Þjóðviljinn - 02.11.1962, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.11.1962, Blaðsíða 2
2 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. nóvember 1962 Frakki að störfum í Glaumbæiar-eldhúsi Bemard Le Droumaguet heit- ir hann og stendur daglega 1 eldhúsi Glaumbæjar, veit- ingahússins milli Fríkirkj- unnar og Kvennaskólans, og matbýr á franska vísu. Hann hefur Verið ráðinn til starfa við- húsið í hálft ár og er hingað kominn með fjöl- skyldu sína, konu og bam. Þetta er ungur maður, eins og sjá má af myndinni, og að holdafari hárla ólíkur landa sinum og fyrirrennara í Glaumbæ, Maitre Plerre, sem þar var yfirmaður i eld- húsi um skeið eftir að veit- ingahúsið tók til starfa. Báðir hafa þessir menn vétíð ráðnir hingað fyrir milligöngu hins fræga franska matgerðarmeistara Raymond Olivier, sem lagði á ráðin þegar Glaumbær hóf stárf- Semi sína. Em meðmæli Raymonds með matreiðslu- mönnunum trygging fyrir að um fyrsta flokks fagmenn er að ræða Á morgun, laugardag, verð- ur sú nýbreytni tekin upp í Glaumbæ, hð bjóða gest- um í hádeginu „herramanns- mat“. Þetta er „kalt borð“ þjóðlegir íslenzkir réttir við hliðina á köldu frönsku góð- gæti Sei alþióðletja róðslefnir uit; skóla Sveinbjöm Sigurjónsson, skóla- stjótí Gagnfræðaskóla Austur- baejar í Reykjavík, er fyrir skömmu kominn heim frá Strass- bourg, þar sem hann sat ráð- stefnu, sem haldin var á vegum Evrópuráðsins um fræðslustarf utan skóla. Á ráðstefnu þessari var um það rætt, hvað gert væri og gera þyrfti tii menningarauka ungu fólki, sem ekki Sækir þá skóla, sem eru hluti hins lög- bundna fræðslukerfis. Kottiu hin márgvíslegustu mál hér að íút- andi til umræðu, t.d. starf náms- flokka og lýðháskóla. tómstunda- störf, námsferðir, fræðslukvik- myndir og fræðsla f útvarþi og sjónvarpi. Bókaverzlunin Bðkin hf. Klapparstíg 26 kaupir og selur gamlar bækur Þeir, sem ætla að selja bækur eða bókasöfn. ættu að tala við okkur, BðKIN hf. Tillögur voru gerðar um ýmis efni, og komu m.a. þessi at- rið' þar fram Mikíi þöri er á, að fylgzt se með menntun ungs fólks, eftir að skólagöngu þess lýkur. Þarf stari á þessu sviði að njóta sömu fjárhagslegu fyrirgreiðslu og hið lögbundna skólastarf, en hins vegar á hið fýrinefnda allt að vera með óbundnari hætti Fræðslan þart að miða að þvi að vekja áhuga meðal þeirra, sem hennar njóta, og að ala þá upp sem góða þegna. Þess vegna ætti þjóðfélagsfræði jafnan að vera -hiuti þess, sem kennt er. Háskólar mega ekki einangra sig við vísindastörf og vísinda- leg kennsiustörf. Þurfa þeir að taká*’"þáft' f hinnr alménnu lýð- fræðslu. Samstarf ríkja i milli getur haft mikla þýðingu til eflingar fræðslu utan skóla. T.d. er æski- legt, að aðstoð verði veitt til að koma á við einangruð lönd og þróunarlönd skiptum á ungu fólki og kennurúm þess. Greiða þarf fyrir sumarleyfaferðum landa í milli. Auka þarf kennslu i tungumálum Evrópuþjóðanna og gera kennurum kleift að læra nýjustu kennsluaðferðir. Halda þarf áfram að kanna fræðslu- rit um sögu- og landafræði til I að auka réttan skilning þjóða I f milli. — fÞVt. ISLENZK DEILD Á SYN- FRÁNKFURT Á hinni alþjóðlegu haust-1 kaupsfefnu, sem haldin er í j Frankfurt am Main sýndu að j þessu sinni 2500 fyrirtæki frá 30 löndum. í haust tóku Islend- ingar þátt f sýningunni f fyrsta sinn og var það fyrir atbeina Ferðaskrifstofu ríkisins, sem hafði um það samvinnu við flug- félðgin. Haustsýningin var að þessu sinni einkum helguð