Þjóðviljinn - 17.10.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.10.1962, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. október 1962- ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 3 Enn misheppnuð háloffafilraun USA sitfaf hverjil WASHINGTON 16/10 — Kjarnorkumálanefnd Bandaríkjanna skýrði frá því í dag að á Johnston- eyju í Kyrrahafi hefðu fallið mörg geislavirk brot úr eldflaug þeirri sem bera átti vetnissprengju upp í háloftin, en sprengja varð áður en hún væri komin á leiðarenda. sem nú átti að sprengja hafði sprengimátt á borð við eina milljón lestir af TNT) vekja ó- hugnað manna um allan heim, og þá ekki hvað sízt í löndum sem liggja að Kyrrahafi. Brezki prófessorinn Bernard Lovell hef- ur kallað tilraunirnar „leik að eldi“ og „glæfraspil" og kom það reyndar vel á daginn, einmitt í það eina skipti sem tilraunin heppnaðist: Vegna sprengingar- innar myndaðist geislavirkt belti umhverfis jörðina. Þetta var fimmta tilraunin sem Bandaríkjamenn hafa gert til að sprengja kjarnasprengju uppi í háloftunum. Aðeins ein þeirra hefur heppnazt, í júlí í sumar, en hinar hafa allar mistekizt, vegna þess að eldflaugarnar sem bera áttu sprengjurnar upp í há- loftin biluðu og varð að eyði- leggja þær,- Vetnissprengjurnar sjálfar hafa fallið aftur til jarð- ar og liggja nú að líkindum allar fjórar einhvers staðar á botni Miðjarðarhafs. Geislavirk brot. Hins vegar hefur það ekki komið fyrir áður, eða a.m.k. ekki verið viðurkennt af bandarísk- um yfirvöldum, að brotin úr hin- um eyðilögðu eldflaugum væru geislavirk. í tilkynningu Kjarnorkumála- nefndarinnar í dag var sagt að eldflaugarbrotin hefðu orðið geislavirk af völdum alphaeinda, en ekki gefin á því nánári skýr- ing með hverjum hætti það hefði orðið. Nýr sðmniitgur ELISABETHVILLE 16/10 — Fulltrúar SÞ í Kongó, sambands- stjómarinnar í Leopoldville und- irrituðu í dag enn einn samn- inginn um vopnahlé við stjóm Tshombes í Katangafylki, en Tshombe hefur áður rofið alla gerða samninga. „Engan mann hefur sakað“ Nefndin segir að engan mann hafi sakað. vegna hinna geisla- virku brota, enda hafi verið gerðar mjög strangar varúðarráð- stafanir til að vemda starfsmenn á tilraunasvæðinu á Johnston- eyju. Brotin eru sögð mjög smá, fimm sinnum tuttugu sentimetr- ar að jafnaði. „Leikur að eldi“ Þessar síendurteknu og símis- heppnuðu tilraunir Bandaríkja- manna með tortímingarvopn á borð við vetnissprengjuna (sú .....................■•■■■■■■■•> Gromiko ræðir við Kennedy WASHINGTON og MOSKVU 16/10 — Gromiko, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, sem staddur er í New York á þingi SÞ, hefur farið fram á viðræður við Kennedy for- seta í Washington á fimmíu- daginn. Enginn vafi er tal- inn á að tilefnið sé Berlín- armálið. í Moskvu átti Krúst- joff forsætisráðherra i dag í fyrsta sinn viðræðu við hinn nýja sendiherra Baiwjaríkj- anna þar, Foy Kohler. Rædd- ust þeir við í þrjár klukku- stundir. íbúar höfuðborgar Jemens, Sana, fagna stjórnarskiptunum. Kirkjuþingið í Róm Betancourt í Venezúeia sá starf- S6B1É CARACAS 16/10 — Betancourt, forseti Venezúela, hefur farið þess á leit við hæstarétt lands- ins að hann leggi bann við starf- scmi komtnúnistaflokksins og hins vinstrisinnaða Byltingar- flokks. Hann segist hafa gert þetta latínu / kirkjunni ) éi >' dl' heimsækir Cmtro HAVANA 16/10 . — Ben Bella, forsætisráðhcrra Alsírs, kom