Þjóðviljinn - 14.10.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.10.1962, Blaðsíða 6
g SÍÐA T»TÓI*VTLJINN Sunnudagur 14. október 1962 H K L í Moskvu: // Áðskrifa stutta sögu er svipað | því að búa tii gott vín ii Þegar Halldór Laxness var í Sovctríkjunum tyrir skömmu átti hann örstutt viðtal við blaðamenn frá Iiiteratúmaja Gazéta. Hall- dór vildi sem minnst tala um Prjónastofuna Sólin cnda væri leikritið ekki komið ót enn. „Ekki veit ég hver viðbrögð almennings helzt yrðu. En ég held að ein- hverjir muni jiekkja sjálfa sig í þessu verki. ! þvi eru mörg fyrirbæri okkar tíma“. Halldór vildi ekki skipta íslenzkum rithöfund- um í góða og vonda, enda væri hann slæmur dómari á fagurbókmenntir og hefði reyndar meiri áhuga á bókum um sagnfræði og náttúruvísindi. „Ég get full- yrt að á íslandi eru og hafa alltaf verið góðar bókmcnntir þótt afgangur- inn af heiminum viti það kannske ekki“. Minnzt var á stuttar sög- ur og þær miklu kröfur sem sú tegund bókmennta gerir til rithöfundarins. „Að skrifa stutta sögu er svip- að því að búa til gott vín", sagði Halldór að lokum. Loks leyft að birta falin ritMark Twain Mark Twain á efri árum. Dóttir skáldsins stéðst ekki storkanir Rússa Mark Twain er búinn að liggja meira en hálfa öld í gröf sinni, dáður og lesinn um allan heim, en samt eru til rit eftir hann sem aldrei hafa verið birt og erfiðlega gengur að fá gefin út, enda þótt erfingjar hans hafi nú loks látið af mótstöðu við birtingu þeirra. Safn svæsinna ádeilurit- gerða á trúarbrögðin sem Mark Twain samdi á síðustu æviárum sínum er komið út á prent í fyrsta skipti. Dóttir skáldsins, sem fram til þessa hefur bannað útgáfu þessa verks föður síns, stóðst ekki mátið þegar hún frétti að í Sovétríkjunum væri því haldið á loft að sum verk eins frægasta rithöfundar Bandaríkjanna væru falin og ekki gefin út vegna trúar- legrar vandlætingar. Á fyrsta áratug þessarar aldar varð Mark Twain fyrir hverju áfallinu á fætur öðru. Kona hans dó og skömmu síðar missti hann dóttur sína. Þróunin í bandarískum þjóð- málum var honum ekki að skapi, yfirgangssinnuð utan- ríkisstefna, vaxandi auð- mannaveldi og þröngsýni • í andlegum efnum fengu að kenna á hvössum penna hans. „Bréf frá jörðu“ Á þessum árum samdi Twain ritið „Bréf frá Jörðu“. Þar lætur hann kölska skrifa ýtarlegar skýrslur um ástand- ið á jörðinni til erkiengl- anna Gabríels og Mikaels. Myrkrahöfðinginn lýsir því með fjölda dæma, hvemig fáránlegar trúarskoðanir hafa þjakað mannkynið um alda- raðir og gera enn. Bréfin eru skrifuð í gamansömum tón, en þar er beint eitruðum skeytum að trúarbrögðunum almennt og þó sérstaklega kr;stindómnum. Mark Twain dó 1910 og lét eftir sig ýms óbirt handrit, meðal annars „Bréf frá Jörðu“. Dóttir hans Clara fék umráð yfir handritum hans. Bannaði birting-u Bréfasafn kölska tii erki- englanna lá i vörzlu Clöru í 27 ár án þess að nokkur annar fengi að kynnast efni þess. Þá bar svo við að sagn- fræðingurinn Bernard De- Voto tók að sér að gefa út áður óbirt verk Mark Twain fyrir útgáfufyrirtækið Harper. Það var árið 1937, og tveim árum síðar var bókin tilbú- in til prentunar, þar á með- al „Bréf frá Jörðu“. Þá tók Clara f taumana. Hún var fyrir löngu orðin ákafur áhangandi trúflokks- ins Christian Science eða „Kristileg vísindi", og þver- tók fyrir að það sem hún taldi ósæmileg guðlöstunar- rit föður síns fengju að koma fyrir almenningssjónir. Sér- stakiega fannst henni rík á- stæða tii að leyna því fyrir æskulýðnum, sem kynslóð eft- ir kynslóð hefur gleypt i sig sögurnar af Tuma Sawyer og Stikilsberja-Finni, að höf- undur þessara hrífandi bóka var herskár guðleysingi. Bann Clöru varð til þess að bókin sem DeVoto