Þjóðviljinn - 23.10.1962, Side 1

Þjóðviljinn - 23.10.1962, Side 1
Bandaríkfaforseti boSar að bejtt veriL vopna vaML ti! að hindra sialinqar á Kúbu Traðkar á alþióðal ögum og stofnar friðnum i hættu WASHINGTON 22/10 — Kennedy Bandaríkja- íorseti boðaði. í útvarps- og sjónvarpsræðu í kvöld ýmsar ráðstafanir til að hindra siglingar kaupskipa til Kúbu og eru þær í senn algert brot á alþjóðalögum og til þess fallnar að stofna heims- friðnum í hættu. Hann skýrði þannig frá því að Bandaríkin myndu beita hervaldi til að stöðva sér- hvert skip, undir hvaða fána sem það sigldi og frá hvaða höfn sem það kæmi, og gera leit í því. Ef eitthvað það finnst í skipunum sem að áliti Bandaríkjanna gæti eflt „árásarmátt“ Kúbu- manna, myndi þeim snúið aftur. Áður en Kennedy hélt ræðu sína hafði á ýmsu gengið í höf- uðborg Bandaríkjanna. Kennedy og aðrir bandarískir ráðamenn sem staddir höfðu verið um helgina úti á landi vegna kosn- ingabaráttunnar sem þar stend- Vísan Megi bjóða yndi óðelsk- um fljóðum lengur, verða ljóð og vísur Þjóðviljanum góður fengur. Tókstu eftir því að þetta er ferskeytla? Megi bjóða yndi óð- eiskum fljóðum lengur, verða Ijóð og vísur Þjóð- viljanum góður fengur. En tilefni þessarar Ijóða- gerðar er nýr þáttur í blaðinu: VÍSAN. Hér verð- ur leikið á nýja strengi, þvi allar verða vísurnar nýjar og snúast um eitt- hvað af efni blaðsins síð- ustu dagana á undan. Gerið svo vel að fletta yfir á 8 síðu. ur nú sem hæst sneru skyndi- lega heim til Washington. Síð- degis í dag boðaði Salinger, blaðafulltrúi forsetans, að hann myndi halda útvarps- og sjón- varpsræðu um kvöldið um mál sejB yarðgði mjög öryggi Banda- ríkjanna. En áður en ræðan væri haldin ræddi Kennedy við ráðherra sína, síðan var haldinn fundur í Þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna, en í því eiga sæti m.a. yfirmenn hers, flota og flughers, og að lokum voru sex- tán helztu leiðtogar beggja flokka þingsins kallaðir á fund íorsetans rétt áður en ræðan var haldin. Bann sett á „árásar- vopn“ Kennedy boðaði í ræðu sinni, sem hófst kl. 11 eftir íslenzkum tima og stóð í 18 mínútur, að strangt bann yrði sett á flutn- ing allra vopna og hergagna til Kúbu, sem telja mætti að hægt yrði að nota í „árásarskyni“, og Hlutkestið skiptl fofnt Við kosningu fulltrúa á Al- þýðusambandsþing í verka- mannafélaginu á Skagaströnd komu fram tveir listar og hlutu báðir 79 atkvæði. Var málinu skotið til stjórnar Alþýðusam- bandsins, sem úrskurðaði að hlutkesti skyldi fram fara milli manna á listanum. Fór hlutkestið fram undir handleiðslu kjörstjómar félags- ins. og verða fulltrúar félagsins samkvæmt því Björgvin Jónsson af A-lista og Björgvin Brynjólfs- son af B-lista. Varamennimir væri það gert til að koma í veg fyrir að ,,kommúnistastjómin‘' á Kúbu byggði upp „árásarmátt“ sinn. Öllum skipum, undír hvaða fána sem þau sigla og frá hvaða höfn sem þau koma, mun snúið aftur, ef í Ijós kemur að þau flytja árásarvopn, sagði forset- inn. „Sannanir fyrir árásarstöðvum“ „Ég geri þessa ráðstöfun og aðrar“, bætti hann við, „af því að í síðustu viku fengust sann- anir sem ekki er hægt að ve- fengja fyrir þvi, að nú eru í undirbúningi margar árásar- stöðvar á Kúbu. Tilgangurinn með þessum stöðvum, sem Sov- étríkin byggja, getur ekki verið annar en að skapa aðstöðu tilj kjarnorkuárása. Margar bær r.ýju sovézku flugskeytastöðvar sem verið er að byggja á Kúbu j hafa útbúnað fyrir millilanda- flugskeyti, flugskeyti sem borið gætu kjamasprengjur meira en 1.600 km, og þannig hæft Cana- veralhöfða, Washington og Pan- amaskurð og önnur skotmörk í Bandaríkjunum og öðrum lönd- um Ameríku". Forsetinn gaf engar nánari skýringar á þvi hverjar þær „sannanir" væru sem stjóm hans hefði undir höndum, en hins vegar mátti ráða af orðum hans, að þau árásarvopn sem hann f jöl- yrti um væru alls ekki kom- in til Kúbu, heldur væri aðeins hafinn undirbúningur að hinum svonefndu „árásarstöðvum". Kennedy gerði grein fyrir þeim ráðstöfunum sem Bandaríkja- stjóm hefði ákveðið að gera tii að „stöðva þá þróun sem nú ætti sér stað á Kúbu“. Þær voru í sjö liðum: 1. Uppbygging „árásargetu Kúbumanna” skyldi stöðvuð með ströngu banni, sem framfylgt verður með hervaldi, á flutninga allra árásarvopna til Kúbu. 2. Hert verður á öllu eftirliti með hemaðarlegri uppbyggingu á Kúbu. 