Þjóðviljinn - 03.10.1962, Blaðsíða 3
Gerðardómsmenn
Nú óttast þeir
eigin gerðir
Morgunblaðið er í gær að
xeyna að klóra í bakkann vegna
framkomu forráðamanna Sjó-
mannasambandsins í gerðar-
■dómsmálinu í sumar. Er það
Pétur stýrimaður S:gurðsson,
sem þar heldur á penna, enda
þótt hann reyni að fela sig með
því að skrifa „sjómaður“ undir
greinarstúfinn. Að vísu er und-
irskriftin í sviga, og á það vissu-
lega vel við og er táknrænt fyr-
ir „sjómennsku“ Péturs stýri-
manns.
Greinarstúfurinn lýsir glöggt
þeim ótta, sem nú ríkir í her-
'búöum gerðardómsmanna vegna
réttlátrar reiði sjómanna í þeirra
garð. Kemur þar frarn, að þeir
óttast jafnvel að tapa fulltrú-
um Sjómannasambandsins, þrátt
fyrir allt „landliðið", sem þeir
hafá til þess að vernda yfirráð
sín og tryggja að starfandi sjó-
menn fái ekki aðstöðu til þess
að ráða eigin málum.
En er þetta ekki óþarflega
mikil hræðsla, Pétur minn? Eða
ertu að komast á þá skoðun, að
þ'ð gerðardómsmenn séuð svo
gersamlega heillum horfnir með-
al sjómanna, að þið eigið enga
von tri þess að ná kosningu?
Starfandi sjómenn hafa tæpast
gert sér vonir um að þið fengj-
uð svo herflega útreið. En með
framboði sínu vilja þeir gefa
sjómönnum tækifæri til þess að
láta í ljós álit sitt á framkomu
3',kkar gerðardómsmanna og
þeirra flokka, sem að baki ykk-
ur standa. Það standa fyrir dyr-
um nýir samningar um kjör sjó-
manna bæði á haust- og vetrar-
síldveiðum og á vetrarvertíð.
Hvert atkvæði, sem fellur á lista
súarfandi sjómanna er mótmæli
gregn gerðardómslögunum, og' um
leið trygging fvrir því að ekki
verði skellt á nýjum gerðardómi
? „Lýðræðissinnar“ hjóða fram í Dagsbrún:
iff
Eitthvert krataslangur á
til þess að ákveða kaup og kjör
sjómanna.
Sjómenn hafa í þessum kosn-
ingum tækifæri ti1 þess að veita
gerðardómsmönnum og flokkum
þe'rra þá ráöningu, að þeir þori
aldrei framar að revna að
skerða kjör sjómanna með gerð-
ardómi og bráðabirgðalögum.
Skætingur Péturs um tvo
menn á lista starfandi sjómanna
er tæpast svaraverður. Sjómenn
þekkja þá báða, Hjálmar Helga-
son og Einar Ólafsson. Þeir h%£g
báðir verið t'l sjós í vor og sum-
ar, enda ekki kunnugt um, að
stjórn Sjómannasambandsins
hafi séð sér fært að gera at-
hugasemdir við framboð þeirra,
né heldur hvaða vinnu þei)
stunda, þegar þeir eru af e n-
hverjum orsökum ekki við sjó
mennsku.
En Pétur ætti að lita aðein
á lista „lýðræðissinnanna" fr;
síðasta þingi ASÍ Þar eru menn
e:ns og Björn Andrésson, bóndi
á Leynimýri, sem ekki hefur
verið til sjós í 20—30 ár, Björn
Pálsson, hraðijósmyndari og Pétur
Sigurðsson, stýrimaður, sem ekki
hefur verið háseti í fleiri ár og
er meðlimur í Stýrimannafélagi
íslands, og ætti samkvæmt því
alls ekki heima í Sjómannafé-
lagi Reykjav.'kur. Og verður nú
fróðlegt að sjá, hvort „lýðræðis-
sinnarn:r“ halda áfram að sýna
sjómönnum „fyrirlitningu sína“,
— svo notuð séu orð Pé<urs
sviga-sjómanns, — með þvi að
hafa þessa menn og aðra slíka
á 'lista sínum að þessu sinni.
ísskápurinn, sem stotið var úr
Tívólí á dögunum, fannst í morg
un á le'ksvæði Landakotsskól-
essum vasa
ffff
Skömmu áður en framboðs-
frestur i Dagsbrún rann út
á hádegi í fyrradag, komu í
skrifstofu félagsins þeir
Björn frá Mannskaðahóli og
Jbhann Sigurðsson með franv
boðs ista í fórum sínum. Þar
að auki höfðu þe'r á milli
sin krata, sem ekki hefur lát-
ið mikið á sér bera áður í
framboðsmálum rikisstjórn-
arflokkanna í félaginu, Torfa
Ingólfsson. Þeim félögum var
sagt að koma aftur klukkan
f’mm, þá yrði búið að fara
yfir listann.