hafði sett saman var ekki gefin út. Fellt úr ævisögu Leið nú og beið fram til 1959 að Charles Neider gaf út sjálfsævisögu Mark Twain fyllri en hún hafði áður birzt. En Clara dóttir skáldsins skip- aði honum að fella burt heila fimm kafla, sem hann hafði tekið með. Frá þessari úrfellingu skýrði hann i for- mála. Kaflarnir fimm sem burt voru felldir eru „heiftarleg- asta árás sem Mark Twain gerði nokkru sinni á trúar- brögðin". segir Neider. „Þessir kaflar eru með þvi snjall- asta sem hann hefur skríf- að, en þcir eru ákaflega svæsnir". Þegar Neider varð þess var að sovézkir bókmenntafræð- ingar voru teknir að benda á niðurfellinguna á köflunum úr sjálfsævisögunni sem dæmi um skerðingu á ritfrelsi í Bandaríkjunum, eygði hann möguleika á að fá breytt á- kvörðun dóttur skáldsins. Hann hóf bréfaskipti við hana og brýndi fyrir henni að með afstöðu sinni legði hún Rússum áróðursvopn f hendur gegn Bandaríkjunum. Hvortveggja birt Clara, sem nú er 88 ára gömul, þvemeitaði í fyrstu að leyfa prentun nokkurs orðs af því sem hún haföi áður bannað að birta, en seint í hitteðfyrra, um það leyti sem minnzt var 125 ára afmælis Mark Twain, sner- ist henni hugur. Hún skrifaði Neider að hún hefði nú kom- izt að þeirri niðurstöðu að samvizka sín byði- sér ekki lengur að stinga hinum óbirtu ritum föður síns undir stól. Neider sneri sér strax til Harpers, sem ákvað að gefa út „Bréf til Jarðar“ eins og DeVoto gekk frá þeim. Sú bók er nýkomin út. Verr gengur með kaflana fimm sem sleppt var úr sjálfs- ævisögunni. Neider hyggst fá þá birta í tímariti, en ekkert þeirra sem hann hef- ur snúið sér til hefur þor- að að taka þá til birtingar. Ætla mætti að bandarísk tímarit gleyptu við áður ó- birtu efni eftir' fJíkan skáld- jöfur sem Mark T-wain, en feú varð ekki raunin á. Ritstjór- arnir hafa tjáð Neider. að þeir „óttist æsingar" birti þeir álit Mark Twain á trú- arbrögðunum. Þeir eru með öðrum orðum hræddir við að koma sér út úr húsi hjá kirkjunum og öðrum trú- félögum. Það tók Aksel Sandemose 3 ár að fá gefna út bókina sem gerði hann frægan En flyktn- ing krysser sitt spor. Hver útgefandinn af öðrum hafn- aði þessum „endurminning- um morðingja" eftir þrítugan rithöfund sem var nýflutt- ur frá föðurlandi sínu Dan- mörku til Noregs, lands móð- ur sinnar. Sagan af viðureign drengsins Espen Arnakke við þrældóm, síngimi og þröng- sýni í smábænum Jante hlaut frábærar viðtökur. Sigrid Undset skrifaði formála fyr- ir bandariskri útgáfu, sem seldist betur vestanhafs en nokkur norsk bók hafði gert frá því „Gróður jarðarí* og „Kristín Lafransdóttirí* voru á ferðinni. Nú er „Flóttamaðurinn" kominn út hjá Aschehoug f Noregi i nýrri og breyttri út- gáfu. Sandemose hefur bæði þætt fnní og fellt úr. I for- mála hótar hann að halda endurskoðuninni áfram „á fimm eða sex ára fresti". * ★ ★ Tónsnillingurinn ungverski Zoltan Kodaly verður áttræð- ur 16. desember og þá verð- ur mikið um dýrðir í Ung- verjalandi. Afmælistónleikar verða í öllum helztu borgum. Menningarmálaráðuneytið ungverska ætlar ekki að láta sitt eftir liggja til að afmæl- is Kodaly vp- ' -pinnzt í öðr- um löndum. ^endiráðum og menningarstofnunum víða um heim verða sendar þúsundir af hljómplötum með verk- um meistarans. ★ ★ ★ Þegar sovézka skáldið Évgení ÉVtúsénkó kom til Englands í vor var hann for- síðuefni í blöðum þar, og nú hefur Penguin sent á markað safn af Ijóðum hans sem jesúítinn Peter Levi hefur þýtt á ensku með hjálp rúss- neskufræðingsins Milner- Gulland. Þama eru þau ljóð Évtúsénkó sem gert hafa bókmenntalegum kreddukurf- um Sovétríkjanna gramast í geði, svo sem „Brautarstöð- in Sirna" og „Babi Jar“. önn- ur eins og „Flokksskírteinið" valda sfzt