Þjóðviljinn - 02.11.1962, Blaðsíða 9
ÞJÓÐVILJINN
Lesefni sem varðar
hvern alþýðumann
Nærri tvo áratugi hefur tímarit Alþýðusam-
bands íslands, Vinnan, komið út. Og þó bláþræðir
séu á útgáfu hennar á þessu tímabili, hefur Vinn-
an að geyma marga dýrmæta heimild um verka-
lvðshreyfinguna á íslandi. og er ómissandi les-
efni hverjum þeim sem fylgjast vill með verka-
lýðshreyfingu landsins.
Föstudagur 2. nóvember 1962 -
Ný3a heftið af Vinnunni,
timariti Alþýðusambands Is-
lands, hefst á athyglisverðu
Viðtali sem ritstjórinn, Hanni-
bal Valdimarsson, hefur haft
við einn af elztu togarasjó-
mönnunum sem enn eru í
etarfi, Þorvald Magnússon á
Ingólfi Amarsyni. frorvaldur
hefur verið hvorki meira né
minna en 53 ár á sjónum og
varð 68 ára í sumar. Maður
6em á þá starfsreynslu að baki
í sjósókn á íslandi hefur frá
mörgu að segja, gaman væri
að það yrði með einhverjum
hætti skrifað saman í heila
bók.
Undir lok viðtalsins ræðir
Þorvaldur vandamál allra sjó-
manna, sem stunda sjóinn fram
á elliár: Hvað erfitt er að fara
þá í land og finna vinnu við
sitt hæfi. Að sjálfsögðu ætti
þjóðfélagið að búa svo að 68
ára sjómanni eftir 53 ára sjó-
sókn að hann þyrfti ekki að
hafa starfsáhyggjur úr þvi.
Þorvaldur segir frá að hann
hafi ekki fengið neitt að gera
f togaraverkfallinu í sumar,
nema nokkrar nætur sem hann
var vaktmaður1 i Jóni Þorláks-
syni. „En ég játa það, að okk-
ur sem verið hafa áratugum
saman á sjónum og erum farn-
Ir að eldast, hentar ekki hvaða
verkamannavlnna sem er í
landi. Og þá eru aðrir teknir
fram yfir okkur“.
Búinn að gjalda
Torfalögin
Og Hannibal lýkur viðtali
sínu á þessa leið, sem gæti ver-
ið þörf áminning til þeirra,
sem nú sjá ofsjónum yfir sjó-
mannakaupinu og heimta að
sjómannakjörin séu rýrð: „Að
6kilnaði spyr ég Þorvald beint.
Hvað heldurðu nú að þú end-
ist lengi á sjónum úr þessu?
Og svar hans er:
Það er auðvitað allt undir
heilsunni komið. En helzt
þyrfti ég að endast að minnsta
kosti í tvö ár enn. Eg hef
keypt tveggja herbergja íbúð,
ágæta ibúð fyrir okkur gömlu
hjónin. En afborganirnar eru
svo stifar að ég held henni
ekki nema ég hafi góða at-
vinnu næstu tvö árin. Og ég
á erfitt með að bugsa mér að
stunda erfiðisvinnu í landi. Xak-
ist þetta nær herþjónustan á
bafinu yfir 55 ár og þá finnst
mér að ég sé búinn að gjalda
Torfalögin.
Og Hannibal bætir við þetta
svar togarasjómannsins: „Og
þá veit maður það, að svona
e>" sjómennska á fslandi örugg
leið til auðsældar og ríkidæm-
is að reglusamur maður og
sparsamur á eftir 53 ára þjón-
ustu á sjónum á hættu að
missa tveggja herbergja íbúð-
ina sína, ef heilsan skyldi bila
á næstu tveimur árum. Það
eru vissulega til aðrar leiðir
auðveldari til auðsöfnunar".
