Þjóðviljinn - 02.11.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.11.1962, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 3 Föstudagur 2. nóvember 1962 Sovétríkin enn fyrst Geimskipi skotiðtil Marz, verður 7 mánuði á leiðinni MOSKVU 1/11 — Enn einu sinni hafa sovézkir vísindamenn rutt brautina í geimrannsóknum: í dag var skotið á loft frá Sovétríkjunum nýju geimskipi og er því ætlað að fara til Marz, sem er næst jörðu af ytri plánetunum. Ferðin mun taka rúma sjö mánuði, en mælitæki geimskips- ins, sem fengið hefur nafnið Marz I., munu gera athuganir á hinni löngu leið og senda upplýsing- ar til jarðar. Burðareldflauginni, sem er af nýrri og bættri gerð, var fyrst skotið á braut umhverfis jörðu, en síðan var geimskipinu skotið á braut sína áleiðis til Marz. Þetta er sama aðferð og notuð var þegar Sovétríkin sendu geim- skip sitt til Venusar í febrúar 1 fyrra, enda sparast með þessum hætti orka og eldsneyti, en að- f erðin kref st geysilegrar ná- kvæmni, ef geimfarið á að kom- ast á rétta braut. Fór á rétta braut Marz I. verður á föstudags- morgun klukkan sex eftir ís- lenzkum tíma kominn 237.000 kílómetra frá jörðu og verður þá staddur yfir punktinum 37 gráður vesturlengdar og 48 gráð- ur norðurbreiddar. Bráðabirgða- mælingar sem gerðar hafa verið á braut hans og útreikningar samkvæmt þeim hafa leitt í ljós að hann hefur farið á braut sem nálgast mjög þá sem honum var ætlað. Sendir myndir frá Marz Geimfarið, sem vegur 893,5 kíló (Venusarfarið sovézka var um 600 kíló), hefur meðferðis margháttaðan útbúnað til vís- indaathuguna, en einnig ljós- myndatæki og er ætlunin að senda myndir til jarðar bæði meðan geimfarið er á leiðinni Borgarstférnin Framhald af 12. síðu mundar yrði af þessum sökum vísað frá en borgarstjórn sam- þykkti að fela borgarstjóra og borgarráði að fylgjast með því, að Reykvíkingar yrðu látnir njóta jafnréttis á þessu sviði við aðra landsmenn. Guðmundur Vigfússon benti á, að ríkislögreglunni væri sam- kvæmt frumvarpinu ætlað sér- stakt hlutverk og væri þvi ekki hægt að reikna framlag ríkisins til hennar sem endurgreiðslu á löggæzlukostnaði til Reykjavík- ur. Afstaða borgarstjóra og borg- arstjórnarmeirihlutans sýndi, að þessir aðilar létu sig flokkshags- muni meiru varða en hagsmuni Reykvíkinga, enda hefði ekki komið fram í tillögu borgar- stjóra neinn frambærilegur rök- stuðningur fyrir frávisun tillögu hans. Kristján Benediktsson kvaðst telja tillögu Guðmundar óraun- hæfa en viðurkenndi þó, að samkvæmt frumvarpi ríkisstjóm- arinnar myndi hlutur Reykvík- inga vera fyrir borð borinn. Guðmundur Vigfússon skoraði enn á borgarfulltrúana að standa saman í þessu máli um að verja hagsmuni tfeykjavíkur og lagði áherzlu á það hættulega fordæmi sem samþykkt þessa ákvæðis myndi skapa. Að umræðum loknum var frá- vísunartillaga borgarstjóra sam- þykkt að vjðhöfðu nafnakalli með tólf atkvæðum gegn þrem og greiddu borgarfulltrúar Al- þýðubandalágsins einir atkvæði gegn henni. Fulltrúar hinna flokkanna sameinuðust allir um að bregðast málstað Reykvík- inga. til plánetunnar og þó einkum af henni sjálfri og munu vísinda- menn bíða í miikilli eftirvænt-: