Þjóðviljinn - 14.10.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.10.1962, Blaðsíða 7
ísrtmmMfagMr /4. swwser pjOÐvnjnNN S»ÐA 7 Urþví korniB náði fullum ftrosku í slíkri tið, hvuð mun þá ekki verðu i biíðuri sumrum Gengið um akra SUÐURLA Blýgrár hausthimininn hvolf- ist yfir Suöurlandsundirlendiö. Það hefur gránað i öll fjöll. og Eyjafjallajökull, sem í vor virtist að því kominn að taka ofan snjóhettuna, er eins og rjúpa í vetrarbúningi: hvítur niður í tær. Birkið er farið að skipta litum, en enn er há- in græn eftir síðasta slátt, ný- rekið fé af fjalli dreifir sér um tún og haga. Um þjóðveg- inn fara dráttarvélar og bif- reiðar með grindavagna í eft- irdragi fulla af fé á leið til sláturhúsanna Það er auð- sætt af íðju bóndans. að það er komið haust. En enn er ekk) öll uppskeran komin i hús. Þar sem sáð heíur verið til akurs á Suðurlandi í sum- ar stendur kornið enn á stönginni og bylgjast í h'aust- 'næðingnum. Sums- staðar hefur það numið land i fyrsta skipti í sögunni, annars staðar er það gamall og hagvanur gest- ur, og þrátt fyrir óblítt sumar virðist það staðráðið í aS sleppa ekk) takinu á íslenzkri mold Kornið er komið til Is- lands. en ekki farið Á þessu án eru fjörutíu sum- ur liðin síðan korni var fyrst sáð til þroskunar á íslandi á okkar öld. Því var sáð > litla bletti í Aldamótagarðinum gamla í Reykjavík. En á Sámsstöðum í Fljótshlíð hafa verið sánir akrar allt frá því vorið 1927. er brotinn var akur í fyrsta skipti á íslandi eftir aldalangt hlé, og þeir hafa jafnan skilað sinni uppskeru þótt áraskipti hafi verið að magni og gæðum. Fertug reynsla kornræktar ætti að vera nógu löng til þess að sannfæra jafnvel hina lítil- trúuðu um veruleika hennar. En íslenzkir bsendur eru se)ntekn>r Það er fyysi h” allraseinustu ár. að þeii u freistað bess að radctr jörðum sinum. Frerns.. þessu efni hafa bændur verió á Austurlandi. Á því sumri, sem nú er nýliðið. breiddist kornyrkja víðar út en áður: á Hvolsvelli, í grasmjölsstöð Sambands íslenzkra samvim.-i- félaga, í sandgræðslustöðinni í Gunnarsholti á Rangárvöllum, á Skógasandi undir Eyjafjöll- um og í Þingeyjarsýslu. En á þessu sumri brást íslenzk veðurblíða. Jörð kom kalin víða um land undan vetrinum, sumarið var ekkí hlýtt og í september, kornskurðarmán- uði íslands. komu ofsarok og spilltu uppskerunni. ísland var þó ekk: eitt um kornbrestinn. Um alla Evrópu, frá Norður- löndum suður að Miðjarðar- hafi var almennur uppskeru- brestur og uppskeran nýttist illa íslendingar geta því huggað sig við. að sætt er sameiginlegt skipbrot. En þótt þetta kórnár hafi farið verr en skyldi á íslandi, þá er með öllu ástæðulaust að örvænta. Það mun verða brotinn akur á íslandi næsta vor og öll önn- ur vor, sem yfir ísland munu koma. því að kornræktin er orðin fastur þáttur í íslenzk- um landbúnaði og hlutur hennar mun vaxa þegar árin liða Þetta síðasta sumar er einmitt sönnun þess, að korn- rækt er ekki fánýtur draum- ur, heldur blákaldur veruleiki íslenzkrar iarðræktar. Bifeiðin ber mig hratt yfir Rangárvöll. Ég lít út til vintsri þar sem sandgræðslugirðing Sámsstaðastöðvarinnar ligg- ur. Þar hafa verið gerðar til- raunir með alls konar gróður i meira en tvo áratugi, kartöfl- ur gras — og korn. Þegar ég fór hér um í júní síðastliðn- um glóði á svörtum sandinum grænn kornakur. En nú er ak- urinn ber kornið komið í hús @n hálrourinn stóð í stökkum. Klemen7 á 0 sló kornið s •10.