Afturkoma þeirra félaga
varð öiil hin spaugilegasta.
sögðust ekki hafa neinn tíma
Björn og Jóhann voru þá
búnir að týna kratanum, og
til að leita hann uppi.
Athugasemdir voru gerðar
við nokkra menn á íhaldslist-
anum, og féllust þeir Björn
og Jóhann á að þeir skyldu
falla burt.
Jóhann hafði það hlutverk
að koma með menn á list-
ann í staðinn fyrir þá sem
út voru strikaðir. Hafði hann
■L vösum sínum þykk pappa-
spjö d með nöfnum, auðsjá-
anlega úr einhverri spjald-
skrá. Kom í ljós að í vinstri
vasanum voru spjöld með
með nöfnum íhaldsmanna en
krataspjöld í þeim hægri.
Svo stóð á að sk pta þurfti um
tvo krata á listanum. Þegar
Jóhann sá nöfnin sagði hann:
— Þetta eru kratar. Eitt-
hvað krataslangur á ég að
hafa í þessum vasa, og dró
upp minni spjöld en þau sem
íhaldsmenn voru á. Valdi
hann síðan tvo krata úr
spjaldabunkanum í stað
þeirra sem brott voru fe.ldir
af listanum.
Þessi atburður sýnir glöggt,
hver hlutur Alþýðuflokksins
er orðinn í sambúðinni við
íhaldið. Reisnin er ekki orð-
in mikil yfir þessum fyrrver
andi verkalýðsflokki, þegar
Jóhann Sigurðsson er látinn
vera fulltrúi hans við fram-
boð í Dagsbrún, dras’.ast með
spjaldskrá hans L vösunum
og hefur sjálfdæmi í að velja
fulltrúa hans á framboðslist-
ann.
hlýt-
ur dar.skrn rithöfundastyrk
Indridi G. Þorsteinsson.
1 gær fór fram úthlutun
styrkja úr rithöfundasjóði danska
rithöfundarins Kelvin Linde-
manns. Hlutu styrkinn að
þessu sinni rithöfundarnir Ind-
riði G. Þorsteinsson frá íslandi,
Ebba Ilaslund frá Noregi, Sven
O. Bergkvist frá Svíþjóð og
Pertti Nieminen frá Finnlandi.
Er styrkurinn að upphæð 5000
danskar krónur á mann.
Kristján Eldjárn þjóðminja-
vörður, sem á sæti í sjóðssljórn-
inni ásamt Ólafi Jóhanni Sig-
urðssyni rithöfundi af íslands-
hálfu, afhenti Indriða styrkinn
og skýrði hann fréttamönn-
um um leið frá úthlutuninni og
starfsemi sjóðsins.
Kelvin Lindemann stofnaði
sjóðinn árið 1946 af tekjum sín-
um fyrir tvær bóka sinna,
Græna tréð og Þeir áttu skilið
að vera frjálsir, en þær höfðu
verið gefnar út í ýmsum löndum
á stríðsárunum og tekjurnar
„frosið inni“. Gaf Norðri út
bækurnar hér á landi. Fyrst
var úthlutað úr sjóðnum árið
1949 og er þetta fimmta úthlut-
unin úr honum. Hafa alls 18
rithöfundar fengið styrk úr
sjóðnum. Styrkjunum ei' úthlut-
að án umsókna.
Indriði G. Þorsteinsson er
fjórði íslenzki rithöfundurinn,
sem hlýtur þennan styrk en
hinir eru þeir Ólafur Jóhanií
Sigurðsson, Guðmundur Böðvars-
son og Jón úr Vör. Styrkirnir
eru fyrst og fremst hugsaðir
sem ferðastyrkir til þess að
veita rithöf. kost á að dveljast
tíma í einhverju hinna norr-
ænu ' landa til kynningar. Fram
til þessa hafa danskir rithöf-
undar ek'ki notið styrkja úr
sjóðnum en því verður væntan-
lega breytt í framtíðinni. Hefur
sjóðurinn eflzt rnjög á síðari ár-
uni og styrkupphæðin farið
hækkandi.
Indriöi G. Þorsteinsson kvaðst
gera ráð fyrir að nota styrk-
inn til Danmerkurfarar á næsta
sumri.
Klukkan að verða sjö i gær-
kvöld, varð harður árekstur
milli tveggja utanbæjarbíla á
mótum Bústaðavegar og Réttar-
holtsvegar. B'Lstjórarnir hlutu
báðir einhverjar skrámur og
voru 'fluttir í Slysavarðstofuna.
