Þjóðviljinn - 10.10.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.10.1962, Blaðsíða 4
uer á milli? Mánudaginn 8. október hófst fundur ráöherranefndar Efna- hagsbandalags Evrópu í Briiss- el um upptökubeiðni Bretlands og ný viðhorf eftir samveldis- ráðstefnuna. Og er nú velt vöngum yfir, hvort þeir de Gaulle, forseti Frakklands, og dr. K. Adenauer, kanzlaxi vest- ur-þýzka sambandsríkisins hafi orðið ásáttir um sameiginlega afstöðu gagnvart inntökubeiðni Bretlands, meðan de Gaulle • var í heimsókn sinni í Vestur- Þýzkalandi í september. í upp- haíi heimsóknarinnar, 3. októ- ber, skrifaði þannig fréttarit- ari The Times í Bonn: „Um • vinfengi og sættir (Frakka og Þjóðverja) mun fáu verða bætt við, sem ekki hefur þegar ver- ið sagt. Sem auglýsingu þess, er þegar hefur verið með fögn- uði tekið, er litið hérna megin Rinar á þessa heimsókn franska forsetans til Bonn og einkum þó ferðir hans um þýzkar borgir, þar sem hann hefur eindregið óskað að „blanda geði við þýzkt fólk.“ Dr. Adenauer hefur upp á síð- kastið verið fúsari en áður til að ganga til málamiðlunar á grundvelli tillagna de Gaulle, ef til vill sakir þess að honum er umhugað að treysta (fransk- þýzka) bandalagið órjúfandi höndum. Hér veit enginn gerla, hvernig hershöfðinginn hefur hugsað sér þriðja afl sitt, og enn sem fyrr lízt mönnum uggvænlega á það og þann sess sem Bretlandi er ætlaður. Kanzlarinn kann að vera i hoðinn og búinn að halda Bret- j landi utan' stjórnmá'.alegs : bandalags (sexveldanna), enda | réðu Frakkland og Þýzkaland | miklu meira um það án (að ld- j ar) þess, en aðra sögu er að segja af þeim, sem fylgjast með málum í (V-)Þýzkal. Um þá hluti taka af allan vafa við- brögð þings og blaða við sjón- varpsviðtali (Adenauers) í síð- ustu viku; og sjálfur utanríkis- ráðherra hans, dr. Schröder, tók einnig af skarið svo að jaðraði við ódulda vanþóknun (open disavowal). í Bonn er þess vegna miklu minni ótti við það, sem þjóð- arleiðtogarnir tveir kunna að koma sér saman um undir íjögur augu, heldur en sá, sem gætti við brottför dr. Aden- auers til Parísar. Ef dr. Aden- auer gengur of langt til sam- komulags við hershöfðingjann, verður honum ekki fylgt eftir. Stjórnmálalegt bandalag (sexveldanna) mun vera dr. Adenauer efst í huga Ekki eru nú vænlegar horfur á ráð- stefnu stjórnarleiðtoga sex- veldanna. Eftir viðræður sLnar (við ráðamenn) í Bonn fyrir nokkrum vikum, er Spaak ekki sagður eins fús til sátta og hann var eftir deilur sínar við Gaitskell. Þá hafa bréfaskipti hans við de Gaulle valdið von- brigðum. Franska forsetanum liggur ekki á að stofna til stjórnmálalegs bandalags; en kanzlarinn vill fyrir alla muni hefja um það viðræður. Eitt blaðanna í Bonn mun hafa góðar heimildir fyrir þeirri tilgátu, að dr. Adenau- er leggi að gesti sínum að íall- ast með einhverjum hætti á áætlun Spaaks um sjálfstæða stjórnarnefnd til eftirlits ráð-- herranefndinni og lægja þann- ig ótta smáríkjanna við frönsk- þýzk yfirráð í sexvelda-banda- lagi, jaínvel þótt Bretland yrði ekki þegar í stað aðili. Að dómi kanzlarans eiga Belgar og Ho'.lendingar erfitt með að hafna ráðstefnu um Stjórnmálalegt bandalag og stjórnmálaleg ákvæði, ef fallizt verður á áætlun Spaaks. Og þeir ráðgjafar kanzlarans, sem hann treystir bezt, munu hafa sannfært hann, að ummæli hans fyr:r nokkru á fundi þing- flokks kristilegra demókrata og í sjónvarpsviðtali hans, hafi ekki aukið veg hans heima fyr- ir né orðið, að 1;ði þeim mál- stað, seni hann hefur helgað síðustu ár sín við stjórnvölinn Ekki gefst