Þjóðviljinn - 08.11.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.11.1962, Blaðsíða 6
g SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. nóvember 1962 ðfgp ■ stærstu skyssu lí£s síns, þegar hann treysti um of lýðræðis- legum ríkisstjórnum. Oppenheimer, Fermi, Szilard og íjöldi annarra vísindamanna hófust handa um framkvæmd- ina,_ en þegar er fyrsta „smá“- sprengjan hafði verið sprengd í eyðimörkinni, fékk herinn tögl og halgdir á öllum iram- kvædum. Allt þar til fyrsta sprengjan var sprengd, hafði herinn haft vantrú á kjarnorku sprengingu og álilið hana fjar- stæðu. En þegar fyrsta til- raunin hafði verið gerð, varð hemum óðara ljóst, að hér var um mjög öflugt vopn að ræða — og samt alls ekki, hve hættu- legt það í rauninni var. Þar með hófst aftur á móti hin eiginlega barátta Szilards. í samráði við annan kjarneðlis- fræðing, Franck, reyndi hann að beita öllum sínum áhrifum til þess, að sprengjan yrði aldrei notuð. Þeir reyndu með öllum ráðum að halda í eigin höndum yfirráðunum yfir kjarnorkusprengjunni og höfðu Szilard þjáist af krabbamcini en hann heldur baráttu sinni áfram af sjúkrabeðinum. Myndin var tekán er hann lá á sjúkrahúsi. Við rúmið er kona hans, dr. Gertrud Weiss Szilard. uppi áróður meðal annarra, vxsindamanna um að taka alla. ábyrgð á sprengjunni og neita með öllu, að herinn gæti á- kveðið hvar og hvenær henni skyldi beitt. En því er verr, að flestir kjameðlisfræðingamir i voru um of reikulir í afstöðu sinni. Þeir þóttust ekki geta litið á málið frá nógu víðum sjónarhóli og töldu, að herfor- ingjamir væru þaullærðir á sínu sviði og myndu vita. hvað þeir gerðu; þess vegna hlytu þeir og engir aðrir að ákveða stað og stund fyrir notkun sprehgjunnar. Barðist gegn árás Öðara en Szilard varð ljóst, að ætlun hersins var að beita sprengjunni, hóf hann andróð- ur sinn gegn því. Hann skipu- lagði afstöðu vísindamannanna í Los Alamos gegn sprengjunni. Hann reit mótmæli, sem hann sendi til Washington; og vera má, að spjöld sögunnar hefðu fengið annað útlit. ef Roosevelt hefði ekki fallið frá á örlaga- ríkasta augnabliki. Áherzluríkasta og sterkasta áróðursskjal Szilards gegn kjarnorkusprengingunni náði að komast á skrifborð Roosse- velts daginn áður en hann dó. 1 riti þessu kemst Szilard m.a. svo að orði, að sú þjóð, sem fyrst verði til að varpa kjam- orkusprengju, fremji verknað. sem hafi voðalegar afleiðingar, því að: sé einu sinni búið að varpa slíkri sprengju, verði aldrei hægt að snúa við. Heim- urinn hljóti um alla framtíð að búa við ógn sprengjunnar og sú þjóð sem hefjist handa. taki á sig hryllilega ábyrgð. En Szilard tapaði spilinu. Tmman gaf skipunina um, að sprengjunni skyldi varpað á Hiroshima. Ásamt Einstein hóf Szilard nú að breiða út þekkingu með- al vísindamanna í öllum horn- um heims á því, hversu áhrif hins nýja vopns væru hryllileg. Upplýsingar þessar birtustí ó- ásjálegu riti, sem nefndist ofur einfaldlega BuIIetin of the t- omic Scientists. Uppljóstrun Frá þeim tíma hefur Szilard haldið áfram baráttu sinni í ræðu og riti. Þegar Bandaríkin kusu að framleiða vetnis- sprengjuna, greip Szilard til hlutar, sem engin dæmi þekkt- ust um áður, og hefðu kostað minna þekktan og viðurkennd- an vísindamann fangelsi eða útlegð. Á meðan leynilegar umrað- ur áttu sér stað milli ríkis- stjórnarinnar og ýmissa vís- indamanna um möguleikana á framleiðslu vetnissprengju, gerði Sziland alla söguna heyr- Framhald á 8. síöu. Attamenn hand- teknir fyrír að stela myglusveppum Átta menn hafa ver- ið ákærðir í New York fyrir að stela myglu- sveppum. Ekki var um vænjulega myglu að ræða, heldur sveppa- stofna sem gefa af sér hin frægu fúkkalyf. »- Sökudólgar voru ekki aðeins ákærðir fyrir að taka