Þjóðviljinn - 17.10.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.10.1962, Blaðsíða 10
|0 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. október 1962 Skáldsaga eftir RICHARD CONDON Eva var náföl. „T.akið ekki mark á bonum. t>ér haldið að þér vitið eitthvað um okkur, en við vitum að þér hafið framið morð!“ „Nei, ónei. Ég hef örugga fjar- vistarsönmm. Það er meira en hægt er að segja um ykkur. Og hvað M’sieu Calbert áhrærir, þá munu bæði dómstóllinn og blöð- in dást að Jeikni hans í list sinni, en ef ég beiti mér fyrir þvi, þá ber hann beinin í spænsku fangelsi“. Hann brosti héralega framan í Boume, „Og hvað þig snertir. Ho-ho! Veiztu að ég á infrarauð- ar ljósmyndir af þér, þar sem þú ert að stela myndunum frá Dos Cortes? Þér endist ekki æv- in til ,að afplána fangelsisvist- ina, drengur minn“. „Hefur þú gert þér ljóst“, sagði Boume, ,,að ef þú lætur taka okkur föst, þá verðurðu að afhenda myndimar?“ „Að sjálfsögðu hef ég gert mér það ljóst“. „Og hvað um það?“ „Jaime — ég er spænskur að- aismaður á Spáni! Þið eruð út- lendingar, auk þess eruð þið hér með fölsk vegabréf. Nei, þið eruð bjargarlaus gagnvart mér“. Hann hellti konjaki í glas Evu, í glas Jeans Marie og sitt eigið. Boume hafði ekki snert sitt, „Skiljið þið þetta ekki?“ hélt hann áfram. „Ég er ekki að reyna að blekkja ykkur. Margir myndu trúa því versta um mig, ef vammlaus aðili ásakaði mig. Vammlaus, sagði ég. En samt sem áður — ef þið neyðið mig til að fara til lögreglunnar, sem mér þætti miður — þá myndi ég ekki hika við að koma fram sem leiðtogi flokksins, þannig að við yrðum samtímis dregin fyrir rétt. Þá myndi framburður minn verða á þann veg, að hvert einasta okkar fengi allra þyngsta dóm og konan yðar meðtalin, M’sieu Calbert. Svo alvariega tek ég þetta“. Bourne svitnaði. Höndin á Jean Marie skalf, þegar hann rétti hana fram eftir flöskunni til að hella aftur í glasið. Eva sat teinrétt eins og líkneski. Munoz fitlaði við ólina á arm- bandsúrinu, sem var dálítið þröngt. „Victoriano", sagði Bourne og laut fram eins og hann væri að selja tryggingar. „Við skulum byrja á byrjuninni. Ég vil gjarn- an vita sem gleggst skil á þessu öllu“. „Þó það nú væri, Jaime. Ekki skal standa á því“. Boume talaði yfirvegað, en eins og með erfiðismunum. „Þú þurftir og máttir til að ná í þessi málverk. Þú hefur þekkt Jean Marie lengi. Það er hugsanlegt að hann hafi sagt þér frá spænsku ráðagerðinni minni“. „Hugsaðu málið vinur“, sagði Jean Marie. „Þessi náungi á enga peninga. Það var bara 'fyr- ir þitt tilstilli sem ég gat haft peninga uppúr þessu“. „Ég hef að minnsta kosti ekk- ert samband haft við hann síðan fjörutíu og þrjú“, sagði dr. Mun. oz. „Jæja þá“, sagði Bpurne. „Að minnsta kosti vissirðu um ráða- gerðir mínar fyrir átján mánuð- um, því að þá var það sem þú byrjaðir að ræða um list við mig eftir hina vikulegu hljóm- ieika í höllinni“. „Alveg rétt. Um það leyti sem þú fórst að fá inngöngu til heldra fólksins í Madrid". „Og fór að ræða um list við þig“. „Ég er ennþá undrandi yfir þekkingu þinni og tilfinningum gagnvart spænskri list“. „Já“, svaraði Bourne. „Og nú meira en nokkru sinni fyrr. Þeg- ar þú vissir að við vorum að hefjast handa — þú fékkst sennilega að vita það hjá Chern iögfræðingi — var auðvelt að hafa eftirlit með vinnustofunni og komast að þvi hvenær átti að smygla stælingunum yfir landamærin. Þar sem þú vissir um hvaða stæjjngar var að ræða. vissirðu líka, hvaða mynd átti að stela í hvert sinn. f hvert skipti sem ég stal málverki frá Dos Cortes, varst þú meðal gest- anna". „Þetta má allt til sanns veg- ar færa“. sagði dr. Munoz. „En ég er býsna hreykinn af því hvernig mér tókst að koma Pickett til Dos Cortes. Og þó hefði mig aidrei dreymt um að hann yfirgengi sjálfan sig svo mjög, að hann fyndi Rubens í Velazquez“. „Gerði hann það?