina sem getur boðað nokkuð nýtt er kosningssigur C-listans í þessum kosningum. —- Send- ið fuí'-ltíúa C-listans á þing ASÍ. Þe'm e'num er tré'yst- andi ti! bess að gæla hags- muna stéltarinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.