Þjóðviljinn - 08.11.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.11.1962, Blaðsíða 3
Funmtudagur 8. nóvcirtber 1962 Þ30&¥ILJIM síða 3 Kosningar í Bandaríkjunum Svipuð hlutföll flokkanna, aistaia Kennedys óbreytt NEW YORK 7/11 — Litlar breytingar urðu á styrkleika- hlutföllum flokkanna tveggja á Bandaríkjaþingi í kosning- unum sem fram fóru í gær. Endanleg úrslit eru enn ekki fyrir hendi, en Demókratar munu heldur styrkja aðstöðu sína í öldungadeildinni, en Repúblikanar í fulltrúadeild- inni. Blaðafulltrúi Kennedys sagði í dag að forsetinn væri mjög á- nægður með úrslitin, enda væri þetta í fyrsta sinni síðan 1934 að flokkur forsetans eykur fylgi sitt á miðju kjörtímabili hans. Hins vegar ber öllum saman um að þrátt fyrir nokkra fylgisaukn- ingu Demókrata muni hið nýja þing sízt verða forsetanum auð- sveipara en það síðasta og ýms- ir eindregnustu stuðningsmenn Kennedys meðal Demókrata náðu ekki kosningu. Nær sömu hlutföll Demókratar bættu við sig tveimur sætum í öldungadeild- inni, fengu 68, en höfðu 66. Repúblikanar fá 32, en höfðu 34. Þegar úrslit voru kunn í öll- um kjördæmum nema tíu í kosningunum til fulltrúadeildar- innar, höfðu Repúblikanar unn- ið þar tvö sæti af Demókrötum, fengið 176 (höfðu 174), en Demó- kratar 249. 1 þeim 10 kjördæmum sem atkvæði höfðu enn ekki verið talin í voru frambjóðend- ur Demókrata taldir líklegri til sigurs. Af fylkisstjórakosningunum er sömu sögu að segja. Demókratar töpuðu að vísu í sex fylkjum þar sem þeir höfðu áður haft fylkisstjóra, en unnu jafnmörg fylkisstjóraembætti af Repúblik- önum. Allmikil mannaskipti En þótt styrkleikahlutföll flokkanna verði nær hin sömu eftir kosningamar, verða þó all- mikil mannaskipti á sambands- þingingu, fylkisþingunum og í þeim embættum sem kosið var í. Þriðji Kennedybróðirinn held- ur nú innreið sína í Was- hington: Yngsti bróðir forsetans, Edward, var kjörinn öldunga- deildarmaður frá Massachusetts með meir yfirburðum en búizt hafði verið við. Nixon féll, Romney sigraði, Rockefeller hélt velli Úrslitanna í fylkisstjórakosn- ingunum í þremur fylkjum, Kaliforníu, New York og Michi- gan, var beðið með sérstakri eft- irvæntingu, því að þar voru alls staðar í framboði af hálfu Repú- blikana menn sem stefna að því að komast i forsetaembættið 1964. Spiegel-málið Adenauer olli upp- námi á Bonnþingi 1 Kaliforníu beið Nixon, fyrr- verandi varaforseti, sem einnig í þetta sinn hafði haft kommún- istagrýluna að aðalvopni í kosn- ingabaráttunni, ósigur fyrir Brown, fylkisstjóra Demókrata. Pólitískum ferli hans virðist því lokið. 1 New York sigraði Rockefell- er fylkisstjóri frambjóðanda Demókrata Morgenthau, en með fgj minni yfirburðum en í síðustu kosningum. í Michigan jók bílaframleið- andinn George Romey allmjög líkumar á því að hann verði Myndin er tekin í réttarsalnum í Liege þar sem frú Suzanne van de Put situr ákærð ásamt manni valinn til framboðs móti Kenne- sínuni og þremur öðrum fyrir að hafa ráðið vansköpuðu barni sínu bana- Ákærðu eru aftan dy með því að sigra Demókrat- ann Swainson fylkisstjóra. til á myndinni. (Sjá frétt neðar á síðunni.). Friðsamleg sambúð byggist á gagnkvæmum tilslökunum BONN 7/11. — Adenauer for- sætisráðherra kom öllu í upp- nám á vesturþýzka þinginu í dag, þegar ræddar voru fyrir- spurnir sem þingmcnn stjórnar- andstöðunnar höfðu lagt fram vegna handtöku ritstjóra og út- gefanda vikublaðsins Der Spieg- el. Augstein útgefandi, þrír rit- stjórar og framkvæmdastjóri blaðsins voru handteknir vegna greinar sem birtist í blaðinu um offorsi á Augstein, útgefanda blaðsins. „Hver er þessi Augstein eiginlega?