til Kúbu í ðag í boði Castros forsætisráðherra. Hann mun dveljast þar i tvo daga, en fara síðan aftur til New York, þar sem hann hef- ur setið þing SÞ. Kúba er fyrsta landið sem Ben Bella fer í opinbera heimsókn til eftir að hann tók við völd- um í Alsír, enda hafa lcngi verið tengsl milli byltingar- hreyfinganna í báðum þess- um löndum. Ben Bella hefur einnig þegið boð um að heim- sækjai Sovétrikin. svo að hægt sé að svipta þing- menn flokkanna þinghelgi og draga þá og aðra leiðtoga þeirra fyrir rétt, þar sem þeir myndu verða látnir sæta ábyrgð fyrir gerðir sínar, en forsetinn bar á þá, að þeir, sem hann nefndi „flugumenn Krústjoffs og Castr- os“, hefðu staðið fyrir morðum á f jöldamörgum lögreglu- og her- mönnum í Venezúela undanfarið. Þeir ættu einnig sök á uppreisn- um innan hers og flota landsins. Betancourt skýrði éinnig frá því að 700 kennurum, sem hann kallaði kommúnista, hefði verið vikið úr stöðum sínum. Við get- um ekki þolað að skólamir séu notaðir til áróðurs fyrir Sovét- ríkin og Kúbu, sagði hann enn- fremur. Mikil ólga hefur verið í Ven- ezúela að undanförou, eins og reyndar í fleiri ríkjum rómönsku Ameríku, og hefur Betancourt átt mjög í vök að verjast. PÁFAGARÐI 16/10 — 1 dag var á heimskirkjuþinginu í Róm byrjað að kjósa f þær mörgu ncfndir sem meginþungi þing- starfsins mun hvíla á, en jafn- framt eru að hefjast umræður þingfulltrúa um endurnýjun helgisiða kirkjunnar. Búizt er við að þær umræður kunni að verða harðar áður en >fir lýkur og mun einna harðast verða deilt um það, hvort latín- an skuli áfram vera kirkjumál- ið. eða hvort hún verði að víkja fyrir nýju málunum. Margir þingfulltrúa eru þeirrar skoðunar að latínan standi kirkj- unni og útbreiðslu kaþólskrar ti'úar fyrir þrifum og þvl beri að Iáta hana víkja að öllu eða einhverju leyti fyrir nýju mál- unum. Aðrir vilja hins vegar fyr- ir hvern mun halda í latínuna sem allsherjarmál hinna mörgu Bresnéff forseti liggnr veikur MOSKVU 16/10 — Forseti Sov- étríkjanna, Leoníd Bresnéff, hef- ur fengið inflúenzu og gat því ekki tekið á móti Kekkonen Finnlandsforseta í dag, eins og til stóð, en Kekkonen dvelst nú í • orlofi i Sovétríkjunum. Bres- néff mun ekki vera þungt haldinn. kaþólsku safnaða og benda þeir jafnframt á að á latínunni megi gefa nákvæmari og óvefengjan- legri svör við ýmsum guðfræði- legum vandamálum en hægt sé á nýju málunum. Györgi Marosan var vikið úr miðstjórn BÚDAPEST — Einum helzta forystumanni Sameinaða verkamannaflokksins ung- verska, György Marosan, hef- ur verið vikið úr miðstjóm og framkvæmdanefnd flokksins. Krafa um tvöföldun lægstu launa á Spáni MADRID — Verkalýðssam- bandið á Spáni hefur sam- þykkt kröfu um að lágmarks- laun verði hækkuð um yfir 100 prósent og að verðhækk- anir verði stöðvaðar. Sam- bandið bendir á að lágmarks- launin hafi staðið í stað síðan árið 1956, en á sama tíma hafi verðlag hækkað um 60 af hundraði. Norðmenn kaupa fisk frá Nýfundnalandi ÁLASUNDI — Norðmenn munu nú í fyrsta sinn flytja inn óverkaðan saltfisk frá Ný- fundnalandi til fullverkunar í Noregi. Félag í Álasundi hefur samið um kaup á 800 lestum af saltfiski frá Ný- fundnalandi. Stytti konu sinni aldur — var sýknaður MÍLANÖ — Hálfáttræður. maður, Zoppi að nafni, sem stytt hafði eiginkonu sinni ald- ur, gekk frjáls maður út úr réttarsal hér, eftir að hafa fengið stuttan og skilorðs- bundinn fangelsisdóm. Það hafði komið fram við réttar- höldin að Zoppi hafði unnað konu sinni hugástum, en hún hafði þjáðst af ólæknandi sjúkdómi í tvo áratugi og hann hafði því stytt henni aldur til að binda enda á kvalir hénnar. Bandaríkin bjóða Alsír 40 millj. dollara ALGEIRSBORG — Banda- ríkjastjóm mun sennilega bjóða Serkjum 40 milljón dollara efnahagsaðstoð, segir málgagn Alsírstjórnar. 