Þjóðviljinn - 08.11.1962, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.11.1962, Blaðsíða 2
2 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. nóvember 1962 Metum manninn sjálfan Það er gleðilegt tímanna tákn, nýi ÞJÓÐVILJINN. Mál- gagn íslenzkrar alþýðu komið í nýjum búningi. Já, það á þeim tíma sem þjóðinni liggur hvað mest á að halda vöku sinni, í því gjörningaveðri sem yfir hana gengur. Á umliðnum öldum barð- ist þjóðin við hungur, eld og ísa. Horfellir á mönnum og skepnum, en lét samt ekki fá sig tíl að farga sjálfri sér. En nú þegár hún hefur þó aðeins rétt úr kútnum, flýtur hún sofandi að feigðarósi. Þoldum við lslendingar ekki að fá kviðfylli okkar? Ekki lítur út fyrir það. Nú haga ráðamenn þjóðar- innar sér eins og illa upp- aldir pabbadrengir, sem hafa fengið allt sem lífið getur gefið, fyrirhafnarlítið. Unglingarnir sem aldir eru upp í hersetnu landi, fá oft glýju í augun, ef talað er um hugsjónir, menningu og fóm- ir, þjóðirfni og heiminum til aukinna framfara. Þeir heimta mikla peninga fyrir litla vinnu. En gjalda svo með öðru sem er miklu dýrmætara: heiðarleika og sómatilfinningu. Freistarinn fór eitt sinn með mann upp á ofurhátt fjall og sagði við hann: „Allt þetta mun ég gefa þér, fallir þú frám og tilbiðjir mig”. Það er hætt við að margir taki boð- inu. Þjóðarsómi er lágt skrifaður, þegar valdamenn beygja sig í auðmýkt fyrir stórþjóðum, er þær fara fram á að ís-' lendingar afsali sér landsrétt- indum. Það þykir lokkandi að komast i hóp hinna og sterku. Margur hefur þeim fjanda fallið, lík; kvenfólkið fyrir borðalögðu dátunum. Þegar býður þjóðarsómi, þá eiga allir að standa vörð um tungu og menningu, og allt sem gefur henni líf sem sjálf- stæðri þjóð. ÞJÓÐVILJINN er eina mál- gagnið sem segir þjóðinni hvað er að gerast og hvert hún verði leidd, ef haldið er áfram sem horfir. Islending- ar, gefið ykkur tfma til að líta í þjóðarspegilinn. Hersetið land. Kaupgjaldsstríð flestra stétta. Flest skipin bundin við landfestar. Eftir hvað langan tíma geta íslendingar ekki staðið við skuldbindingar sínar út á við? Hætti þjóðin að framleiða gjaldeyri í alla eyðsluhítina vegna hlutdrægni ríkisstjórn- arinnar í skiptingu þjóðartekn- anna, þá mun illa fara, nema kannski við fáum allt gefins — þá það. En hvaö eigum við þá að láta í staðinn? Sæmd okkar? Hún er kannski ekki svo hátt skrifuð? Forfeður okkar myndu ekki hafa gerzt þeir aumingjar að fórna iþjóðarsóma fyrir júdas- arpeninga. Landhelgin er stórskert, og dýrtíðarskrúfan hefur aldrei snúizt hraðar en nú, og svo til að kóróna allt saman syng- ur öll auðvaldspressan — hallelúja — yfir allri dýrðinni. Bráðum getur verkamanns- konan ekki keypt nauðsyn- legustu hluti til að skýla krakkagreyjunum, né heldur gefið þeim sómasamlegt fæði. Atvinnuleysi hlýtur innan skamms að halda innreið sína á alþýðuheimilin, haldi þessu áfram sem horfir. Mannlífið er vanmetið í okkar þjóðfélagi, en það þyrfti að breytast. Breyting getur aðeins orðið ef ráðamennimir tækju alvarlega aðalboðorð kristindómsins: Gerið ekki öðrum það, er þér viljið ekki láta gera yður. Lesandi góður. Við skulum styrkja þann málsvarann sem bezt hefur barizt fyrir mál- stað smælingjans, og deilt á spillinguna* í hvaða mynd sem hún hefur birzt. Metum manninn sjálfan og heill hans,' framtíð 'íslénzkrar þjóðar byggist á því. Sigríður E. Sæland Sæsniglar nseð skel Inglmar Óskarsson náttúru- j fiæðingur hefur samið bókina Sæsniglar með skel, og er hún | nýkomin út á vegum prentsmiðj- unnar Leifturs h.f. Fyrir tíu árum sendi Ingimar frá sér bók- ina Samlokur í sjó. en báðar i Ingimar Óskarsson bera bækur þessar samheitið Skeldýrafána Islands. Fyrri bók Ingimars um ís- lenzk skeldýr var vel tekið og kom hún í góðar þarfir öllum þeim sem hug hafa haft á að fræðast um skeldýr hér við land. Hefur áhugi á þeim efn- um farið vaxandi síðari árin, ekki sízt meðal ungs fólks, en mörgum hefur gengið erfiðlega að afla sér réttrar vitneskju þar