Þjóðviljinn - 27.11.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.11.1962, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 27. nóvember 1062 ÞJÓÐVILJINN Stjórnarfíokkamir til íbúðabyggii ÞINCSJÁ ÞJÓDVILJANS í gær fór fram í neðri deild önnur umræða um frumvarp nokkurra þingmanna Alþýðubanda- lagsins um útvegun lánsfjár til húsnæðismála. Fjárhagsnefnd hafði skilað áliti um málið og leggja fulltrúar stjórnarflokkanna til að það verði fellt, en minni hlutinn, Harmibal Valdi- marsson, leggur til að frumvarpið verði sam- þykkt. Birgir Finnsson (Alþfl.) hafði framsögu fyrir meirihluta fjár- hagsnefndar, sem leggur til að frumvarpið verði fellt. Taldi hann, að ekki væri raunhæft > < , wt’ að eyða hinu frysta sparifé Seðlabankan- um til lána- starfsemi. Þetta fé stæði und- ir gjaldeyris- eign landsmanna Qg mætti því ekki skerða það. Þá taldi hann, að stóraukið fé hefði farið til húsnæðismála hin síðari ár, og sú þróun, sem verið hefði í þessum málum frá þvi að .,við- reisnin“ hófst væri því hin eina rét'ta og aeskilega, Hannibal Valdimarsson kvað það hafa komið skýrt í ljós af opinberum skýrslum. að mjög hefði dregið úrbygg- ingum hin sjð- ari ár. Engan veginn vaeri nú byggt sem svaraði til aukningar íbúafjöld- landsins og væri því hér efnt til skuld- ar við framtíðina og því leng- ur sem drægist að færa þróun- ina aftur í rétt horf, því erfið- ara yrði það. Samkvæmt opin- berum skýrslum hefði þróun i- búðabygginga á öllu landinu verið sem hér segir síðari ár. 1958 fullgerðar 1610 íbúðir 1959 — 1597 — 1960 —- 1013 — 1961 — 770 — Hins vegar væri talið, að heildarþörf landsmanna væri 1400 til 1500 íbúðir á ári. Þegar litið væri á þróun byggingarmála í Reykjavík. kæmi það sama í ljós og sést af heildarþróuninni í landinu. Árið 1959 var lokið við 740 í- búðir í Reykjavík, 1960 voru fullgerðar þar 642 íbúðir oe 1961 ekki nema 541 íbúð. — Með frumvarpinu væri gert ráð fyrir, að þegar í stað yrðu gerð- ar ráðstafanir til þess að snúa bessari þróun við, en til þess væri nauðsynlegt að au.ka útlán bvggingarsjóða hins opinbera. Nú lægju t.d. fyrir um 200 um- sóknir um byggingarlán hjá Byggingarsjóði verkamanna, en heita mætti, að sjóðurinn hefði verið óstarfhæfur frá því, að núverandi stjórnarvöld tóku við. Á þessum árum 1959—1961 hefðu þannig einungis verið veitt lán úr sjóðnum til 30—40 íbúða. Það væri sjálfsögð sann- girniskrafa, að hinu frysta sparifé landsmanna yrði veitt út í atvinnulífið til þess að bæta úr brýnni þörf á þessu sviði. Þá gerði frumvarpið ráð fyr- ir, að hámarkslán hækkuðu upp í allt að 250 þús. kr. á íbúð. en 1959 var hámarkslán 100 bús. kr. Þessi hækkun mundi þó ekki gera betur en að vega upp á móti dýrtíðaraukn- ingunni í tíð „viðreisnarstjórn- arinnar”. — (Það er því í meira lagi hæpið hjá Birgi Finnssyni, að tala um „rétta” þróun í hús- næðismálum vegna hækkaðra lána, þegar opinberar skýrslur sýna, að íbúðabyggingar drag- ast stöðugt saman). — Hannibal sagði, að ekki yrði um það deilt með réttu, að stóraukið fé | þyrfti