Þjóðviljinn - 09.11.1962, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 09.11.1962, Qupperneq 3
Fösfrudatfur 9. nóvember 1962 ÞJ<k»VILJINN SÍÐA 3 Landamæradeilan Nehru hafnar boði Kínverja um a& leitað sé samkomulags NÝJU DELHI 8/11 — Nehru, forsætisráðherra Indlands, hafnaði enn í dag margítrekuðu boði kínversku stjórnar- innar um að landamæraherir beggja verði látnir hörfa og viðræður hafnar milli landanna til að finna lausn á landamæradeilunni sem báðir gætu unað við. Nehru sagði á aukafundi ind- verska þingsins, sem kallað var saman til að staðfesta bráða- birgðalög stjórnarinnar um hern- aðarástand í landinu vegna bar- daganna á landamærunum, að Indverjar myndu aldrei láta und- an síga, heldur taka hólm- gönguáskorun Kínvérja, hverjar j væri sambærileg við árásir heimsvaldasinna á 18. og 19. öld, sagði hann. Einn af leiðtogum indverskra kommúnista, Gupta, lýsti í um- ræðunum í efri deild þingsins fullum stuðningi flokks síns við stefnu stjórnarinnar og við- afleiðingarnar kynnu að j brögð hennar við „ofbeldisárás verða. Nehru sagðf að brotið j Ktaverja . hefði verið blað í sögu Asíu og kannski alls heimsins. Kínverj- ar hefðu ráðizt inn í héruð sem hefðu ekki verið á þeirra valdi í þúsund ár. Árás Kínverja fleanor Roosevelt lézt / gær, 78 ára NEW YORK 8/11. — Frú Eleanor Roosevelt, ekkja Franklins D. Roosevelt Bandaríkjaforseta, lézt á heimili sínu í New York skömmu eftir miðnætti í nótt, 78 ára gömuk Frú Roosevelt hafði verið veik lengi og legið á sjúkrahúsi í haust, en var útskrifuð þaðan í síðasta mánuði. 1 gær elnaði henni mjög sóttin og var hún svo veikburða, að hún gat ekki Frú Eleanor Roosevelt var oft- ast í fylgd með manni sínum þegar hann fór í ferðalög, en þau voru bæði mörg og löng, einkum á stríðsárunum. Myndin j bæði er tekin á ráðstefnu engilsax- nesku veldanna í Quebec 1944. Ilún situr við hliðina á Mac- kcnzie King, forsætisráðhcrra Kanada, eftir að maður hennar var orð- inn forseti, en strax að honum látnum, árið 1945, tók hún til ó- spilltra málanna á nýjan leik. Hún var mjög framarlega í flokki Demókrata og jafnan að finna í hinum frjálslyndari armi hans. Hún gegndi ýmsum trún- aðarstöðum, var m.a. fulltrúi í bandarísku sendinefndinni hiá SÞ. Hún var sístarfandi fram á síðustu ár, skrifaði greinar í blöð og tímarit og lét menningar- og mannúðarmál til sín taka. Hún heimsótti Sovétríkin árið 1957. Frú Roosevelt verður jarðsett við hlið manns síns í Hyde Park við. ...Hudsonfljót, skammt _,frá New York. FjöIdS samúðarskeyta Fjölskyldu frú Eleanor Roose- velt barst í gær mikill fjöldi samúðarskeyta úr öllum áttum, m.a. frá Krústjoff forsætisráð- herra. Hann sagði í skeyti sínu að sovétstjómin og sovézk al- þýða geymi minninguna um frú Eleanor sem mikilhæfa forystu- konu sem staðið hafi dyggilega við hlið manns síns, hins mikla Franklins D. Roosevelts. Við nafn hanns sé tengd minningin um góða sambúð og samvinnu Sovétríkjanna og Bandaríkjanna stríði og friði. Samnmgatilboð kínversku stjórnarinnar, sem ítrekað var í gær í bréfi frá Sjú Enlæ for- sætisráðherra til Nehrus, bygg- ist á því að herir beggja hörfi 20 km frá landamærunum eins og þau voru raunverulega árið 1959, áður en deilan hófst, en ekki frá þeim stöðvum sem her- irnir hafa nú á valdi sínu. Þetta myndi þýða að Kínverjar myndu fara úr þeim héruðum sem þeir hafa náð á vald sitt í átökum síðustu mánaða, en Indverjar myndu hins vegar verða að hörfa úr öðrum héruðum, sem þeir hafa lagt undir sig síðan 1959, einkum árig 1961. Kin- verska stjómin heldur fram að þetta sáttaboð sýni að hún vilji ekki notfæra sér að hersveitir hennar hafa haft betur í átök- unum undanfarið. Ekki minnzt á íslendinga BRUSSEL 8/11. — Það er nú tal- ið víst að ráðstefna sú sem hald- in verður á vegum Efnahags- bandalags Evrópu um sjávarút- vegs- og iiskim.il muni koma saman fyrir áramóa. Framkvæmdastjóri bandalaga