1 pistli frá fréttaritara blaðsins New York segir að sennile- muni haldnar viðræður ur aðstoðina fyrr en úr henn: verður og muni bandarisk samninganefnd væntanleg til Alrír innan skamms. 40 menn slasast í árekstri í New York NEW YORK — Fjörutíu menn slösuðust í gær þegar tvær lestir á neðanjarðarbrautinní milli New York og Hudson í New Jersey rákust á. Árekst- urinn varð á Manhattanstöð- inni. Líðan flestra hinna slös- uðu er slæm. OAS gefur de Gaulle nokkurn gálgafrest PARlS — Einn helzti leiðtogi OAS í Frakklandi, Argoud ofursti hefur sent frönsku fréttastofunni AFP bréf þar sem hann segir að samtökin hafi ákveðið að hætta við frekari tilraunir til að ráða de Gaulle forseta af dögum fram yfir þjóðaratkvæða- greiðsluna sem fram á að fara 28. október. Samtökin hafa jafnframt skorað á stuðnings- menn sína að greiða atkvæði gegn forsetanum, en hann hefur hótað að segja af sér ef hann verður í minnihluta. Leiðtogi nýfasista í Bretlandi í fangelsi LONDON — Leiðtogi brezkra nýfasista, Colin Jordan, hef- ur verið dæmdur í níu mán- aða fangelsi. Hann og þrír aðr- ir nazistaforingjar vom sekir fundnir um að stjórna sam- tökum sem gréinilega brytu í bága við brezk lög. Pólverjar veita Marokkóbúum aðstoð RABAT — Undirritaður hef- ur verið samningur um að Pólverjar láti Marokkóbúum í té vélar og annan útbúnað til iðnaðar fyrir u.þ.b. 600 milljónir króna. Jafnframt var gerður samningur um efnahags- og tæknisamvinnu ríkjanna. erlendisfrd Alþióðasiglingaráðið rafa USA um siglingabann á Kúbu f ékk engan stuining LONDON 16/10 — Alþjóðasiglingaráðið hefur vísað frá kröfu Bandaríkjastjórnar um að það beitti sér fyrir að sett yrði bann á allar sigling- ar á Kúbu og mælti enginn fulltrúanna í fasta- nefnd ráðsins með henni, nema sá bandaríski. Nefndin gagnrýnir þá fyrir- ætlun Bandaríkjanna að koma i veg fyrir siglingar á Kúbu, en Bandaríkjas'tjóm hefur boðað að eí komist upp um að eitthvert skip sigll með vopn til Kúbu muni öllum skipum sem sigla undir sama fána verða bannaður aðgangur að bandarískum höfn- um. Nefndin leggur áherzlu á að slíkar refsiráðstafanir myndu valda miklum örðugleikum og öngþveiti í alþjóðlegum sigling- um og hún segist reyndar hafa i höndum sannanir fyrir því að engin skip af vesturlöndum sigli með vopn til Kúbu. Bandaríski fulltrúinn einn í tilkynningu sem nefndin gaf út í dag segir að allir fulltrúarn- ir nema sá bandaríski hafi verið þeirrar skoðunar að engin ástæða væri fyrir Alþjóðasiglingaráðið að leggja að skipafélögum sem ero innan þess vébanda að verða við hinni bandarísku kröfu. Mál þetta varði hverja ríkisstjóm fyrir sig; hins vegar sé það einka- mál hvers skipafélags að ákveða hvemig það hagar sér. Nefndin leggur einnig áherzlu á að hlutverk ráðsins sé að tiyggja frjálsar siglingar um höf- in. Þessi lönd eiga m. a. fulltrúa í fastanefndinni: Bretland, Bandaríkin, Indland, Holland, Þýzkaland, Noregur, Finnland og Japan. PIASTMALNIN& ft

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.