—14. septembe j oanmg undan óvetí,...-. sem gerði víða svo mikinn usla. Á sandinum þroskaðist kornið fullum hálfum mánuði á und- an korninu í Fljótshlíðinni, þar sem akrar eru á þurrum móajarðvegi eða framræstri Eftir Sverri Krisfjánsson mýri. Þetta finnst manni dá- lítið furðulegt í fyrstu, en er engu síður staðreynd Korn- rækt og sandur! í fljótu bragði virðist ekkert fráleit- ara, en reynslan sýnir, að korn, sem. sáð er í sand. nær Öruggum þroska og skjótari en á öðrum jarðvegi. sem kosta- ríkari er talinn. Síðastliðið vor fór ég upp að Gunnarsholti. hinu gamla eyðibýli, sem nú er orðið mesta stórbú landsins. Leiðin lá um Rangárvallaveg efri, svartir sandflákar svo langt sem augað eygði En allt i einu blöstu við grænar breið- ur, sem spruttu upp úr auðn- inni: byggakrar á tugum hekt- ara lands. Þarna hafði Páll Sveinsson. h)nn tápmikli for- stjóri sandgræðslustöðvarinn- ar i Gunnarsholti. sáð korni í sandauðnina hvorki plægt hana né herfað. sáðvélin hafði ein véla snert jarðveginn. Ég kom hingað aftur í lok septem- bermánaðar. Þá gengu tvær skurðþreskivélar hvor á eftir annarri og skáru kornið og þreskjuðu um leið síðan var korninu blásið upp í vörubíla. Heima ,í Gunnarsholti kom ég í korfihlöðurva Þar gskk korn- K -'r rafmagni. rnið í litla . „j, i pokana: itip- . lent tóður handa íslenzkuni & búpeningi, kostaríkara og kjambetra en forlegið korn frá Ameríku. Mér er engin launung á því: þegar ég horfði á akrana á söndum Rangárvalla, þá fannst mér ég standa frammi fyrir kraftaverki í íslenzkri sveit Með því að sá komi í sandinn hefur verið fundin upp aðferð til að hefta eina af meinvætt- um íslands, sandblásturinn og sandfokið. Og meinvætturin er ekki aðeins heft: hún er látin bera arð í bóndans bú. Vera má að sumir segi. að lærðir búfræðingar í tilrauna- stöðvum geti kannski unnið þessi kraftaverk, en það sé ekki á færi óbreyttra bænda En ég heimsótti í þessari ferð annan akur, sem einnig var sprottinn á sandi og þar höfðu óbreyttir íslenzkir bændur hafið kornrækt. Það var á Skógasandi. undir Eyjafjöllum, hinu mikla sandflæmi milli hafs og heiða, sem teygir sig óslitið austur að Jökulsá. Þar sá ég fallegasta akurinn í þess- ari för Þeir sem eru vantrúaðir á kosti íslenzkra sveita ættu að bregða sér austur í Eyjafjalla- sveit, einkum undir Austureyja- fjöllin. Þar finnst mér vera ein fríðasta sveit landsins. Þegar ég ók í hlaðið á Skógum stóð Ámi Jónasson bóndi þar úti. Ég bar þegar upp erindi mitt: að fá að skoða akur þeirra Eyjafjalla- bænda á Skógasandi. Hann tók því vel, en bauð mér fyrst í kornhlöðuna á Skógum. Mikill bingur af fullþroskuðu