Þjóðviljinn - 16.11.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.11.1962, Blaðsíða 6
6 SÍÐA I».T Ól>VIL JINN Föstudagur 16. ndvember 1962 ar leit að þrælum í Afríku til ^ vinnu í nýlendum sínum vest- k anhafs. Nærri 3.000.000 Afríku- " rr.anna voru fluttir vestur um haf á 17. öld og nærri 7.000.000 á þeirri átjándu. I * Portúgalskt þrælaskip frá því um 1835. Mesti gróðavegur sem um er getið í sögunni Það voru tvær aðferðir við að ferma skipin. Þeir sem aðhylltust „lausa hleðslu" voru þeirrar skoðunar, að fleiri þrælar myndu lifa af sjóferðina, ef svo rúmt væri um þá, að þeir gætu lagzt á bakið. Hinir sem vildu „þjappa farminum saman" héldu því fram að það ætti að láta þrælana liggja á hliðinni hvern við annan, því að enda þótt fleiri þeirra létust á leiðinni með því móti, þá kæm- ust samt fleiri lifandi í höfn og þannig væri tapið vegið upp og meira en það. haldinn verulega smitandi sjúk- dómi, þá borgaöi það sig. Ef svo var ekki, þá var kastað á glæ að óþörfu einhverri verð- mætustu markaðsvöru sem um getur. Þá bættist það við að þrælamir reyndu að svelta sig í hel. Við því hafði hinn sið- menntaði maður af hugvitsemi sinni fundið óbrigðult ráð, á- hald sem nefndist „speculum oris“ eða „munnopnari". Áhald þetta var rékið eða lamið með hamri inn á milli tanna þræls- ins og munnur hans síðan glenntur upp. Á þessa leið hefst frásögn i bandaríska vikublaðinu Time aí nýrri bók um þrælaflutn- ingana vestur um haf, Svartir farmar (Black Cargoes) eftir Daniel P. Mannix og Malcolm Cowley. Síðan segir: — Skipstjórar á þrælaskip- unum urðu að ráða fram úr ýmsum erfiðum reikningsdæm- um öðrum en því, hvemig koma skyldi þrælunum fyrir í lest- unum. Eitt var hvort þeir ættu að kasta sjúkum þrælum fyrir borð eða ekki. Ef þrællinn var Fimmtán milljónir þræla. f bókinni er sagt frá ótal slíkum hrollvekjandi dæmum um framferði þrælakaupmann- anna, sem á þremur og hálfri öld (1518—1865) fluttu 15 millj- önir Afríkumanna í þrældóm í hinum Nýja heimi vestanhafs. Annars er góðhjörtuðum klerki kennt um upphaf þessa iiroðalega kafla mannkynssög- unnar. Hann sendi árið 1517 frá Haiti bænarskjal til Spán- arkonungs þar sem hann lýsti hryllilegri meðferð á innborn- um mönnum á eynni, sem evrópsku landnemarnir slátr- i:ðu af algeru miskunnarleysi til þess að neyða þá sem eftir Kfðu til að vinna. En það var ekki af mannúðarástæðum að konungur heimilaði innflutning 4.000 afrískra þræla til Vestur- Indía og brátt kom í ljós að Afríkumenn voru miklu lífseig- ari og betur til þrældóms falln- ir en Indíánar. Brátt hófu Bret- ar, Hollendingar og Portúgal- Gífurlegur gróði. Engir kaupmenn munu hafa rakað saman jafn gífurlegu fé og þrælasalarnir. Seinni hluta átjándu aldar, þegar lifa mátti á 6 sterlingspundum á ári, græddu þrælakaupmenn í Liv- erpool einni 300.000 sterlings- rund á ári. Þetta samsvarar a.m.k. 25 milljónum sterlings- •'unda nú ivartir þrælahaldarar. Þrælahald var algengt í Afr- iku áður en Evrópumenn tóku að hneppa Afríkumenn í ánauð. öldum saman höfðu íbúar vest- urstrandar Afríku gert hver annan að þrælum. Hinir evr- ópsku þrælakaupmenn færðu sér þetta í nyt, siguðu sam- an hinum ýmsu ættflokkum og keyptu ‘ þræla af þeim öllum fvrir skotvopn og brennivín. Þrælasmygl. Eftir að þrælasala var bönn- uð í Bretlandi árið 1807, varð hún áhættusamari en um leið ábatasamari en áður. Þrælum var nú smyglað í stórum stíl, einkum á bandarískum skipum, yfir hafið. f hinum brezku lög- um var kveðið svo á að ekki mætti dæma skipstjóra fyrir þrælasölu, nema að þrælar hefðu fundizt um borð í skipi | hans. " Skip brezks þrælasala, Hom- ans að nafni, var stöðvað af brezku herskipi rétt eftir sól- setur. Hann lét binda 600 þræla við akkeriskeðjuna, sem lá við borðstokkinn laust bundin. Þeg- ar hann sá um morguninn að hann átti ekki undankomu auð- ið, var akkerinu varpað fyrir borð og hin lifandi sönnunar- | Þrettán fSug- stjórum refsað li i i í í * gögn hurfu i djúpið. Sök