myglu- sveppagróður ófrjálsri hendi, heldur einnig fyrir að flytja þýfið til Italíu, en lyfjafram- leiðendur þar geröu þjófana út. Sjö ára starf I ákæruskjalinu segir, að átt- menningarnir hafi gert sam- særi um að stela myglusvepp- unum úr rannsóknarstofu Led- erle lyfjafyrirtækisins í júlí 1960 og þjófnaðurinn hafi stað- ið fram í september 1961. Led- erle, sem er dótturfyrirtæki bandaríska blásýrufélagsins, varði 10 milljónum dollara eða yfir 400 milijónum króna til að rækta myglusveppina sem þjóf- arnir hrifsuðu og afhentu i- tölskum lyfjaframleiðendum. Það tók Lederle allt að átta ár að rækta myglusveppina sem gáfu af sér fúkkalyfin. Þau eru öll ,af myacin-stofni. j i Tugir milljóna Lederle seldi lyfjaframleið- endum í öðrum löndum dýrum dómum réttinn til að framleiða lyf sem fyrirtækið ræktaði, en eftir að myglusveppunum var smyglað til Italíu hófst þar framleiðsla lyíjanni i stórum stíl án þess að nokkurt afgjald væri greitt til höfunda þeirra. Sakborningar eru átta—og p>í þeim störfuðu þrír hjá Lederle. Tveir eru Italir, starfsmenn Pierrel lyf jaframleiðslufyrir- tækisins í Mílanó. Sidney Fox, efnafræðingur í þjónustu Lederle og efnafræði- doktor, er sakaður um að vera pottur og panna í mygluþjófn-i aðinum. Nicolo Visconti di Madrone greifi greiddi honum tugi milljóna króna f.yrir myglustofnana sem hann stal úr tilraunastofum Lederle og sendi í tilraunaglösum til Mí- lanó. Fox og tveir aðrir Banda- ríkjamenn laumuðu tilrauna- glösunum með myglustofnunum út úr rannsóknarstofum Led- erle. Síðan tóku aðrir samsær- ismenn við þeim og fluttu þau til ítalíu, þar sem fyrirtæki greifans tók á móti þeim og hóf framleiðslu lyfja afgjalds- laust. Prófessor bítur úlf Bandaríski líffræðingurinw Benson Ginsburg bítur tömdu úlfana sína á hverjum degi. Villidýrin taka prófessorsbit- inu vel og vísindamaðurinn er með öllum mjalla. Nartið í úlf- ana er þýðir.garmikill þáttur í tilraun sem hann er að gera til að sanna þá kenningu sína að úlfar geti orðið fyrirmynd- ar húsdýr. Sálfræðilega eru úlfar vél fallnir til að verða húsdýr, segir Ginsburg, en þá þurfa þeir að hafa umgengizt menn frá því þeir voru hvolpar og lært að taka hnjaski og ó- mjúkri meðferð án þess að gefa eðlishvöt villidýrsins lausan tauminn. Þá telur prófessorinn tónlist gera mikið gagn við að temja ' úlfana. Sígild. hljómþýð tón- list gerir þá blíðlynda og mann- elska. I úlfabúrum Gins- burgs er komið fyrir siálfvirk- um grammófónum og á þá leiknar plötur með verkum Mozarts og Beethovens. Fimm ára gömul dóttir próf- essorsins er stórhrifin af úlf- unum og leikur sér við þá dag- lega. ★ Alþjóðalögreglan Interpol hefur talið bílaþjófnaði í Evr- opu og Norður-Ameríku síð- ustu fimm árin. Á þessu fma- bili hefur rúm milljón bíla horfið gersamlega. Þeim hefur verið stolið og ekki hafzt upp á þeim aftur. Vísindamaðurinn sem hyggst breyta u tanríkis stefnu Bandaríkjanna Leo Szilard, manninn með nafnið, sem svo erfitt er að bera fram, man ég frá fundi okkar í Kaupmannahöfn fyrir þrem árum; lágvaxinn, þrek- inn mann og vingjarnlegan, með þau fjörlegustu bxún augu sem hægt er að ímynda sér. Eftir útlitinu að dæma er hann allt annað en baráttusál; og út- litið mælir heldur ekki með þvl, að hann sé það rökfastur, að hann geri sér fyrir fram ljósa grein fyrir jafn mörgum heimsviðburðum og raun ber vitni. En skoðun manns breytist, þegar Szilard fer að tala. Vin- gjamleikinn er stöðugt fyrir hendi, en ræða hans getur einn- ig orðið beizk og kaldhæðin; og þegar hann sveigir talið að alþjóðlegum vandamálum, eru svör hans leiftursnögg, oð hugsanagangurinn fullkomlega skýr. Hver er þessi maður, og hvaða þýðingu hefur hann? Saga hans er í rauninni spenn- andi eins og reyfari, en