Þjóðviljinn - 10.10.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.10.1962, Blaðsíða 6
o PI6ÐVIU1NN Ctgefar.di Sameiningarflokkur alþýðu — SósíalistaflokKurinn. —• Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb.) — Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65,00 á mánuði. WIR BOGESENAR Ctjórn sú sem nú situr við völd hefur svikið flest ^ þau loforð sem mest var hampað í öndverðu. Sér- staklega hefur henni verið illa við þá stefnu sem átti þó að vera traustasti hornsteinn samstjórnarinn- ar, að launþegar og atvinnurekendur semdu sjálfir um kaup og kjör án afskipta ríkisvaldsins, en atvinnurek- endur yrðu þá einnig hjálparlaust að standa undir því kaupi sem þeir semdu um. Engin ríkisstjórn á íslandi hefur haft eins frekleg afskipti af kjarasamningum og þessi; -Hún hefur tvívegis riftað öllum samningum sem gerðir hafa verið, ómerkt hátíðlegar undirskrift- ir atvinnurekenda áður en þær voru þornaðar. Og nú hefur Benedikt Gröndal ritstjóri Alþýðublaðsins lagt til að samningsfrelsi verði fellt niður með öllu en launþegum verði skömmtuð kjörin með lagasetningu. genedikt Gröndal hefur það að yfirvarpi að nauðsyn- legt sé að bæta kjör láglaunafólks og reynslan sýni að það verði ekki gert nema með aðstoð lög- gjafans. í sumum löndum er til lagasetning um lág- markslaun, og er verkefni slíkra laga talið það að vernda hagsmuni þeirra launþega sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér, hafa engin samtök og eru ofur- seldir geðþótta atvinnurekenda. Lög af þessu tagi banna hinsvegar ekki að menn semji um hærra kaup en hið lögbundna lágmark. En það er allt annað sem vakir fyrir Benedikt Gröndal. Hann sagði í blaði sínu á sunnudaginn var í grein um lágmarkslaun: „Þess vegna er rétt að íhuga nú, rétt fyrir setningu Alþing- is, hvort ekki ætti að fara þessa leið í haust og reyna svo að koma á allsherjar vopnahléi í kaupgjalds- og verðlagsmálum einhvern ákveðinn tíma, til dæmis eitt ár.“ Hækkun lágmarkslauna á semsé að vera tengd því skilyrði að allt kaupgjald í landinu verði bundið. Og taki löggjafinn að sér að skammta kaupið í eitt ár mun Benedikt auðvitað telja jafn sjálfsagt og óhjá- kvæmilegt að þeirri iðju verði haldið áfram. Þetta er þannig tillaga um að samningsfrelsi verði afnumið á Islandi, en í staðinn taki stjórnmálamenn og embætt- ismenn þeirra að sér að skammta á hvers manns disk. 0 ¥|að er mjög athyglisvert timanna tákn að slík tillaga skuli vera borin fram af Alþýðuflokknum. Þegar sá flokkur var stofnaður á íslandi var það einmitt einn helzti tilgangur hans að tryggja verkafólki samningsfrelsi. Fram að þeim tíma hafði kaupið verið skammtað af litlum Bogesenum sem drottnuðu yfir lífi hvers einstaklings, og Alþýðuflokkurinn setti sér það verkefni 'að txyggja mönnum frelsi til að semja um verðið fyrir vinnu sína. Flokkurinn lagði áiherzlu á það að samningsfrelsi væri ekki aðeins nauðsynlegt til að bæta kjör alþýðufólks heldur væri það