Þjóðviljinn - 02.11.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.11.1962, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ÞJÓÐVIL.TINN Föstudagur 2. nóvember 1962 Handknattleikur „Fram"til EvrópU' keppninnar í dag íslandsmeistarar Fram í handknattleik halda til Danmerkur í dag. Á sunnudag keppa þeir við Danmerkurmeistarana 1962, Skovbakken í Ár- ósum. Þessi leikur er þáttur í undankeppni Evr- ópubikarkeppninnar í handknattleik. Sigurveg- arinn mætir svo Noregsmeisturunum, Fredens- berg, í keppni í Osló fyrir 16. desember. Framarar vilja engu spá um úrslitin, en allir vita að Skov- bakken er geysisterkt lið, enda þarf mikið til að verða Dan- merkurmeistari i handknattleik. Framarar leika tvo aðra leiki i Danmörku áður en þeir koma beim. Fararstjórar hópsins eru Hannes Sigurðsson og Sveinn Ragnarsson. Daginn eftir stórleikinn við Skovbakken leikur Fram við sterkt lið á Amager í Kaup- Framhald á 8. siðu iiri'é&'ift " Yry. Lið Fram, sem fer utan í dag: Fremri rðð frá vinstri: Jón Friðsteinsson, Signrður Einarsson, Atli Marinósson, Signrjón Þórarinsson, Þorgeir Lúðvíksson, Tómas Tómasson og Guðjón Jónsson. Aftari röð frá vinstri: Sveinn Ragnarsson fararstjóri, Gylfi Jóhannesson, Hilmar Öiafsson, Karl Benediktsson, Ágúst Oddgeirsson, Erlingur Kristjánsson og Ingólfur Óskarsson. j Tuljoh setur Danmörk og Vestur-Nor- i egur hafa áhuga á að heyja | landskeppni í frjálsum í- I þróttum við fsland á næsta I* áhi.7r,v *;•' ‘ : ..... Þing norraenna íþróttaleið- j toga var haldið í Stokkhólmi j * dagana 27. til 28. október sl. Keppa á næsta Fulltrúar íslands voru: Örn Eiðsson formaður laganefndar FRÍ og Ingi Þorsteinsson vara- foTmaður FRÍ. Á dagskrá voru mörg mál og var meðal annars gengið frá skiptingu frímiða íþrótta- manna á Norðurlandameistara- mótið í frjálsum íþróttum í Gautaborg naesta sumar. Frímiðar skiptast þannig á löndin- Karlménn; Finnland -jr»rrE*. yþL) £>1011.11 j 2( Noregur fsland Danmörk *' ‘“OC. öi.i111 Kvenfólk Finnland Noregur ísland Danmörk 20 ifm 2 iU Jíísl ' Liston-Johansson ! GAUTABORG — Hnefa- leikakappinn Ingemar Jo- hansson frá Svíþjóð kveðst hafa fengið samþykki Sonny Listons, heimsmeistara í þungavigt, fyrir keppni þeirra á milli. Ingemar hefur undanfarið i dvalið í Bandaríkjunum, og hefur átt í útistöðum við yfir- | völd þar vestra, vegna þess að j hann skuldar þar milljón doll- ara í skatta. ! Eftir sigur Listons yfir Floyd Batterson, fyrrv. heimsmeistara, á dögunum, hafa verið uppi há- 1 værar raddir um það að Jo- i hanson muni mæta nýja heimsmeistaranum. Sú keppni i getur þó ekki farið fram fyrr j en Patterson og Liston hafa keppt á ný, og auðvitað ekki nema Liston sigri þá aftur, en fáir eru í vafa um það. Næsta keppni Listons og Pattersons verður sennilega snemma á næsta ári. Keppni Listons og Johanssons er svo áformuð í júní og fer hún senni lega fram í Kanada. Johansson hefur nú fengið leyfi bandarískra yfirvalda til að fara úr landi hvenær sem honum þóknast. Annað mál sem rætt var, var unglingalandskeppni milli Finnlands Noregs og Svíþjóð- ar í Helsingfors