sem ekki hcfur verið afplánuð. Höfundur bókarinnar bendir r. að hinn óhemjulegi sem þrælamir skópu með striti sínu og borguðu tíðum með lífi sínu hafi verið undirstaða þeirr- ar siðmenningar sem óx upp í lcndum Vesturálfu og einnig þeirrar öru efnahagsþróunar sem varð í Evrópu eftir iðn- byltinguna. En þrælaflutning- arnir létu einnig eftir sig smán og sök, sem enn hefur ekki verið afplánuð — og sízt í Bandaríkjunum. ! i I I skrá í þessu máli að Eren- búrg er gyðingur. ! Antonioni hefur lokið við síðustu kvikmyndina í tríló- gíu sinni: sú fyrsta hét Ævintýrið, önnur Nóttin, þriðja Myrkvun. Artur Lund- kvist skrifar um síðustu myndina i Stockholms-Tidn- ingen. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að þetta verk sé fordæming á sníkjulífi og að- gerðarleysi og óbein rökfærsla og málsvöm fyrir hinu skap- andi starfi sem eitt get-ur veitt lífinu innihald. Það sé gagn- rýni innanfrá á afstöðu efri millistétta sem eiga sér of- neyzlu, peninga og þægindi að hugsjón. í brennipunkt- inum er ástin, og Antonioni sýnir að hún getur ekki full- nægt sem takmark í sjálfu sér. f Ævintýrinu er það arki- tekt, sem hefur gefizt upp við leit sína og starf og reyn- !r að bæta sér það upp með erótískum stórævintýrum, þar til hann er að fullum ósigri kominn. f Myrkvun er það ung stúlka, Vittoria, sem ekki veit hvað hún á af sér að gera, staða hennar í heimin- um er henni þjáning án þess að hún viti hvers vegna, hún leitar að einhverju sem hún veit ekki hvað er .Hún bíð- ur eftir því að eitthvað „geri hana hamingjusama". En hún getur ekki hugsað sér að hún eigi sjálf að öðlast þessa ham- ingju með eigin athöfnum. Hún er óvirk í öllu nema neituninni, afneitun á öllum fölskum lausnum á vanda- málum hennar. Þessari túlkun Lundkvists mótmælir Jonas Sima í sama blaði. Hann segir að inntak verksins sé ekki þjóðfélags- leg gagnrýni í skilningi Lund- kvists heldur bölsýnn skáld- skapur um svik og hverfleika ástarinnar, um dapurleg lífs- skilyrði ástarinnar og mann- lega einveru. Báðir telja þessir gagnrýn- endur að Antonioni hafi gert ágætt listaverk. Andstæð túlkun þeirra er hins vegar enn eitt prýðilegt dæmi um það hve mikil áhrif lífsskoð- un manna hefur á það hvern- ig þeir ráða fram úr tákn- máli snjallra nútímaverka. Endurminningar Erenbúrgs, Mennirnir, árin, lífið hafa verið gefnar út 7 á mörgum málum Yfirleitt hefur bók- inni verið fagnað sem mikl- um menningarviðburði. Þó hefur komið til nokkurra æs- inga í Vestur-Þýzkalandi vegna útgáfu bókarinnar þar. Þegar Múnchenarforlagið Kindler ákvað að gefa út bókina hóf hið afturhalds- sama blað Die Soldatenzeit- ung harða hríð að höfundi bókarinnar og útgefanda. Höf- undur var kalaður bolsévikka- skrýmsli og stríðsglæpamað- ur númer eitt, og sagt var að Kindler hefði móðgað þýzku þjóðina með tiltekt- um sinum. Fleiri blöð dróg- ust inn í þessar umræður; Die Zeit kom af stað kapp- ræðum undir fyrirsögninni „Getum við leyft okkur að lesa Erenbúrg.“ Og eftir að bókin kom út gekk allskonar lýður, aðallega úr hálffasísk- um landasamtökum Slésíu- manna. Pommermanna og annarra slíkra, um bókaverzl- anir og heimtuðu að endur- minningar Erenbúrgs yrðu teknar úr umferð. Þar sem það var ekki gert límdu þeir upp miða með svofelldri á- letrun: „f þessari bókaverzl- un höndlar fólk sem glatað befur virðingu sinni með minningar þess manns sem ber ábyrgð á fleiri morðum en nokkur annar maður í heimi“ Tilefni þessara láta er það að á stríðsárunum skrifaði Erenbúrg mjög hatrammar greinar gegn þýzku stríðsvél- inni. Það kemur líka á dag- Það er merkileg og eftir- ■ tektarverð staðreynd að flest ■ sænsk blöð hafa mjög gagn- rýnt veitingu nóbelsverðlauna í bókmenntum til Johns Steinbecks, en dönsk blöð hafa afturámóti verið vin- samleg þessum lánsama höf- undi mörg hver. Tom Krist- ensen talaði t.d. um það í Politiken, að sænska akademí- an hefði ..heilbrigða skynsemi" þegar hún nú veitti verðlaun- in höfundi sem allir