sem bók skorti á íslenzku um langstærsta flokk skeldýranna, sniglana. Ur því er nú bætt með hinni nýju bók Ingimars Ósk- arssonar. Segir hann í formála að ýmsir örðugleikar hafi verið þvi samfara að semja slíka bók, ekki sízt vegna þess að allir greiningalyklar verða að vera byggðir á ytri einkennum teg- undanna, og einnig hefur höf- ur.dur orðið að semja mörg ný- yrði um ýmsar tegundir ís- lenzkra sæsnigla og um mis- munandi hluta snigilsins. Þeir sæsniglar sem fjallað er um í þessari bók nefnast for- Tværnýjarbækurí saf ni Jacks London Nú ríður á Hæglátur, rólegur maður, sem hefur kynnzt refskap lífsins í ríkum mæli, því að hann hefur verið forystumað- ur í verkalýðshreyfingu um þrjátíu ára skeið, birti átak- anlega staðreynd hér í blað- inu um síðustu helgi. Þáð er ’ekki asinn eða háv- aðinn í daglegu fari þessa manns, en hann hefur haft augun opin og kynnzt ýmsu í afskiptum sínum af málum sjómanna og hefur í huga sér samanburð á viðbrögðum andstæðinganna á ólíkum Rigmor Hanson kennir Aust- firðingum Reyðarfirði 6/11. — Síðastliðinn hálfan mánuð hefur frú Rigmor Hanson danskennari úr Reykja- vík dvalizt hér eystra og hald- ið dansnámskeið bæði á Reyð- arfirði og Eskifirði. Námskeið þessi hafa verið fyrir fólk á öllum aldri, börn, unglinga og tímaskeiðum og nú hrýs þess- um gamla og reynda baráttu- manni hugur. Hvað verður honum einna starsýnast á í fari andstæð- inga sinna? Það er þetta aukna öryggi, að halda fram óréttlátum málstað samkvæmt gamalli, sígildri réttlætistil- finningu, sem er orðin svo leiðinlega úrelt í dag. Hyer er mátturinn, sem skapár þetta ástand? Þessir menn eiga málgögn, sem villa og trylla hugi al- mennings. Hver starfshópur- inn rís upp á fætur öðrum vegna óréttlætis um hlut sinn og einangrast á hjarni af- skiptaleysis í moldviðrí aftur- haldspressunnar. Og þeir ná sjaldan hlut sín- um nema skamman veg. Mikil er sú nauðsyn orðin að leiðrétta áróðursvígstöðu verkalýðshreyfingarinnar. Málgagn okkar verður að fylgjast með aukinni tækni- þróun í harðri samkeppni með nútíma svip, sem sameinar þá slaghörku og kraft, sem birt- ist í þessu hesttákni, En til þess vantar okkur fé. — 8- Tvær nýjar bækur cru komn- ar út í safni því af verkum Jacks London, sem fsafold hóf útgáfu á fyrir nokkrum árum. Em þá bækurnar í ritsafni þessu orðnar 10 talsins. Nýju bækurnar tvær eru skáld- sógurnar „Snædrottningin", fyrra bindi, og „Sonur sólarinnar". Þetta bindi „SnædrottningarV innar“ er 145 blaðsíður og hef- ur Geir Jónasson bókavörður búið til prentunar. „Sonur sólar- innar“ er 265 blaðsíður og hefur Stefán Jónsson búið þá bók til prentunar. Þau átta bindi sem áður eru út komin í þessu nýja ritsafni Jacks London eru: „Óbyggðimar kálla" í þýðingu Ólafs við Verði endurkjör- in í skólanefnd Borgarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja til við borgarstjórn, að í skólanefnd Isaksskóla skyldu endurkjörin til tveggja ára Sveinn Benedikts- son og frú Aðalbjörg Sigurðar- dóttir aðalmenn og til vara Ott- ar Ellingsen og Helga Magnús- déttir kennari. Akranesi 6/11. — Afli línubáta var þolanlegur í gær. Sigrún var með 8% lest, Keilir 7, en aðrir höfðu minna. Fimm bátar eru á sjó í dag, en ‘fieiri bætast við í vikunni. — GMJ. Faxafen, „Ævintýri" í þýðingu Ingólfs Jónssonar, „Spennitreyj- an“ í þýðingu Sverris Kristjáns- sonar, „Uppreisnin á Elsinóru" í þýðingu Ingólfs Jónssonar, , Bakkus konungur“ í þýðingu Knúts Arngrímssonar, „I Suð- urhöfum" í þýðingu Sverris Kristjánssonar, „Hetjan í Klon- dike“ og „Gullæðið“, síðast- nefndu bækumar tvær í útgáfu Geirs Jónassonar. Tilboð í byggingu dælustöðvsrhúss Fyrir síðasta borgarráðsfundi lágu tvö tilboð í byggingu dælu- stöðvarhúss fyrir vatnsveituna viö Háaleitisbraut. Annað til- boðið var frá Magnúsi Vigfús- syni byggingameistara og hljóð- aö’ það upp á 2 millj. og 117 þús. kr. Hitt tilboðið var frá Eyggingafélaginu Brú og var það að upphæð kr. 2 millj. 