Þjóðviljinn - 20.11.1962, Qupperneq 10
10 SÍÐA------------------------------------------ÞJÓÐVILJINN
bölvaðasta kvöld sem hann hafði
upplifað. H.ann var fjúkandi
vondur. Smám saman varð hann
líka móðgaður. Síðasta kvöldið
hans í New York! Og hún hafði
bara labbað sig burt.
Og hvers vegn.a? Hamingjan
góða, vegna þess eins að hann
Jiafði ekki gefið þessum tilgerð-
arlega, gamla betlara smáskild-
ing. í>etta v»r alveg ...! Hann
sat kyrr þangað til reiðin var
orðin að þéttum kökk ; honum.
Skömmu síðar borgaði hann
reikninginn og fór í frakkann.
Þegar hann kom útfyrir leit
hann til beggja handa. Lyn
sást hvergi.
Hann gekk af stað með hend-
urnar á k-afi í frakkavösunum.
Hann hugsaði með sér, að það
væri heppilegt að hann skyldi
uppgötva í tíma hvað átti sér
stað í kollinum á henni. (Lyn
með dökka kollinn sem náði hon-
um í öxl). Hann gæti rólegur
strikað hana út af listanum. Já.
Gat hún ekki skilið. að hann
hafði alls ekki verið að reyna
að særa hana? Vildi hún ekki
viðurkenna. að hann hafði lært
sitt af hverju úti í heiminum,
hafði myndað sér skoðanir og
hafði sannfæringu. sem hann
hafði að minnsta kosti myndað
sér á heiðarlegan hátt? Nei, það
vildi hún ekki. Og þess vegna
hafði hún hlaupið leiðar sinn-
ar.
En Jed Towers ætlaði nú samt
sem áður út að skemmta sér í
kvöld. Vasabókin hans (með list-
anum) var heima á gistihúsinu.
Hann gekk í norðurátt. Honum
hafði alls ekki dottið í hug að
hann þyrfti á henni að halda.
En hann vissi að hún var til os
tiann vissi hvar hún var. Nú fór
stolt hans og hégómagimd að
s,egi\a til sín. Jed Towers ætl-
áði út að skemmta sér síðasta
kvöldið sitt í New York. Hann
ætlaði ekki að láta stinga sig
af, ekki til að tala um!
Jed æddi inn um vængja-
dyrnar. Þær streittust á móti
vegna þess að þær voru ekki
eins hraðskreiðar og hann. Hann
stóð við afgreiðsluborðið há-
vaxinn og reiður og bað um
lykilinn sinn. Hann fór með lyft-
unni upp á 8. hæð, opnaði dym-
ar hjá sér, kveikti Ijósið og
fleygði af sér frakkanum.
Hanr, fór fram í baðherberg-
ið.
Hann kom til baka með tann-
glasið í hendinni og litaðist um.
Svo fór hann að róta í tösk-
unni eftir whiskýflöskunni sinni.
Hann gat ekki imyndað sér að
hann gæti haft ánægju nf
neinni á þessum lista. Og und-
irbúningsæfingamar ...... hann
gat ekki staðið í slíku í þessu
skapi. Ef maður hringdi ; stúlku
Um þetta leyti kvölds. heyrði
maður bókstaflega hvemig fór
að suða í litla heilanum á henni.
Bara hann haldi nú ekki að eng-
inn hafi áhuga á mér. ef ég við-
urkenni að ég ætla ekki neitt?
Svona hugsuðu þær allar. þess-
ar skjátur Og svo segist hún
þurf.a að fara eitthvað annað.
Og þá segði hann: — Hættu við
það mín vegna. enda þótt hann
vissi mætavel að hún hefði bara
ættað ag þvo á sér hárið eða
eitthvað þess háttar. Og svo af-
lýsti hún „stefnumótinu“. Ein-
tómur uppspuni. Allt var tómur
uppspuni.
(Lyn var ekki af þessu tagi,
en hún var bara allt of einföld
fyrir þennan heim).
Hann leit á símann. Ætti hann
að hringja til. hennar og bi§ja
hana afsökúnar? En á hverju
át.ti hann eiginlega að biðiast af-
sökunar? Hann hafði ekki sagt
annað en sitt álit. Hann gat ekki
breytt sjálfum sér. Og svo
myndu þau bar.a byrja upp á
nýtt. Þau hugsuðu allt o.f ólíkt.
Og tvisvar sinnum ætlaði Jed
Towers ekki að láta stinga sig
af. Það sky.Idi hún fá að finna.
Rimlatjaldið var ekki dregið
fyrir gluggann hans. Hann átt-
aði sig á því að það var eins og
hann stæði á upplýstu leiksviði.
Honum fannst lika eins og ein-
hver væri að horfa á hann.
Fylgjast með hqnum.
Hann gekk út að glugganum
sem vissi út í portið.
Hann sá þvert yfir þrönga,
dimma, djúpa brur.ninn og inn-
um upplýstan glugga. Hitt her-
bergið birtist honum líka útúr
nóttinni eins og upplýst svið.
