Þjóðviljinn - 14.10.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.10.1962, Blaðsíða 12
Menn voru spenntir og há- tíðlegir í Háskólabiói á föstu- daginn. Það var ekki nema eðlilegt: þeir voru komnir til að vera viðstaddir frumsýn- ingu íslenzkrar kvikmyndar. Hvernig hafði þessi fyrsta al- varlega tilraun til að gera slíka kvikmynd tekizt? Guðlaugur Rósinkranz flutti ávarp. Hann þakkaði öllum sem hlut áttu að máli, en hann talaði mikið um fjár- mál og bankamál þar eð myndin þyrfti að borga sig. Það er vafasamt að þetta hafi haft skeínmtileg áhrif á sýn- ingargesti, einhvernveginn er það óviðfeldið að menning og víxlar,skuli tengd svo traust- um bÖndum. Svo/hófst sýningin. Skáffisaga Indriða G. Þor- steinssonar var mjög vinsæl, við lásUm hfima víst öll. Kannske var j'sÉð vegna þess að aðalsöguhetjurnar þau Ragnqr bílstjóri og Guðríður Faxeri'' éru bÖrn þrátt fyrir allt — oft "‘-hátíðleg böm, einkum þó í ástinni eins og við íslendingar erum Víst gjamsto, en sem sagt börn, tiltölulega vamarlaus gagn- vart þvl umhverfi sem hefur allt í einu risið í kring um þau án þess að þau eigi þar nokkum hlut að máli. Og hvað var líklegra til að vekja samúðarfullan áhuga en ein- mitt þetta barnlega ráðleysi, vamarleysi? í bókinni tókst höfundi að skapa andrúms- loft, það var í henni spenna og kraftur sem studdist við andstæður milli hins hreina og upprunalega og hins spillta og falska: ást Ragnars, vinátta þeirra Guðmundar og svo landið á bak við okkur, Skagfirðingurinn í sálinni. Hinsvegar: borgin, köld, vor- laus, fjandsamleg og svo auð- vitað amríkanar, Völlurinn. í þessari bók var mikið af trega hins góða sveitamanns. Hefur höfundum kvikmynd- arinnar tekizt að varðveita þessa eiginleika bókarinnar? Fyrri hluti myndarinnar er ' betri en sá síðari. Þar koma þessar andstæður sem áður greinir frá allvel fram; ýmis- legt er þar vel gert, vel til fundið. This is T.F.K. — Keflavíkurútvarpið fylgir söguhetjunum lævíslega við hvert fótmál, blandar sér inn í samræður vina og elskenda. Myndavélin sýnir glögg- skyggni þegar hún horfir á eftir bifreið Ragnars sem hverfur inn í miskunnarlaus- an gaddavír Keflavíkurflug- vallar. Það var líka gott að fá fyllikallana (Bessa Bjarna- son og Plosa Ólafsson) — þeir eru gott dæmi um það sem sveitadrengur og hesta- vinur hlýtur að hafa fyrir augum þegar hann ekur um hinn nýja vettvang sinn, — enda andvarpar hann dapur- lega. Hisvegar er svo hlýlegt tal tveggja vina, mikill og góður fögnuður þegar Gógó fagnar Ragnari með glað- værð, eldhússvuntu, kaffi og pönnukökum rétt eins og þau væru alltaf tvö ein í heim- inum og við íslendingar einir á okkar landi. En í síðari hlutanum tekst höfundum myndarinnar síður upp. Það er að vísu talað mik- ið um þann Skagafjörð þar sem við eigum í raun og veru öll heima. En nú hefur góðum hugmyndum- fækkað hjá leikstjóra, það er of lengi og fjörlaust spilað á sama strenginn og tilfinningasemin felur sig á bak við næsta stein. í þessu andrúmslofti koma gallamir betur í Ijós. Myndin er of dauf, lang- dregin. Gott dæmi eru hinar löngu bílferðir með miklu af íslenzku landslagi. Ög löng- um þögnum sem nokkur bros eða alvarleg augnatillit megna ekki að lifga upp. Við sögðum mikið af landslagi — vissulega á landið að taka þátt f myndinni, en höfundi hefur ekki tekizt að fella það inn í myndina á sannfærandi hátt; stundum finnst manni það sé einfaldlega verið að sýna útlendingum ísland svo þeir láti til leiðast að skreppa hingað upp. Kvikmyndavélin er of hreyfingarlítil og skeyt- ingin fjörlítil — það vantar myndrænan hraða, spennu. Kannske þurfti að stytta myndina um svo sem kortér? Og einhvern veginn vantar þann sannfærandi sameining- arkraft sem einn getur tryggt bókmenntaverki verðuga túlk- tm á tjaldinu. Margt af þessum göllum skrifum við á reikning leik- stjórnar og handrits. Hinsveg- ar verðum við auðvitað einn- ig að taka tillit til reynslu- skorts margra aðstandenda myndarinnar. Og það er aug- Ijóst að margir gallar hennar eiga