ins er eindregið á því að bandal,- KkTw éin‘ elgi: að standa að ráð- stefnunni og öðrum verði ekki heimilað að senda þangað full- trúa. Frakkar styðja þetta sjón- armið framkvæmdastjórans, en stjómir annarra bandalagsríkja, einkum Hollands, eru því hlynntar að fiskveiði- og íisk- neyzluþjóðir Evrópu utan banda- lagsins fái að taka þátt í ráð- stefnunni, og er þar fyrst og fremst átt við Norðmenn, Dam og Breta, segir fréttaritari norsku fréttastofunnar, en á Is- lendinga er ekki minnzt. Myndin er tekin á blaðamannafundi sem starfsmcnn Spiegels héldu í Hamborg fyrir nokkrum dögum og sjást á henni þeir Johannes Engcl (t.v.), annar aðalritstjóri blaðsins, og Hans Detlev Becker, framkvæmdastjóni þess. Becker hefur síðan verið handtekinn. Spiegel-málið Reynt með öllum ráðum að hindra útgáfu vikublaðsins KARLSRUHE 8/11 — Enn í dag, tæpum hálfum mánuði eftir aðförina að vikublaðinu Der Spiegél, handtökur rit- stjóra og útgefanda blaðsins og árás lögreglunnar á skrif- stofur blaðsins undir því yfirskini að leita ætti að leyni- skjölum sem sönnuðu landráðasök hinna handteknu, fá starfsmenn blaðsins ekki aðgang að skrifstofum sínum nema að takriíörkúðu léyti. - i ttxö' s*» & Kna- •••a* Einn af verjendum Spiegel- manna, hinn kunni lögmaður Curt von Staehelberg barón, sem bauð þeim aðstoð sína að fyrra bragði, þótt hann eigi einmitt nú í harðvítugum málaferlum við Augstein útgefanda, sagði fyrir stjómlagadómstólnum í Karls- ruhe í dag, að þetta framferði lögreglunnar væri skýlaust brot á ákvæðum stjómarskrárinnar um prentfrelsi. Færði hann rök fyrir því að útilokun starfs- manna blaðsins frá skrifstofun- um, skjala- og bókasafni blaðs- ins og öðmm heimildum og vinnuáhöldum, myndi að engu leyti auðvelda eftirgrennslan málsins og væri ekki hægt að gefa aðra skýringu á framferði lögreglunnar en þá að hún hefði fengið fyrirmæli um að reyna allt hvað hún gæti að hindra út- gáfu blaðsins. Hér væri um hefndarráðstöfun að ræða sem enga stoð hefði í lögum. Erfiðir samningar i Havana fylgzt með fréttum af kosninga- úrslitunum. Hún var fædd 11. október 1884 og var af efnuðu fólki komin. Hún var frænka Theodors Roose- velts forseta. Hún kynntist Franklin manni sínum þegar 1 bemsku og gekk að eiga hann árið 1905. Stjómmálaferill hans hófst þá skömmu síðar, en árið 1921 leit út fyrir að endi myndi bundinn á hann, því að hann fékk mænusótt og var lamaður það sem eftir var ævi. Kona hans reyndist honum mikil stoð þegar svo var komið, tók af hon- . um mikið af starfsbyrði hans. Þrátt fyrir hrörlegan líkama tókst Roosevelt að komast í mestu virðingarstöður Banda- ríkjanna. varð fylkisstjóri í New York 1928 og forseti Bandaríkj- anna 1932 og var þrívegis end'- urkjörinn. öllum ber saman um að frú Eleartor hafi átt mikinn þátt í þeirri velgengni hans. Hún hætti afskiptum af stjórnmálum Kosningor í Fœreyjum ÞÓRSHÖFN, Færeyjum 8/11. — Þingkosningar fóru hér fram í dag og var búizt við mikilli þátt- töku. Um 70 000 manns eru á kjörskr' ~Tki var búizt við að úrslit ’ ' ’mv fyrr en á fjórða tímanum í nótt Castro þvertekur fyrir að falla frá skilyrðum sínum HAVANA og NEW YORK 8/11 — Fréttaritari frönsku fréttastofunnar AFP í Havana hefur það eftir embættismanni Kúbustjórnar, að samninga- viðræður þeirra Mikojans, aðstoðarforsætisráð- herra Sovétríkjanna, og Castros, forsætisráðherra Kúbu, hafi engan árangur borið. Kúbustjórn taki ekki neinar tilslakanir í mál, nema að Bandaríkja- stjórn sýni í verki að hún ætli að standa við þá skuldbindingu sína að ráðast ekki á Kúbu. Fréttaritarinn segiT að Castro því ættu þeir ekkert að hafa á hafi í viðræðum við Mikojan móti að fara þaðan, ef nokkuð haldið til streitu beim skilyrðum sé að marka loforð Kennedys sem hann hefur margsinnis und- forseta að ábyrgjast að ekki anfarið sett fyrir samkomulagi, verði ráðizt á Kúbu. við Bandaríkin, en meginkrafa! Sagt er að Mikojan