Þjóðviljinn - 10.10.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.10.1962, Blaðsíða 3
Sinfóníuhljómsveitin • Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Is- lands á starfsárinu 1962—1963 verða haldnir í Háskólabíói annað kvöld, fimxntudag 11. okt. Bandaríski hljómsveitar- ' stjórinn William Strickland stjórnar hljómsveitinni, en hann hefur sem kunnugt er verið ráðinn aðalstjórnandi sveitarinnar í vetur. Mun hann stjórna 13 af 16 ráð- gerðum tónleikum Sinfóníu- hljófnsveitarinnár í vetur. Reyndur stjórnandi. William Strickland á langa reynslu að baki sem hljóm- sveitarstjóri. Meðan hann gegndi herþjónustu á stríðs- árunum vann hann að tón- listarmálum í hernum og síð- ar stjórnaði hann ýmsum af kunnustu : hljómsveitum Bandaríkjanna sem gestur. Utan heimalands síns hefur Strickland einnig stjórnað fjölmörgum hljómsveitum. m.a. á Filippseyjum, í Thai- landi og víðar í Asíulöndum, einnig í Vínarborg og Vest- ur-Berlín. 1 síðastnefnda staðnum hefui" Strickland stjórnað hljómsveit RIAS-út- varpsins og henni mun hann líka stjórna í lok janúar og febrúarbyrjun. í fjarveru Stricklands stjórna þeir Ragn- ar Björnsson og Shalem Ron- ly Riklis frá ísrael Sinfóníu- hljómsveitinni, einnig mun dr. Róbert Abraham Ottósson stjórna hljómsveitinni á pálmasunnudag 7. aprfl þeg- ar flutt verður óratóríið Messías eítir Hándel. Rögnvaldur við píanóið. Á tónleikunum annað kvöld leikur hljómsveitin forleik að óperunni „Euryanthe“ eftir Rögnvaldur Sigurjónsson. Weber. Þá verður fluttur kon- sert fyrir píanó og hljóm- sveit í g-rnoll op. 33 eftir Dvorak og leifcur Rögnvald- ur Sigurjónsson á einleiks- hljóðfærið. Loks verður flutt sjöunda sinfónía Beethovens í A-dúr, op. 92. Næstu hijómsveitartónleikar verða fimmtudaginn 25. októ- ber, en þá verða flutt þessi verk: Sinfónía nr. 104 i D- dúr (Lundúna-sinfónían) eft- ir Haydn, Symphonie espagn- ole fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Lalo, einleikari Béla Detreköy og sinfónía nr. 5 eftir Carl Nielsen. Nýtt menntaskólohús verði reist í Hlíðunum Á síðasta borgarstjórnarfundi var til umræðu svohljóðandi til- laga frá Kristjáni Benedlctssyni borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins: ,J3orgarstjórn Rcykjavíkur beinir þcirri áskorun til AI- þingis og ríkisstjórnar, að nú þegar verði hafinn undirbún- ingur að byggingu mennta- skóla á lóð þeirri í Hlíðun- um, sem Reykjavík hcfir út- hlutað undir menntaskó’.a- byggingu. Eorgarstjórnin leggur á- herzlu á, að jafnhliða bygg- ingu nýs menntaskóla, verði Hlé milli vsrtíða á Suðureyri Suðureyri 4/10. — Hér ríkir nú nokkurs konar millibilsástand í atvinnumálum. Trillur hafa lok- iö sumarvertíð, en stærri bát- arnir hafa ekki enn hafið haust- vertíð. Hefur ekkert verið róið j undanfarið, enda hefur tíð líka verio stirð. Sumárvertíðin vá'r heldur léleg hjá trillunurh, a.m.k. miðað við sumarið í fyrra, afli tregur, en gæftir allgóðar. Héðan voru 4 bátar á sum- arsíldveiðunum, frá 60 upp 90 lestir að stærð. Aflahæstur var Draupnir með um 7000 mál og tunnur. Næg atvinna hefur ver- ið í landi og reyndar meira en það. Frysthúsin tvö, sem hér eru rekin, þurfa mikinn aðfluttan vinnukraft, hefur aðkomufólk verið þetta milli 60 og 100 manns. Gera má ráð fyrir, að haustvertíð hefjist eftir miðjan cktóber. — Fréttaritari. búið svo að gamla mennta- skólahúsinu, að þar skapist betri aðstaða, bæði fyrir nemendur og kennara, heldur