hverskonar listiðnaði og var þvf meginá- herzla lögð á fslenzkan heimil- isiðnað og listiðnað. Auk ferða- skrífstofunnar sýndu 10 fyrir- tæki vörur sínar og flugfélögin höfðu sameiginlega landkynning- ardeild. Islenzka deildin vakti mikla athygli og var m.a. tvívegis kynnt í sjónvárpi og einu sinní í útvarpi, Mikil aðsókn var að deildinni og var þvf nóg að starfa fyrir þær Rosemarie Þor- k'fsdóttur og Christel Peters '-tarfsstúlkur Ferðaskrifstofunnar og Stefán Hauk Einarsson, sem hafði umsjón með sýningunni. Það er álit þeirra er að sýn- ingunni stóðu að markmiðum hennar hafi verið náð. Viðreisnin hefur tekizt Þegar litið er á árangurinn af stefnu rikisstjómarinnar i efnah'agsmálum er engu lík- ara en ráðherrarnir og sér- fræðingar þeirra hafi sett sér það mark að valda eins mikl- um glundroða í þjóðfélaginu og kostur er Á síðustu þrem- ur árum hafa orðið fleíri samningsuppsagnir og verk- föll en nokkurn tima áður á jafn skömmum tíma. og er nú svo komið að allur þorri verklýðsfélaga telur óhjá- kvæmilegt að segja upp samn- ingum sinum tvlsvar á ári Og betta á ekki afleins vifl um verkiýðssamtökin: heild arsamtök opinberra starfs- mannn oe einstakar deildír þeirra hafa háð umfangsmikla kjarabaráttu og enn eru þau má! ö!l í deíglunni Stjórnar- völdin tiafa staðið i stríði við íslenzka verkfræðinga. og er þeirrí deilu raunar ekki form. lega lokið enn þótt stjórnar- voldin hafi þar beðið agler- an ósigur Og nú síðast hafa 32 sjúkrahúsalæknar lagt niður störf eftir að hafa staðið í árangurslausu bófi við ríkisstjórnina um nærri tveggja ára skeið: telja beir kjör sín gersamlegp ótæk eft ir þá óðaverðbólgu sem dun- Ið hefur vfir Er þá komið upp neyðarástand sem er for- dæmalaust á fslandi Allt er þetta ástand stað- festins á því kjörorði stjórn- arblaðanna að viðreisnin hafi tekizt Þó hefur hún ekki tek- izt að fuilu meðan enn eru til sjö menn i þjóðfélaginu sem ekki hafa hótað að hverf« úr störfum sínum og fram- kvæmt þá hótun Gegnir hr»fl furðu hversu iengi ráðherr arnir tregðast við að kóróna viðreisnina með verkfalli sfnu. oe það þeim mun frekar sem beim myndu þá 1oks bjóðast vinsældir sem engir Ís1enzkir stjórnmálamenn hafa notifl fyrr eða síðar. Anstri. i TALSKIR KVFN«k6R MÝKOMNIR f§ ^ 1 m f.^1 ^WjM MARGAR GERÐIR Vænir tvílembingar Akranesi, 27/10. — Slátrun er fyrir nokkru lokið hjá Kaupfélagi Suður-Borgfirð- inga á Akranesi. Slátrað var á sjötta þúsund fjár og yfir 80 stórgripum, er það einum þriðja minna en sl. ár. Vænstu dilkarnir sem slátrað var í haust voru tvílembing- ar, eign Guðmundar Bjama- sonar á Sýruparti. Höfðu þeir 28.9 og 27.4 kg kroppþunga og mun slík þyngd vera mjög óvenjuleg. Á liðnu sumri keypti Kaup- félag Suður-Borgfirðinga á Akranesi stóra lóð á bezta stað í bænum. svonefnda Hákotslóð. Mun ætlunin vera a$ þar rísi aðalstöðvar fyrir- tækisins í framtfðinní Enginn bátur ræi Djúpavogl 29/10. — Tveir bátar voru gerðir út á sfld héðan f sumar, Sunnutindur (140 t.) og Mánatindur (100 t.) og öfluðu vel. Sunnutindur liggur hér, en Mánatindur er í sliþp fyrir sunnan, en hann mun hafa átt að fara á Suðurlandssíld. Þrír minni dekkbátör voru gerðir út á dragnót f sumar, en eru nú hættir. og er ekki vitað. hvort þeir hefja línuveiðar Sláturtíð er að ljúka. Alls mun verða slátrað 8—9000 fjár. Hætt er við, að hér gæti atvinnuleysis. begar slátur- fffl lýkur AsB Flug eftirlei, á Arnarvatnsheiði Reykholtsdal 30/10. — Fyrir nokkrum árum voru