byggi var i hlöðunni. Þegár maður brá því upp í sig var það hart undir tönn, harðþroskað korn. en þvalt viðkomu vegna tíðarinnar. Komblásarinn var í óða önn að þurrka það. Árni bóndi bauð mér upp í Volkswagen sinn og ók mér út á Skógasand. Þar Öx af tveim línum sex raða Dönnes-byggs. Hvart um sig er fer- tugasti ættliður sem vex á ísiandi. Hvert ax ber korn. Klenv- enz á Sámsstöðum sáði þessu byggi, bcinum afkomanda fyrsta byggs sem ræktað var hérlendis eftir að kornræktartilrauimar bófust, 20. maí í vor og skar upp 15. var ég vítm að erm eróu krafta- verki íslenzkra sveita: vallgró- ið tún slétt eins og fjöl teygði sig suður og austur eftir Skóga- sandi. 230 ha. gróið land, og þama neðra bærist byggaktrr- inn í kyljunni, 20 ha að stærð. fjórð: hlutinn þegar skorirm. Akurinn hafði staðið af sér öll veður án þess að fella kom eða ax. Þar sem akrirrum sleppt: tók við sandurinn, mal- arsandur, og óx ekki stingandi strá: Sex bændur eiga þennan akur sameiginlega, hafa unnið hann saman og keypt komsliurðarvél. sem stóð þama rauð og gljá- brennd, nýkomin úr verksmiðj- unni. Ég spurði Áma Jónasson bve mikil uppskeran yrði af ha. Hann vildi ekki segja neitt á- kveðið um það. en taldi ekki fjarri lagi, að þeir mundu fá um 13 tunnur af ha. af þurrk- uðu komi. Það taldi hann góð- an árangur í þeirri tíð, sem verið hafði í sumar. Þessir kombændur Eyjaf jalla- sveitar höfðu sáð stuttu eftir miðjan april og byggt þar á reynslu Sámsstaða. Vegna pkk- ar stutta sumars er nauðsyn- legt að nytja vorið sem bezt og sá strax þegar klaki er kominn úr jörð. íslenzkir basaid- ur eru þegar famir að kunna tökin á þessari nýstárlegu grein íslenzkrar jarðræktar. Ég heyrði það á Árna bónda Jónassyni, að trú hans á kom- ræktina hafði sízt minnkaið eft- tr reynslu þessa erfiða satnars. Hann hugsar sem svo: ef við fáum fullþroskað kom í slíkri tíð hvað mun þá ekki verða 1 bhðari sumrum? Á næsta vori munu Eyjafjallabaendur sá komi í Skógasandsauðnina, beizla meinvættina, þoka rækt- aninnd áfram enn nm set á þess- ari eyðimörk sveitarmnar. Og vorir vitru Þingeyingar, sem síðastliðið vor sáðu komi í akur, 60 ha að stærð, í fyrsta skipti, hafa ekki misst móðinn þótt haustkuldamir hafi dregið úr þroska þess og 8 stiga frost hafi mælzt á akrinum um miðj- an septemþer. Kom hinna þingeysku þænda varð linþrosk- að vegna þessara kudda, en er þó sæmílegasta föður. Þótfc fyrsta komár þeirra hafi hrugð- izt að rtokkru astla þeir ekkl síður en Eyjaíjallabæiidur að erja akur sinn næsta vor: þeg- ar kom náði þó þessum þroska i slíku sumri sem hinu siðasta, hvað mun þá ekki verða am önnur og mildari samnr. Það er þvi engum hlö'ðam um það Framhald á 8. ■■g'ðn. íslenzkt hvtíti! IIWr sfcyTdí trúa þvi, og samt er það salt- Á myndinni til vinstri eru fttH- þroskuð hvcitiöx af tilraurtai- reit Atvinnudeildar Háskólaiis á Skógasandi. Tíl hægri eru öx af tvíraða Herta-byggi, eimríg sprottin á Skógasandi í sunrar. — Ari Kárason tók myndimax.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.