unum og erfiðum athugunarskil- ingu eftir þeim. Skurðirnir á Marz Marz er sem áður segir sú reikistjama sem er jörðinni næst af þeim sem lengra er frá sól- inni og hún hefur verið könn- uö betur frá jörðu en nokkur önnur pláneta. Þó býr hún yfir n.orgum leyndarmálum, sem nú er von til að upplýst verði. Það má fyrst nefna „skurði“ þá á Marz sem fyrst var tekið eftir árið 1877 og ýmsum get- um hefur verið leitt að af hverju stafi. Sumir hafa talið þá sjón- blekkingu eina sem stafi af trufl- yrðum, en aðrir telja að „skurð- imir“ séu raunvemlegir, þótt engin fullnægjandi skýring hafi fengizt á fyrirbærinu. Líf á Marz? Á seinni árum hafa æ fleiri visindamenn hallazt að því að á Marz kunni að vera fmmstætt líf. Gufuhvolfið er að vísu þunnt og kuldinn mikill, en líf þróast einnig á jörðinni við hin erfið- ustu skilyrði. E.t.v. mun hið nýja sovézka gervitungl veita nánari vitneskju um þetta forvitnislega atriði. Eftir viðræður Castro og U Þant Hafnbann sett á aftur, njósnaflug hafið á ný NEW YORK og WASHINGTON 1/11 — Frá dögun í morgun hófst aftur hafnbann Bandaríkjanna á Kúbu og um leið flug njósnaflugvéla þeirra yfir eyna. Tilkynning um þetta var gefin út örfáum mínútum áður en Ú Þant, riýkominn til New York frá Havana, þar sem hann hafði rætt við Castro forsætisráðherra, skýrði blaðamönnum frá því að hann byggist við tað- á morgun myndi lokið niðurtöku sovézku flugskeytastöðvanna á Kúbu. Þegar U Þant kom til New York frá Havana sagði hann að viðræður hans við Castro hefðu verið árangursríkar. Hann skýrði blaðamönnum frá því að unnið væri að því að taka flugskeyta- stöðvarnar niður og að skot- pallarnir myndu verða sendir til Sovétríkjanna þegar að nið- urtökunni væri lokið. Árangursríkar viðræður Ú Þant komst m.a. svo að orði: Ég kem heim frá Havana eftir árangursríkar viðræður við leiðtoga Kúbu. Þessar viðræður fóru fram í fullu samræmi við bréf mitt til- Castros försætis- ráðherra og samkomulag varð um að SÞ ætti að halda áfram að eiga hlut að friðsamlegri lausn deilunnar. Meðan ég dvald- ist í Havana var mér skýrt frá því að byrjað væri á að taka niður flugskeytin og stöðvar þeirra og að þvi verki myndi iokið á föstudag. Þau munu síðan send til So.vétríkjanna og er nú unnið að því að semja um með hvaða hætti það skuli gerast. Erfiðir samningar? Bandaríkjastjóm afsakar þá aðgerð sína að setja hafnbann- ið á aftur, enda þótt byrjað sé að leggja niður þær stöðvar sem voru upphaflegt tilefni þess, með þvi að viðræður þeirra Castros og Ú Þants hafi gengið verr en hún hafi búizt við. Af yfirlýs- ingu Ú Þants sjálfs verður þó ekki annað ráðið en að viðræð- umar hafi gengið að óskum. Talsmenn Bandaríkjastjórnar segj að Ijóst sé að erfiðir samningar séu framundan áður en samkomulag geti tekizt um friðsamlega lausn deilunnar, og því hafi verið nauðsynlegt að setja hafnbannið á. aftur til að neyða Kúbumenn til eftirgefni. Bandaríkjamenn burt Það er haft fyrir satt að Castro hafi sagt Ú Þant að sov- étstjómin hefði ekki haft sam- ráð við stjóm Kúbu þégar hún bauðst til að leysa Kúbudeiluna með því að flytja burt flug- skeyti sín gegn því að Banda- ríkin ábyrgðust að ekki yrði gerð