Þjóðviljinn - 13.10.1962, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 13.10.1962, Qupperneq 12
til I dag kemur Þjóðviljinn út f nýju broti, settur og prent- aður í nýjum vélum. Þasr 12 stóru síður, sem hann nú er prentaður á, samsvara 16 síð- um hins gamla brots. Ný hverfivél, ný fyrirsagnavél og fleiri nýjar vélar eru nú teknar f notkun, til þess að gera hann læsilegri og betri útlits í hvívetna. Jafnhliða hefur blaðamönnum verið fjölgað. til þess að reyna að gera allt innihald blaðs- ins betra og fjölbreyttara. Á þessum merku tímamót- um viljum vér fyrst og fremst þakka öllum þeim stuðnings- mönnum blaðsins og flokks- ins, sem Iagt hafa fram miklar fórnir og margir tek- ið nærri sér, til þess að gera blaðinu kleift að komast þang- að, er stöndum vér í dag. En þótt mikið afrek hafi verið unnið. þá er þó meira óunn- ið. því eftir er enn að greiða mikið af andvirði hinna nýju véla, sem ýmsir aðilar eiga þakkir skilið fyrix að hafa með lánveitingum veitt oss aðstöðu til að greiða á nokkrum árum. En ef allir stuðningsmenn blaðsins og allra beirra málefna, sem það berst fyrir, leggjast á eitt um að afla því fjölda nýrra á- skrifenda og efla hag þess í hvívetna, þá verður auð- veldara að vinna það verk, sem eftir er, en verið hef- ur að berjast fyrir tilver- imni eins og gert hefur ver- ið nú undanfarið. t Þjóðviljinn á erindi inn á hvert einasta íslenzkt heimili — og hefur aldrei átt brýnna erindi en ein- mitt nú. Þjóðviljinn er eigi aðeins boðberi sósíalismans á Is- landi, málsvari þeirrar stefnu, er mun skapa hér þjóðfélag jafnaðar, frelsis og allsnægta fyrir alla. Þjóðviljinn er og í dag málgagn allra þeirra, sem vemda vilja sjáfstæði og þjóðemi vort — allra þeirra, sem vilja berjast fyrir betra lífi vinnustétta og réttlátari skiptingu þjóðarauðs og arðs. Þegar amerískt auðvald ógn- ar oss að vestan með því að draga þjóð vora nauðuga inn í hættu atómstríðs - og Efna- hagsbandalag Evrópuauð- valdsins ógnar oss að austan með innlimun og innrás, er tortími bjóðmenningu vorri og þjóðemi. — þá er öllum íslendingum þörf á skelegg- um málsvara, óháðum auð- valdinu, til þess að þjóðin fái haldið vöku sinni í daglegri áróðurshríð afturhaldsins. Þjóðviljinn vill vera hið dag- lega málgagn Alþýðubanda- lagsins, — þessa stjómmála- bandalags, sem vill sameina allar vinnandi stéttir landsins f baráttu þeirra gegn arðráni og afturhaldi, sameina alla lýðræðissinna í viðureigninni við vaxandi einræðisbrölt auðvaldsins, sameina alla þjóðfrelsissinna í baráttunni fyrir frelsi Islendinga og friðhelgi íslands. Og Þjóð- viljinn vill standa öllum fylgjendum Alþýðubandalags- ins opinn um þessi hugðar- mál þeirra. Þjóðviljinn vill vera allri íslenzkri alþýðu, — verka- mönnum og launþegum öllum, menntamönnum og millistétt- um sveita og sjávar, — traust vopn í harðri lifsbar- áttu hennar. Hann vill vera íslenzkri verkalýðshreyfingu skjól og skjöldur í því dag- lega upplýsinga- og áróðurs- stríði, sem háð er nú harðar og lævisar en nokkru sinni fyrr. Þjóðviljinn vill vera íslenzkum verklýðssamtökum beitt vopn 1 baráttu þeirra fyrir vélferð vinnandi stétta, rétti verkalýðssamtakanna og fegurra lífi allrar alþýðu, er nú stynur undir vinnuþræl- dómi, vaxtaokrj og kaup- kúgun. Þjóðviljinn tók rtafn sitt 1 arf frá málgagni Skúla Thor- oddsens, er fyrir 75 ámm hóf göngu sína sem róttæk- asta blað íslenzkrar sjálfstæð- isbaráttu. Framundan er nú geigvænlegri hætta en sú innlimunarhætta í „danska al- ríkið“ sem gamli Þjóðviljinn og útgefandi hans ásamt á- gætum samherjum afstýrði 1908. 