Þjóðviljinn - 16.11.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.11.1962, Blaðsíða 10
10 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. nóvember 1962 CHARLOTTE ARMSTRONG: GEGGJUN stúlkuna: „Hjálpið gömlum. bág- stöddum manni“. „Ó ..... Jed“. Hún stóð kyrr — gagntekin samúð — og horfði á hann með eftirvæntingu. Jed greip fastar um handlegg- inn á henni: „Nei, þökk fyrir Hann dró hana með sér. ,J>etta eru bara látalæti". sagði hann í eyra henni. Umlið í manninum dó út að baki þeim og var eins og grunnur í dimmri þögninni. þvi að hávaði borgar- innar var eins og þoka — þéttari í fjarlægð og aldrei sérlega mik- iil. Hún hægði gönguna. „Hvern- ig geturðu vitað það?“ „Vitað hvað?“ Hann var undr- andi. „Æ. láttu ekki eins og krakki, Lyn. Þessi gamli apa- köttur á trúlega meira í bank- anum en við eignumst nokkum tíma. „Það veizt þú ekkerft um“, sagði hún þrjózk. Hann stanzaði undrandi. Hann fékk óljóst hugboð um að hann hefði með hranaskap sínum eyðilagt hið góða skap hennar, ef til vill rofið einhverja töfra. Hann mátti ekki til þess hugsa. Hann sagði: „Heyrðu mig nú. Auðvitað veit'ég ekkert um það. en það eru þó talsverðar líkur til þess að ég hafi rétt fyrir mér. Það veiztu vel. Og ég kaeri mig ekkert um að láta snúa á mig, Lyn. Eigum við ekki að láta þetta útrætt?" Hún gekk aftur af stað, en hún var engu blíðari. Hann sagði stríðnislega: „En þú hefðir látið blekkjast, er ekki svo? Litli kjáni!“ „Ég býst við að ég hefði vilj- að sjá af fjórðungsdal", sagði hún lágri röddu. „Ef hann hefði í raun og veru þurft á hjálp að halda“. „Svona máttu ekki vera“. Jed hló að henni „Litla meyrlynda kjánaprikið þitt“ Hann beygði inn á veitingahús með hana. „Hvernig lízt þér á þetta?“ Jed hafði komið þama áður. Maturinn var góður. Hann vissi hvað hann var að gera Honum þótti það leitt. en kvöldið var á góðum vegi með að eyðileggj- ast. Hann vildi reyna hvort breytt umhverfi. matur og drykkur gætu endurlífgað fyrri hugblæ. Þau fundu borð og Jed pant- aði mat Lyn sat og beit á vör- ina Qg horfði niður fyrir sig. Þegar kokteillinn þeirra kom og hann lyfti glasinu. leit hún upp og brosti. Hún sagði: „Ég er alls ekki meyrlynd Jed. Það er alls ekki það“. „Jæia?“ Hann vildi óska að hún léti þetta umræðuefni kyrrt liggja, Hann var sjálfur löngu orðinn leiður á þessu ómerkilega atviki. ..Drekktu kokteilinn þinn. telpa mín“ Hann brosti til henn- ar. En Lyn sagði: „Þér er ákaflee-’ 'létt um að tortryggja annað fólk". Rödd hennar var mild, en honum sýndist óveðursblika í augum hennar og hann fór að finna til reiði. Hann sagði rólega og með still- ingu: „Ég hélt ekki að Þú værir svona bamaleg. Lyn. Mér datt Það alls ekki í hug“ „Ég get ekki séð“ sagði hún og gætti þess vandlega að engr- ar fyrirlitningar gætti í rödd- inni, „ég get ekki séð að það hefði komið að sök. Nokkrir smápeningar ...... kannski tiu sent“. „Hamingjan góða. Lyn“, sagði hann. „Við skulum ekki fara að rífast um þetta“ — Nei. Hún ýtti glasinu fram og aftur um dúkinn og brosti. — En þú býst alltaf við hinu versta af fólki, Jed. Ég er búin að taka eftir því. — Já, sagði hann brosandi. — Það er lika skynsamlegt af þér. Hún dreypti á glasinu sínu, setti það frá sér og horfði fram í salinn. — Ég er ekkert hrifin af ó- merkilegri kaldhæðni, sagði hún. — Ómerkilegri! Hann sprakk. Kvenfólkið var nú alveg dæma- laust. Að geta sagt annað eins og þetta — upp í opið geðið á honum! Hann skildi að hann hafði sært hana á einhvem hátt. En hann vissi líka að hann hafði ekki gert það viljandi, — Heyrðu mig nú. vina mín, sagði hann — Þetta er sá þátt- ur í uppeldi mínu sem ég hef orðið að greiða dýmstu verði. Ég vil ógjaman segja þér hvað hann hefur kostað mig. Hann var ennþá öldungis hissa. — Þú trúir ekki á ...... byrj- aði hún og varir hennar skulfu. — Trúi ekki endurtók hann háðslega — 'Heyrðu ........ æ, kjáninn þinn. Hvað ég trúi á qh hvað þú trúir á breytir ekki miklu um tilveruna, eins og hún er í raun og vem, Það verðurðu að skilja fyrr eða síðar, kæra Lyn. Hið eina sem máli skiptir er hvort manni líð- ur vel eða illa. Ég kæri mig nú einu sinni ekki um að láta snúa á mig og ég er kominn á þa* stig að ég kæri mig ekki einu sinni um að snúa á sjálfan mig. Hún hreyfði augnalokin. — Þetta er vandræðaheimur sem við lif- um í sagði hann alvarlegur. — Er það? sagði Lyn. Hann var gramur. — Ef þú ert ekki búin að uppgötva það, ertu ekki sérlega vel gefin. sagði hann kuldalega. — Og hvert er svo framlag þitt? — Ég sé um sjálfan mig. Ég bjarga mér sjálfur. því að það er eitt sem víst er, að aðrir gera það ekki fyrir mann. Lyn, hættu nú! Manneskja, sem heldur að hún geti frelsað heiminn, er ennþá á pelabamaskeiðinu. Þú ert nógu gömul til að vita það. — Ef allir ályktuðu eins og þú ..... byrjaði hún með engu gleðibragði. • — Þú ert kannskj hrifin af j skátadrengjunum? sagði hann i ögrandi. — Þessum litlu sólar- ' geislum .... — Nei — Dreymandi ungmenni með stjörnublik í augum ...... „Hættu nú! — Jæja. þá hætti ég, sagði hann. — En ég hef enga löng- un til að breyta sjálfum mér og setjast að kökunni með þér. Hann hafði taumhald á reiði sinni. Enn á ný bauð hann henni bros sitt .... og sjálfan sig. — Mig langar ekkert til þess heldur, sagði hún. — Ég hef bara áhuga á hvemig þú lítur á málin Hún var aftur orðin lágrödduð. — En þú ert ekkert sérlega hrifin af lífsskoðunum mínum? sagði hann með rödd sem var hörkulegri en titgangur hans háfði verið. — Er það þar sem hundurinn liggur grafinn? Hún færði til höndina. — Tja ....... Hann yppti öxl- um. — Mér þykir það leitt, Lyn, en mér finnst eiginlega að allt þetta blaður um alúð og ná- ungakærleika sé eitt hið hvim- leiðasta í hvimleiðri veröld. Ég | veit vel, að svona blaður er dæmalaust vinsælt, en heldurðu að mennirnir viti sjálfir um hvað þeir eru að tala? Ég er þó að minnsta kosti heiðarlegur, sögðu augu hans. Ég segi eins og er. — Og svo. átti ég ekki von á i yfirheyrslu um lífsskoðanir mín- ar. Ég hélt að við værum úti að skemmta okkur. Varir hennar aðskildust. Hann las í svip hennar að þau vissu bæði, að þetta kvöld voru þau ekki aðeins úti að skemmta ■ sér. En hún sagði ekki neitt. 