dagana 31. ágúst til 1. september 1963. Samþykkt var að heimila ís- lendingum og Dönum þátttöku sérstaklega. ef þeir óskuðu Danir óska eftir landskeppni við fslendinga hér á landi á næsta ári. ef fjárhags’.egur gruhdvöllur fyndist fvrir slíkri keppni Ástæðan er sú, að Dan- ir munu enga landskeponi eiga fyrir höndum við hir> Norður- löndin á sumri .komanda, Þá hefur Vestur-Noregur á- buga á að komast i landskeppni við fslendinga viku eftir Norð- ur’andameistaramótið. og mun það mál rætt fliótlesa innan stiórnar FRÍ Að lokum vill stiórn FRÍ taka það fram. að á fundi hennar bann 16 þ.m var á- kveðið að veita Nils Carlius. form. sænska friálsíþréHasam- bandsins. gullmerki FRÍ. og var bonum afhent hað á bess- um norræna fundi ! met á skóm ★ Bruce Tulloh vakti ó- hemjumikla athygli er hann sigraði í 5 km. hlaupi í Bel- grad í september, hafandi hlaupið berfættur alla Ieið. Tíminn var 14.00.6 mín. Síðan hefur frægð berfætta hlauparans flogið víða, og hann hefur hlaupið ber- fættur kílómetra eftir kíló- metra á hörðum hlaupa- brautum. Nú fyrir skömmu vakti Tullah enn athygii. — og í þetta sinn fyrir að ^ hlaupa í skóm. Þetta var í þjóðvegshlaupinu London- Brighton, scm er tólf manna boðhlaup. „Ports- mouth Athletic Club” sigr- aði, en það er íþróttafélag Tuilohs. Ilver maður hieýp- ur 4 mílur og 61 yard. Tull- oh hljóp vegalengdina á 18 mín. og 54 sek. scm er nýtt met. ,Polar Cup 'keppn in hefst í kvökf „Polar Cup“-keppnin hefst i kvöld. íslenzka landsiiðið í körfuknattleik keppir í kvöld við Svía í „Polar-Cup“-keppn- inni í Stokkhólmi, en alls munu íslendingar leika þrjá landsleiki á þessu móti. Á morgun keppir landslið okkar við landslið Finnlands og á sunnudag við danska landsiið- »ð. „Polar Cup“-keppnin er at- hygiisvert mót með marg- hætta þýðingu. Það er m.a. háð til að minnast 10 ára af- mælis Körfuknattleikssam- bands Svíþjóðar. Þetta er fyrsta Norðurlandamótið f körfuknattleik, og ioks er þetta þáttur í undankeppni (svæðakeppni) Evrópumóts- ins í körfuknattleik, sem fram fer í Póllandi á næsta ári. Tvö efstu liðln komast í aðal. keppnina Körfuknattleikur er tiltölu. lega ung íþrótt á Norðurlönd- um. en þróunin hefur verið ör og öll Norðurlöndin nema Noregur eiga ágætum liðum á að skipa. Landslið íslands hefur aidrei verið eins sterk* og vel b.iálfað og nú, en sömu sögu má víst segja um lið keppinautanna. sem allir hafn meiri keppnisreynsiu á stór nxótum en okkar menn. íslenzkir körfuknattlelks menn hafa aðeins þrisvar áð- ur háð landsleiki, og tapað þelm öllum með mjög litlum mun: 1959 Danmörk ísland 41:38; 1961 Danmörk — ís land 48:45 og 1961 Svíþjóð — fsland 53:45. Það má þvi vænta spennandi keppni * Stokkhólmi næstu daga. Þessi ágæta mynd hér við hliðina er tekin í Iandsleik íslcndinga og Dana i fyrra. og birtist hún í dönsku íþrótta-árbókinni. Það er Þor. steinn Hallgrimsson sém hæst ber á myndinni Hinn ís. lendingurinn er Birgir Örn Birgis, en þeir hafá báðir tekið þátt í öllum landsleikj um íslands í körfukhattleik með ágætum árangri * t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.