til húsnæðismálanna, ef : ekki ætti að halda áfram á sam- ] dráttarbrautinni og ítrekaði þá skoðun sína, að vandinn yrði því meiri því lengur sem dræg- ist að ráða fram úr þessu máli á viðunandi hátt, enda ætti fólk fulla kröfu á, að hlaupið væri undir bagga með því í þessum málum. ekki sízt með tilliti til hinnar gífurlegu dýrtíðaraukn- ingar í tíð núverandi stjórnar. Annarri umræðu lauk í gær. en atkvæðagreiðslu var frestað. ar vun- 1 Við fyrstu umræðu um almanna- varnafrumvarpið í efri deild í gær, benti Alfreð Gíslason, læknir. á pað. áð hinn skyndilegi áhueri ríkis- stjórnarinnar á þessu máli virtist innfluttur beint frá Bandaríkjun- um. Dómsmálaráðb., Bjarni Bene- diktsson, rauk þá unp og sae^ði, að | bingmanninum væri nær að hugsa um annað en að vera með -sretsak- um það, hvernig áhuíri ríkisstjórnarinnar á almannavörnum væri tii kominn. Ibréttir Framhald af 4. síðu næstu Olym; > í knatt- spyrnu, en forkeppnin mun fara franí á næsta ári. Stjórnarkjör Síðari fundardag þingsins fór fram stjórnarkjör og var Björg- vin Schram einróma kjörinn í' rmaður næsta ár. Sömuleiðis voru þeir Sveinn Zöega, Ragn- ar Lárusson og Axel Einarsson endurkjömir. í varastjórn vcru kjörnir Hafsteinn Guðmunds- son, Haraldur Snorrason og Vilberg Skarphéðmsson. Frímann. Bjarni Benediktsson, dómsmála- ráðherra, fylgdi frumvarpinu úr hlaði og gerði í stuttu máli grein fyrir eldri lögum um þessi efni, samningu þessa frum- varps og meðferð þess á síð- asta þingi, en þá var því vísað frá samkvæmt rökstuddri dag- skrá frá ráðherranum sjálfum! Alfreð Gíslason (Alþbandal.) kvað meginbreytingu þessa frumvarps frá eldri lögum þá. að frumkvæðið í þessum málum væri fært í hendur ríkisvalds- ins, en hefði áður verið hjá sveitarstjórnum. Væri þannig verið að svipta sveitarfélögin sjálfsákvörðunarrétti á sama tíma og álögur hins opinbera á þau færu vaxandi. Þetta væri varhugaverð þróun. Aðrar veiga- miklar breytingar teldi hann hins vegar ekki á frumvarpinu. — Þá minnti Alfreð á, að eldri lög um þetta efni væruí ekki ó- fullkomnari nema að þessu leyti einu. Hins vegar hefði ekkert orðið úr framkvæmdum á ákvæðum þeirra, en það væri þó ekki lögunum sjálfum að kenna. Og heimsástandið hefði ekki verið neitt skárra undan- farin ár en það væri nú og þar af leiðandi gæti hinn skyndi- legi áhugi ríkisstjórnarinnar á þessu máli ekki átt rætur sínar að rekja þangað, þótt svo væri látið heita í greinargerð fyrir frumvarpinu. íslenzk stjórnar- völd hefðu sýnt þessu máli al- gert sinnuleysi fram til hausts 1961, en þá var skyndilega rok- ið upp til handa og fóta og slíkt aðgerðarleysi talið óverj- andi með öllu. Hvað var hér að gerast? spurði Alfreð. Það er rétt að gefa því gaum, sem nokkru áður átti sér stað í Bandarikjunum. í júlí fór Kennedy forseti þess á leit við þingið, að það stóryki framlög sin til hemaðar — og einnig til almannavarna. M. a. hefði hann talið, að bjarga mætti miklu með neðanjarðarbyrgjum o. fl. 1 nóvember 1961 flutti forsetinn aðra ræðu, og kvaðst bar ekki hvetja