mikið tóm til yf- irvegaðra viðræðna, meðan heimsókn forsetans varir. Auk stjórnmálalegrar einingar (sex- veldanna) hljóta að vera á döfinni sambúð vesturveld- anna og austurveldanna, en í þeim hlutum bar ekkert á milli landanna tveggja Komizt kann að vera að einhvers kon- ar sameiginlegri afstöðu til væntanlegra (framhalds-) samningaviðræðna í Brússel um inngöngu Bretlands í sam- eiginlega markaðinn til að losa Frakka undan því ámæli, að vera helzti þröskuldur á vegi árangurs í viðræðunum“. Svo mörg voru þau orð frettarit- arans. Hér skal einnig drepið á við- tal franska utanríkisráðherr- ans, Couve de Murville við þýzka blaðið Welt am Sonntag 2. september. í viðtalinu sagði utanrík;sráðherrann að Bret- land sækti um aðild að Efna- hagsbandalagi Evrópu „fremur af stjórnmálalegum sjónarmið- um en eínahagsiegum ástæð- um“. Hann sagði, að fátt yrði fullyrt um horfur á stjórn- málalegri einingu sexveldanna, ■eins og sakir stæðu. Þegar hann var spurður, hvort inn- ganga Bretlands mundi ein- hverju breyta um horfúr1 á einingu, svaraði hann: „Horf- urnar mundu breytast mjög, vegna þess að aöildarríkin yröu íle:ri en áður og af því leiddi, að tengslin milli þeirra yrðu ekki cins sterk. Ef Bret- land ætti að lilut, yrði um annars konar Evrópu að ræða en þá, sem upphaflega var hugsuð og um þessar mundir er í uppbyggingu.“ Frakkland sagði hann hafa fallizt á inn- göngu Bretlands að því á- skildu, að stjórnmálaleg eining fylgdi á eftir. H. J. Að undangengnum úrskurði uppkveðnum í dag verða lög1- tök látin fara fram án. frekari fyrirvara á kostnað gjald- enda en ábyrgð gerðarbeiðenda að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar fyrir eftirtöldum gjöldum: Tryggingaiðgjöldum til Tryggingastofnunar ríkisins, sem greiðast áttu i janúar og júní sl., framlögum sveitar- sjóða til Tryggingastofnunar ríkisins og atvinnuleysistrygg- ingasjóðs á árinu 1962, söluskatti 3. og 4. ársfjórðungs 1961 og 1. og 2. ársfjórðungs 1962 svo og öllum ógreiddum þinggjöldum og tryggingagjöldum ársins 1962, tekjuskatti, eignaskatti, hundaskatti, sýsluvegasjóðsgjaldi, námsbóka- gjaldi, slysatryggingaiðgjaldi, atvinnuleysistryggingasjóðs- iðgjaldi, kirkjugjaldi og kirkjugarðsgjaldi, sem gjaldfallin eru hér í umdæminu. Ennfremur bifreiðaskatti, skoðunar- gjaldi bifreiða og vátryggingagjaldi ökumanna, en gjöld þessi féllu í gjalddaga 2. jauúar sl., svo og áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti, áföllnu og ógreiddu gjaldi af innlendum tollvörutegundum, útflutningsgjaldi, lesta- og vitagjaldi, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, skipaskoð- unargjaldi, vélaeftirlitsgjaldi, rafstöðvagjaldi, gjöldum til fjallskilasjóðs, svo og ógreiddum iðgjöldum og skráningar- gjöldum vegna lögskráðra sjómanna. Bæjarfógetinn í Hafnarl'irði, Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, 25. 9. 1962. Björn Sveinbjörnsson settur. ÞVOTTAKONA ÓSKAST til hreingerninga 1 prentsmiðju. Þjóðviljinn. tt til aukinna menningarsam- íslands og Sovétríkjanna Níuntla ráðstcfna Mcnning- artengsla Islands og Ráð- stjórnarríkjanna, haldin í Reykjavík, dagana 22.—24. gerði svofellda ályktun: Ráðstefnan íagnar þeim á- rangri, sem náðst hefur á sviði menningarsamskipta ís- lands og Ráöstjórnarríkjanna frá því 8. ráðstefna MlR var haldin 29. marz 1960. 1. Ráðstefnan telur sérstalj- lega mikilvægt, að árið 1961 var undirritaður menningar- sáttmáli á milli Islands og Ráðstjórnarríkjanna. — Ráð- stefnan fagnar því, að þetta baráttumál vort hefur náð fram að ganga. 