og einn af hyrningarsteinum Ij'ðræðislegs stjórnarfars. En nú vill Atþýðuflokkurinn að upp verði tekinn sá háttur sem áður var, enda þótt hinir nýju Bogesenar eigi ekki að hafa aðsetur í þorpunum umhverfis landið heldur í iþinghúsinu og stjórnarráðinu í Reykjavík. — m. I 1 I I 1 I I l 1 I I 1 I I I 1 I I I B I I I I I 1 H I I I I I I I I 1 I I I I B I í I I Allir héraðsskólar á íslandi troðfullir Helmingi fœrri fú skólavist en vilja Á síðustu árum hefur aðsóknin að héraðs- skólunum aukizt gífurlega. Það mun láta nærri, að um 850 nemendur stundi nám í þeim í vet- ur, en það mun vera tæpur helmingur þeirra, sem um skólavist sækja, og er þá varlega áætl- að. Þetta er vandamál, sem mjög brýnt er að leysa, ef unglingafræðsla í dreifbýlinu á að kom- ast í sæmilegt horf. Með orðinu héraðsskóli er hér átt við heimavistarskóla gagn- fræðastigs. Þeir eru alls átta, að Laugarvatni í Árnessýslu, Reykholti í Borgarfirði, Núpi í Dýrafirði, Reykjum í Hrúta- firði, Laugum í Suður-Þingeyj- arsýslu, Eiðum á Fljótsdalshér- aði, Skógum undir Eyjafjöllum og í Reykjanesi við ísafjarðar- djúp. Þessir skólar munu nú yfir- leitt vera í þann veginn aðhefja vetrarstarfið, kennsla hafin í sumum þeirra, en flestir verða þeir formlega settir um miðjan þennan mánuð. Þjóðviljinn vill gjarna gefa lesendum sínum nokkurt yfirlit um þátt héraðsskólanna í fræðslukerfinu. I því skyni sneri biaðið sér til viðkomandi skóla- stjóra og fékk hjá þeim ýmsar upplýsingar um nemendur, kennara og . fleira varðandi skólastarfið. Þetta yfirlit er að vísu mjög ófullkomið, en ýmis- legt athyglisvert kemur þó í íljós. Eins og segir hér að ofan munu nemendur skólanna verða i vetu.r um 850, en það virðist alveg ýkjulaust, að það sé tæp- lega helmingur þeirra. sem eft- ir skólavist æskja. Er þetta ekki eitt dæmi þess, hverni.g þróun- in í skólamáium er að sprengja af sér fræðslukerfið? Mest virð- ist eftirspurni.n eftir skólavist aukast í heimahéruðum skól- anna, og er ekki annað að sjá en menntunarborsti íslendinga fari jafnt og þétt vaxandi. Héraðsskólinn að Laugarvatni Við náðum tali af Benedikt Sigvaldasyni skólastjóra. Hann sagði að kennsla í 3. bekk hefði hafizt síðastl. fimmtudag, en 1. og 2. bekk- ur kæmu í skólann um miðjan mán- uðinn og þá færi form- leg skólasetn- ing fram. Um 120 nemendur verða í skólan- um í vetur í 4 bekkjardeildum — þriðji bekkur skiptist í gagn- fræðadeild og landsprófsdeild. „Það er afskaplega mikil eftir- spurn eftir skólavist”, sagði Benedilít, „ég hef nú ekki í höndunum tölu um fjöldann, en það er gjörsamlega ýlcjulaust, að 2svar til 3svar sinnum fleiri hafa sótt en skólavist fá. Enn sem fyrr eru nemendur úr flest- um byggðarlögum, en það er mjög ákveðin þróun í þá átt, að æ fleiri nemendur koma úr heimahéraði. Á tveimur árum tvöfaldaðist tala nemenda úr Árnes-sýslu. Þeir eru að öðru jöfnu látnir sitja fyrir, en reynt er að hliðra til fyrir öðrum og að taka nemendur, sem ekki hafa aðstöðu