1 örlagaríkustu baráttu Islandssögunnar: baráttunni gegn innlimun f Efnahags- bandalagið — er Þjóðviljinn nú eina dagblaðið, sem Is- lendingar geta treyst til skilyrðislausrar andstöðu gegn hverskonar ánetjun og innlim- un f Efnahagsbandalagið. Góðir íslendingar! Takið höndum saman um að efla Þjóðviljann svo á þessari örlagastund þjóðar vorrar að takast megi að fylkja þorra þjóðarinnar sam- an um að varðveita sjálfstæði lands vors, svo að lands- ins böm fái framvegis að búa að sínu og njóta auð- linda lands vors ein og frjáls. óháð auðjöfrum heims Islenzk alþýða! Þjóðviljinn er eina dagblaðið. sem ætíð hefur staðið og mun standa við hlið þér f harðri lífsbaráttu þinni, af því hann er þitt eigið málgagn, Þess- vegna á Þjóðviljinn erindi inn á hvert einasta alþýðuheim- ili, til þess að sameina alla alþýðuna f lífsbaráttimni og gera hana þannig auðvaldrnu sterkari. Sameinumst öll til eflingar Þjóðviljanum! F.h. miðstjómar Sósíalista- flokksins. Einar Olgeirsson. Laugardagur 13. október 1962 — 27. árgangur — 222. töhiblað. Verð haustsíldar- innar enn ókomið Enn er ekki búið að ákveða verð á haustsíld- aístoðu m°ö fiskkaupendum, svo auðsætt er að gerðardoms- ina, hvorki á síld til bræðslu eða síld til söltun- ar, síld í frystingru eða útflutta ísaða síld, Hefur verðlagsráð sjávarafurða enn ekki afgreitt frá sér verðið enda þótt gert sé ráð fyrir að sú ákvörð- un Iiggi fyrir þegar 1. október. Verðlagsráð, sem skipað er tólf mönnum hefur setið á fundi hálfa aðra viku en ekkert samkomulag mun hafa náðst. Verðlagsráðið starfar sam- kvæmt lögum sem stjórnar- flokkarnir settu í gegn á síð- asta þingi. Eiga þar sæti þrír menn frá sjómannasamtökunum, einn frá Alþýðusambandinu, einn frá Sjómannasambandinu og einn frá Farmannasamband- inu, þá eru þrír fulltrúar frá Landssambandi íslenzkra út- vegsmanna og em þeir einnig taldir fulltrúar seljenda, en svo eru í ráðinu jafnmargir fulltrú- ar fiskkaupenda. Ráðinu var svo fengið gerð- Bjarni lónsson Ungur listmálari, Bjarni Jóns- son, opnar í dag í Listamanna- skálanum sýningu á 73 oliumál- verkum og lakkmyndum. Þetta er önnur sjálfstæð sýning Bjarna. Nánar verður sagt frá þessari athyglisverðu sýningu í blaðinu á morgun. ardómsvald í bakhöndina, ef fulltrúar ná ekki samkomulagi, tilnefnir háestiréttur oddamann. Til þess hefur komið þrívegis, og í öll skiptin tók oddamaður ákvæðin verka samkvæmt til- ætlun stjórnarflokkanna, þau duga til þess að berja fram sjónarmið fiskkaupenda. Þessi dráttur á ákvörðun verðsins fyrir haustsíldveiðarnar er hins vegar ekki tilnefndur þegar stjómarblöðin era að saka verkalýðshreyfinguna um drátt á samningum um síldveiðikjör- in þó hér sé um raunverulegt atriði að ræða sem mikið get- ur oltið á. Deila Kínverja og Indverja Indverski herinn f ær árásarskipun NÍJU DELHI 12/10. — Indverski herínn hefur fengið skipun um að leggja til atlögu gegn kín- verskum hersveitum í hinum umdeildu héruöum við norð- austurlandamærj Indlands og reka þær yfir hina svonefndu MacMahonlínu sem indverska stjðrnin viðurkennir sem hin cinn réttu landamæri ríkjanna. Nehru forsætisráðherra skýrði frá þessu f dag. Á þessu svæði hafa staðið bardagar sfðustu daga milii kínverskra og ind- verskra hersveita og hafa Kfn- verjar haldið þvi fram að Ind- verjar hafi ruðzt norður yfir MacMahonlínuna. Indverska her- stjómin segir að um 100 kin- verskir hermenn hafi fallið í bardögum þama á miðvikudag, en aðeins sex tndverskir. Nehm gaf út tilkynningu um þessar fyrirskipuðu hemaðarað- gerðir rétt áður en hann hélt til Colombo á Ceylon. Sagði hann að Kínverjar ógnuðu ör- yggi tndlands og því hefði árás- arskipunin verið gefin. Það væri herforingjanna að ákveða hVenær hún yrði framkvæmd. Nyr auglýsingadálkur SKIPTfl- Mjög er algengt að fólk vill hafa ýmiskonar eigna- skipti, svo sem á íbúðum, bílum og fleiru, jafnvel vinnuskiptL Til þess að komast í sambönd þarf