Víðsvegar að úr verka-
lýðsbaráttunni
Að öðru leyti einnig er veru-
legur hluti þessa myndarlega
Vinnuheftis helgaður sjómönn-
um og baráttu þeirra. Þar er
ýtarl. grein um togaraverkfall-
ið og árásina á vökulögin. önn-
heitír „Eúaleg árás á kjör síld-
veiðisjömanna“, og má segja að
þar sé rætt um dagsins mál,
því sú árás stendur enn yfir,
Landssamband íslenzkra út-
vegsmanna stöðvar enn allan
síldarflotann með ósvífinni
kjaraskerðingarkröfu. f grein
Vinnunnar er rakin forsaga
málsins í sumar og aðdragand-
inn að gerðardómnum og bar-
áttan um hann.
Kjarabaráttu verkafólks og
iðnaðarmanna í landinu er lýst
í greinunum „Verkfall járniðn-
aðarmanna“ og Baráttu hinna
lægst launuðu lauk með sigri“.
Loks er þáttur sem gerir
þetta Vinnuhefti ómissandi
miklum fjölda manna í land-
ir.u, en það eru Kaupgjaldstið-
indi. Þar eru birt í smáatriðum
ákvæði launasamninga. eins og
þau eru nú eftir sumarið og
geta menn í hinum ýmsu at-
vinnustéttum flett þar upp
hvert kaup þeim ber, sam-
kvæmt gildandi samningum, og
frafeðzt um kaup annarra starfs-
stétta. Þama er einnig birt
fiskverðið eins og það var á-
kveðið af yfirdómi verðlagsráðs
sjávarútvegsins í janúar sl.
Heftinu lýkur á stefnuyfirlýs-
ingu miðstjómar Alþýðusam-
bands, fslands, er birt var nú
t september og varðar framtíð-
arverkefnin.
Nauðsynlegt
heimildarrit
Ekki þarf • annað en
lesa þessa upptalningu til
að sannfærast um að
hver sem fylgjast vill með
þróun verkalýðsmála og verka-
lýðshreyfingunni á fslandi,
hefur margan fróðleik að sækja
í tímarit Alþýðusambandsins,
og svo hefur oftast verið í þá
tæpa tvo áratugi sem tíma-
ritið hefur komið út, og mundi
það efni eitt vel þess vert að
menn verðu 50 krónum í á-
skriftargjald að Vinnunni.
Ósmekkleg
auglýsing
Auk efnis sem beint varðar
verkalýðshreyfinguna flytur
Vinnan . talsvert af almennu
efni og er það misjafnt eins og
gengur. Mér þykir lítíl prýði
að langri grein um Loftleiðir i
þessu síðasta hefti, í upphöfn-
um hallelúja auglýsingastíl
sem gerir hverja grein alveg
óþolandi fyrir alla nema eig-
endur og auglýsingastjóra hlut-
aðeigandi fyrirtækis. Við um-
hugsun má öllum ljóst verða
að Loftleiðir eru bara venju-
legt gróðabrallsfyrirtæki, sem
býr til þjóðsögu um „vinsæld-
ir“ með áróðursfroðu og pen-
ingaaustri í auglýsingar. Ekki
væri óeðlilegt þó einhverjum
lesendum Vinnunnar kæmi i
hug við þennan lofgerðar lest-
ur hin lítilmannlega framkoma
flugfélaganna í Dagsbrúnar-
verkfallinu í fyrrasumar, hyst-
erískar upphrópanir Sigurðar
Magnússonar og annarra um
að hinar hóflegu launakröfur
nokkurra starfsmanna væru að
eyðileggja það sem hann
og aðrir (!) hefðu byggt upp
svo fagurlega. Þó var um upp-
hæð að ræða sem svo til engu
munaði f tugmilljónarekstri
fyrirtækisins. En flugfélögin
virðast hafa bandarískar fyrir-
myndir bæði að afstöðu til
kauphækkana og áróðurs, ogs
áróðrinum er troðið inn á
furðulegustu stöðum, meira að
segja hefur tekizt að útbia
gamalt og virðulegt bamablaö
með áróðurstuggu annars flug-
félagsins svo að með ólíkindum
má telja.
Ferðasaga og
fleira
En þetta var óþarflega lang-
ur útúrdúr um leiðinlegt efni.