2. Ráðstefnan minnir á för dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, menntamálaráðherra, til Ráð- stjórnarríkjanna árið 1960, og heimsókn frú Ekaterínu Fúrsevu, menntamálaráðherra Ráðstjórnarríkjanna, til Is- lands árið 1961. Telur ráðstefnan, að þess- ar gagnkvæmu heimsóknir menntamálaráðherranna hafi haft mjög heillavænleg áhrif á þróun menningarskipta á milli landanna. 3. Ráðstefnan íagnar út- komu hinnar íslenzk-rúss- nesku orðabókar á þessu hausti, og telur, að með henni skapist sívaxandi tækifæri til beinna tengsla þjóðanna á öllum sviðum. Ráðstefnan færir þakkir öllum þeim mörgu stofnun- um og einstaklingum, sem stuðlað hafa að framgangi málsins, en þó einkum að- alhöfundi orðabókarinnar, Valerij P. Berkov, dócent, samstarfsmanni hans Áma Böðvarssyná, cand. mag., svo Qg ráðgefandi ritstjóra orða- bökarinnar, Árna Bérgmann, málfræðingi. 4. Ráðstefnan telur tíma- bært og aðkallandi, að nú þegar sé hafizt handa um út- gáfu allstórrar rússnesk-ís- lenzkrar orðabókar. 5. Ráðstefnan þakkar heim- sóknir frábærra sovézkra lista- og vísindmanna á veg- um MlR undanfarin ár, þar á meðal komu hinna kær- komnu gesta, er nú sóttu oss heim við þessa raðstefnu MÍR. Sambandið leggur áherzlu á áíramhaldandi og vaxandi skipti á sendinefndum vís- inda- og listamanna, íþrótta- manna, ferðamanna og fólks úr ýmsum starfsgreinum. 6. Ráðstefnan fagnar því, að tekizt hafa bein og eðli- leg samskipti milli ýmissa sovézkra og íslenzkra menn- ingarstofnana. Jafnframt leggur ráðstefnan áherzlu á nauðsyn þess, að MÍR haldi engu að síður á- fram starfi sínu á sviði al- hliða menningarsamskipta Is- lands og Ráðstjórnarríkjanna. Felur ráðstefnan miðstjórn að gera nákvæma áætlun um verkefni og störf sambands- ins á næsta kjörtímabili. 7. Ráðstefnan skorar á ís- lenzlc stjórnarvöld að gera þegar í stað ráðstafanir til þess, að tekin verði upp rúss- neskukennsla í öllum mennta- skólum landsins, svo og að stofnað verði prófessorsem- bætti í rússnesku og rúss- neskum bókmenntum við Há- skóla Islands. Ráðstefnan ítrekar enn á ný þá skoðun MÍR, að nauö- synlegt sé, að íslenzkun námsmönnum gefist í sem allra ríkustum mæli kostur á að notfæra sér þau marg- háttuðu tækifæri, sem sovézk- ar menntastofnanir hafa að bjóða. 8. Ráðstefnan fagnar af heilum hug hinum stórkost- lega árangri sovétþjóðanna á sviði lista, vísinda og tækni. Sérstaklega ósltar ráðstefnan þeim til hamingju með hið sögulega brautryðjendastarf þeirra í geimrannsóknum og geimsiglingum. 9. Ráðstefnan óskar þjóðum Ráðstjórnarríkjanna til ham- ingju með hinar miklu fram- farir, sem orðið hafa í efna- hags- og félagsmálum þeirra á undanförnum árum, og ósk- ar þeim gengis við fram- kvæmd hinnar stórkostlegu þjóðfélagsáætlunar sinnar. 10. Ráðstefnan leggur mikla áherzlu á, að hin ómetan- legu verzlunarviðskipti ís- lands og Ráðstjórnaríkjanna verði enn aukin og treyst. 11. Níunda ráðstefna MÍR telur, að baráttan fyrir friði og allsherjar afvopnun sé mikilvægasta málefni vorra tíma, og þakkar Sovétþjóð- unum og ríkisstjórn þeirra fyrir óeigingjarna og mark- vissa stefnu í því máli. 12. Níunda ráðstefna MÍR skorar á ríkisstjórn Islands að taka upp nána samvinnu við ríkisstjórn Ráðstjórnar- ríkjanna um baráttu fyrii varðveizlu heimsfriðarins og friðsamlegri sambúð allra þjóða. Lifi friður og vinátta þjóð- anna. (Samþykkt einróma á fundi ráðstefnunnar sunnudaginn 23. sept 1962). 4) _ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 10. október 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.