til náms heima hjá sér. Við reynum og að fá nemendur sem víðast að, svo að skólinn einangrist ekki.” 5 fastir kennarar eru við skól- ann, Bergsteinn Kristjónsson, Helgi Geirsson, Þórarinn Stef- ánsson, Þórir Ragnarsson og Óskar Ólafsson. Auk þessara eru stundakennarar, en milli skólanna á Laugarvatni (þeir eru 4) er nokkur vinnuskipting til mikils hagræðis. Benedikt lét að lokum falla orð í þá átt, að vegna hraðvaxandi aðsóknar að héraðsskólunum síðustu ár þyrf ti annað hvort að stækka þá veru- lega eða fjölga þeim. Héraðs- skólinn á Laugarvatni var stofn- aöur 1928. Héraðsskólinn í Reykholti Skólastjórinn, Þórir Stein- þórsson, tjáði okkur, að skólinn yrði formlega settur 28. okt., en þriðji bekkur tæki til starfa 15. okt. Nemendur verða rúmlega 90, eða eins og heimavist skól- ans rúmar, tæplega 30 íl.bekk, en liðlega 30 í 2. og 3. bekk (landspr.) hvorum umsig. Um- sóknir um skólavist eru miklu fleiri en hægt er að sinna, en skólastjóri sagði, að þeir væi'u látnir sitja fyrir, sem ekki ættu að skólum að hverfa í heima- byggð. Nemendur komavíðaað; flestir eru úr Borgarfjarðar- og Mýrasýslum, talsvert úr Snæ- fellsness- og Dalasýslum, sunn- an með sjó, einnig úr Eyja- firði og Þing.eyjarsýslum og of- urlítið úr Reykjavík og reynd- ar víðar að. Við skólann starfa auk skóla- stjóra 5 fastir kennarar, Anna Bjarnadóttir, Björn Jakobsson, Magnús Ólafsson, Sigríður Jóns- dóttir og Jón Þórisson. Auk þeirra kennir séra Einar Guðna- son við skólann. Aðspurður sagði Þórir skóla- stjóri, að kennaraskortur væri enginn hjá þeim, flestir. kenn- aranna hefðu starfað lengi við skólann. Héraðsskólinn í Reykholti tók fyr-st til starfa haustið 1931 í framhaldi af Hvítárbakkaskóla, sem var stofnaður 1905. Héraðsskólinn á Núpi í vetur verður fjöldi nem- end.a í Núpsskóla að líkind- um 107, að því er Arngrímur Jónsson skólastjóri þar tjáði okkur. Þar verða þrír bekk- ir, en þriðji bekkur skipt- ist í gagn- fræðadeild og landsprófs. deild. Um eft- irspurn eft- ir skólavist sagði Am- grímur, að Arngrímur hún væri afar Jónsson mikil, mjög mörgum hefði verið neitað. Núpsskóli hefur jafnan fengið sína nemendur Viíða að, t. d. oft, stóran hóp úr Reykjavík og af Suðurnesjum, en þróunin hefur undanfarið stefnt í þá átt, að skólinn er í síauknum mæli skipaður ung- lingum af Vestfjörðum. í vet- ur verða flestir nemenda úr nágrenninu. Arngrímur sagði, að erfiðlega hefði gengið að fullskipa kennaraliðið, og vant- ar reyndar 1 kennara ennþá. Auk skólastjóra verða í vetur 3 fastir kennarar við skólann, Sigurður Guðmundsson, Þor- steinn Gunnarsson og Sveinn Pálsson. Að lokum lýsti Arn- grímur yfir ánægju sinni með þær breytingar á lögum um greiðslu kostnaðar við skóla rekna af riki og sveitafélögum, sem Alþingi gerði í fyrra vet- ur. Sagði hann þær hafa verið mjög kærkomnar fyrir Núps- skóla, vegna þess hve sýslan er fámenn og hefur ilitla tekju- stofna: „Það var mjög sj.