Lífið
bak við tölurnar
Ríkisstjórriin héfur birt
tölur 'sem- bera vott um batn-
andi gjaldeyrishag. Sam-
kvæmt þeim var gjaldeyris-
staðan óhagstæð um 216
milljónir króna snemma árs
1960 eftir valdaskeið Alþýðu-
flokksstjórnarinnar. í lok
ágústmánaðar í ár var gjald-
eyriseignin hinsvegar 879
mil'.jónir króna, og nemur
munurinn því 1095 milljón-
um, Þar kemur á móti að
stutt vörukaupalán hafa auk-
izt um 300 milljónir á þessu
tímabili, og ríkisstjórn sú sem
mest státar af góðum fjár-
hag hefur engu að síður betl-
að hjá Bandaríkjunum 191
milljón króna. Raunverulega
1 hefur því 'gjaldeyrisstaðan
batnað um 600 milljónir
króna á þessu tímabili, og
þes foer að minnast að krón-
urnar eru miklu smávaxnari
en þær voru í upphafi við-
reisnar. En ráðherrarnir eru
svo ánægðir yfir árangrin-
urn að þeir minna mest á
drauga þá í þjóðsögunum
sem dunduðu við að ausa
gulli aftur fyrir höfuð sér.
En tölur eru ævinlega ann-
að og meira en reiknings-
dæmi á pappír, bak við þær
er veruleiki hins daglega
lífs. Og hvernig lítur sú mynd
út? Rikisstjórnin hefur bætt
gjaldeyrisstöðuna með því að
framkvæma tvennar gengis-
lækkanir og hrinda af stað
fljótvirkari óðaverðbólgu en
dæmi eru um fyrr í sögu
landsins. Afleiðingin hefur
orðið sú að almenningur hefur
orðið að spara við sig lifs-
nauðsynjar, og svo mjög að
innflutningur á ýmsum hvers-
dagslegum varningi er minni
nú en hann var fyrir þrernur
árum. Tölurnar um bætta
gjaldeyrisstöðu segja sögu um
skert lífskjör og sívaxandi
erfiðleika á heimilum almenn-
ings. Þó segja þær ekki þá
sögu nærri því alla. Á þessu
tímabili hafa lífskjör atvinnu-
rekenda og ýmissa gróða-
manna verið bætt til muna og
neyzla þeirr^ hefur aukizt.
Einnig hafa launþegar lagt á
sig stóraukna vinnuþrælkun
og reynt þannig að halda í
neyzlu sína. Þær 600 mitij-
ónir króna sem koma fram í
bættri gja'deyrisstöðu sýna
aðeins hluta af þeirri kjara-
skerðingu sem framkvæmd
hefur verið.
Um það hefur a’.drei verið
neinn ágreiningur að íslend-
ingar geti ekki eytt meiru en
þeir afla. Ágreiningurinn er
um hitt hvernig' aflanum skuli
skipt, og stjórnarflokkarnir
hafa sannað í verki að eina
aðferð þeirra er skert kjör
launþega. Þar virðast tekin
til fyrirmyndar þau lönd
■sem hafa bezta gjaldeyris-
stöðu í heiminum, ýms ein-
ræðisriki, nýlendur og hálf-
nýlendur, þar sem lifskjör-
in eru hraklegust. Og raun-
ar virðast þau lönd tekin til
fyrirmyndar á flestum svið-
um: nýlega skýrði Morgun-
blaðið frá því með miklum
feginleik að ís’.and væri að
verða eitthvert ódýrasta
ferðamánnaland í heimi —
einS o^ þau.
Sendur
með milljónirnar
Vilhjálmur Þór seðlabanka-
stjóri hefur dvalizt erlendis
að undanförnu án þess að frá
því hafi verið greint í blöð-
um. Hafa utanlandsferðir þess
mjögauglýsta manns verið
látnar liggja í þagnargi’.di
siðan ctthagafjötrar voru
lej'stir af honum á nýjan
leik, þótt ferðalög annarra og
óverðugri þegna þyki tíðind-
um sæta. En frétt ríkisstjórn-
arinnar um bætta gjaldeyris-
stöðu ber það með sér að
Vilhjá'.mur hefur verið send-
ur utan til þess að greiða
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum 86
milljónir króna í siðasta mán-
uði. Til slíkra sendiferða þarf
auðvitað stálheiðarlega menn.
og enda þótt seðlabankastjór-
inn eigi sem alkunnugt er
aðgang að hinum margvisleg-
ustu bankareikningum vest-
anhafs, skal sízt dregið í efa
að honum hafi sem endranær
tekizt að finna þann rétta.
— Austri.
Miðvikudagur 3. október 1962 ÞJÖÐVII.JINN — (3 j