árás á Kúbu. Castro er sagður hafa ítrekað við Ú Þant að Kúbustjóm geti ekki horfið frá þeim skilyrðum sem Castro setti í ræðu sinni á sunnudaginn fyr- ir samkomulagi við Bandaríkin, en það helzta þeirra er að Banda ríkjamenn leggi niður flotastöð sína í Guantanamo á Kúbu og hverfi allir burt frá eynni. Ú Þant heldur áfram viðræðum 1 dag hélt Ú Þant áfram við- ræðum sínum við deiluaðila og ræddi nú við fulltrúa, Sovét-, ríkjanna og Bandaríkjanna, þá Kúsnetsoff og Stevenson. Búizt er við að Raul Roa, utanríkis- ... • flfft -«H—AO • ráðherra Kúbu, komi til New York alveg á næstunni og mun hann þá taka við forystu sendi- neíndar Kúbu hjá SÞ og halda áfram samningaviðræðum við Ú Þant. Mikojan í New York Anastas Mikojan, aðstoðarfor- sætisráðherra Sovétríkjanna, kom í kvöld til New York á leið til Havana. Hann heldur áfram til Havana á morgun, en búizt er við að hann ræði áður við Ú Þant. Nóhelsverðlmm tll Sovétríkjanna 'JP'ngum sem fylgzt hefur með þróun eðlisvísinda siðustu áratugina mun hafa komið á óvart. að Konunglega vís- indaakademían sænska skyldi veita sovézka eðlisfræðingn- um Lev Davídovitsj Landau nóbelsverðlaunin að þessu sinni, en margir munu þeir vera sem telja að honum hefði borið sú viðurkenning öllu fyrr. Landau, sem nú er rúmlega fimmtugur að aldri. hefur verið í fremstu röð vísindamanna heimsins síðustu tuttugu árin og rúm- lega það þó. Bandaríska vikuritið TIME komst svo að orði fyrir fjórum árum að „á hvaða skrá sem væri um snjöllustu vísindamenn heims myndi verða að taka með nafn Lev Landaus". Og frægð hans nær lengra aftur í tímann, enda var hann sæmdur Stalínverðlaununum þegar árið 1946. Hér verða vísindastörf hans að sjálfsögðu ekki rakin; það eitt nægir að hann hef- ur gert merkar uppgötvanir í mörgum greinum eðlisvís- indanna og birt fjölda rita um athuganir sinar og niðurstðð- AÐ GERAST? Prófcssor Lev Davídovitsj Landau. ur og hafa mörg þeirra verið þýdd á önnur mál og vakið athygli vísindamanna um all- an heim. Eins og oft vill vera um mikla vísindamenn var Landau ákaflega bráðþroska og lauk prófi í eðlisfræði við háskólann í Leníngrad árið 1927 aðeins 19 ára gamall. Eftir framhaldsnám réðst hann 1937 til hinnar frægu eðlisvisindastofnunar i Moskvu sem eðlisfræðingur- inn S. I. Vaviloff hafði stofn- að fimm árum áður í Lenín- grad en flutt til höfuðborgar- innar skömmu síðar. Þar hefur hann starfað siðan, en annars komið víða við og átt mikinn þátt i menntun og bjálfun hinnar nýju kynslóð- ar sovézkra vísindamanna. Rannsóknir hans hafa aðal- lega beinzt að ástandi efnis- ins við mjög há og mjög lág hitastig, en þær hafa leitt hann inn á ýmis önnur svið eðlisvísinda. meðal annarra kjameðlisfræði og geim- geisla. Fyrsta ritgerð hans sem nefnd er í uppsláttar- bókum fjallaði um fljótandi helium. Eðlisfræðistofnun Landaus í Moskvu er „senni'lega sú bezta af sínu tagi í heimin- um“, er haft eftir brezka vis- indamanninum Kurt Men- delssohn. „Á sumum sviðum kjarneðlis- og öreindavísinda rfendur hún vafalaust fram- ar öllum öðrum“, bætti hann við. Enginn þarf að furða sig á því. þar sem sovézkir vís- 'idamenn hafa sannað um- ''“iminum svo að engum