“ spurði hann. „Maður sem hefur lífsframfæri sitt af landráðum. Það finnst mér í meira lagi óviðurkvæmilegt", sagði Adenauer. Við þessi ummæli varð upp- nám í þingsalnum og varaforseti Frjálsra demókrata, samstarfs- flokks Adenauers, Wolfgang Döring, reis á fætur og sagðist ekki geta hlýtt á það orðalaust að sakbomingur væri lýstur sek- ur áður en mól hans hefði kom- ið fyrir rétt. Var gerður góður rómur að máli hans. Síðar í umræðunum varð Ad- enauer að gjalti þegar hann hrópaði fram í fyrir einum ræðumanna að hann væri lítið gefinn fyrir það fólk sem keypti Spiegel eða auglýsti í blaðinu. Honum var þá bent á að meðal auglýsenda væri vestui'þýzki herinn. MOSKVU 7/11 — Ef við viljum varðveita friðinn þá verðum við að taka upp 'friðsamlega sambúð sem byggist á gagnkvæmum og aðgengilegum til- slökunum, sagði Nikita Krústjoff í ræðu sem hann flutti í hófi í Kreml í tilefni af afmæli október- byltingarinnar. Hann vék að Kúbudeilunni og spurði: „Hvor sigraði og hvor tapaði? Ég held að, það hafi verið heilbrigð skynsemi sem fór með SÍgur af hólmi. Ef svo hefði ekki orðið, hiefðum við ekki verið hér í þessu hófi og Bandaríkjamenn hefðu ekki haldið kosningar sínar“. Krústjoff vék að mörgum al- Krústjoff fór hóðulegum orð- þjóðamálum í ræðu sinni, en það mátti skilja á orðum hans, aö hann teldi ekki að ástandið í heiminum væri lengur viðsjár- vert, því að hann sagðist ekki telja nauðsyn á fundi leiðtoga stórveldanna. Friðurinn væri ekki lengur í hættu. Hann sagði um Berlínarmálið að lausn þess yrði stöðugt meira aökallandi. Hann bætti við að sama gilti um lausn þess og bamsfæðingu: 1 fyllingu tím- ans fæddist barnið í þennan heim. Um Kúbumálið sagði Krúst- joff m.a.: Geigvænlegri hættu hefur ver- ið bægt frá dyrum. Fyrir einni viku vofði yfir öllu mannkyinu hætta á kjarnorkustríði sem haft hefði í för með sér ólýsanleg- ar hörmungar. Málamiðlun tókst, en hurð skall mjög nærri hæl- um. Við verðum áfram að gæta stillingar til að forðast að slíkt hættuástand skapist aftur. Thalidomid-málið Fnda þótt lögreglan hafi lokað flestum skrifstofum Der Spiegel tókst blaðamönnum þess þó að koma út blaðinu í þessari viku or er myndin af kápusíðu þess. A henni sést útgcfandinn, Rud- olf Augstein. æfingar vesturþýzka hersins í haust. Augstein og tveir ritstjór- anna hafa setið í fangelsi í tæp- ar þrjár vikur. Adenauer lýsti yfir algerum stuðningi sínum við aðgerðir lögregluv ' 1 og neitaði þeim á- sökunun' stjórnarandstöðunnar að húr ði beitt Gestapo-að- ferðun' á Der Spiegel. Síðai: á'st Adenauer með Vitnisburður iæknis vekur mikiu uthygli LIEGE 7/11. — Vitnisburður heimilislæknis frú Suzanne van de Put, belgísku konunnar sem ákærð er fyrir að hafa stytt barni sínu aldur, sem fæðzt hafði vanskapað af völdum thali- domids, vakti mikla athygli í réttarsalnum í Liege í dag. Læknirinn dr. André Herpin, sagðist hafa skoðað barnið strax eftir að það lézt og hefði þá þegar séð að því hafði verið styttur aldur. Hann hefði kallað á annan lækni sér til ráðuneytis og hefði sá ráðlagt honum að skrifa á dánarvottorðið að bam- ið hefði fengið eðlilegan dauð- daga. Herpin sagðist myndu hafa gefið út slíkt vottorð, hver svo sem lagaskylda hans hefði verið, ef hann hefði verið viss um að hann einn auk móðurinnar hefði vitað hvað gerzt hafði. Áheyr- endur í réttarsalnum fögnuðu þessum ummælum hans mjög. um um blaðaskrif þess efnis að Sovétríkin hefðu verið neydd til að flytja burt flugskeyti sin frá Kúbu og sagði að ekki væri alltaf bezt að láta hárt mæta hörðu. Oft væri meiri þörf á lipurð og heilbrigðri skynsemi. Styðjum Kúbu. Við höfum flutt flugskeytin burt og Bandaríkjamenn hafa lofað að þeir muni ekki ráðast á Kúbu, hélt Krústjoff áfram. Við höfum sagt Kúbumönnum aö þeir geti áfram reitt sig á stuðning okkar og við höfum komið áleiðis til þeirra þeim skuldbindingum sem Bandaríkja- stjóm hefur gengizt undir. Kúbumenn hafa sagt okkur að þeir trúi ekki á orð Bandaríkja- stjórnar og við höfum látið þá vita, að ef ekki verði staðið við skuldbindingamar, muni hijótast af stríð. Ég held að Kennedy forseti muni standa við gefið loforð. Ég vil trúa því. En verði þetta heit rofið, myndi sama ógnar- hættan aftur kölluð yfir okkur, sem nú hefur verið bægt frá. Kjarnasprengingarnar . Krústjoff minntist einnig á til- raunimar með kjarnavopn og sogði að þær væni ekki í þágu mannkynsins. Bandaríkjamenn hafa lokið við síðustu tilrauna- lotu sína og við munum brátt ljúka við okkar. Það verður sennilega 20. nóvember. En ef ekki verður gerður samningur um algert bann við slíkum til- raunum, getur svo farið að þær verði teknar upp aftur, enda hefur Kennedy forseti látið orð Iiggja að því að Bandaríkja- menn kunni að hefja kjarna- sprengingar á nýjan leik. Krúst- joff taldi þó von til þess að samkomulag um tilraunabann gæti tekizt nú. I kosningunum sem fram fóru í Bandaríkjunum á þriðjudag og kom það í ljós sem spáð hafði verið að litlar breytingar myndu verða á styrkleikahlutföllum flokk- anna beggja á Bandaríkja- þingi. Hafnbannsævintýri Keniiedyá "föf seta, sem nærri hafði kallað hörmungar kjarn. orkustríðs yfir mannkynið, mun . að,,UJrixidum þafa, ,þætt vígstöðu flokksbræðra hans í kosningunum, en hann er þó engu nær því marki sem hann hafði sett sér: Hið nýja þing mun ekki verða honum neitt leiðitamara en það sem frá er einstaka biðlund og lofsverðaB þolinmæði í þeirri viðleitnij sinni að fá vesturveldin till samninga um þýzka vanda-k málið o.g síðast bauðst hún til^ að fresta öllum aðgerðum ík því þar til að afstöðnum^ kosningunum í Bandarikjun-B um. En nú eru þær um garðj gengnar og því ætti ekkertB að vera til fyrirstöðu að tek-J ið verði til óspilltra málanna^ við. lausn vandamáls. þessa aðkallandi Viðbrögð sovétstjórnarinn-í ar í Kúbumálinu hafa| sannað svo að engum blöðum®. er lengur um það að fletta^ Þýzku vundumúiið\ uftur á dugskrá I farið, og skiptir engu máli að flokkur hans hefur yfir- gnæfandi meirihluta í báðum deildum þingsins. Er * I 'ngu að síður er ástæða til að ætla að hinar afstöðnu kosningar í Bandaríkjunum muni marka tímamót. En þeirrar ástæðu er ekki að leita í bandarískum innan- landsmálum eða þeirri af- skræmdu mynd lýðræðis sem birtist í kosningum þar vestra. heldur í hinu, að nú má búast við því að til úrslita muni draga í helztu ágreiningsmál- um stórveldanna. Sovétstjórn- in hefur nú í rúm fjögur ár lagt kapp á að fá vesturveldin til samninga um lausn þýzka vandamálsins, þannig að bundinn yrði endi á hið ó- eðlilega og hættulega ástand, að rúmum sautján árum eftir lok heimsstyrjaldarinnar skuli enn ekki hafa verið lokið friðarsamningum í Evrópu. Staða Vstur-Berlínar, viður- kenning þeirrar staðreyndar að til eru tvö þýzk ríki, sem engar líkur eru á að samein- ist fyrsta kastið. og staðfest- ing á þeim landamærum Þýzkalands, sem Bandamenn urðu sammála um í lok heimsstyrjaldarinnar — alH eru þetta mál sem ekki þola neina bið. Sovétstjórnin hefur sýnt að fyrir henni vakir fyrst og^ fremst að tryggja friðinn ÍR heiminum og Kennedy Banda-^ ríkjaforseta ætti að vera orð-‘ ið það ljóst, ef hann vissi það . ekki áður. Krafa hennar um| að deilur stórveldanna umj skipan mála í Mið-EvrópuH verði ieystar með samningumj á einnig rætur sínar að rekjaí til þeirrar umhyggju sem hún J ber fyrir heimsfriðnum. Allirl sem eitthvað þekkja til evr-W ópskrar sögu síðustu aldar og^ fylgzt hafa með þróun mála‘ i Vestur-Þýzkalandi undan- farinn áratug eiga auðveltmeðb að skilja ótta alþýðu og ráða-I manna Sovétríkjanna, ogB reyndar allra rikja Austur-N Evrópu. við hið nýja þýzkai herveldi. Framferði vestur-J þýzkra valdamanna síðustul dagana gagnvart þeim mönn-|| um sem haft hafa manndóml til að fletta ofan af þeimk hefur sýnt að þeir sem nú^ ráða í Bonn eru engir eftir-k bátar þeirra sem grófu und-I an Weimarlýðveldinu ogi ruddu nazismanum braut. EfJ til vill verður sú augljósal staðreynd til að ko.ma vitinuj fvrir þá ráðamenn á vestur-I löndum sem hingað til hafaJ ekki gert sér ljósa hættuna af^ hinni þýzku hernaðarstefnu ogk nauðsynina á að henni verði® haldið í skefjum með samn. ‘ ingum Sovétríkjanna Bandaríkjanna. I I as.g ♦

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.