Sviðið hafði enga dýpt. Kveikt
var á lampa við gluggann. Ljós
féll á kvenmann. Það var ung
stúlka eða kona. Hún var klædd
í eitthvað flöktandi blátt eða
grænt. Það var eins og hún sæti
í glugganum sjálfum, en hún
sat sennilega á ofnhlífinni. Hún
sat álút. Hún var með stutt-
klippt, guit hár. Hún virtist
vera að horfa á eitthvað á fæt-
inum á sér rétt fyrir ofan hnéð.
Ef til vill sokkaband. Hún
hvíldi hægri iotinn á ofnhlíf-
inni. Fagurskapaður fóturinn
beygður og flöktandi, blágrænt
efnið bylgjaðist um hann.
Hún horfði ekki út .... leit
ekki á hann. Hann var alveg
viss um að hún hafði gert það
rétt áðan. Hann vissi að hann
hlaut að sjást afarskýrt í upp-
lýstum glugganum. Hann stóð
kyrr og horfði á hana án þess
að gera sig líklegan til að draga
niður gluggatjaldið. Hann var
sannfærður um að hún vissi að
hann var 'þama.
Svo strauk hún hægri hendi
með hægð yfir kálfann. Hún
sneri höfðinu til. Hún leit til
hans. Hann hreyfði sig ekki.
Hún gerði það ekki heldur.
Hönd hennar hvíldi á öklan-
um. Flíkin sem hún var í hélt
áfram að blakta umhverfis vel-
lagaðan fótinn. Hún lyfti höfð-
inu snöggt og horfði á hann.
Það var eitthvað grímulaust
við þessar tvær mannverur sem
stóðu hvor í sínu upplýsta hylki
og fylgdust hvor með annarri
.... Það var eins og þau ögr-
uðu hvort öðru þvert yfir port-
ið.
Jed fann að hann var farinn
að brosa. Reiðin sem ólgað hafði
í honrnn, breyttist, fékk á sig
annað form. Hvað skyldi þetta
þýða? hugsaði hann. Já, þvi ekki
það? Hann var forvitinn og á-
hugi hams var vakinn.
5. K A F L I
Stúlkan sleppti takinu á ökl-
anum, studdi báðum höndum á
ofnhlífina fyrir aftan sig, hall-
aði sér afturábak svo að allur
þunginn hvíldi á handleggjun-
um og hún hélt áfram að horfa
á hann. Þetta var allt svo af-
dráttarlaust og það átti vel við
skap hans þessa stundina.
Jed fór að hugsa um uppdrátt-
inn yfir hótellherbergin, sem
hann hafði í kollinum. Hann
taldi númer og reiknaði út.
Hann var einn þeirra sem alltaf
muna landakort og uppdrætti.
Hann var næstum viss um að
hann vissi hvaða númer var á
herberginu fyrir handan. Hann
setti frá sér whiskýflöskuna og
lyfti báðum höndum. Svo sýndi
hann átta fingur, myndað nú
með báðum höndum og sýndi
síðan sjö fingur.
Hún settist allt í einu upp,
greip höndunum um mittið og
sneri sér við, svo að snéð seig
niður. Hún snieni að honum og
hallaði eilítið undir flatt eins
og hún vildi segja: „Hvað eigið
þér við?“
Hanm lyftii flöskunni með
vinstri hendi, benti á hana, á
sjálfan sig, á flöskuna.
Hún haliaði höfði afturábak
eins og hún væri að hlæja.
Hann lagði flöskuna frá sér
og gaf hermi merWii um að hann
ætlaði að hringja til hennar í
símann. Hún skyldi hvað hann
átti við, því að hún sneri til
höfðinu og leit þangað sem sím-
inn hlaut að vera.
Hún sendi honum töluna sjö á
merkjamáli.
Jed gekk burt frá gluggan-
um. Hann vissi að hann var
ennþá sýnilegur, jafnvel enn
skýrari en áður í bjarmanum
frá loftljósinu. Hann tók sím-
ann. Hann bað um herbergi 807
á skiptiborðinu.
Þegar Rocheile gaf honum
sambandið, datt henni eitthvað
í hug, hún vissi varla hvað það
var. Þegar hún fór að íhuga
málið, mundi hún hvað það var.
Já, númer 807, það var hvísl-
andi röddin sem hafði notað
þetta hræðiiega orðbragð. Hvað
skyldi nú vera á seyði? Hún
bjóst við að númer 821 ætlaði
að kvarta. Sem snöggvast lang-
aði hana til að hlusta. Hún
heyrði karlmannsrödd segja:
„Jæja ....“ Röddin var blátt á-
fram og örlítið háðsleg. Hann
ætlaði bersýnilega ekki að
kvarta. Áhugi Rochelle hafði ekki
verið sérlega mikill og nú hvarf
hann alveg. Hún brostii svolítið
út í annað munnvikið og svo
gleymdi hún þessu.