þriðju leitir lagðar niður á afrétt- um Borgfirðinga, en ( stað þess fengin Iftil flugvél til að leita eftirlegukinda. Eru þá landslagsglöggir menn til farar með flugmanni, og fnðsetia beir það fé. sem beir finna, og síðan eru sendir til menn að ná fénu til byggða. I ár var að venju farin slík flugeftirleit yfir Amarvatnsheiði, sem er af- rétt Reykdæia og Hálssveit- unga. Voru konur hreppstjór- ans og oddvitans f Reykholts- hreppi með í förinni flug- mahninum til aðstoðar. Sau þaú 13 kindur á afréttinni. Voru síðan sendir tveir menn á hestum að sækja féð, og fundu þeir það allt, þrátt fýrir slæmt veður. Kom eft- irleitin þanttig að miklu gagni, því áð áh hennár hefði féð orðið úti. BG Hornfirðingar byggja Hö'n 1 Homafifði 29/10. — Nú er verið að ljúka Við byggingu nýs félagsheimilis hér Höfn. Standa vonir til. að það Verði vígt um næstu áramót. Eittnig er í byggingu stórt verzlunarhús fyrir kaup- félagið. Verið er að setja upp vélar i nýja dlsilrafstöð og verður hún sennilega tek- in í notkun um áramót. Kúbumálið hefur haft sln á- hrif hér í Homafirði sem víðar. Hermennimir í Stokks- nesi hafa staðið með alvæpni dag og nótt. Það er von þeir séu smeykir. greyin. ÞÞ. Mikið af rjúnti ** Tiömesi Húsavík 30/10. — Allvel lít- ur út með rjúpnaveiðl Þlng- eyinga í ór, ef sæmilega viðr- ar, en undanfama daga hef- ur allur veiðiskapur legið niðri vegna veðurs. Veiði- tíminn hófst sem kunnugt er 15. október. og fyrstu vikuna þóttust ménn sjá mikið af rjúpu. og sumir fengu dá- góðan afla. T.d. fengu fjórir menn. sem fóru saman til veiða. rúmléga 200 rjúpur yfir daginn. Aðalveiðisvæðið vár uti á Tiömesi HJóh Sjálfvirk símstöð á Akranesi í vor AKRANESI 31/10. — Símnot- endur á Akranesi binda mikl- ar vonir við þá breytingu. sem framundan eru á sfma- þjónustunni. Unnið er nú af kappi miklu við að setja nið* ur vélar í sjálfvirku símstöð- ina. Má vænta þess. að hún verði tekin í notkun á vori komanda. Akurnesingar fagna béssu mjög svo auknu þæg- indum og vona, að fram- kvæmdir teíjist ekki . HÞ iVO ii' LABUS G. LUÐVIGSS0N Fasteignir til sölu Við Kársnesbraut 2ja herb. íbúð í sambýlis- húsi. Lítið einbýlishús. 3—6 herb. einbýlishús. Við Nýbýlaveg 5 herb. einbýlishús, tilbúið undir tréverk. Við Borgarholtsbraut 3ja herb. einbýlishús. 6 herb. íbúðarhæð í tví- býlishúsi. Við Þinghólsbraut 4ra herbergja risíbúð. Við Sunnubraut einbýlishús, tilbúið undir tréverk. Við Hoitagerði 4ra herb. hæð í tvíbýlishúsi. Við Hófgerði 5 herb. einbýlishús. Víð Hraunbraut 3—5 herb. einbýlishús. Við Melgerði íbúðarhæð í smíðum. Við Birkihvamm 3ja herb. íbúðarhæð. Við Alfhólsveg 3ja herb. risíbúð. 6 herb. einbýlishús í smíð- um. Við Löngubrekku 5 herb. einbýlishús. Við Lyngbrekku einbýlishús, parhús, 3ja herb. hæðir, fullgert og 1 smíðum. ! Garðarhreppi og f Hafnar- flrði einbýlishús og íbúðarhæðir. HERMANN G. JÓNSSON, hdl. Lögfræðiskrifstofa, Fastcignasala Skjólbraut 1, Kópavogi. Sími 10031 kl. 2—7. Helma 51245. M.S. „GULLF0SS” Fer frá Reykjavík föstudaginn 2. nóvember, kl. 21.00 til Hamborgar og Kaupmannahafnar. Farþegar eru beðnir að koma til skips kl. 20.00. H.F. EIMSKIPAFElAG ISLANDS. GLÆNÝ V S A heil og ílökuð. — Sólþurrkaður saltíiskur Rauðspretta — Hnoðuð mör. FISKHÖLLIN. BlLKRANI Priestman Cub til sölu. Hentugur fyrir skurðgröft og hífingar — svo sem síldarlöndun o. m. fl. Tæklfærisverð. Vélsmiðjan Sandgerði Sími 92-7560. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.