620 þús. Borgarráð samþykkti tillögu stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkurbæjar um að taka lægra tilboðinu. Umsókn um torg- sölu hafnað Á síðasta borgarráðsfundi lá fyrir umsókn Bjöms Kristófers- sonar garðyrkjumanns um leyfi til að reka torgsölu á Heklu- loðinni við Lækjartorg. Sam- þvkkti borgarráð, að ekki væri hægt að verða við þessari um- sókn og synjaði leyfisins. Sjálfstæöbhúsið hreytir um svip Um næstu helgi opnar Sjálf- stæðishúsið í Reykjavík að nýju eftir nokkurt hlé. Húsið hefur verið lokað um tíma vegna þess að það hefur ekki fullnægt þeim skilyrðum, sem gerð eru til sam- komuhúsa í dag, en í september- byrjun var hafizt handa um end- urbætur á húsinu og þeim er nú lokið. Húsið tók til starfa árið 1946, en síðan hafa orðið miklar breyt- ingar á veitingahússmálum. Loth- ar Grund og fleiri listamenn tóku að sér að gera húsið að því sem það nú er. Hvað um það, Sjálfstæðishúsið tekur til starfa að nýju umnæstu he.lgi og við skulum vona að allt það, sem gert hefur veriö falli í smekk hins almenna neytanda og húsið verði ekki fásóttara en örmur hús í sama gæðaflokki. viðurkenna að landið gæti orð- ið skotmark kjarnorkuvopria ef til styrjaldar drægi, ' énda er nú komin hér upp stöð fyrir orustuþotur sem eru sérstaklega gerðar fyrir eld- flaugar og kjarnorkusprengj- ur. En í stað þess að bægja háskanum frá kveðst Bjarni vilja leggja á ráðin um al- mannavarnir, flytja lands- menn upp í óbyggðir eða urða þá í kjöllurum og jarðhýs- um í von um að einhverjir einstaklingar geti tórt í eyddu landi þöktu hel- ryki. Hefur heilbrigðis- málaráðherrann flutt langa ræðu á þingi um umhyggju sína fyrir heilsu landsmanna og sízt sparað að leggja á- herzlu á að honum sé treyst- andi til að tryggja öryggi þjóðarinnar á styrjaldartím- um. Sizt er að efa að áhyggju- fullum hernámssinnum muni mjög létta eftir huggunarorð heiibrigðismálaráðherrans, ekki sízt þegar þess er gætt að einmitt sömu dagana er ráðherrann að sanna þjóðinni hversu sérstæða hæfileika hann hefur til þess pð trvaeip örygai sjúklinga á snitölum á friðartímum. — Austri. Rigmor Ilanson. fullorðna. Þátttaka hefur verið mikil, einkum hjá börnunum, og er að þessu afskaplega mikil upp- lyfting. Héðan mun Rigmor Hanson fara til Egilsstaða og Neskaupstaðar og kenna mönn- um að dansa þar. — HSel tálknar. Af þeim hafa 135 teg- undir fundizt sem talið er að lifi innan 400 metra dýptarlínu hér við land. Einnig er I bók- inni greiningalykill yfir 13 teg- uridir baktálkna sem hafa um sig fullkomna skel. Myndir eru í bókinni af öllum þeim tegund- um sem fjallað er um. Auk greiningalykla og ætta- og teg- unda-lýsinga eru í bókinni fræðiorðaskýringar og nafnaskrá yfir íslenzk og latnesk heiti. Bókin er 167 blaðsíður. Heila- þvottur Það hefur verið eitt helzta verkefní Sjálfstæðisflokksins um langt skeið að þvo heilann í Framsóknarmönnum. Stofn- un sú sem annast heilaþvott- inn nefnist Varðberg og hef- ur takmarkalaus fjárráð til iðju sinnar. Nú síðast hafa tíu ungir menn úr „lýðræðis- flokkunum þremur" ferðazt um Vesturevrópu alla á veg- um þessara samtaka, þeirra á meðal Jón Skaftason þing- maður Framsóknarflokksins og tveir flokksbræður hans. Heimsótti hópurinn Atlanz- hafsbandalagið og fjölmarg- ar undirdeildir þess, og hvar- vetna var gefinn sérstakur gaumur að heilanum j Fram- sóknarmönnunum. Yfirþvotta- stjórinn var Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri Morgun- blaðsins. Fer ekki senn að verða tímabært að bjóða Þórarni Þórarinssyni, ritstjóra Tím- ans, i þvílíkt ferðalag? Síðan gætu þeir Eyjólfur og Þórar- inn haft stöðuskipti. Nú þeg- ar er svo komið að fáir myndu veita þeim umskipt- um athygli. Verk- in tala Bjarni Benediktsson heil- brigðismálaráðherra hefur að eigin sögn mikinn óhuga á því að vernda heilsu og ör. yggi landsmanna. Hann hefur sjálfur átt manna mestan þátt í því að gera ísland að þvíliku hættusvæði að sér- fræðingar ríkisstjórnarinnar y 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.