en nú er. Borgarstjórnin telur mjög aðkallandi, að þessum fram- kvæmdum (þ.e. byggingu nýs menntaskóla og cndurbótum á hinum gamla) verði hraðað og telur þörfina svo brýna, að hér megi cnginn dráttur á verða. Treystir borgar- stjórnin á skilning og vel- vilja stjórnenda rikisins í þessu mikla nauðsynjamáli. Borgarstjórnin samþykkir að fela borgarstjóra og borg- arráði að vinna að fram- gangi þessa máls við Alþingi og ríkisstjóm og beita á- hrifum sinum til þess, að framkvæmdum vcrði hraðað svo sem unnt cr.“. Kristján flutti allanga fram- söguræðu fyrir tillögunni. Taldi hann, að eina rétta frambúðar- lausnin á húsnæðismálum Menntaskólans væri að reisa I nýtt hús á lóð þeirri sem skól- inn fékk úthlutaða á sínum tíma við Uitiuh’.ið. Benti hann á að nemendafjöldi skólans færi sivaxandi þannig að skjótra úr- bóta væri þörf. í fyrra hefðu verið 740 nemendur í skólanum en í vetur yrðu þeir 850. Þeg- ar núverandi skóiahús var reist voru nemendur hins vegar að- eins 60 að tölu. Hefur skóiinn nú orðið að leigja hús, Þrúðvang, fyrir kennsiustofur. Taldi Kristj. án að það myndi aðeins tefja fyrir frambúðarlausn málsins að byggja bráðabirgðahúsnæði fyrir skólann í olíuportinu eins og ráðgert hefur verið. Benti hann á, að aðbúnaður að nem- endum, einkum í 3. bekk skól- ans, væri orðinn algerlega óvið- i unandi og varpaði fram þeirri spurningu, hvort s’.æmur aðbún- , aður myndi ekki vera að nokkru leyti orsök þess, að 20—25% nemenda í MR falla nú við próf upp úr 3. bekk en aðeins 10% í MiA. Þórir Kr. Þórðarson taldi, að leggja bæri höfuðáherzlu á að hraða bráðabirgðabyggingunni í oliuportinu og flutti breytingar- tr.lögu í þá átt við tillögu Kristjáns. Margir borgarfulltrúar tóku til máls við umraeðurnar og lýstu fulltrúar Alþýðubanda- lagsins yfir eindregnum stuðn- ingi við tillögu Kristjáns. Töldu þeir, að tveir mennta- skólar yrðu að vera í Reykja- vík og það væri óhæfa að ætla að fara að reisa. bráða- birgðabyggingu við gamla skólahúsið á óskipulögðu svæði í olíuportinu. Lögðu þau Adda Bára Sigfusdóttir og Alfreð Gíslason bæði á- herzlu á það, að það yrði strax að liefja byggingu skólahúss í Hlíðunum og miða að því að ljúka fyrsta áfanga hússins fyrir næsta haust þannig að þá yrði hægt að hefja þar kennslu. Voru allir borgarfulltrúarnir sammála um það, að e;t,thvað yrði að gera í liúsnæðismál- um Menntaskólans fyrir næsta haust. Við umræðurnar gaf Þór Sandholt þær upplýsingar að ekki færri en 7 tillögur lægju fyrir um bráðabirgðabygging- una í Qlíuportinu. Að loknum umræðum var tillaga Kristjáns samþykkt með breytingarti’.lögu Þóris Kr. Þórðarsonar. Smmzr deila á félagsfundi Akureyri 9 10. — Síðastliðinn sunnudag var fundur boðaður og haldinn í Sveinaí'élagi járn- iðnaðarnianna á Akureyri. Skyldi þar fara fram kosning eins fulltrúa á A þýðusambands- þing. Kosið var milli tveggja manna og hlutu þeir báðir 17 atkvæði. Að kosningunni lokinni upp- hói'ust deilur á fundinunr um lögmæti hennar. Var að lokum ákveðið að óska eftir fresti hjá stjórn ASÍ til að boða annan kosningafund, þegar gengið hefði vc-rið úr skugga um, hverjir hefðu atkvæðisrétt í félaginu og hveíjir ekki. (Frestur til að kjósa á ASl-þing rann út á su.nnudag). Hvorugur aðili vildi, að hlutkestí yrði viðhaft til að gera út um kosninguna. Aðal- lega er deilt um atkvæðisrétt eins manns, Stefáns Snæbjörns- sonar, sem fyrr var formaður félagsins, en er nú kaupmaður. ! Með