hafi að hans er að Bandaríkin fari úr sínu leyti talið nægilegt að flotastöð sinni í Guantanamo á Bandaríkjastjórn skuldbindi sig Kúbu. Bandaríkin hafi enga þörf í almennum orðum til að ráð- fyrir þá herstöð nema sem ast ekki á Kúbu. Að fenginni stökkpall til árásar á Kúbu og slíkri skuldbindingu mætti taka Saumað að Strauss Strauss landvamaráðherra, sem menn tejja víst að standi að baki atlögunni að Der Spiegel, svaraði fyrirspurnum um málið á þingi í dag. Þingmenn stjóm- arandstöðunnar vildu einkum fá að vita með hvaða hætti hand- töku hermálaritstjóra blaðsins, Conrads Ahlers, hefði borið að. Ahlers var handtekinn af spænsku lögreglunni, en hann var í orlofi á Spáni ásamt konu sinni. Enginn hefur viljað kann- ast við að hafa farið fram á við lögreglu Francos að handtaka Ahlers, en Strauss viðurkenndi á þingi að fulltrúi vesturþýzka hersins í Madrid hefði komið þeim boðum áleiðis til spænsku lögreglunnar að lýst hefði verið eftir blaðamanninum í Vestur- kröfur ] Sovétríkjanna til Kúbumanna og | Þýzkalandi, enda þótt engir Hafa fengið húsaskjól annar staðar Því aðeins tókst starfsmönnum blaðsins að koma því út í þess- ari viku, að ýmsir aðilar urðu til að skjóta yfir þá skjólshúsi og verða þeim til hjálpar á annan hátt. Þeir fengu þannig aðgang að skjala- og myndasafni viku- blaðsins Der Stern og skrifstofu- pláss fengu starfsmer.nimir, sem em á þriðja hundrað, hjá ýms- um stofnunum. Blaðið í þessari viku fjallaði nær allt um aðför- ina að því, en óvíst er hvort hægt verður að koma blaðinu út á réttum tíma í næstu viku. Lögreglan hefur þó neyðzt til að opna aftur nokkrar af skrifstof- um þeirra, en þeim er enn bann- aður aðgangur að 34 herbergjum í húsi blaðsins. upp viðræður um þær sem Kúbustjóm hefur sett fram I leiðtoga þeirra í tilefni af bylt- I samningar um framsal manna varðandi friðsamleg og eðlileg I samskipti Kúbu og Bandaríkj- anna. Búizt er við að Mikojan muni framlengja dvöl sína í Havana um nokkra daga enn. Áður hafði verið gert ráð fyrir að hann hefði lokið viðræðum sínum við leiðtoga Kúbumanna fyrir miðja þessa viku. Byltingarafmælisins mínnzt Afmælis októberbyltingarinn- ar var minnzt í Havana í gær með ýmsum hætti. Á geysifjöl- mennum útifundi vék Rodriguez, forstjóri landbúnaðarstofnunar- innar, einn ræðumanna að þessu máli. Hann sagði að Kúba krefð. ist friðar með heiðri og sóma og gæti ekki fallizt á neina friðar- gerð sem ónýta mætti hvenær sem væri. 1 skeyti frá Kommúnistaflokki ingarafmælinu segir að þjóðir Sovétríkjanna og Kúbu séu tengdar traustum böndum og muni verða lengi enn í sameig- inlegri baráttu þeirra fyrir sós- íalismanum og gegn vélráðum heimsvaldasinna. Eftirlit á staðnum í viðræðunum við Mikojan er Castro sagður hafa vísað alger- leaa á bug öllum kröfum Banda- ríkjastjómar um að eftirlit verði á staðnum til að fylgjast með því að öll sovézk flugskeyti verði flutt burt af eynni. Hins vegar er haft eftir talsmanni banda- ríska utanríkisráðuneytisins, að Bandaríkjastjórn telji þessa kröfu frumskilyrði samninga. Hann sagði að viðræðum milli fulltrúa Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna um þetta atriði myndi haldið áfram. nái til þeirra sem ákærðir eru fyrir pólitísk afbrot, njósnir eða landráð. Þingmenn stjórnarandstöð- unnar gerðu hróp að Strauss og átti har-n mjög í vök að verjast SS-foringi til ráðuneytis Þannig spurði einn af þing- mönnum Frjálsra demókrata, hvort rétt væri að fyrrver.—di foringi í SS-morðsveitum Hitl- ers hefði verið fenginn til að úr- skurða hvort viss ummæli í „landráðagrein" Spiegels ættu að teljast til landráða. Strauss neit- aði að svara þessu. en ásökun um að allt moraði af SS-foringj- um í vesturþýzka hernum svar- aði hann með því, að algengara væri að slíkir menn gegndu störfum í lögreglunni og öðrum embættum ríkisins en innan hersins.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.