álfsagt og eðlilegt, að þessir . skólar yrðu ríkisskólar“. Núpsskóli var stofnaður 1906. Héraðsskólinn að Reykjum Skólinn var settur 21. okt., en þriðji bekkur tók til starfa um síðustu helgi, að þvi er skóiastjórinn, Ólafur II. Kristj- ánsson, tjáði okkur. Liðlega 100 nemendur verða að Reykj- , g) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 10. október 1962 Héraðsskólinn að Laugarvatni. Héraðsskólinn á Eiðuni. um í vetur í þremur bekkjum, „en þriðji bekk- ur verður tvískiptur í landsprófs- og gagnfræða- deild, ef ég fæ kennara", segir Ólafur. ,,En það hef- ur reynzt mjög erfitt; nú eru hér fjórir fastir kennarar, en ég er að reyna að fá þann fimmta.“ Eftirspurnin eftir skólavist er sem annars staðar mjög mikil, og segist Ólafur verða að neita fleirum um skólavist en hana fá. „Aðsókn- in að héraðsskólunum er vandamál, sem þarf að ieysa. Mér er kunnugt um, að fjöldi unglinga í þorpum og sveitum, þar sem ekki -eru framhalds- skólar, verða að sitja heima og komast ekki í skóla. Þetta er mjög bagalegt fyrir þá, því að nú orðið er víðast hvar krafizt einhverrar lágmarksmenntunar til starfa, t. d. gagnfræðaprófs. — Við erum hér með 100 nem- endur í 60 — til 70 manna pláss:, og reynum þannig að koma til móts við þá unglinga, sem vantar tiffinnanlega skóla- vist — Eg býst við, að stækka mætti suma héraðsskólana, og þegar búið vriri að gera þá vel úr garði, sem fyrir eru, þyrfti að toyggja nýia.“ Nemendur Reykjaskóla eru víða að, en flestir koma úr Strandasýslu og Húnavatns- sýslum og allmargir eru úr Dalasýslu. Héraðsskólinn að Laugum Skólastjóri á Laugum er Sigurður Kristjánsson, en í vetur hefur hann leyfi frá störfum. Settur skólastjóri í hans stað er séra Sigui'ður Guðnason á Grenjaðarstað. Hann gaf okkur þær upplýs- ingar, að í vetur yrðu nemend- ur Laugaskóla um 110 talsins. Þar eru 4 bekkjardeildir, fyrsti, annar og þriðji bekkur og svo sérstök smíðadeild, og er hún afar vinsæl. í hana fara nemendur oft eftir tveggja ára nám við skólann. Eftixspurn eft.'r skólavist er geysilega mikil og virðist fara vaxandi, og á þessu ári hefur tæp’.ega 100 umsóknum verið vísað frá. Langsamlega flestir nemendur eru úr Suður-Þing- eyjarsýslu, enda styrkir sýslan skólann, en þó koma í skólann unglingar víða af Norður- og Austurlandi. Fastir kennarar við skólann eru 6, Ingi Tryggvason, Óskar Ágústsson, Guðmundur Gunnarsson, Anna Síefánsdóttir, Hróar Björnsson og Guðrún Torfadóttir, Skólinn verður settur 16. október. Að- spurður um það, hvemig ætti að leysa þann vanda, að veita öllum skólavist sem vilja, sagði Sigurður, að hann áliti, að fjölga bæri héraðsskólum frek- ar en að stækka þá, því að þeir yrðu erfiðari í rekstri, ef þeir yrðu mjög fjölmennir. Héraðsskólinn á Laugum tók til starfa 1924. Héraðsskólinn á Eiðum Skólastjóri á Eiðum er Þór- arinn Þórarinsson. Hann sagði okkur, að væntanlega yrðu í skólanum um 130 nemendur í vetur í 6 bekkjardeildum. „Við höfum svokallaðar framhalds- deildir, þ. e. landsprófsdeild