3. Jafnframt er tekið fram að ef skotið verði kjamaflugskeyti írá Kúbu til hvaða lands sem er í Ameríku, muni það skoðað Framhald á 3. síðu. Mikili ótti greip um sig á Þórshöfn ÞÓRSHÖFN 22/10. — Hér Var uppi fótur og fit i kvöld. Svo virtist sem kviknað væri i hús- um á Sætúni, býli skammt inn- an við þorpið. Gripu menn til þeirra bíla sem tiltækir voru og héldu inneftir með hraði. Þar höfðu ýmsar varúðarráðstafanir verið gerðar. m.a. höfðu kýr verið reknar úr fjósi. Ekki hafði samt kviknað í húsunum heldur í bíl bóndans. Var hann að taka benzín af bílnum og lýsti sér með olíulukt. Komst eldur í benzínið og skemmdist bíllinn allmikið. Frá Þórshöfn að sjá virtist eldurinn það mikill, að varla gat verið um annað að ræða en húsbruna. Mikil skelfing greip um sig í þorpinu, enda hafa margir stórbrunar átt sér stað hér um slóðir. — A.E. Skipsstrand í óveðri A.m.k þrjátíu menn fórust í sjóslysi við Noregsströnd RÖRVIK, Þrændalögum 22/10. — Óttazt er að þrjátíu menn a.m.k. hafi farizt þegar hrað- ferðaskipið Sanct Svithun strandaði á Norðurey út af Fold- arfirði í Norður-Þrændalögum á sunnudagskvöld. Veður var vont, stormur og rigning. Af þeim sem með skipinu voru björguðust 48, en vitað var með vissu að 27 hefðu farizt. Hins vegar er ekki enn vitað hve margir farþegar voru með skipinu. þar sem einhverjir kunna að hafa keypt farmiða um borð. og því er óttazt að fjöldi þeirra sem fórust sé um eða yfir 30. Skipið sem var á leið milli Rörvik og Niðaróss virðist hafa Áfengissalan nær 169 millj. kr Fyrstu 9 mánuði þessa árs nam sala áfengis frá áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins sam- tals 168 millj. og 700 þús. krón- um en var á sama tíma í fyrra 142 millj. 119 þús. kr. Afengis- salan þriðja ársfjórðung þessa árs (1 júlí til 30. sept) nam alls 66.607 milljónum króna en var á sama tíma í fyrra 57.338 millj. villzt allmikið af ieið. Engin skelfing greip farþegana þegar það strandaði. Sanct Svithun losnaði aftur skömmu eftir strandið og var þá ekki annað sýnna en að það myndi sökkva. Ollum var því skipað að fara i björgunarbátana. Boð voru send til skipa sem í nágrenni voru að koma til hjálpar. Þau héldu strax á vettvang, en Ieit- in að skipsbrotsmönnum gekk ilia því að strandið hafði orðið mun vestar en menn bjuggust við. Það var ekki fyrr en með morgninum að hjálparskipin urðu vör við björgunarbátana, og höfðu þá sumir skipbrots- manna þegar náð landi. en ein- hverjum bátanna hafði hvolft í hafrótinu og þeir sem í þeim voru drukknað. Nýr Djúpbátur 12. október sl. var und- irritaður hér í Reykja- vík samningur um smíði á nýjum Djúpbát til þess að halda uppi samgöng- um á ísafjarðardjúpi í s-tað Fagranessins sem er orðið mjög gamalt og úr sér gengið. Skipasmíðastöðin Ank- erlökken Verft í Florö í Noregi hefur tekið að sér smíði Bátsins en teikn- ingu að honum gerði Hjálmar R. Bárðarson skipaverkfræðingur. — Sést útlitsteikningin af bátnum hér á myndinnL Sjá frétt á 2. síðu. Aðalfundur Sósíalistafélags Hafnarfjarðar Aðalfundur Sósíalistafélags Hafnaríjarðar verður haldinn annað kvöld kl. 8.30 í Guðspeki- félagshúsinu uppi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðal- fundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Kosning fulltrúa og varafulltrúa á 13. þing Sameiningarflokks al- alþýðu- Sósíalistaflokksins. 4. Er- indi: Bjöm Jónsson alþingismað- ur. 5. önnur mál. Félagar hafi með sér skirteini. Tekið verður á móti nýjum fé- lögum á fundinum. r Utvarpsumræður um fjár- lagafrumvarpið \ kvöld Lúðvílt Jóscpsson • I kvöld fer fram fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarimiar fyrir árið 1963. Umæðunum verður út- varpað eins og venja er til, og verður Lúðvík Jósepsson, for- maður þingflokks Alþýðu- bandalagsins, ræðumaður af þess hálfu. Umræður þessar verða að sjálfsögðu að öðrum þræði um stjórnmálaviðhorfið yfirleitt og komið inn á þau mál, sem nú eru efst á baugi i þjóðfélaginu. ® Umræðurnar eru aðeins ein umferð, en fjármálaráð- herra fær þó að lokum tíma til að svara því, sem fram kemur hjá öðrum ræðumönn- um. Af hálfu Framsóknar- flokksins mun Eysteinn Jóns- son tala, Birgir Finnsson fyr- ir Alþýðuflokkinn og Gunnar Thoroddsen. fjármálaráð- herra, að sjálfsögðu fyrir Sjálfstæðisflokkinn,

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.