“ sagði Jean Marie. „Það var býsna spaugi- legt“ ,A.ð drepa senor Elek, það var víst enn spaugilegra“, sagði Eva. Markgreifinn lét sem hann heyrði ekki til hennar. en hann roðnaði. Þó taldi hann rétt að svara henni. „Ég drap hann vegna þess að hann gaf tilefni til þess, Hann reyndi að beita mig fjárkúgun“. „Þér hefðuð drepið hann hvort sem var“. sagði hún hvössum rómi. Hann starði á hana og varð hörkulegur á svip. ,,Það er alveg rétt“. sagði hann. „Ég vil ekki ræða þetta núna“, sagði Bourne með yfirlæti. ,.Þú hefur málverkin. Draumur lífs þins hangir í aflæstu herbergi. Málið er klappað og klárt“. „Skrambi vel að verið, þótt ég segi sjálfur frá“. „Já, vissulega. Vel gert, Stór- kostlega vel“. „Fallegt af þér að segja það“. „Ekkert að þakka. En það er eitt sem ég skil ekki. Hvers vegna hringdirðu til mín og bauðst mér í te, hálftíma eftir að kon- an mín var farin af stað á flug- völlinn?“ „Það þætti mér líka fróðlegt að vita“, sagði Jean Marie. „Datt yður aldrei i hug, að þér kynn- uð að verða drepinn og málverk- in tekin af yður?“ „Heyrirðu. Jim?“ spurði Eva. „Eitt okkar er þegar orðið morð- ingi í orði. Okkur fer fram eins og ég spáði. í orði og á borði. Áhugi á byssugikkjum Orsök og afleiðing". „Ég er mjög ósammála yður, M’sieu Calbert", greip Munoz fram í. ,.Þið eruð ekki þannig gerð að þíð gætuð drepið einn né neinn Þið hugsið of mikið. hafið of litlar tilfinningar. Þið mynduð fyrirlíta mann sem fremdi morð fyrir eitthvað sem hann gæti alveg eins stolið ef hann nennti. Er ekki svo, Jaime?“ „Ég hef ekki hugsað um það“. „Ég held yður skj’átlist". sagði Jean Marie með hægð. „Það er til mikils að vinna Ég held ég gæti drepið yður, ef ég hefði einhverja áætlun Og ef til vill verður sú áætlun til“. „Nei nei“. svaraði markgreif- inn með umburðarlyndi. .Konan yðar er flækt í málið. Þér vitið ekki nerha ég hafi afhent ein- hverjum lösfræðingi eða banka- manni frásögn af öllu saman með viðeigandi skjölum í innsigl- uðu umslagi sem verður opnað. ef ég skyldi hljóta óvæntan dauðdaga, og svo framvegis. Auk þess sæjuð þér aldrei þessar myndir framar. Þær verða tekn- ar niður þegar þið farið í dag, og enginn veit nema ég einn hvað um þær verður. Það er enginn vafi á að ég hef undir- tökin og frú Bourne varð það samstundis ljóst. Þið eigið ekki annarra kosta völ en leggja vel á minnið þær skipanir sem ég ætla nú að gefa ykkur“. „Hvað viltu að við gerum?“ spurði Bourne. „Ég þarf að fá eitt málverk í viðbót". „Aha“. „Það er vegna ættarinnar sem ég er að þessu. Reynið að skilja þetta. Ég er ekki að hugsa um sjálfan mig. Ég er hæstánægð- ur með að eiga hér heima í námunda við hina miklu, spænsku meistara. En ranglæt- ið gagnvart ættinni verður að bæta. Við erum eldri en Pedro af Aragóníu. Við erum gömul og mikilsmetin ætt sem hefur orðið fyrir grimmilegri auð- mýkingu“. „Hvaða málverk er það?