og bóknáms- og verknámsdeildir gagnfræðastigs — svo höfum við miðskóladeild, eldri og yngri deild“. Nemendur í framhaldsdeild- um komu í skólann um síðustu helgi, en óvíst er að hinar deildirnar byrji fyrr en í nóv- ember vegna byggingarfram- kvæmda. Verið er að byggja í stað þess, sem brann í fyrra. Um eftirspurn eftir skólavist sagði Þórarinn, að vísa þyrfti frá tveimur fyrir hvern einn, sem tekinn væri og að skólinn væri nú þegar hálfskipaður fyrir næsta vetur. Nemendur koma viðs vegar að, en flestir eru af Austurlandi. Þeir sitja fyrir slcólavist, sem ekki e:ga aðgang að sams konar skóla í sinni hsimabyggð. Við Eiðaskóla starfa auk skólastjóra 7 fastir kennarar, Ármann Halldórsson, Þórarinn ‘víí M Sveinsson, Björn Magnússon, Halldór Sigurðsson, Sigrún Björgvinsdóttir, Sigrún Einars- dóttir og Jökull Sigurðsson. Auk þeirra kenn:'r séra Einar Þorsteinsson við skólann. Alþýðuskólinn á Eiðum var stofnaður 1919 — áður hafði þar verið bændaskóli — og hefur alla tið verið ríkisskóli. Héraðsgagnfræða- skólinn að Skógum Jón R. Hjáimarsson skóla- stjóri að Skógum gerði ráð fyrir, að llo nemendur yrðu í skólanum í vetur. Bekkjar- deildir eru fjórar. fyrsti, ann- ■ar og þriðji bekkur, sem skiptist í landsprófsdeild o.g Ólafur H. Kristjánsson Héraðsskóiinn á Núpi. — i T9 gagnfræðadeild. Þriðji bekkur hóf vetrarstarfið 2. þessa mán- aðar, en 1. og 2. bekkur byrja 16. okt. og þá verður skólinn sett- ur. Jón lét ,af því að illa gengi að fá kennara; það tókst þó, en Jón ekki h.afa Hjálmarsson þeir allir rétt- indi. Fimm fastir kennarar verða þó við skólann vetur auk skó’.astjóra og stundakennara: Albert Jó- hannsson, Villiam Möller, Snorri Jónsson, Jón Einarsson og Arna’.dur Árnason (settur). Aðsókn að skólanum sagði Jón, að væri gífurlega mikil: „Fyrir hvern, sem ég tek, neita ég tveimur.“ Mikill meirihluti nemenda, um 90%, er úr skóla- héraðinu, þ.e. Rangárvallá- og 'Vestur-Skaftafellssýslum, ör- fáir eru úr Árnessýslu og Reykjavík. Jón R. Hjá’.mars- son sagði, að húsnæðisskortur bagaði skólann mjög, bæði vantaði hús fyrir heimavistir og einnig kennaraíbúðir, o.g hann lagði mikla áherzlu á, að þörfin fyrir héraðsskóla væri mjög brýn, og þyrfti úr að leysa. HéraSsskólinn í Reykjanesi Þvi miður náðum við ekki tali a.f Páli Aðalsteinssyni skólastjóra Reykjanesskóla, en á Fræðslumálaskrifstofunni voru okkur gefnar þær upp- lýsingar, að nemendaf jöldinn þar væri eitthvað í kringum 70. Þetta er verknámsskóli með þremur bekkjum. Fyrsti og annar bekkur taka ekki til starfa fyrr en eftir áramót og eru um þrjá mánuði í skólan- um, en þriðji bekkur byrjar í þessum mánuði og er námstím. inn 5 mánuðir. Skólinn var stofnaður 1934. Skipulagið rœtt í borgarstj'órn Á borgarstjórnarfundi sl. fimmtudag urðu talsverðar um- ræður um staðfestingu skipu- lagsuppdráttar af svæðinu er af- markast af Laugavegi, Banka- stræti. Smiðjustíg, Hverfisgötu og Ingólfsstræti. Hafði bqrgar- ráð áður staðfest