fólk venjulega að leita til einhverskonar • miðlara, fasteignasala eða bílasala. Oft mundi fólki henta bet- ur að geta komizt í beint samband hvað við annað, a.m.k. meðan það er að leita fyrir sér og athuga sinn gang. Þjóðviljinn vill nú gera tilraun með að koma upp föstum auglýsingadálki unðir samheitinu „Skipta- markaðurinn" og er hug- myndin að hann birtist fyrst um sinn einu sinni í viku, en oftar að sjálfsögðu ef í ljós kemur frekari þörf. í dálki þessum gefst fólki kostur á að koma á framfseri því sem það vill láta af hendi og það sem menn vilja fá í staðinn. Verða auglýsingar þessar birtar á ákveðnum stað í blaðinu hverjn sinni og reynt verður að stillaverði þeirra í hóf. Lesendurættu að notfæra sér þessa þjón- ustu og reyna hvemig hún gefst. Deildafvndir ★ Dcildafundir (aðalfundir) á -Ar mánudagskvöld. Áriðandi ic mál á dagskrá. Formanna- -Ar fundur kl. 6 síðdcgis í dag, ★ Iaugardag. Sósíalistafélag Reykjavíkur. Sægammurinn ■jf Sovétmenn hafa smíðað svokölluð „vængjaskip", sem nú ern orðin svo fullkomin að þau geta borið 300 farþega og ganga rúmar 50 mílur á klst. Nú vilja þeir ckki láta þarna staðar numið, heldur er á döfinni smíði sldps í líkingu við það, sem myndin hér að ofan sýnir. Skipsskrokkurinn trónar í 17—20 metra hæð yfir sjávarmáli og skipið á að geta farið með 175 mílna hraða á klst. f hvaða vcðri sem er. Eins og sjá má, cr skrokkurinn með vængstúfum og straumlínulagi, sem gefur töluvcrða lyftingu og farþegar verða nú lausir við vclting og éstöðugleika. jafnvel í stórsjóum Atlanz- bafsins. Veðmál um göngru yfir ísland í flota drottningar 5 dátarganga á 5 dðgum 100 mílur Hrútafirði 10/10. — I gærkvöld þriðjudag, bar svo við að eitt af_ herskipum hennar hátignar Elísabetar Englandsdrottingar sigldi inn Hrútafjörð. Þetta var herskipið Russel, sem mikil af- rek vann i „þorskastriðinu" sem frægt er. Ætlun skipverja var að setja fimm sjóliða á land i Reykjatanga og var búið að panta gistingu fyrir þá i Reykja- skóla. Ekki þótti þó skipherra fýsilegt að sigla svo langt inn fjörðinn í náttmyrkri, enda leið þröng og óhrein. Setti hann fimmmenningana á land miklu utar með firðinum Eigi skal aka . . Eftir langa göngu um torleiði komu sjóliðamir svo að Tann- staðabakka og báðust gistingar. Þeim var boðið. að þeim skyldi ekið til Reykjaskóla, en þeir afþökkuðu gott boð. kváðust verða að ganga alla leið til Reykjavíkur á eigi skemmri tfma en fimm dögum. . . . en veðmáli taka Þama er um að ræða veð- mál, og Bretinn tekur sín veð- má! hátíðlega. I síðasta mán- uðj reyndu dátar af öðra her- skipi að ganga frá Akureyri til Reykjavíkur um Kjöl. Eftir 10 daga komu þeir til byggða i Ámessýslu og gáfust þar upp. Þá höfðu þeir gengið 100 ensk- ar mílur. Skipshöfnin á Russel veðjaði þá, að menn frá þeim gætu gengið 100 mOur á 5 dög- um, og Ieiðin var valin úr Hrútafirði til Reykjavíkur með ferju yfir Hvalfjörð. Göngugarpamir verða að vera komnir til Reykjavíkur á sunnu- dagskvöld, ella siglir Russel til Englands og felur dátana guði oe Islendíngum á vald. —★— F ornahvammi 11/10. — Hingað komu seint í gærkvöld 5 brezkir sjóliðar. Höfðu þeir gengið yfir Holtavörðuheiði og vora mjög lerkaðir. og eiginlega vart göngufærir. Þeir lögðu upp frá Reykjaskóla í Hrútafirði kl. 9 í gærmorgun. Klukkan 7 síðdegis voru þeir við sæluhúsið á heið- inni og þaðan vora þeir svo 3 tíma í Fornahvamm. Hér hvildu þeir sig vel í nótt, en lögðu af stað aftur kl. 11 árdegis áleiðis itl Reykjavikur. Peronislum var sleint úr haldi BUENOS AIRES — St j ómar- völdln í Argentínu hafa látið lausa allmarga póiitíska fanga og voru meðal þeirra ýmsir af helztu leiðtogum hin* bannaða peronistaflokks. •t

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.