Þjóðviljinn - 09.11.1962, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 09.11.1962, Qupperneq 10
2Q SIlíA ■Þ.T OTíVIT.lTNN Föstudagur 9. növember 196J Skáldsaga eftir íyrstu stælingunum og setti i staðinn aðrar stælingar.‘‘ Lögmaður við borðsendann hripaði eitthvað á pappirsblað og sendi það réttarforsetanum. Hann las það og spurði: „Hvar eru frummyndirnar?" „Maðurinn minn sálugi, her- toginn.“ útskýrði hertogafrúin, „lét taka frummyndimar af veggjunum árið 1944 og setja í staðinn fyrstu stælingarnar." „Hvar eru frummyndimar?“ endurtók dómarinn í uppnámi. Þegar um þjóðleg listverðmæti var að ræða, voru lög Spánar bæði afdráttarlaus og ströng. „í Japan, yðar náð“. svaraði hertogafrúin alúðlega. „Þær hanga uppi í geishahúsi i Kobe — einu af fyrirtækjum mannsins míns heitins." Sumir blaðamann. anna voru þegar farnir að gera sér vonir um kauphækkun. ,,Og gerðist þetta árið 1944 á stríðsárunum?" „Já. yðar náð. Ef ekki hefði verið fyrir styrjöldina. hefði ekkert af þessu komið fyrir. Sjáið þér til . það var vegna stríðsins, að eiginmaður minn kynntist af tilviljun ákærða, M’sieu Calbert. hinum óviðjafn- anlega málara sem á heiðurinn af hvorum tveggja stælingunum .. . og mörgum. mörgum öðrum.“ Hún var skilningsrík og þolin- móð, framkoma hennar var vin- samleg og' prúð eins og hjá kennslukonu í barnaleikskóla. ,,Þér haldið því sem sé fram,“ sagði saksóknarinn hægt — ef til-vill í von um andmæli — „að þessi málverk sem hér hanga, séu' ekki máluð af Zurbarán, Greco og Velazquez. heldur þve’rt á móti af ákærða Jean Marie Calbert?“ „Já. einmitt." Saksóknarinn og allir við- staddir sneru sér við o.g horfðu á Jean Marie sem sat með sjúk- legan geislabaug og góndi á her- togafrúna Nú. þegar enginn hórfði lengur á hertogafrúna, starði hún inn í innfallin augu hans með sínum eigin. dauðu augum, og brosti afskræmdu, hefnigjörnu brosi sem kipraði hálft andlitið og hvarf síðan. Aðeins Jean Marie, Bourne og hértogafrúin vissu að hún hafði ákveðið tortímingu Jeans Marie, þétta gerðist svo skyndilega og hávaðalaust. Bourne leit í ör- vílnur á fölan vangann á Jean Marie Augu málarans voru lokuð varnirnar bærðust hljóð- laust. Bourne fann hvemig kuldinn gagntók hann innanfrá, breiddist um hjarta og höfuð. lendar og fætur. Hann settist upp, teinréttur eins og nýliði i herskóla, meðan réttarforsetinn hélt rannsókn sinni áfram. „Útflutningur þessara mál- verka til Japan er alvarlegt mál. Gerið svo vel að segja frá öllu í símbandi við þennan atburð eins greinilega og yður er unnt“. „Ég skal reyna að muna það eins vel og ég“ sagði hún. Hún laut höfði andartak og kyngdi munnvatni Þegar hún talaði, beindi hún augunum að réttarfor- setanum. en hún horfði þvert i gegnum hann og langt. langt ( burtu — á skylduna sem hékk þarna eins og fjarlæg stjarna i ævisögu hennar. þar sem hún komst ekki hjá að sjá hana. „Árið 1942,“ byrjaði hún, „varð maðurinn minn heitinn ná- inn vinur Görings, þáverandi rík- ismarskálks. meðan hann dvald- ist í París sem fulltrúi í nefnd- inni sem tókst svo vel að ná aftur til Spánar mörgum. spænsk- um listaverkum. sem Napoleon hafði rænt og hengt upp í Louvre. Ég get fullyrt að mál- aralistin var ekki sízt af sam- eiginlegum áhugamálum eigin- manns míns og Görings ríkis- marskálks Að minnsta kosti kaus maður minn að dveljast í Frakklandi megnið af hernáms- tíma nazistanna. Hann var í miklu á-liti sem listfræðingur, dáður af mikilsvirtum Þjóðverj- um. allt frá Hitler og niðurúr. Þáverandi hernámsstjóri í París — Abetz — kom fram með ráða- gerð sem samin hafði verið af eiginmanni hjákonu hans — sem sé af ákærða Jean Marie Cal- bert.