rætur sínar að rekja til þess sparnaðar sem menn voru bersýnilega neyddir til að viðhafa: Það hefur senni- lega ekki verið hægt að taka upp aftur ýmislegt sem betur mátti fara. Myndin var gerð á afskaplega skömmum tíma. En leikendur stóðu sig vel. Sérkennilegt, svipbrigðaríkt andlit Kristbjargar Kjeld nýtur sín vel á tjaldinu; leik- stjórnin leggur á hana marg- ar raunir eins og til dæmis hinar 'löngu, einhliða ástar- senur, — en hún sleppur heil úr þeim leik. Gunnar Éyjólfs- son gerir líka margt gott. Bæði túlka þau vel umkomu- leysi okkar. En jafnbeztur er líklega Róbert Arnfinnsson. Og enginn þarf að kvarta yfir smærri hlutverkum, öðru nær. Þessir leikarar eiga skil- inn betri díalog, betri aðstæð- ur. Brynjólfur Jóhannesson talaði í ávarpi sínu um það, að nú stígur íslenzk leiklist sín fyrstu spor á nýjum vett- vangi, og máske er þessi staðreynd jákvæðasta fram- lag þessarar myndar til menningarlífs okkar. Og þá eru íslendingar sem sagt teknir til við kvik- myndagerð. Fyrsta íslenzka kvikmyndin hefur verið gerð sem ekki er stikkfrí fyrir gagnrýni. Það er gott og á- nægjulegt. Og við skulum sjá myndina, deila um hana. Við þurfum að safna reynslu á þessu sviði, ala upp fólk, búa okkur rækilega undir næstu spor. Árni Bergmann. Á sviðl Háskólabíós að lokinni frumsýningu í fyrrakvöld. Þarna sjást flestir leikenda, ásamt höfundi skáldsögunnar. Frá vinstri: Róbert Arnfinnsson, Nína Sveinsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Herdís Þorvaldsdóttir, Haraldur Björnsson, FIosi Ólafsson. Lengst til hægri er Indriöi G. Þor- steinsson og skyggir hann á leikarana Baldvin Halldórsson og Klemenz Jónss. (Ljm. Þjv. A.K.) Þama eru þeir þrír saman sem mcstan þátt áttu í gerð kvikmyndarinnar „79 af stöðinni”: Guðlaugur Rósinkranz höf- undur tökurits, Indriði G. Þorsteinsson höfundur sögunnar og Erik Balling leikstjóri. Seldar 220.000 t n. af frystri síld hér sé um að ræða stórauknar ^ síldarsölur á markaði sem þýð- ingarmikið er að íslendingar haldi Komust niður SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrysti- húsanna hefur gengið frá sölu- samningum á 20.000 tonnum af hraðfrystri síld, en það samsvar- ar að magni til um 220.000 tunn- um af síld. Um er að ræða sölu á bæði stórsíld og smásíld auk verulegs magns af hraðfrystum síldarflökum. DEIL0ÆFUNDIR ■ff Deildafundir (aðalfundir) á -jf mánudagskvöld. Áríðandi -&• mál á dagskrá. Sósíalistafélag Reykjavíkur. AF ÞESSU MAGNI fara 8,700 tonn til Austur-Evrópu og 9,600 tonn til Vestur-Evrópu auk 1.900 tonna af frystum síldarflökum. í fréttatilkynningu Sölumiðstöðv- arinnar er ekki getið nánar um lönd þau, sem samið hefur verið við. SH VINNUR að frekari sölum á frystri síld og eru allgóðar horfur á að takast megi að selja enn meira magn. í TILKYNNINGUNNI er það tekið fram að afar áríðandi sé að uppfyllt verði ákvæði um afgreiðslu fyrir áramót, þar sem MEÐAN síldarútvegsnefnd þumbast við að selja Svíum úr- kastssíldina á Siglufirði hefur Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna gert samninga um sölu á miklu magni af hraðfrystri síld til landa Austur- og Vcstur-Evrópu. Að magni til samsvarar það því að síldarútvegsnefnd hefði selt 220.000 tunnur af saltsíld. Búast iná við meiri tíðindum frá SII á næstunni. á Skaga AKRANESI 13/: yt- ið í gær komu 3 gu- görpunum, sem g leið hingað niður á Skaga. peir voru mjög slappir að sjá og einn draghaltur. Hinir tveir, sem gáf- ust upp voru komnir hingað áð- ur og voru á Hótel Akranes. —GMJ. Sunnudagur 14. október 1962 — 27. árgangur — 223. tölublað Fyrsta bankaútíbúio opnað # Vesturbæ • Búnaðarbanki íslands varð fyrstur banka til að opna útibú í Vesturbæn- um. Bankaútibúið er að Vesturgötu 52 og tók til starfa í gær. Þetta’er þriðja útibúið, sem Búnaðarbankinn setur á fót hér í Reykjavík: Austurbæjarútibú- ið var opnað fyrir allmörgum árum að Laugavegi 114, en skemmra er síðan miðbæjarúti- búið tók til starfa að Lauga- vegi 3. í ráði er svo að opna síðar útibú í bændahöllinni