til að byggja byrgi í hverju húsi, en hins vegar þyrfti að gera opinber varnarbyrgi. — Þessum ræðum Bandaríkjaforseta hefði verið mjög misjafnlega tekið í heima- landi hans. Bent hefði verið á. að ekki væri reynsla fyrir því. að varnarráðstafanir yrðu að neinu teljandi gagni í kjarn- orkustyrjöld. Ymsir hefðu tal- ið fénu betur ráðstafað til bygg- inga sjúkrahúsa og skóla í landinu. Þá hefði verið bent á þá hættu, að með þessu væri verið að flytja stríðsáróðurinn inn á heimilin og gefa stríðs- æsingamönnum þannig byr í seglin. Og loks hefðu ýmsir talið eflingu friðarmála i heim- inum einu raunhæfu lausnina. Með því yrði unnt að forða heiminum frá hörrmragum kjarnorkustyrjaldar. Þetta sem gerðist í Banda- ríkjunum 1961 er býsna fróð- ’-egt fyrir okkur fslendingr sagði Alfreð. Það gefur auga leið. að þessi skyndilegi á- hugi núverandi stjórnarvalda á þessurn málum er innfluttur beint frá Bandaríkjunum, — og væri þó ekki þar með sagt að hann þyrfti að vera verri fyrir það. En hafi áhuginn verið eitthvað blendinh í Bandaríkjunum, — þá er hætt við að hann sé það ekki siður hér. Og enda þótt ríkisstjórn- in segði í greinargerð þessa máls, að aðgerðaleysi í þvi væri „óverjandi”, væri ekki að sjá að mikið lægi á um fram- kvæmdir Það kæmi berlegast i ljós á f járlagafrumvarpinu fyrip næsta ár. en þar væri einungis ein milljón ætluð til þessara mála. Þetta ásamt seinlæti rikisstjórnarinnar sýndi að ekki fylgdi mikill hugur máli. enda væri það j skiljanlegt, þar sem enginn gæti sagt með nokkurri vissu. hvort nokkrar ráðstafanir kæmu að teljandi gagni, ef til styrjaldar drægi. — En væri ekki nær, sagði Alfreð. að verja þessari milljón til þess að vinna að friðarmálum. Okk- ur væri nær að senda emb ættismenn okkar til þess að | tala máli friðarins á alþjóða- bingum í stað þess að senda bá á fundi í hernaðarbanda- iögum Slíkt teldi hann fremur ' þágu almannavarna. en það sem gert væri ráð fyrir sam- kvæmt þessu frumvarpi Hann væri enn sem fyrr þeirrar skoðunar. að öruggasta ráð- stöfun til almannavarna hér á j 'andi væri að fjarlæga her-] stöðvar Bandaríkianna þar sem tilvist þeirra byði tortimingar- hættunni heim. En hihs vegar mætti búast við. að ekkert væri fjarlægara núverandi rík- isstjórn en sú hugsun. Bjarnl Benediktsson, dóms- málaráðherra tók aftur til máls og sagði m.a. að Alfreð Gísla- sjmi væri nær að hugsa um. hvern bátt hann hefði átt í ,að . gera fram- kvæmdir loft- varnanefnd- •’rinnar í Reykjav. tor- tryggilegar“, heldur en að vera með getgátur um. hvaðan hugmyndirnar um almanna- varnir væru komnar! ■— Virtist ráðherrann ákaflega viðkvæm. ur fyrir þeirri staðreynd. sem kom fram j ræðu Alfreðs. a« hinn skyndilegi áhugi ríkis- stiórnarinna>- hefði fyrst vakn. að, er Bandarikjaforseti hafði tekið málið upp í heimalandi sina. SÍÐA 5 Otgefandi: Sameiningarflokkui alþýðu — Sóstallstaflokk- urinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson. Magnús Torfi Olafsson. Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjórar: tvar H Jónsson. Jón Bjamason. Ritstjóm afgreiðsla. auglýsingar orentsmiðja: Skólavörðustlg lfl. Símí 17-500 (5 linur) Askriftarverð kr 65.00 á mánuði. Hræöslutal JJefur Efnahagsbandalag Evrópu gerbreytzt? Eða er það afstaða Sjálfstæðisflokksins, sem hefur gerbreytzt? Fyrir þá fylgjendur íhaldsins og Alþýðuflokksins, sem árum saman hafa leg- ið undir stanzlausum áróðri um ágæti banda- lagsins og óhjákvæmilega nauðsyn þess að ís- lendingar „skeri sig ekki úr“, hlýtur það að vera dálítið einkennilegt að frétta af ræðu eins og beirri sem Bjarni Benediktsson hélt á Alþingi í vikunni sem leið. Þar lagði Bjarni alla hugsan- lega króka á leið sína til að finna afsakanir fyrir óðagotsafstöðu Sjálfstæðisflokksin?: ng ríkis- stjórnarinnar í fvrrasnmar, þegar v”''ogva átti Islendingum til að sæk4a um aðild að Efna.hags- bandalagi Evrópu. aigjörlega að óat.huguðu og órannsökuðu máli. Hve nærri ]á, að sú afstaða væri barin í gegn. má marka af hinni furðulegu niðurstöðu af fun<b Hagasamtaka landsins, sem ríkisstjórnin hóaði saman og lagði á slika bving- unarpressu, að allir v'!?ft.takendur ráðstefmmn- ar létu bugast og mæltu með innlimun í Efna- hagsbandalagið — nema einn aðilinn, sem sá skýrt og skildi í hverja hættu íslenzkum málstað var stefnt með heinri afstöðu, og það var Al- hýðusamband íslands. gannleikurinn er auðvitað sá. að Efnahags- bandalag Evrópu hefur ekki breytzt og því síður hefur breytzt sú afstaða Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins að innlima beri ísland í þetta ólýðræðissinnaða samfélag auðhringa og auðvaldsríkja Vestur-Evrópu. En undanhald Bjarna .Benediktss. í orði kveðnu er til komið vegna þess, að íslenzki málstaðurinn hefur skýrzt stórlega fyrir íslendingum frá því í fyrra. Vegna meðferðar Alþýðusambandsins, Sósíalistaflokks- ins og Alþýðubandalagsins á málinu, vegna við- leitni bessara aðila oo einnig annarra að skýra fyrir íslendingum hvað í húfi er, ef ísland verð- ur innlimað í Efnahagsbandalagið er nú til orð- 'nn með þjóðinni allt öðru vísi skilningur á mál inu og meiri þekking en fyrir ári. Mótspyrnan gegn innlimun íslands hefur stóraukizt og nú lýsa t.d. forystumenn Framsókar því yfir op- inberlega að ekki komi til mála fyrir íslendinga aðild og heldur ekki aukaaðild. Og vegna ná- lægðar kosninga er.u íhaldið og Alþýðuflokkurinn orðin logandi hrædd um dóm þjóðarinnar yfir óðagotsafstöðu þessara flokka og innlimunar- áróðri og blaðursferðum ráðherra á fund valda- manna Efnahagsbandalagsins. Þess vegna reyn- ir íhaldið nú að hala í land af alefli í orði kveðnu, og þykist vilja fara að öllu með gát, ef takast mætti að blekkja fólk fram yfir kosningar! ^uðvelt mun það ekki reynast. Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa komið fram í þessu máli sem purkunarlausir innlimun- arflokkar. Þeir hafa sýnt í því sama undH^qiu- háttinn við erlent vald og í herstöð^amálinu og landhelgismálinu. Og þeir eisa að Hnpmast í kosningunum næsta sumar samkvæmt því — s.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.