“ Jean Marie bærði varirnar hljóðlaust. Blaðamennirnir níu sem voru fulltrúar franskra blaða, héngu hálfir útúr stólun- um. Þeir skiptust á augnaráðum og tókst án orða að koma á sam- komulagi: Allir eða enginn færu út úr salnum „Maðurinn minn varð svo stór. hrifinn af þessari ráðagerð. að hann skýrði Göring frá henni, sem skipaði að láta framkvæma hana undir eins. Þetta var ein- föld áætlun. Calbert átti að fá aðgang að Louvre og öðrum listasöfnum o.g kópiera öll verð- mæt málverk sem enn voru ‘il eftir brottflutninginn. Síðan átti að hengja stælingarnar upp en dreifa frummyndunum meðal toppanna í Þýzkalandi. Þetta var 1 einmitt eftir höfði mannsins míns Calbert og frú hans höfðu drjúgan skilding uppúr þessu, sagði maðurinn minn sálugi Ég veit að minnsta kosti að maður- inn minn greiddi mjög ríflega upphæð fyrir stælingu á þremur ítölskum meistaraverkum í safni Görings og sem Göring var mjög hreykinn af. trúlega án þess að vita að það voru stælingarnar sem hann var að vegsama. Mað- urinn minn hafði mikla ánægju af umhugsuninni um Þjóðverj- ana sem lágu flatir fyrir verð- lausu rusli — Á sama hátt hafði hann mikla ánægju af því að hengja frummyndirnar upp í geishahúsinu sínu. Sjómennirnir halda að þetta séu ódýrar olíu- prentanir og enginn nennir að horfa á þær, sagði hann mér i hrifningu í stríðslokin þegar Þjóðverjarnir voru flæmdir burt úr París bjuggu Calbert-hjónin á Dos Cortes og þá var hvert einasta málverk i safninu okkar kópíerað. Öll meistaraverkin sem hanga uppi á Dos Cortes og öðrum húsum okkar, eru frábær- ar stælingar eftir M’sieu Cal- bert.“ Frönsku blaðamennirnir gátu ekki beðið lengur, því að ítal- irnir og Englendingamir voru á leiðinni út. Það varð mikill gauragangur þegar allir reyndu að komast út í senn. „Málinu frestað þar til í fyrramálið klukkan niu,“ kunn- gerði réttarforsetinn allt í einu og reis á fætur. Enginn vissi hvort vitnisburði hertogafrúar- innar var lokið eða ekki Það skipti ekki lengur máli. Ef stjómin hefði getað hindr- nð birtingu frétta um málið, hefði hún gert það. En það var um seinan. Hertogafrúin var lýst í bann af þjóð sinni og stétt. Saksóknarinn flýtti sér framhjá henni og leit á hana skelfingar- augum í leiðinni. Jafnvel Rafael Corruno forðaðist að líta á hana. Hún hafði lítilsvirt og smánað opinberlega minninguna um einn af tignustu sonum Spánar. Eng- inn Spánverji með hjartað á réttum stað gæti nokkurn tíma fyrirgefið henni það j Fangarnir voru sendir til klef- ; anna aftur Hertogafrúin sat! kyrr í vitnastúkunni. þar til sal-! urinn var tómur. Þá reis hún á fætur og gekk eins og viðutan út úr dómshöllinni og út í bílinn þar sem bílstjórinn beið og hún hugsaði um það, að nú yrði hún að standa augliti til auglitis við Evu Bourne, hana sem vissi hinn helminginn af þeim sannleika sem þær áttu eftir Jean Marie tókst að hengja sig á þessu andartaki, vegna þess að enginn varðmaður var nær- staddur. Hann notaði lak sem hann festi j gluggarimlana. Enginn nema Jean Marie vissi hvort það gekk fljótt eða seint fyrir sig. Gamla verðinum hafði orðið svo mikið um að sjá her- togafrúna aftur, að hann varð fyrst að hvíla sig, síðan móka og loks sofa. Sjálfsmorð Jeans Marie var ekki uppgötvað, fyrr en komið var með kvöldmatinn klukkan tíu og 'verknaðurinn var fordæmdur harðlega. því að Spánn er kaþólskastur allra j landa Hertogafrúin fann Evu þar sem hún beið i stóra salnum á fjórðu hæð með útsýn yfir Re- tiro-skemmtigarðinn — herberg inu þar sem hún hafði sjálf skyggnzt svo ákaft inn í sorg sína. Þangað var hægt að kom- ast í sérstakri'lyftu sem opnað- ist beint inn i herbergið — og dyrnar voru ósýnilegar nema