minni andarteppu þeim vestrænu kaldastríðs- sálum sem finnst að sovézkt ádeiluskáld hljóti að vera andkommúnisti inn við bein- ið. Bókin frá Penguin heitir Selected Poems. þýðingamar eru 22 og þýðendur skrifa rækilegan formála. ★ ★ ★ Fyrir þá sem geta staut- að rússnesku og langar tii að fá nasasjón af ljóðafjár- sjóði þeirrar tungu verður ekki á heppilegri bók kosið en The Pcnguin Book of Russ- ian Verse. Eins og f öðrum bókum sama flokks eru ljóð- in prentuð á frummálinu en enskar þýðingar í óbundið mál fylgja neðanmáls. Þetta 440 blaðsíðna safn hefst á „Kviðunni um herferð Igors“ frá tólftu öld, svo koma hetjuljóðin sem bilíni nefnast og síðan áfram allar götur til Margaritu Aliger. Púskin fær 14 blaðsíður, Lérmontoff 18, Blok 24, Majakovskf 19 og Pasternak 21 svo dæmi séu nefnd. Langur formáli er eftir útgefandann Obolensky. ★ ★ ★ Alþjóðlegar jasshátíðir verða æ algengari, og norsk- ir jassunnendur hafa valið sinn jasshátíðarbæ, Molde á Mæri. Jasshátíðin sem þar var haldin í síðasta mánuði þótti takast vel þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðugleika. Til dæmis vom vandræði að fá fólk á árdegistónleika þótt troðfullt væri á sérhverri jamsessjón. Næsta árfæreng- inn aðgöngumiða að jamses- sjón nema hann kaupi sig líka inn á hljómleiká. Þá eiga forstöðumenn hátíðarinnar líka von á Dizzy Gillespie, ef fjárhagurinn leyfir. ★ ★ ★ Ljóð úr handritasyrpunni Sém Nils heitinn Ferlin lét eftir sig eru nýkomin út hjá Bonniers. Bókin heitir „Gam- all pípuhattur“ (En gammal cylinderhatt). Þessi síöustu Ijóð eru vel samboðin trúðn- um með kökkinn i hálsinum. segja gagnrýnendur sænskra blaða. M.T.Ó Évgení Fv Tunglið hefur áhrif á úrkomu Vísindamenn hafa komizt að þeirri niðurstöðu að tunglið hafi áhrif á úrkomu á iörðinni, en þeir geta enn sem komið er enga skýringu gefið á hvernig á þessu fyr- irbæri stendur. Bandarískir og ástralskir vísindamenn hafa komizt að raun um að bæði á norður- og suðurhveli jarðar eru stór- rigningar algengastar í fyrstu og þriðju viku tunglmánaðar. Við þessar rannsóknir hefur verið beitt staðtöluútreikn- ingum. Tunglmánuður er tíminn (I sem líður milli nýrra tungla l'og er að meðaltali 29 dagar *[ 2 stundir og 44 mínútur. Vísindamennirnir treysta sér ekki einu sinni til að gizka á.hvernig það má eiga sér stað að kvartilaskipti tungls- ins hafi áhrif á jörðinni. „Furðulegt“ Frá þessum rannsóknum er skýrt í Sciencc, riti Vísinda- félags Bandaríkjanna. Vís- r( indamennirnir rannsökuðu Súrkomuskýrslur i Bandaríkj- unum allt frá síðustu alda- r mótum. Niðurstöðurnar kalla þeir „stórfurðulegar og alveg ötvíræðar". „Hægt er að slá því föstu“, segja þeir, „að þegar dagar með óvenjulega mikilli úr- komu eru bornir saman við breytingar á horninu milli tungls og sólar. kemur í ljós áberandi frávik frá þvi sem telja mætti eðlilegt væri þar ekkert samband á milli" - „í Norður-Ameríku er ? greinilegt að stófelld úr- , i koma er einkum skráð um ^rníðja fyrstu og þriðju viku tunglmánaðar, sérstaklega á oriðja og fimmta degi bæði Jftir að tungl er nýtt og ffullt". I Aftur á móti er meirihátt- ,i ar úrfelli álíka miklu fátíð- ara í annarri og' fjórðu viku túnglmánaðar og það er al- gengara í hinum vikunum en vera myndi ef það dreifðist nokkurn veginn iafnt yfir tunglmánuðinn. Úrkoman nær lágmarki þrem dögum fyrir samstöðu jarðar, tungls og sólar. Dýraverndunarfélag Englands hefur fordæmt harðlega upp- eldið á Karli krónprinsi. sök- um þess að Filippus faðir hans hefur tekið drenginn með sér á veiðar. Karl. sem er 12 ára gamall, lagði hjört að velli með einu skoti. - Þetta er arfurinn frá '<n upp- *órn i 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.