1 — Éigum við að finna eitt- hvert leikhús? sagði hann létt- um rómi. Um leið fannst hon- um sem þau væru að flýja hvort frá öðru ef þau færu í leikhús. Hún sagði: — Hvers væntirðu þér eiginlega af svona hábölv- uðum og hvimleiðum heimi? — Tja-a, til dæmis ástar góðr- ar konu, svaraði hann léttum rómi. vegna þess að hann vildi ekki ræða alvarlega um þetta mái lengur. En um leið iðraði hann orða sinna. Hann sá að varir hennar hvítnuðu. Hann hafði sært hana aftur, og hann hafði aðeins ætlað að sigla með lagni framhjá þessu leiðinda- skeri. — Ó, Lyn ...... vertu nú góða stelpan ..... um hvað er- um við eiginlega að pexa? Hvernig byrjaði þetta eiginlega? — Kaffi ......? spurði þjónn- inn. — Viltu fá kaffi núna, vina mín? Jed lagði höndina yfir hönd hennar. — Já, þakk fyrir. sagði hún án þess að brosa. En hann hélt um hönd hennar og hugsaði með sér, að hefði hann getað kysst hana núna. hefði margt gleymzt. Bunný hlustaði af kurteisi. Þegar mamma las þessa sögu, fannst henni hún skemmtilegri. þegar pabbi las hana, var hún skemmtileg líka. endaþótt pabbi lyki aldrei við neina sögu. Hann fór alltaf að útskýra eitthvað og útskýringin reyndist alltaf verða enn önnur saga. Hún sat róleg upp við koddann með loðhund- inn í fanginu þangað til röddin ! þagnaði. Nell leit á hana. „Nú ' á ég víst að fara að sofa sgði Bunný. — Já Rúmdýnan hreyfðist og fjaðrimar dúuðu þegar Nell reis á fætur. — Ég get sjálf slökkt Ijósið, sagði Bunný vingjanlega. — Það er gott, sagði Nell. Hún lagði bókina á hitt rúm- ið Hún tók konfektkassann, leit við einu sinni og hvarf siðan ! fram fyrir. Bunný slökkti ljósið og sá skuggana i herberginu taka á sig myndir. Hún velti fyrir sér hvort glugginn væri opinn. Nell hafði ekki gáð að því. Það var svo þungt og mollulegt loft inni. Bunný var ekki alveg viss um að hún kynni að draga upp rimlatjöldin Hún lá lengi alveg grafkyrr, en henni fannst hún ómögulega geta sofnað fyrst hún vissi ekki hvort glugginn var opinn. Hún stakk fótunum útúr rúminu og fann stinn hárin á gólfteppinu við iljamar. Hún togaði í mjóar snúrurnar og eftir andartak heyrðist lágt skölt og rimlamir snerust til. Nú gat hún séð. Glugginn var opinn. Þá var allt í lagi. Bunný skreið aftur undir teppin. En loftið var samt sem áður þungt og það var ekki sama lykt af koddanum og koddanum hennar heima. Bunný stakk nefinu nið- ur í hann og lá kyrr. Ný verzlun HÖFUM OPNAÐ NÝJA VERZLUN UNDIR NAFNINU Vera Höfum á boðstólum alls konar dömu- og smábama- fatnað. Gjörið svo vel og lítið inn. Verzlunin Vera Hafnarstræti 15. — Sími 10660. Fríða lónsdóttir. — Anna Árnadóttir. Samsöngur Alþýðukórinn SVIR heldur II. samsöng fyrir styTktarfé- laga sína i kvöld kl. 21.00 i kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg. Söngstjóri: dr. Hallgrímur Helgason Píanóundirleikur: Guðmundur Jónsson. BAÐKER Nýkomin mjög vönduð vestur-þýzk baðker í tveimur stærðum, hagstætt verð. Vatnsvirkinn hf. Skipholti 1. Reykjavík. Sími 19562. | Nell ýtti hurðinni milli her- I bergjanna að stöfum. Svo stóð i hún grafkyrr og hallaði svolítið undir flatt eins og hún væri að | . hlusta Herbergi númer 809 fyrir i ) aftan hana var alveg hljótt. 1 ÍHerbegi nr. 807 var dauðakyrrt. ■ Hún leit upp. Stóri lampinn lýsti við gluggann þar sem stóri stóll- ; inn stóð Litli lamptrin ‘ lýsti' upp höfðalag rúmanna tveggja. Annars var allt í skugga. Nell setti konfektkassann á annað rúmið og gekk með hljóð- , lausum skrefum að glugganum og dró upp rimiatjaldið. Portið var svo þröngt að hvorki sást langt upp eða niður. Á veggn- um á móti var aðeins einn upp- j lýstur gluggi. Þar var rimla- I tjaldið dregið upp næstum um ; þriðjung og hún gat séð mið- bik á kvenmanni sem sat við skrifborðið. Svart og hvitt belti var girt um mitti á svörtum kjól. Annað var ekki að sjá. Það voru ekki margir heima á hótel Majestic á kvöldin. Nell sneri sér á tábroddunum og stiklaði aftur hljóðlaust inn í mitt herbergi 807 og stóð kyrr. Hún stóð ekki lengi kyrr. Enda- þótt fætur hennar væru um kyrrt á sama blóminu í mynztr- inu á gólfteppinu, þá byrjuðu þeir að dansa. Hælarnir lyftust og sigu örlítið. þegar hún lét þungann hvíla á víxl á hægri og vinstri fæti. Líkami hennar hreyfðist í ögrandi dansi, án VALVER—15692—VALVER «1 -15692—V ALVER—15692—VALVER 05 co VALVER Laugavegi 48. Við aðstoðum g yður vlð að CD f ° '+> - n ' Y in "j1 gleðja börnin. a ^ Ávallt úrval J < af leikföngum. > VALVER—15692—VALVER- VALVER Sími 15692. Scndum heim og i póstkröfu < > e* < pa w r < > p1 < H W um land allt g r -15692—VALVER—15692—VALVER T5 ';/'?$ * /í#k- ■/' '«&&&*• . K/'\i . ~ v. . ** k Rannsókn á máli safnaðarins tók langan tíma. Það kom í Ijós að flestir félagamir vissu ekkert um athæfi forsprakkanna og fengu þeir því að fara frjálsir ferða sinna, en foringjunum var stungið bak við lás og slá. Þegar Þórður kvaddi Ross major sýndi Ro« honum mynd sem tekin hafði verið úr lofti af Sant- anza. Þar sem áður hafði verið sannkölluð gróður- paradís var nú líflaus auðn. Eftir stóðu aðeins berir og naktir klettamlr. — Endir. SNJÓHJÓLBARÐAR GENERAL Hinir aíar vinsælu snjóhjólbarðar komnir aftur 520x12 .......... Kr. 660,00 560x13 .ttt.. — 727 00 590x13 .......... — 727,00 640x13 ......rr;~.T — 853,00 520x14 ......vrv.. — 780,00 750x14 .í.v.. — 1347,00 800x14 ... — 1467,00 560x15 .... .íTTT. — 836,00 640x15 .... — 972,00 670x15 . •.. .ttt.t — 1307,00 710x15 ...TVTTTTT — 1395,00 760x15 . ...TTTTry — 1298 00 800x15 .. — 1907,00 650x16 .t.t.. — 1319,00 HJÓLBARÐINN hf. Laugavegi 178, Reykjavík — Sími 35260. Sendisveinar óskast strax. — Vinnutimi fyrir bádegi. Þurfa að hafa bjóL Þjóiviljinn 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.