geta lesið. Sami hugsunarháttur kemur fram í grein eftir Fred- rik Nielsen í Aktuelt. Hann segir: „Látum svo vera að sá vandláti fesari finni nokk- uð af tilfinningasemi, skorti á hæfileika til að setja fram fullkomna upplifun á vanda- máli, mótsagnakennda lífs- heimspeki eða ónákvæmar skilgreiningar. Steinbeck hef- ur notað hæfileika sína í þágu fjöldans. f þessu tilviki er það verðleiki sem er nóg ástæða til að veita honum þá mestu viðurkenningu sem rithöfundi getur hlotnazt". Þvi má lesa þessa klausu i sænsku blaði: „Ef Stein- beck vill hitta vini þegar hann kemur til Evrópu í desember, þá ætti hann að stanza í Kaupmannahöfn og ekki halda áfram yfir sund- ið“. á.b. i I ! Flugstjóri viö stýriö með flugfreyju í fanginu Flugmálastjóm Bandaríkj- unum eru afleiðing af því a8 anna hefur sektað þrettán birtar voru Ijósmyndir sem flugstjóra félagsins Eastern véiamenn tóku á flugi síðustu A^ir Lines um 12.000 til 24,000 ar Myndirnar voru birt- krónur hvem fyrir margvís- ar þegar flugstjórar og að- leg brot á öryggisreglum. stoðarfIugmenn Eastem Air sofandi við Ljnes fiugu vélunum véla- stýri, venð áð lesa í stjorn- mannslausjr | verkfalli véla- klefanum, látið flugfreyjurn- manna ar taka við stjórn flugvéla og haft þær í kjöltunni þar sem þeir sátu í flugstjórasæt- inu. Aðgerðirnar gegn flugstjór- Flugfélagið sjálft setti flug- bann á þrjá flugstjóra, sem þóttu hafa brotið sérstaklega mikið af sér. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Vainö Luma talinn munu fá þau næst Finnski rithöfundurinn Vainö Linna hefur nýlega lokið við seinasta hluta verks síns um Koskelafjölskylduna i Saari- jarvi, sem komið hefur út í þrennu lagi. Seinasta bókin nefnist „Synir þjóðar sinnar“, og er nú talið mjög sennilcgt, að honum verði veitt bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs í febrúar n.k. Nefndin, sem úthlutar verð- laununum, er skipuð 10 bók- menntafræðingum, tveimur frá hverju Norðurlandanna. Þau verk, sem til greina koma, eru skáldsögur, leikrit, ljóða-, s' .á- sögu- eða ritgerðasöfn, er kom- ið hafa út tvö síðastliðin ár. Hvert land sendir tvö verk til nefndarinnar, og hvílir mik- il leynd yfir, hvaða bækur það eru. Þær eru t.d. ekki fengnar hjá útgefendum heldur keypt- ar í verzlunum. Á seinasta fundi nefndarinnar var lagt til. að tilkynnt væri eftir á. hvaða bækur hefðu komið til greina, en engin ákvörðun’ hefur verið tekin um það mál. Það eru sem sagt skiptar skoðann um það innan nefndaiinnar, hvort heppilegt sé að nefna opinber- lega höfunda bókanna. Sumir halda því fram. að það hljóti að vera mikill heiður fyrir hvern þann rithöfund, sem reynist vera meðal hinna tíu útvöldu. Aðrir segja, að þetta kunni að vera rétt, þegar ung- ir og líttþekktir höfundar eiga í hlut, en kunnum rithöfund- um sé hins vegar meinilla við að vera nefndir líklegir án þess þó að fá verðlaunin. Þegar verðlaununum var út- hlutað síðast liðið ár til Ey- vinds Johnson fyrir bók hans „Hans nádes tid“, fréttist að danska skáldkonan Karen ’.ix- en-Finecke hefði líka komið til greina. Hún var hins vegar heimsfræg, og fannst mörinum, að henni væri lítill greiði gerð- ur með því að tilkynna opin- berlega að hún hefði komið til tals sem verðlaunahafi. Er ‘sænski rithöfundurinn Johnson fékk verðlaunin. var Váino Linna talinn koma sterk- lega til greina. Hann var hins vegar ekki búinn að ljúka þá við skáldverkið, sem hann hef- ur haft í smíðum undanfarin ár og hefur komið ýt í þremur bókum, sú seinasta fyrir nokkr- um mánuðum. Að-úþessu sinni er enginn talinn líklegri til að hreppa verðlaunin, 50.000 danskar krónur en þessi snjalli finnski höfundur. ★ I allt sumar urðu íbúar Sarajevo í Júgóslavíu að ferðast í sporvögnum með fullri upphitun. Upphitunin var sett á þegar vagnarnir komu frá verksmiðjunni í Bandaríkjun- um síðastliðinn vetur, en hegar hlýna tók í veðri reyndist ó- mögulegt að loka fyrir hitann. * 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.