Jed sá enn stúlkuna í litla
ljóshringnum umhverfis rúmið
íl herberginu meðan hún talaði
í símann. Hann veifaði. „Halló“,
sagði hann í símann.
Hún gaf frá sér dálitið hljóð,
eins og hlakkaði í henni.
„Halló.“
„Langar yður í drykk?"
„Það er ekki óhugsandi," sagði
hún.
„Eruð þér ein?“
Hún vissi hvað hann átti við.
„Hafið þér ekki augu í höfð-
inu?“ sagði hún og hann heyrði
aftur þetta hlakkandi hljóð.
„Ef ég kem yfir til yðar, ætl-
ið þér þá að opna?“
„Það er ekki óhugsandi."
„Þetta er löng leið,“ sagði
hann.
Honum fannst eins og hún ætl-
aði að stríða honum, en svo
varð breyting á. Hann sá að
hún sneri sér við. Var það eitt-
hvert hljóð.. sem hún gat heyrt
.... hann ekki. Röddin var öðru
vísi, þegar hún sagði: — Bíðið
nokkrar mínútur.
— Ja, ég veit svei mér ekki,
sagði Jed hressilega. — Það
gæti hugsazt að ég missti áhug-
ann á meðan.
— Fimm mínútur, sagði hún
og nú var hún áköf.... eins og
meðsek. — Það er einhver við
dyrnar. Svq sagði hún: — Kom-
ið endilega, mjög lágri röddu
og lagði tólið varlega á.
J«d sat á rúminu í herbergi
sínu og lagði tólið á með hægð.
Hann sá hana við gluggann,
þar sem hún dró rimlatjöldin
niður, en þó ekki meira en svo
að hann sá ennþá inn í herberg-
ið. Hann vissi að hún hvarf
inn í myrka hluta herbergis-
ins, þegar hún opnaði dymar.
Gesturinn kom svo langt inn, að
hann þekkti einkennisbúning
hótelsins.
Það var sjálfsagt einhver send-
ill. Nú, jæja .... Hann fór inn
í baðherbergið og honum fannst
sem hann hyrfi sem snöggvast
bakvið leiktjöldin, færi út úr
sviðsljósinu. Hann leit í spegil-
inn. Reiði hans var ekki lengur
eins áköf, það var kominn í
hana taktur Hún kom og fór
eins og flóð og fjara. Þegar hún
fjaraði út, var hann svolítið
tómur og þreyttur. en taktur-
inn var fastur og sótti á. Eitt-
hvað varð að gerast.
Eddie sagði: — Jæja, svo. litla
stúlkan er sofnuð. Og þér líður
vel, Nell?
- Ja, umlaði Nell. Hún hafði
látið fallast í dökkrauða stólinn
og það var eins og hún slakn-
aði öll. Augnalokin sigu eins og
hún mtgnaði ekki ,að balda
þeim opnum. Andlit hennar var
slétt og syfjulegt.
‘— í hverju ertu eiginlega,
Nell? Rödd Eddies var lág og
varfæmisleg.
— Það skemmist ekkert við
það.
Eddie leit órólegur á rótið á
snyrtiborðinu. Hann beit á vör-
ina. Hann gekk að snyrtiborð-
inu. Andartaki síðar sagði hann
Þriðjudagur 20. nóvember 1962
| ■ _ r. »» i bílakynningu SKYNDIHAPP-
LCIOTclIBElg DRÆTTIS ÞJÖÐVILJANS þann 7.
nóv. s.l., þar sem kynntur var NSU-PRINS bílinn, komu
fyrir tvær meinlegar prentvillur. I greininni segir:
1 hlutfalli við stærð bílsins er vélin aflmikil 26 ha.,
en á að vera 36 ha. 5500 snúninga fjórgengisvél, loftkæld
með toppventlaútbúnaði.
Ennfremur segir í sömu grein: Vél, gírkassi, stillitengi
en á að vera: Vél, gírkassi, slittengi og drif er allt sam-
byggt. Þetta leiðréttist hér, með og biður blaðið viðkom-
andi umboð, sem er FÁLKINN h.f., afsökunar á þessum
leiðinlegu mistökum.
VALVER—15692—VALVER—15692—VALVER—15692—VALVEB
BS
H
> Laugavegi 48.
^ Við aðstoðum
I
§5 yður við að
«5
in
7 gleðja börnin.
Ávallt úrval
af leikföngum.
VALVER—15692—VALVER
VALVER
Sími 15692.
Sendum heim
og i póstkröfu
>
P1
<
ra
w
I
Ot
s
N
I
■«5
>
P1
<
ra
93
I
—15692—VALVER—15692—VALVER
Unglingar eða roskið fólk
óskast strax til blaðburðar um
Sólvallagötu Leifsgötu
Framnesveg — Kársnes I
Vesturgötu
Blöðunum ekið heim —Góð blaðburðarlaun!
Talið strax yið afgreiðsluna — sími 17500.
Þjóðviljinn
Regnföf Regnúlpur