uppdráttinn fyrir sitt leyti og má’.ið verið lagt fyrir næstsíðasta borgar- stjórnarfund en afgreiðslu þess þá verið frestað til þess að gefa borgarfulltrúum færi á að kynna sér betur skipulagsupp- dráttinn. Alfreð Gíslason, sem óskað hafði frestunarinnar, talaði fyrstur og lýsti sig algerlega ó- samþykkan skipulagsuppdrætt- inum. Sagði hann, að við samn- ingu uppdráttarins virtust tvö sjónarmið hafa verið alger’ega ríkjandi: Fyrst og fremst við- horf til bílastæða og í öðru lagi lóðaskipan á svæðinu eins og hún nú er. Með skipulagstillög- unni væru vandamál umferðar- innar þó hvergi nærri leyst til .hlítur en öll önnur atriði sk'pu- lagsins hins vegar sniðgengin. Benti hann síðan á ýmsa ann- marka, sem hann taldi vera á skipulagningu svæðisins og vitn- aði ti’. ummæla sérfróðra manna um þau. Einnig ræddi hann um skipulagsmálin i heild og sagði að í sk’pulagsdeild borgarinnnr vantaði hæfa, skapandi starfs- krafta. hví að undanskildum skipulagsstjóra væri enginn í deildinni með nægilega mennt- un og þekkingu á þessum mál- um. Bar hann að ’.okum fram ýmsa galla mætti á honum finna. í sama streng tók Þór Sandholt svo og borgarstjóri, er lagði til, að frestunartillaga Al- freðs yrði felld. Við afgreiðs’.u má’.sins var tillaga Alfreðs síðan felld með 10 atkvæðum gegn 1 og skipu- lagsuppdrátturinn síðan sam- þykktur með 11 atkvæðum gegn 1. Hálf milijón í siuesier §145 . .........' rttsí 11 •* 1 10. flokki Vöruhappdrættis SÍBS var dregið um 1182 vinn- inga að fjárhæð 1.730.000 kr. Hæsti vinningurinn, Va nailljón, kom á miða nr. 6145. sem seld- ur var í umboðinu í Vogum. 100 þús. kr. kom á nr. 26484 í umboðinu Þambárvöllum og 50 þús. kr. komu á nr. 17204 (um- boð Roði) og 33605 (umboðið Grettisgötu 26). 10 þús. kr. vinn_ ingar i’éllu á þessi númer: 2082, 5747, 7638, 10189, 13174, 15960, 20271, 27962, 31043, 32537, 36152, 36962, 37219, 53907, 54714, 56259, 58002 og 62506. (Birt án á- fcyrgðar). Hafin bygging drátttrbrautar í Stykkisbélmi stjora að leita aðstoðar færustu arkitekta við breytingar á skipu- lagsuppdrættinum. Einar Ágústsson þenti einnig á ýmsa galla sem hann taldi vera á skipulagsuppdrættinum. Lagði hann áherzlu á nauðsyn þess að hraða skipulagningu gam’a bæjarins sem mest. Þórir Kr. Þórðarson taldi. að nýstárleg'ar hugmyndir kæmu ekki fram i skipulagsuppdrætt- inum en ’.agði hins vegar til að hann yrði samþykktur, þótt Stykkishólmi 9 10. — I-lér eru hafnar framkvæmdir við bygg- ingu dráttarbrautar á vegum hreppsfélagsins. Sú bygging er oröin gömul í umræðum, þótt framkvæmdir hafi ekki haiizt fyrr en nú. Dráttarbrautin verður allstór, mun geta tekið upp 250 lesta skip. Nú er ver- ið að ýta til jarðvegi og sprengja fyrir undirstöðum, en fram- kvæmdir á þessu hausti munu Uosta um eina milljón króna. Vonir standa til, að verkinu skili vel áleiðis næsta sumar. Jeról. Miðvikudagur 10. október 1962 ÞJÖÐVILJINN — (7 ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.