Þjóðviljinn - 16.11.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.11.1962, Blaðsíða 5
▼ Föstudagur 16. nóvember 1962 ÞJÓÐVILJINN ’a stjómarvöltfín samþykk) W að gera Island að kafbátastöð ÞINGSJÁ ÞJÓÐVILJANS • Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra gat þá athyglisverðu yfirlýsingu á fundi neðri deild- ar í gær, þegar rætt var um almannavarnir, að hernaðarleg þýðing íslands í hugsanlegri styrj- öld lægi fyrst og fremst í þeirri aðstöðu, sem hér er unnt að hafa fyrir kafbáta. • Þessi yfirlýsing ráðherrans staðfestir ótvírætt það, sem Þjóðviljinn hefur áður haldið fram, að bandaríski herinn búi sig nu undir það að koma sér upp kafbátastöð í Hvalfirði. • Þá gerðust ennfrem- ur þau einstæðu tíðindi á sama fundi, að Guðmundur í. Guðmundsson, utanrík- isráðherra . flutti breyting- artillögu við rökstudda dag- skrá Hannibals Valdimars- sonar vegna frumvarps rík- isstjórnarinnar um almanna- varnir. Er breytingartillag- an fólgin í því, að niður verði felld úr rökstuddu dagskránni eftirfarandi rök- stuðningur fyrir brottflutn- ingi hernámsliðsins: „ ... samkvæmt skýlausri sam- þykkt Alþingis frá 28 marz 1956, sem enn er í fullu gildi ...“ • Með þessari breyting- artillögu hyggjast stjórnar- flokkarnir nú knýja fram samþykkt á forml. st.efnu- breytingu af hálfu Alþing- is í þessu efni. Guðmundur í. Guðmundssor utanríkísráðherra kvaðst ekki mundu ræða efni frumvarpsins. hins vegar viidi hann ’era athuga. -emdir við rökstuddu dagskrána Uit) fyrri hl. hennar væri baff að segia ^ð hann væri ðsammála beim álykt- unum. sem þar væru dregnar. t síðari hluta hennar væri þvi hins vegar ranglega haldið fram að ályktun Alþingis frá 28 .marz 1956 væri enn < gildi Hann teldi þetta ekki rétt og yrði að koma fram ný ályktun Alþingis þar að lútandi. For- sendumar fyrir ályktun Al- ■’þingis 1956 hefðui fallið. ; burt bá um haustið. enda hafi það komið í ljós. að þingmenn Al- þýðubandalagsins hafi borið fram tillögur um brottflutning hersins á undanförnum þingum Hann bæri því fram breyting- artillögu bess efnis. að niður yrðu felld úr rökstuddu dag- skránni orðin . . ..samkvæmt skýlausri ályktun Alþingis frá 28. marz 1956. sem enn er f gildi”. þar sem vikið væri að brottflutningi hernámsliðsins. B.iarni Benediktsson, dóms- málaráðherra tók þvi næst til máls og hélt áfram ræðu sinni frá síðasta fundi deiidarinnar um þetta mál. -> þá hafði nn endað á vf að segja ' aðgerðir mdaríkia- "’tina gagn. ">rt Kúbu ;->nuðu að fla bæri á -’nasta vaðið neð það, hvort stvriöld brytist út. Sagði Bjami að fyrir siðari heimsstyrjöld hefði Einar Olgeirsson verið talsmaður þess, að hlutleysi væri einskis vert. Sýnilegt væri. að ísland hefði nú mun meiri hemaðarþýðingu en þá. Þá ræddi Bjami um staðsetningu flugvéla. sem búnar væru kjam- crkuvoDnum. á Keflavíkurflug- velli. Þá sagði B.jarni enn- fremur. að þýðing fslands í hugsanlegri styrjöld yrði fyrst og fremst sem kafbátastöð, þar sem hernaðarieg þýðing þeirra hefði mjÖE aukizt. Frá stöð héðan væri unnt að stöðva all- ar sÍEÍingar suður og vestur af fslandi oe gerði þetta hernaðar- þýðinEu kafbátastöðva hér mjög mikia. Lúðvík Jósefsson < Alþýðu- bandalag’) kvað ástæðu til þess að láta • ljósi sérstaka undr- un vfir málf’utningi forsvars- manna bessa frumvarps Dóms. málaráðherra flytti ræður das eftir dag en varaðist að minn- ast á efnis- leg atriði ‘-’áfsins Ræð ur hans sner. ust einkum um gagnleysi hlutleysis- stofnunnar. nnnhaf síð- t: 's+i 1 stvriald ’r alheims. Vftrntrij'jnicmo 05 b«cc b^t+nr o<* vp»ri bos? s?ætt lata ntvarrji^ fHrtrp fpnenr frácperv.ÍT p.r bessum ræðum ráðherrans Hins ve°ar fengiu menn ákúrur frá dómsmálaráðherra. ef minnzt væri á efnisatriði frum- varpsins og álitsgerðir þær sem því fylgdu. — Tilgangurinn með frumvarpinu væri augljóslega allt annar en látið væri í veðri vaka. Þegar dómsmálaráðherr- ann væri spurður, hvað hann hyggðist fyrir um framkvæmd- ir, kynni hann engin svör við því og væri þó ár liðið frá þvi' að frumvarpið kom. fyrst fram og ýmiss konar undirbún- ir.gur hafinn í þessu máli. Það væri augljóst mál út frá efnis- legu mati á þessu frumvarpi, aö ekki gæti verið um miklar ráðstafanir að ræða til bjargar, ef þéttbýlasti hluti landsins yrði fyrir kjarnorkuárás. Það komi beinlínis fram í frumvarpinu, að aðalhættusvæðið væri hér. í grennd við herstöðina, en þrátt fyrir það neitar dómsmálaráð- ! hcrra því, að það sé herstöðin, ! sem