við Hagatorg. Starfsmenn í vesturbæjarúti- búi verða fyrst um sinn tveir: Helga Kristinsdóttir fulltrúi og SKAR SSG A SLAGÆMRNAR Ungur maður gerði tilraun til sjálfsmorðs vestur í bæ í gær. Lögreglan var kvödd á vettvang og kom í Ijós að maðurinn liafði skorið sig á púlsinn og var hann fluttur á Slysavarðstofuna. Þetta gerðist á heimili móður piltsins, og reyndist hann vera undir áhrifum einhverja lyfja, sennilega stórs skammts af svefnlyfjum. Böðvar Magnússon gjaldkeri. Magnús Jónsson bankastjóri sagði, er hann sýndi blaða- mönnum bankaútibúið í gær, að það ætti að geta bætt þjónustu bankans við viðskiptavini sína og létt af aðalbankanum, en starfssemi hans stóreykst með ári hverju. Hefja séknina kL 9 árdegis Neytendasamtökin eru að hefja sókn til öflunar nýrra meðlima og sú sókn hefst kl. 9 árdegis í dag. Verða nýir félagar skráð- ir í símum 19722, 15659 og 36042. Árgjaldið er kr. 45 og innifalið í því Neytendablaðið, sem nú kemur út í stærra broti en áöur og fjölbreyttara að efni, einnig eiga félagar rétt til lögfræðilegra upplýsinga og aðstoðar vegna kaupa á vörum og þjónustu. KR sigraði KR sigraði Akureyri i undan- úrslitum bikarkeppninnar á Melavellinum í gær með 3:0. KR-ingar skoruðu öll mörkin snemma í fyrri hálfleik. Leikur- inn var tilþrifalítill af beggja hálfu. • Ckkert samkomuiag am mlámmwS3 Enn stendur á því, að verð- lagsráð sjávarafurða hafi ákveð- Dagsbrún Framhald af 1. síðu. Akureyrarkaupstaðar, Hlíf í Hafnarfirði o. f 1.). Þá minnti Guðmundur J. á að tveimur dögum fyrir kosningar til Alþýðusambandsþings hefði einn ráðherra ríkisstjórnarinnar lýst yfir að hægt væri að hækka kaup Dagsbrúnarmanna. Nú fengi hann brátt að standa við þá yfirlýsingu í verki. Allir sem til máls tóku lýstu þeirri skoðun sinni að Dags- brúnarmenn yrðu að segja upp samningum. En verkfallsbrjót- urinn Jóhann Sigurðsson hældist jafnframt yfir því að Dagsbrún færi halloka fyrir rikisstjórn- inni: ríkisstjórnin væri mikil- virkari í því að ræna kaupinu aftur en Dagsbrún að hækka það, og sýndi þetta hve Dags- brúnarstjórnin væri léleg en rík- isstjórnin góð! Auk þess stóö hann fjórum sinnum upp til að endurtaka sömu Moggalýgina um Alþýðusambandið — þótt allir vissu að mannherfan var að ljúga. Sigurður Guðnason gat loks ekki orða bundizt heldur mælti nokkur orð til fundarins, á þessa leið: Mikið lán er það fyrir Dags- brún að hafa ekki haft í sínum hópi ráðandi menn eins og Jó- hann Sigurðsson. Dagsbrún hef- ur alltaf brotið ísinn í kjarabar- áttunni, þrátt fyrir skepnuslcap og lygar Jóhanns Sigurðssonar, sem er viðurkenndur andlegur sóði. Dagsbrún mun halda virð- ingu sinni þótt svona menn komi inn í félagið, og það verð- ur enn stolt Dagsbrúnar að brjóta ísinn, að vera sóknarsveit islenzkra verkalýðssamtaka. ið verð á haustsíldinni, enda þóít ætlazt sé til að verðákvörð- un liggi fyrir áður en haustsíld- arvertíð er talin hefjast, eða 1. október. Mun ekkert samkomulag hafa náðst enn £ verðlagsráði um haustverðið, og verður næsti fundur ekki fyrr en á morgun, mánudag. Ekki hefur verið boðaður fundur samninganefnda sjó- manna og útgerðarmanna um helgina, en málið er nú í hönd- um sáttasemjara. l§38Sðl I bálf- reistri HalS- grímskirkju / í dag klukkan ellefu f.h. J fer í fyrsta sinn fram guðs- I þjónusta i kirkjuskipi Hall- t grímskirkju sem er að rísa / á Skólavörðuholti, innan múr- J anna sem risnir eru. « 1 sumar hefur verið unnið L við kirkjubygginguna og er / búið að sprengja og grafa I fyrir leiðslum hitakerfis í í alla kirkjuna. steypa undir- t stöður súlna og steypa undir. / gólf Næsti áfangi er að gera / 1 undirstöðu forkirkju sem J t verður innsti hluti turn- ^ 4 byggingarinnar Búið er að í steypa veggi upp móts við / efri brún glugga. > Innan þessara múra fer \ fram guðsþjónustan sem átti i að vera klukkan 11 í dag i ■' hinum fullgerða hluta kirki- unnar Séra Jakob .Tónsso" prédikar en sungnir verðr sálmar eftir Hallgrim Péturs son.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.