þegar verið var að nota þær. Meðan hertoginn var á lífi hafði hún aldrei farið inn í herbergið á annan hátt Hún hafði alltaf gætt þess að venjulegu dyrnar væru lokaðar og læstar. því að eiginmaðurinn var óvættur sem gat gefið hinum hræðilegustu hneigðum sínum útrás þegar hon- um líkuðu ekki kauphallartíðind- in eða eggið var ekki nákværn- lega mátulega soðið, Sextán ára gömul á fyrsta hjónabandsári sínu. hafði hún komizt að því að : syfillis var hvimleiður sjúkdóm- ur. sem meðal annars olli barn- leysi Nú notaði hún lvftuna aftur, en til öryggis hafði hún látið stofustúlkuna skila því til Evu að hún væri á leiðinni. svo að hún fengi ekki of mikið áfall við að sjá dauðann stíga inn um leynidyr. Lyftan stanzaði á fjórðu hæð. Hertogafrúin barði í hurðina og opnaði. ] Eva sat og sneri að henni. i Hún var dapurleg og þungbúin. 1 Og ódrukkin. Hún sagði ekki neitt. Hertogafrúin gekk til hennar og kyssti hana systur- lega á kinnina, tók af sér hatt- , inn og sett.ist í stól beint á móti Evu. „Langar þig i tebolla. vina min?“ spurði hún. „Já þakk fyrir.“ Hertogafrúin hringdi. „Verj- andi Jaimes. Corruno, þarf sennilega að endurspyrja þig á morgun en ég get sagt með vissu að verki mínu er lokið í dag. Nú getum við farið frá Spáni “ „Við?“ ,.Þú verður að fara strax í dag. Eins og ég sagði, var gefin út handtökuskipun á þig. Áttu ónotað vegabréf. — ég á við nothæft vegabréf?“ ' „Já. vegabréfið mitt. Mitt rétta vegabréf". „Ágætt. Taktu Daimlerbílinri með konunglega skjaldarmerk- inu. Ég keypti hann fyrir nokkr- um árum, því að í honum kemst maður alltaf leiðar sinnan i um- ferðinni. Þú skalf fá bæði bíl- stjóra og þjón. Þeir aka þér til Irún. afhenda vegabréfið fyrir þig og svo þarf ekki annað en aka yfir brúna á landamærunum. Engum dettur i hug að stanza Daimlerinn þann“. Hún leit allt í einu rannsak- andi á Evu. „Ertu kannski bú- in að komast að því. að ég sagði ríkisstjórninni hvar Dos de Mayo var fa]in — myndin sem hefði getað keypt Jaime frelsi?“ „Já.“ „Þú hefðir gert það sama. er ekki svo?“ Eva strauk höndunum yfir aug- un. síðan gegnum hárið. Hún opnaði ekki augun fyrr en hún var búin að svara. „Jú, það hefði ég kannski gert.‘ ságði hún. „Áreiðanlega. Ég bekki þig. Þú hefðir gert það. Það er óhjá- kvæmlegt fyrir tryggar konur."‘ „Drepa þeir hann“? Pökkunarstúlkur óskast strax. — Mikil vinna. HRAÐFRYSTIHÚSIÐ FROST H.F. Hafnarfirði — Sími 50165. FYRIRLIGGJANDI: SPÓNAPLÖTUR HSr 18 og 22 m/m HARÐTEX 1/8“ 4‘x9‘ GABOON 16 — 19 — 22 og 25 m/m KROSSVIÐUR Beyki 3 og 4 m/m Teak — Eik — Maghogny TEAK 2“ og 2%“ HJALMAR ÞORSTEINSSOH & C0. H.F. Klapparstíg 28 — Sími 11956. ENSKIR Pelsar og vetrarkápur NY SENDING Laugavegi 116 Opniirn RAKARASTOFU að DALBRAUT 1, Reykjavík, laugardaginn 10. nóvember (Góð bílastæði) UWE JENSON — EINAR MAGNÚSSON. VALVER—15692—VALVER—15692—VALVER—15692—VALVER lVALVER w > Laugavegf 48. ^ Við aðstoðum I yður við að m f gleðja börnia os ^ Ávallt úrval J af lcikföngum. * I VALVER—15692—VALVER—15692—VALVER—15692—VALVER > r < H » VALVEP Sími 15692. Sendum heim í> < ra og i póstkröfu W um land allt. S N Leitarmennirnir í þyrilvængjunni sem sveimaði yfir fjöll- unum komu nú auga á Braunfisch og sáu, að skipið hafði fært sig. Skipstjórinn á því var sýnilega á bandi flóttamannanna. Þá gat foringinn ekki komizt um borð í Fidelitas. Áhöfnin á F:delitas sá einnig að Þórður hafði gengið i lið með óvinunum, en Bank skipstjóri gat ekkert gert nema bölvað í hljóði og horft a&- gerðarlaus á það sem fram fór. Sendisveinar óskast strax. — Vinnutimi fyrir hádegi. Þurfa að bafa hjól. Þjóðviljinn I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.