lögum skzl | ! land byggja... j ■ ■ Menn ráku oftar en einu- : ■ sinni upp stór augu, þegar • ■ „sjómenn:rnir“ í land.iði j | gerðardómsmanna komu á : ■ kjörstað, enda kenndi þar • ýmsra „grasa“. Einn þess- : : ara „sjómanna“ var t.d. : Þorkell Pálsson lögreglu- • : þjónn, sem kom í lögreglu- j ■ búningi sínum til þess að : kjósa. Að sjálfsögðu bar j s hann höfuð hátt, og tók : ■ ; ekki einu sinni ofan húfuna ■ | sína, sem á stendur sú j j merka áletrun; Með lög- I j um skal land byggja. Það j ■ er kannski heppilegast fyr. • ; ir þennan þjón réttvísinn- j ; ar að sleppt er síðari hlut- : ■ ■ ■ anum af máltækinu: — en ; j með ólögum eyða, — þegar j ■ liann er að passa upp á ; ■ ■ ; Iýðræðið í Sjómannafélag- ; : inu með atkvæði sínu. Og þeir voru fleiri slík- j ; ir, sem komu, — eins og • 5 e.t.v. mun koma fram á : ■ ■ ; næstu dögum. Ef stjórn ASÍ veitir umbeðinn rest, verður væntanlega annar lundur. í þessari viku. Þ. J. 120 tonn fluft til og frá ðræf- um með flugvélum Eins og undanfarin haust, ann- ast Flugfélag íslands nú vöru- flutninga til og frá öræfum. Flutningar hófust að þessu sinni 25. september og ráðgert er að þeim Ijúki 10.—15. október. Farnar eru til jafnaðar tvær , ferðir á dag og fluttar rúmar þrjár lestir í hverri ferð, þannig að tólf lestir eru fluttar daglega! til og frá. Vörurnar sem þannig eru fluttar að austan eru stál- urafurðir kjöt og aðrar búsaf- urðir, en frá Reykjavík matvör- ur, fóðurvörur, byggingaefni o.fl. Alls er áætlað að fluttar verði 120 iestir. 15. sprenging Sovétríkjanna STOKKHÓLMI 8/10. — í gær sprengdu Sovétríkin 15. kjarn- orkusprengju sína yfir Novja Semlja. Samkvæmt mælingum Jarðskjálftastöðvarinnar í Upp- sölum 'íi Svíþjóð var sprengjan. rúmlega þrjú megatonn. Ók útaf og hafnaði í mykjuhlassi Sl. sunnudag um kl. 10 varS það slys í Kópavogi, að nýrri: Skodabifreið var ekið út af af- leggjaranum að Kópavogshæli. Ökumaðurinn sem er óvanur missti vald á bifreiðinni, er hann beygði inn á afleggjarann. með þeim af.eiðingum að bif- reiðin fór út af veginum og út á tún og hafnaði þar í mykju- hlassi. Ökumaðurinn slapp ó- meiddur að kalla en bifreiðint I skemmdist mjög mikið. 1. desember Hátiðahöld stúdenta 1. des- ember eru komin í fastan farveg. 1959 var dagurinn helgaður baráttunni gegn of góðum kjörum almennings á íslandi og Jónas H. Haralz mælti fyrir viðreisninni. 1960 var fullveldisdagui'inn helg- aður baráttunni gegn 12 mílna landhelgi og Guðmund- ur í. Guðmundsson utanrík:s- ráðherra var réttilega feng- inn til að flytja aðalræðuna. í fyrra var dagurinn tileink- aður baráttunni gegn sjálf- stæði landsins og ekkert á- litamál að Bjarni Benedikts- son dómsmálaráðherra lýsti þeirri hugsjón. Og nú skýrir’ Morgunblaðið frá því að í ár verði baráttan gegn kommún- ismanum mál málanna þenn- an dag. Hafa háskólastúdent- ar þannig flokkað kommún- ismann með sjálfstæði lands- ins, góðum lífskjörum al- mennings og 12 mílna land- helgi, þannig að ekki þurfa áhangendur hinnar austrænu stefnu að kvarta. Enn hefur ekki verið til- kynnt hver ræðumaður hafi! verið valinn, en hann þarE auðvitað að túilka vel hina andlegu heiðríkju háskóla- stúdenta, þekkinguna, vísind- in og leitina að sannleikan- um. Eg sting upp á Krist- manni Guðmundssyni. — Austri. i Miðvikudagur 10. október 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (3 J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.