fyrst og fremst skapar hættuna. Hann talar um hern- aðarþýðingu iandsins. En til hvers er þá verið að tala um að flytja fólk einmitt burt af bessu svæði kringum herstöð- ina? Og það er einnig tilgangs- iaust að halda bví fram, að það séu flugvellir út af fyrir sig, sem geti skapað árásarhættu. Það er fyrst og fremst sá út- j búnaður sem breytir flugvöll- j unum í herstöðvar. vopna- seymslur. mælitæki og mann- virki. Það gildir t. d. um Hval- fiörð. Það eru mannvirkin. sem bar eru og þær mælingar sem búið er að gera. sem gera hann að hugsanlegri herstöð eins og berlega kemur fram í álitsgerð Hóltermanns hérshöfðméjá og beinlínis 'er gert ráð fyrir þar Það ræður líka úrslitum um það að hættusvæðin eru suÖt vestanlands. Þá minnti Lúðvík ráðherrann á, að honum færist manna sízt að tala um svikin loforð i þessum umræðum. Það fcefði einmitt verið hann, sem 22. marz 1949 gaf hátíðlega út það loforð, að hér yrði aldrei ber né herstöðvar á friðartím- um. Fullyrðingar ráðherrans ijm. að samþykkt Alþingis frá 28. marz 1956 um brottflutn- Framhald á 3. siðu. fðntiiieiital Hinír eftirsóttu býzku hjólbarðar — Endingargóðir Ávallt til í öllum stærðum, nýjar sendingar koma með hverri skipsferð. CONTINENTAL hjólbarðar fást aðeins hjá okkur Önnumst allar hjólharðaviðgerðir með fullkomnum iækjum. Sendum um allt land. Gúmmivinnustofan Skipholtí 35 — Reykjavík — Sími 18955. SIÐA 5 Otgefandi: Samelningarflokkui alþýðu — Sóslatlstaflokk- urinn. — Kitstjórar: Magnús Kjartansson. Magnús Torfi ölafsson, Sigurður Guðmundssot) (áb.l Fréttaritstjórar: tvar H -Jónsson Jón Bjamason. Ritstjóm afgreiðsla. auglýsingar prentsmiðia: Skólavörðustlg 19. Sími 17-500 (5 línur) Askriftarverð kr 65.00 á mánuði. Trúiö þeim aldrei! j^osningaþing stendur yfir, og umhugsunin um þá andartakssstund sem kjósendur dveljast einir með kjörseðli sínum næsta sumar mótar framkomu pólitíkusanna í hverju máli. Þannig eru hernámsflokkarnir nú að grafa sér skot- grafir kringum Efnahagsbandalagsmálið og vona að í þeim geti þeir varizt með nokkru öryggi þar til kosningar eru afstaðnar og þeir hljóta frelsi á nýjan leik. Stjórnarflokkarnir sem fyr- ir ári höfðu þá afstöðu að íslendingar ættu að gerast fullir aðilar að Efnahagsbandalaginu og það sem allra fyrst, lýsa nú yfir því að full að- ild komi ekki til mála. en rétt sé að gefa auka- aðild sérstakan gaum, þótt að vísu sé ólióst enn hvort hún henti okkur. Og Framsóknarflokkur- inn sem fyrir ári kvað fulla aðild álitamál en aukaaðild sjálfsagða og hafði forustumenn sína á stöðugum levnifundum með stjórnarflokkun- um, lýsir nú yfir bví að hvorugt komi til greina. Upp úr þessum skoígröfum munu svardaearnir síðan rísa sem varnarmúrar og hækka allt fram á kosningadag. J^áta landsmenn þessa aðferð blekkja sig einu sinni enn; eru menn ekki farnir að læra af reynzlunni? Stórfelldustu svardagar sem blas- að hafa við íslendingum voru reistir af hernáms- flokkunum 1949. Þá fóru Bjarni Benediktsson, Eysteinn Jónsson og Emil Jónsson saman til Bandaríkjanna og sfaðfestu eftir heimkomuna í mjög hátíðlegu þingskiali að aldrei skyldi til þess koma að hér á landi dveldist erlendur her á friðartímum. Þeir birtu einnig yfirlýsingu frá sjálfum utanríkisráðherra Bandaríkjanna þar sem hann hét því sem baktryggingu að þessi sér- staða fslands skyldi virt um aldur og ævi. Aldrei hefur verið svarið heitar á íslandi. og aldrei hefur verið meiri ástæða til að trúa eiðstafnum, en allir vita nú að það ár var siðferði þessara stjórnmálamanna svo háttað að drengskapurinn var orðinn að kosningabrellu. Eða muna menn ekki reiði stjórnarflokkanna fyrir síðustu kosn- ingar þegar Þjóðviljinn bar upp á þá að þeir myndu skerða 12 mílna landhelgi fslendinga þegar að kosningum loknum? Þeir byggðu um sig múr heilagrar vandlætingar yfir því að nokk- ur íslendingur skyldi ætla samlöndum sínum þvílík óheilindi, en þegar kosningarnar voru af- staðnar og næsti kjördagur í langri fiarlægð var vandlætingunni sökkt niður á hafsbotn ásamt rétti íslendinga. það er frumatriði í íslenzkum stjórnmálum að trúa aldrei neinum svardaga frá ráðamönn- um hernámsflokkanna. Þeir hegða sér aðeins sómasamlega meðan þeir eru hræddir við kjós- endur. Þeir eru skelfdir nú, og eina öryggi lands- manna er í T~"ri' fólcri* að óttinn verði ekki minni hplriirr nn'^iri þegar kosningadagurinn er að baki. — m. i *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.