“ „Leyfið mér að segja þetta með eigin orðum“. Hánn þagn- aði við eins og til að tryggja sig fyrir truflunum. „Ef hægt er að segja að óhamingja ætt- ar minnar stafi frá einum degi. hlýtur sá dagur að vera annar maí árið átjánhundruð og átta. Annan maí ákvað spænska þjóð- in að gera uppreisn gegn Mur- at, marskálki Napóleons. Gro- uchy ofursta og La Grange hershöfðingja. Fjölskylda mín hafði stutt Napóleon og bróður hans — eingöngu til að hjálpa Spáni, það get ég fullyrt. Þið vitið hvernig Godoy var. Ferdin- and var jafntakmarkaður og fað- irinn og illgjarn eins og móðir- in. Við vorum rík og voldug. Við höfum enga þörf fyrir forrétt- indi sem Napóleon gat veitt. Allt sem við gerðum var fram- kvæmt af ættjarðarást. Ég hef yfirfarið hvert einasta skjal frá þessum tíma og hef orðið æ sannfærðari um að tilgangur fjölskyldu minnar var að gera Spán að Evrópulandi”. Hann sárbændi þau beinlínis að skilja sig. „Við — fjölskyldan mín — gerðum það sem við gerðum til að Spánn gæti þróazt upp í nú- tima land, hlutgengt og meira en það — í kapphlaupinu- um ný verzlunarsambönd ný vfirráða- svæði ný heimsyfirráð“. Boume gat ekki setið á sér lengur. „Áttu við það“, sagði hann með hægð „að myndin sem þú segisrf verða að fá, sé Dos de Mayo eftir Goya í Prado?“ Hann tíndi hvert orð varlega fram, eins og þegar húsmóðir tínir nýlenduvörur upp úr inn- kaupatösku. „Hamingjan góða! Komið með hand.járnin!“ stundi Jean Marie Dr. Munoz hélt áfram án þess að skeyta truflununum. „Málar- inn Goya átti aðalsökina á auð- mýkingu ættar minnar. Hann var orðinn slefberi hjá Ferdin- and. Hann hélt áfram sem slef- beri Bonaparte. Þegar Frakk- arnir héldu leiðar sinnar varð hann slefberi hjá Wellesley". „Wellesley?" spurði Jean Marie. „Enska hershöfðingjanum. Honum sem síðar varð hertogi af Wellington. Leiðindahundur". „Það var og“, Jean Marie leit á Evu og yppti öxlum. „Þegar Ferdinand settist aftur í hásæti á Spáni, var Goya bú- í samband við Bob og Henry. Að lokum sáu þær álengdar stúlku sem þær þekktu vel og vissu að þær gátu treyst og ákváðu að biðja hana að koma skila- boðum til piltanna. órður og Ross störðu undrandi á kafbátinn. Or því hann var þama á vatninu hlutu að liggja göng frá því út í hafið. — Ariane og Titia voru nú komnar inn í dalinn, en þeim hafði ekki tekizt að komast VALVER—15692—VALVER—15692—VALVER—15692—VALVER- I VALVER Við aðstoðum yður við að gleðja börnin. Avallt úrval af lcikföngum. VALVER Sími 15692 Senduin heim og í póstkröfu um land allt. VALVER—15692—VALVER—15692—VALVER—15692—VALVER1569Í stílabækur reikningsbækur teikniblokkir rúðustrikaðar bl,#kkir rissblokkir skrifblokkir vasablokkir b 1 ý a n t a r y d d a r a r p I a s t b i n d i skólatöskur kúlupennar skólapennar o. m. fl. NáttúrulæknmgaféU~ Ulanús auglýsir: Drætti í happdrætti félagsins hefur verið frestað til 23. desember næstkomandi. AÐALFUNDUR verður haldinn í félaginu ANGLIA fimmtudaginn ■ 18. þ.m. í Glaumbæ uppi kl. 8,30 e.h. FUNDAREFNI : 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. UNGLINGSSTCLKA óskast til sendiferða. Síldar- 09 fiskimjölsverksmiðjait h.f. Skrifstofan Hafnarhvoli 4. hæð. Unglingar óskast til innheimtustarfa, hálfan cða allan daginr Þurfa að hafa hjól. ÞJÓÐVILJINN. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.