blöð- "m verður lengur um það "ett að þeir standa engum að baki i þekkingarle't mannsandans. og framar öðr- um á þeim sviðum sem mestu máli munu skipta í íramtið- inni, í kjarneðlis- og geim- visindum, en einmitt á þeim sviðum hefur prófessor Lartd- au lagt fram drjúgan skerf. Þegar Sovétríkin skutu fyrsta spútnik sínum á loft fyrir rúmum fimm ár- um, urðu það viðbrogð margra á vesturlöndum við þessari óræku sönnun fyrir yfirburðum sovézkra vísinda að halda því fram að þetta afrek væri fyxst og fremst að þakka því, að Sovétríkin hefðu notið aðstoðar þýzkra vísindamanna. Þær raddir eru löngu hljóðnaðar og nú hafa menn það heldur fyrir satt, sem forseti alþjóðlega geim- ferðasambandsins, Andrew G. Haley, sagði: „Rússar höfðu ekki eins mikil not af Þjóð- verjum og við“. Þess vegna gegnir það furðu hve fáir sovézkir visindamenn hafa hlotið nóbelsverðlaunin til þessa, en veiting þeirra til handa Landau nú er e.t.v. vottur þess að hin sænska út- hlutunarnefnd sé hætt að einblína í vesturátt. Landau er aðeins fimmti sovézki vís- indamaðurinn sem nóbelsverð- laun hlýtur, en yfir 50 banda- rískir vísindamenn (sem að vísu eru margir hverjir komn- ir úr öðrum löndum) hafa fengið þau. Þetta er fáránlegt hlutfalj og segir enda i þeirri grein TIME sm áður var vitnað í að sérfræðingar á vesturlöndum telji litla hugg- un * ^ví, þegar þeir virða fyrir sér hinar stórstígu framfarir í sovézkum vísind- fjaer framfarir eru fyrst og ^ fremst að þakka þeirri megináherzlu sem í Sovétrikj- unum er lögð á náttúrtrvis- indin bæði í skólum og'dag- legu lífi. f Sovétríkjunum út- skrifast nú árlega u.þ.b. þrisvar sinnum fleiri verk- fræðingar og aðrir háskóla- menntaðir tæknifræðingar en ' Bandaríkjunum. Nær tveir þriðju af þeim tveim millj- ónum ungra manna og kvenna sem í Sovétrikjunum leggj,a fyrir sig langskólanám steína Því að ná prófi í einhverri grein náttúruvis- mda. Sovézkir stúdentar eru taldir hafa að baki tveggja ara lengra nám í greinum nattúruvísinda en jafnaldrar peirra i Bandaríkjunum; þeir hafa^ lesið stærðfræði í tíu ár. líffræði í sex, eðlisfræði í flmm og efnafræði í fjögur. Jafnvel leikföng sovézkra barna eru við það miðuð að ýek;ja áhuga þeirra á nátt- uruvísindum og skerpa at- hyglisgáfu þeirra. Sovézkir vismdamenn. hvort sem þeir starfa ag rannsóknum eða 'eggja fyrir sig hið mikilvæga starf ^ að miðla uppvaxandi kynslóð af þekkingu sinni, eru í hávegum hafðir. Segja má að þeir gegni stöðu æðsta presta hinna fornu trúarsam- félaga, enda hafa vísindin tek- ið sæti trúarbragðanna í hinu sovézka þjóðfélagi. J Tthlutun nóbelsverðlaun- anna til Levs Landau að þessu sinni vekur athygli á hinni miklu og öru þróun sem orðið hefur í sovézkum vís- indum hin síðari ár. Hún gef- ur einnig ástæðu til að rifja upp ummælj hins kunna bandaríska vísindamanns Normans Wieners, frumkvöð- uls kybemetíkurinnar, fyrir fimm árum: „Þegar ég er verulega svartsýnn. þá geri ég mér í hugarlund að eftir fimm ár verði Rússar komnir á undan okkur á öllum svið- um. En þegar ég horfi björt- um augum fram á veg, þá held ég að það kunni að taka þá tiu ár.“ ás. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.