Lítum á fleira. Sigurður Run-
ólfsson. einn þeirra er Alþýðu-
sambandið hefur sent á 1. maí
hátíðahöld sósialistísku land-
anna, skrifar um för til Sov-
étríkjanna. Þar er ýmislegt
fróðlegt, en slxkar ferðaskýrsl-
ur þurfa helzt að vera fersk-
ari og persónulegri. Ekki kann
ég við að stafsetja Tbilisi eða
Tiflis BiIIice og Sotzí Sotzy en
raunar er furðuleg ringulreið
á stafsetningu rússneskra nafna.
Greinar eru f heftinu um
heimsókn prófessors Ragnars
Frisch og heimboð fulltrúa Al-
þýðusambandanna frá hinum
Nórðurlöndunum. Margar
myndir eru f heftinu að vanda
og smágreinar.
-------------------- SlÐA g
Regluleg útkoma
En eitt verður að lagast:
Vinnan þarf að koma reglulega
út. Þau tvö hefti sem komin
eru á þessu ári, eru að vísu
tölusett 1.—3 og 4—7., en heft-
in eru samt ekki nema tvö nú í
nóvemberbyrjun og sumt efnið
í fyrra heftinu bar þess greini-
leg merki að það hafði verið
alltof lengi á leiðinni. Heildar-
samtök verkalýðshreyfingarinn-
ar á íslandi hljóta að geta
haldið úti vönduðu mánaðariti,
enda mun auðveldara að út-
breiða rit sem kemur oft og
reglulega út. Verkalýðshreyf-
ingin er örðin það fjölmenn og
öflug að hún má ekki gugna
á því verkefni, að gefa tíma-
rit sitt út með þelm myndar-
brag, sem samtökurium hæfir.
— SG.
reisa sér hús
Bolungarvík — í febrúar 1962
stofnuðu 20 smábátaeigendur hér
í Bolungarvík félag með sér og
hlaut það nafnið Árvakur. Strax
í vor hóf félagið smíði 440 fer-
metra húss, sem 14 félagsmenn
eru eigendur að. Með smíði þessa
húss hefur verið stigið stórt spor
til eflingar smábátaútgerðar hér
í Bolungarvík.
Þess má geta, að í sumar skap-
aði útgerð smábátaeigenda stanz-
lausa atvinnu í frystihúsinu hér
á staðnum.
Framkvæmdastjóri byggingar-
innar er Elías Ketilsson. sem
jafnframt er einn af eigendum.
156 nemendur
Bolungarvík — Báma- og ung-
lingaskólinn í Bolungarvík var
settur 1. október sl. 1 skólanum
eru 156 nemendur. 15 fleiri en
á síðasta skólaári.
Smábátaeigendur
í Bolungarvík
NYTT
B LAO
BETRA
B LAO
LEGGJUMST Á
EITT AÐ GERA
ÞETTA KLEIFT -
B9FREIÐ EFTIR
VALI ALLT AÐ
160.000.00 kr.
160.000.00 kr.
2. Góðhestur m. hnakk og beizli 25.000
3. Sófasett frá Húsgagnaverzlun
Austurbæjar ............. 17.000
4. Segulband, Nordmende .... 11.000
5. —7. Ferðaviðtæki, Nordmende
3x4.400 13.200
8.—10. Ferðaviðtæki, Nord-
mendð 3x3.600 10.800
DREGIÐ VERÐ-
UR 23. DES. —
LAND-ROVER er góður bíll og svipar um margí til
þarfasta þjónsins. Hinsvegar vill Happdrætti Þjóðviljans
koma með þá skipulagsbreytingu, að tilvonandi vinnings-
hafi eigi kost á að velja sér bíl af öllum þeim mörgu
gerðum sem bílamarkaðurinn býður upp á í dag. Á næst-
unni verður kynntur hér hver bíllinn á fætur öðrum.
Er þar margur góður gripur á ferðinni.
Sérstaka athygli mun það vekja, að fyrsti vinningur mun hækka að verðmæti frá
kr. 123.000 til kr. 160.000.
t