maður getur ekki gægzt aftur á loka- blaðsíðuna til að sjá, hvort hin langa barátta Szilards endar með sigri, eins og hægt er með reyfarann. Baráttan hefur nefnilega verið bæði löng og ströng. Hann er ekki, eins og margir halda, vísindamaður sem tók þátt í smíði kjarnorku- sprengjunnar og gaf í skyn seint og um síðir, hvað slík smíði þýddi, og friðar síðan samvizkuna með því að berj- ast gegn því vopni, sem hann hefur sjálfur hamrað. Saga Szilards er að vissu leyti bæði miklu stórfenglegri og rauna- legri. Hann fæddist í Ungverja- landi og var stálpaður þegar heimsstyrjöldin fyrri geisaði, en þá var undirstaðan lögð að friðar-lífsskoðun hansf Hann óskaði ekki eftir sigri Austur- ríkis-Ungverjalands, og aðstríði loknu leit hann með vaxandi ótta hinn stöðugt eflda viðgang fasismans í Evrópu. Honum lærðist að bera rótgróiö van- traust til allra einræðisríkja og hlaut ef til vill með því móti ofurtrú á lýðræðisstiórn- arfari. Szilard varð einn fremsti kjarneðlisfræðingur heims, og þegar síðari styrjöldin hófst, var hann einn af fáum mönn- um í veröldinni, sem vissi, að hægt var að búa til kjamorku- vopn. Attu að þegja Hann fékk þá hina stórfeng- legu hugmynd, að vísinda- mennirnir ættu að gangast sjálfviljugir undir innbyrðis eftirlit ög ’ Kald'á þéiín' úpþgöív- unum leyndum, er leitt gætu til smíði kjarnorkusprengjunnar. Honum taldist ; svo • tih’ að •tftð- eins tíu manns þyrftu að hafa taumhald á vitneskju sinni. Að vísu var honum ljóst, að ekki myndi vera hægt að þegja yfir þessu um aldur og ævi; en skoðun hans var sú, að það yrði örlagaríkt fyrir framtíð mannkynsins, ef vitneskja þessi væri gerð heyrum kunn og hagnýtt í styrjöld. Viðleitni Szilards mistókst, sumpart xegna þess að sam- starfsmenn hans meðal vís- indamanna skildu það ekki, að ábyrgð þeirra var miklu meiri en svo, að þeir mættu bera þekkingu sína á borö fyrir hvern sem var; en sumpart einnig vegna þess, að Frakkinn Joliot Curie og hinn þýzki vin- ur hans Hahn gátu ekki látið af þjóðernislegu hégómlyndi sínu, heldur kusu að láta Ijós sitt skína. svo að heiðurinn mætti falla þeirra eigin þjóð- um í skaut. Þegar stríðið skall á, flýði Szilard til Bandaríkjanna, og i vegarnesti hafði hann vitneskj- una um möguleikann á smíði kjamorkuvopna — og óttann við að nazistar myndu gera það. Hahn og Heisenberg urðu kyrr- ir í Þýzkalandi nazismans. Þessir tveir menn gátu smíðað kjarnorkusprengju ef þeir kærðu sig um, og fréttir þær. sem síuðust út fyrir Evrópu. bentu til þess, aö nazistarnir hefðu þegar hafizt handa. Fleiri en eitt óhappa-atvik olli því, að Szilard sannfærðist um, að kjarnorkusprengjan væri begar í smíðum, Höfuðskyssan í hræðslu sinni vegna þróun- ur málanna fékk hann Einstein til að snúa sér til Bandaríkja- stjórnar og leiöa Roosevelt * þann sannleika, að möguleil' væri á smíði kjarnorkuvopn; Roosevelt varð hættan ljós n gerði víðtækar áætlanir um r svara Hitler í sömu mynt. '• hann gerði kjarnorkuárás. Szilard hefur síðar látið svo um mælt, að hann hafi gert Dönsk mynd um þrenn hjón * Þrenn hjón sem iðka skiptingu innávið eru aðalpersónur í nýrri kvikmynd eftir unga, danska listamenn. Myndin heitir Weekend og hefur vakið mikla athygli en hlotið mis- jafna dóma. Hún gerist á danskri baðströnd. * Höfundur handritsins er skáldið og ^agnrýnandinn Klaus Rifbjerg en Palle Kjærulff-Schmidt stjórnaði myndatöku. * Hér sést atriði úr myndinni. Ókunni naðurinn (Willy Rathnov) og barnfóstran Hotte Tarp) eigast við í fjörunni. * Gagnrýnendur kvarta yfir að ekki sé m að ræða þá nýsköpun í danskri kvik- nyndagerð sem margir hafi vonazt eftir. nyndin dragi um of dám af ..nviu öldunni" frá Frakklandi. ! L i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.